Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 19.12.2011, Qupperneq 54
19. desember 2011 MÁNUDAGUR38 sport@frettabladid.is NOREGUR varð í gær heimsmeistari í handbolta kvenna. Noregur lagði þá Frakkland, 32-24, í úrslita- leiknum. Þjálfari norska liðsins er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson sem er að gera frábæra hluti með norska liðið. Spánn fékk bronsið á mótinu en Spánn vann öruggan sigur á Dönum í bronsleiknum. IE-deild karla: Stjarnan-Keflavík 107-91 Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23, Keith Cothran 23, Sigurjón Örn Lárusson 20, Justin Shouse 15, Guðjón H. Lárusson 10, Fannar, Helgason 8, Dagur Kár Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27, Steven Gerard 26, Jarryd Cole 18, Valur O. Valsson 7, Gunnar Stefánsson 6, Almar Guðbrandsson 4, Halldór Halldórsson 3. KR-Valur 85-83 KR: Emil Þór Jóhannsson 20/5 fráköst, Hregg- viður Magnússon 13/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 12, Martin Hermannsson 9/4 fráköst, Björn Kristjánsson 9, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/13 fráköst, Páll Fannar Helgason 4, Jón Orri Kristjánsson 3/6 fráköst. Valur: Garrison Johnson 24/7 fráköst, Ragnar Gylfason 21, Igor Tratnik 19/17 fráköst, Birgir Björn Pétursson 10, Austin Magnus Bracey 4, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst, Hamid Dicko 1. Þór Þ.-Tindastóll 74-78 Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 19/8 stolnir, Darrin Govens 18/8 fráköst/5 stoðsend- ingar, Baldur Þór Ragnarsson 11/6 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 9, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Marko Latinovic 5, Michael Ringgold 4/8 fráköst. Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 18/5 fráköst, Maurice Miller 18/11 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/7 fráköst, Curtis Allen 9, Helgi Freyr Margeirsson 7/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Friðrik Hreinsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 3. Snæfell-Grindavík 105-110 Snæfell: Marquis Sheldon Hall 26/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 23/20 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 17, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3, Egill Egilsson 2, Daníel A. Kazmi 2. Grindavík: Giordan Watson 35/4 fráköst/7 stoðsendingar, J’Nathan Bullock 28/15 fráköst/3 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11, Ólaf- ur Ólafsson 10/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6. Njarðvík-Fjölnir 79-82 Njarðvík: Cameron Echols 24/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 21/4 fráköst, Travis Holmes 15/7 fráköst/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4. Fjölnir: Nathan Walkup 23/5 fráköst, Calvin O’Neal 16/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 13/10 fráköst, Árni Ragnarsson 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/6 fráköst, Björgvin Hafþór Rík- harðsson 5, Trausti Eiríksson 4. Haukar-ÍR 82-84 Haukar: Hayward Fain 31/11 fráköst/7 stoðsend- ingar, Christopher Smith 12/13 fráköst/5 varin skot, Davíð Páll Hermannsson 12, Emil Barja 9/7 fráköst/3 varin skot, Sævar Ingi Haraldsson 7/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 6, Helgi Björn Einarsson 5/9 fráköst. ÍR: Robert Jarvis 32, Nemanja Sovic 21/8 fráköst, James Bartolotta 15, Hjalti Friðriksson 12/6 fráköst, Húni Húnfjörð 2, Ellert Arnarson 1/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eiríkur Önundarson 1 ÚRSLIT N1-deild karla: Valur-Akureyri 23-30 Valur - Mörk (skot): Sturla Ásgeirsson 9/3 (17/4), Anton Rúnarsson 6 (12), Finnur Ingi Stefánsson 4 (5), Magnús Einarsson 2 (5), Atli Már Báruson 1 (1), Arnar Daði Arnarsson 1 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 6 (29/1, 21%), Ingvar K. Guðmundsson 2 (9, 22%), Hraðaupphlaup: 3 (Sturla, Finnur, Arnar) Fiskuð víti: 3 ( Anton 2, Gunnar ) Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 10/1 (10/1), Guðmundur H. Helgason 6 (13), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (3), Heiðar Þór Aðal- steinsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (29/2, 34%), Stefán Guðnason 3 (7/1, 43%), Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Guðmundur) Fiskuð víti: 1 ( Oddur) HANDBOLTI Akureyri vann öruggan sigur á Val, 30-23, í Vodafone-höll- inni í síðasta leik liðanna fyrir frí frá deildarkeppninni fram í byrjun febrúar. Eftir jafnan fyrri hálfleik hafði Akureyri yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn í raun aldrei í hættu. Leikurinn hófst rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurftu leik- menn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálf- leikurinn var jafn og munaði aldrei miklu á liðunum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínút- um leiksins. Akureyri byrjaði síðari hálfleik- inn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir sjö mörkum yfir, 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð en lengra komust heimamenn ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23. „Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum. Ég er virkilega feginn að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópn- um í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur.“ „Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í gær. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög slæmt. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og við vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hryn- ur bara okkar leikur í síðari hálf- leiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla. Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svo- kallaða fríi.“ - sáp Akureyri á stöðugri uppleið um þessar mundir og sótti bæði stigin í Vodafone-höllinni gegn Val í gær: Ráða fáir við okkur þegar allir eru heilir HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? Valsmaðurinn Gunnar Harðarson fær hér óblíðar móttökur frá varnarmönnum Akureyrarliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Það var sannkallaður stórslagur í Meistaradeildinni í gær þegar Íslendingaliðin Kiel og AG Köbenhavn mættust í Kiel. Danska ofurliðið kom nokkuð á óvart með því að standa í Kiel og rúmlega það því liðið leiddi í leik- hléi með tveimur mörkum, 12-14. Í síðari hálfleik hélt AG áfram að spila vel og náði þriggja marka forskoti, 17-20. Þá hrökk allt í baklás hjá AG og Kiel skoraði fimm mörk í röð. Eftir það leit liðið aldrei til baka og landaði afar sætum tveggja marka sigri, 28-26. Kiel komst með sigrinum í efsta sæti riðilsins þar sem það hefur stigi meira en AG. Athygli vakti að Ólafur Stef- ánsson lék allan leikinn fyrir AG þó svo hann sé nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig allan leik- inn fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson spilaði mestan hluta leiksins. Aron Pálmarsson lék svo vel í liði Kiel. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Kiel hafði betur gegn AG FÖGNUÐUR Alfreð gat leyft sér að fagna eftir dramatískan sigur sinna manna. NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Stjarnan skellti Kefla- vík 107-91 í Iceland Express deild karla í körfubolta í gær í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Jafnræði var með liðun- um allan fyrsta leikhlutann en Stjarnan var þó fjórum stigum yfir þegar annar leikhluti hófst 32-28. Stjarnan byrjaði annan leik- hluta með látum og þegar hann var hálfnaður var munurinn ell- efu stig, 49-38. Stjarnan náði mest 16 stiga forystu í öðrum leikhluta en munurinn í hálfleik var fjórtán stig 61-47. Allt annað var að sjá til Kefla- víkur í upphafi þriðja leikhluta. Liðið fór að berjast fyrir hverjum einasta bolta og bjóða upp á varn- arleik. Keflavík tókst að minnka muninn niður í sex stig á fjórum mínútum 66-60 en þá féll Kefla- vík aftur í gamla farið. Stjarnan var sjö stigum yfir fyrir fjórða leikhluta 78-71 og stjórnaði ferð- inni án nokkurra vandræða út leikinn og vann að lokum örugg- an 16 stiga sigur 107-91. „Liðsheildin var frábær í dag. Það voru allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikur- inn okkar í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fékk fimm þrista. Venju- lega dettur þriggja stiga prósent- an niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Teitur en lið hans lék frábærlega allan leikinn fyrir utan fyrstu mínútur þriðja leikhluta. „Við finnum aftur okkar jafn- vægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning. Það voru allir til- búnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólin og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku,“ sagði Teitur að lokum. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, var ekki eins upp- litsdjarfur og kollegi hans hjá Stjörnunni. „Við gátum ekkert. Við spiluð- um enga vörn og vorum ömurleg- ir,“ sagði Sigurður en Keflavík réði ekkert við hæð Stjörnunnar í teignum en Stjarnan tók 40 frá- köst gegn aðeins 18 hjá Keflavík. „Við fráköstum mjög illa í þess- um leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið,“ sagði Sigurður. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur í byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn. Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt,“ sagði Sig- urður en fyrir utan útlendingana þrjá, Gerrard, Parker og Cole skiluðu fáir framlagi í stigaskor- un og ætti það að valda Keflvík- ingum áhyggjum. - gmi Jólastjarnan skein skært Uppgjör liðanna í öðru og þriðja sæti stóðst aldrei væntingar um spennu. Stjarnan lék við hvern sinn fingur gegn slöku liði Keflavíkur og vann. BARÁTTUHUNDUR Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með strákana sína í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.