Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 56
19. desember 2011 MÁNUDAGUR40 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 BYLTING Í ÞÆGINDUM Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er. Stöð 2 Netfrelsi gerir þér kleift að horfa á eftirlætis þættina þína í tölvunni, farsímanum eða spjald- tölvunni – þegar þér hentar. TÖLVASNJALLSÍMI SPJALDTÖLVA Nýjung fyrir áskrifendur Stöðvar 2 Allt uppáhaldsefnið þitt, innlent og erlent er aðgengilegt í tvær vikur eftir frumsýningu. Farðu inn á stöð2.is, veldu Netfrelsi, skráðu þig og byrjaðu að horfa - en hver þáttur kostar aðeins 30 Stöðvar 2 punkta fyrstu tvo mánuðina. Nýttu þér Stöð 2 Netfrelsi – hvar og hvenær sem er! HANDBOLTI Þjálfarinn Aron Krist- jánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslands- meisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hann- over-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tíma- bils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslita- keppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum,“ sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson klár- aði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum,“ sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vant- aði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið.“ Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarn- ir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér.“ Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru fram- farirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist.“ Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og miss- ir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta ger- ist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirr- aður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausn- um á mér,“ sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég.“ henry@frettabladid.is Það vantaði aga og festu í hópinn Aron Kristjánsson er búinn að rífa Haukana upp á nýjan leik. Hann segir að margt hafi breyst hjá félaginu á því eina ári sem hann var fjarverandi. Það hafi því verið mikil áskorun að rífa Haukana aftur upp á meðal þeirra bestu. Hann stefnir ekki á að þjálfa aftur erlendis á komandi árum. AGI OG FESTA Aron hefur komið skikki á leik Haukaliðsins á nýjan leik og það mætir Íslandsmeisturum FH í stórleik í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Barcelona varð heims- meistari félagsliða í gær með öruggum 4-0 sigri á brasilíska liðinu Santos. Talsvert var gert úr því að í leiknum myndi besti knatt- spyrnumaður heims, Lionel Messi, mæta efnilegasta leik- manni heims, Neymar. Í leiknum mátti sjá að það er talsvert bil á milli þess besta og efnilegasta. Á meðan Messi lék á alls oddi og skoraði tvö mörk komst Neymar lítt áleiðis. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru ótrúlegir. Messi var valinn besti leikmaður mótsins. Hin mörk Barcelona skoruðu Xavi og Cesc Fabregas. Staðan var 3-0 í hálfleik og Barca gat því slakað á klónni í síðari hálfleik en samt haft betur. „Ég veit ekki hvort Barcelona er ósigrandi en þetta er besta lið heims. Við lærðum í dag hvað fót- bolti er,“ sagði hinn 19 ára gamli Neymar auðmjúkur eftir leikinn „Þetta var bara kennslustund í fótbolta.“ - hbg Barcelona vann HM félagsliða Yfirspiluðu Santos HETJAN Messi sýndi frábæra takta í gær og skoraði tvö mörk. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.