Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 25

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 25
FIMMTUDAGUR 22. desember 2011 25 um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa Hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborg og Vegagerðin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands efna til tveggja þrepa samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa, ásamt stígum að þeim og yfir Geirsnef. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram frjóar og áhugaverðar en jafnframt raunhæfar hugmyndir um nýja göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa. Eftir fyrra þrep samkeppninnar verða valdar þrjár tillögur til nánari útfærslu í seinna þrepi. Gert er ráð fyrir að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áfram- haldandi hönnun á verkefninu til útboðs. Markmið hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og mun aukast með tilkomu fyrirhugaðra brúa. Brýrnar verða áberandi í borgarlandinu og því mikilvægt að þær falli vel að nánasta umhverfi. Skilafrestur tillagna í fyrra þrepi samkeppninnar er til og með 13. febrúar 2012 Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingunni, sem er aðgengileg á vefsíðum Reykjavíkurborgar http://gongu-og-hjolabryr.reykjavik.is Ítargögn fá þeir sem skrá sig til þátttöku og greiða þátttökugjald kr. 5000. FR A 1 21 1- 2 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur staðfest ákvörðun skiptastjóra Stoða, áður FL Group, að rifta skuli 657 millj- óna króna greiðslu til Teymis frá sumrinu 2008. Stjórnendur Teymis hugðust afskrá félagið af markaði og þurftu að geta gert upp við hlut- hafa sína. Til þess sömdu þeir við Stoðir um kaup á hlut í Alfesca á ríflegum afslætti gegn víkjandi kúluláni til fimm ára frá Stoðum. Alfesca-hlutirnir runnu svo til hluthafanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hafi verið æði sérstakur og í raun gjöf í skilningi gjaldþrotalaga, enda stjórnendum beggja félaga mátt vera ljóst að staða félaganna væri slík að skuldin fengist aldrei endur greidd. - sh Víkjandi lán þykir sérstakt: Gjöf Stoða til Teymis rift VIÐSKIPTI Málum sem fara í lög- fræðiinnheimtu hjá Íslands- banka hefur fækkað talsvert á þessu ári. Málunum fjölgaði mikið árin eftir hrun en mála- fjöldi er nú farinn að nálgast það sem tíðkaðist áður. Sértæk úrræði, svo sem greiðsluaðlögun og 110 prósenta leiðin, eru helstu skýring fækkunarinnar. Það sem af er ári hefur nýskráningum á innheimtu- málum hjá Íslandsbanka fækkað um 22 prósent frá sama tímabili í fyrra og 58 prósent frá árinu 2009, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Á þessu ári hafa innheimtumál hins vegar verið 11 prósent fleiri en þau voru árið 2007. Þá hefur sá tími sem líður frá vanskilum þar til mál eru sett í innheimtu einnig lengst. Ekki er óalgengt að nú líði 120 til 160 dagar frá vanskilum þar til málin eru sett í innheimtu. Til samanburðar hefur venjan verið 60 til 90 dagar. Að auki hefur tíminn frá því að mál eru sett í innheimtu þar til nauðungarsala fer fram tvö- faldast síðustu misseri. Áður liðu tíu til tólf mánuðir en nú er ekki óalgengt að 24 mánuðir líði. Um 15 prósent innheimtu- mála Íslandsbanka á árinu eru tilkomin fyrir hrun. Í fyrra voru 30 prósent málanna frá því fyrir hrun og á árinu 2009 voru það 75 prósent mála. - mþl Sértæk úrræði fyrir skuldara hafa fækkað innheimtumálum hjá Íslandsbanka: Innheimtumálum fækkað nokkuð ÍSLANDSBANKI Fjöldi innheimtu- mála hjá Íslandsbanka er farinn að nálgast það sem var algengt fyrir hrun íslensku viðskiptabankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands voru sammála um að núverandi vaxtastig væri „um það bil við hæfi á komandi mánuðum í ljósi efnahagshorfa og hugsanlega óhagstæðrar alþjóðlegrar efnahags- þróunar“. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndarinnar vegna vaxtaákvörðunar fyrr í mánuð- inum. Fundargerðin var gerð opinber í gær. Stýrivextir eru 4,75% í dag og héldust óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun. Í henni segir einnig að væri „horft lengra fram á veginn yrði hins vegar að mati nefndarmanna nauðsynlegt að draga úr núver- andi slaka peningastefnunnar eftir því sem efnahagsbatanum vindur fram og dregur úr slaka í þjóðarbúskapnum. Að hve miklu leyti þessi aðlögun ætti sér stað með hærri nafnvöxtum færi þó eftir framvindu verðbólgunnar“. - þsj Peningastefnunefnd: Allir sammála um vaxtastig VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 0,88% í gær í 14,6 milljóna króna viðskiptum. Lokagengi dagsins var 16,8 krónur á hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutabréfin lækka síðan félagið var skráð á markað síðast- liðinn föstudag. Skráningin fór fram að undan- gengnu útboði þar sem 30% hlutur í Högum var seldur til fag- fjárfesta og almennings. Útboðs- gengið var 13,5 krónur á hlut og því hafa þeir sem keyptu sér bréf þegar ávaxtað hlut sinn um 24,4%, eða rétt tæpan fjórðung. Heildarvirði bréfa Haga hafa hækkað úr 16,4 milljörðum króna í 20,5 milljarða króna, eða um rúma fjóra milljarða króna, frá því að þau voru tekin til við- skipta. - þsj Kauphöll Íslands: Bréf í Högum lækkuðu í gær HAGAR Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, við upphaf viðskipta með bréf í félaginu. MÁR GUÐ- MUNDSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.