Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 22. desember 2011 31 Opinber kerfi í Evrópu, þar með talið á Íslandi, eru orðin of stór og of dýr. Þau hafa stækkað á undanförnum árum að því er virðist án mikillar fyrirstöðu. Nú er svo komið að þjónusta hins opinbera kostar meira en samfélagið stendur undir. Verkefnið fram undan felst í forgangsröðun og hag- ræðingu en á sama tíma þarf að leita leiða til að auka vöxt efnahagslífsins. Þetta sam- þykkja ekki allir og síst af öllum íslenskir vinstriflokkar sem velja frekar þá leið að ná í enn meiri fjármuni hjá skattgreið- endum og fyrirtækjum. Þær leiðir endurspegla fælni við skilgreiningar og stefnumótun um þjónustustig og hagræðingu. Í niðursveiflu er brýnt að stjórnmálamenn hafi framtíðar- sýn sem gefur skýr skilaboð til starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu hins opinbera. Skilgreina þarf grunnþjónustu og ákveða hvaða þjónustu á að greiða úr sameiginlegum sjóðum og hverja ekki. Ég hef áður gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík fyrir stefnuleysi og illa ígrundaðar ákvarðanir í leikskólamálum. Stefnu leysið endurspeglast einna helst í ósvöruðum spurningum varð- andi framtíðina. Þetta eru erfið- ar spurningar sem þarfnast fordómalausrar umræðu stjórn- málamanna. Leikskóli frá 9 mánaða? Ein stærsta spurningin sem ekki hefur verið svarað er fram- tíðarsýn borgarinnar varðandi leikskólagöngu allra yngstu barnanna í borginni. Leikskóla- kerfið í Reykjavík kostar í dag meira en rekstur Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið. Vissulega dýrmætt kerfi sem við viljum standa vörð um en er þeim eiginleika búið að vistun mjög ungra barna er langsam- lega dýrust. Ástæðan er sú að það þarf hlutfallslega fleiri starfsmenn eftir því sem börnin eru yngri. Kostnaðurinn vex hratt við vistun fyrir börn innan við tveggja ára. Sem dæmi má nefna að raunkostnaður við yngsta barn á leikskóla er um 180.000 kr. á mánuði á meðan 5 ára barn kostar „ekki nema“ 108.000 kr. á mánuði. Foreldrar greiða hins vegar ekki nema 18.000 kr. upp í þennan kostnað að meðaltali á mánuði. Þar sem skattgreiðendur greiða stærsta hluta þessa kostnaðar hækkar kostnaður borgarinnar hratt þegar sífellt yngri og yngri börn eru tekin inn í leikskólakerfið. Þetta er hugsanlega ágætt en kostar augljóslega mikla fjár- muni. Að auki hefur þessi þróun átt sér stað án mikillar umræðu og nánast alfarið án stefnu- mótandi ákvarðana. Á Reykjavíkurborg að bjóða börnum frá 9 mánaða aldri upp á leikskólapláss? Eiga börn frá eins árs aldri að fá skipulagt faglegt starf allan daginn hjá kennurum með meistarapróf? Ætlum við að byggja áfram opinberar byggingar yfir yngri og yngri börn? Ætti borgin frekar að leggja meiri áherslu á ólíka og ódýrari valkosti fyrir þau yngstu, eins og ung- barnaleikskóla, dagforeldra eða greiðslur til foreldra sem borga þriðja aðila? Hvert stefnir með fagfólk? Kostnaður leikskólakerfisins er 70-80% launakostnaður. Flestir eru sammála um að launin ættu að vera hærri en það er ógern- ingur að ræða hagræðingu án þess að ræða um starfsfólk. Hvernig vill borgin stefna að því að meta og greiða sanngjörn laun fyrir þetta mikilvæga starf í kerfi sem stækkar sjálfkrafa en fær samt ekki frið frá niður- skurði? Hvernig á að vinna að markmiðum um fjölgun fagfólks þegar ekki er vitað hvert stefnir í undirbúningstíma fagstarfs, sveigjanleika kjarasamninga eða hver framtíðin er varðandi fækkun leikskólastjóra vegna sameininga? Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýr- ari hátt? Verður ekki að huga að leiðum sem minnka þrýstinginn á dýrasta kostinn, leikskólann, heldur en að auka hann? Stefnuleysi leiðir af sér flatan niðurskurð Ef menn þora ekki að ræða spurningarnar að ofan er ljóst að flatur niðurskurður er eina leiðin til að bregðast við kröfu um hagræðingu. Hagræðing án stefnu leiðir af sér endalausan flatan niðurskurð sem hefur lamandi áhrif á framþróun, fag- legan vöxt og gæði skólastarfs. Stefnumörkun er því ekki bara mikilvæg heldur afar brýn. Það er ekki seinna vænna að fá fram framtíðarsýn borgarinnar í þessum efnum, að sjálfsögðu með virkri aðkomu fulltrúa kennara, starfsmanna og for- eldra. Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóð- um borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýrari hátt? Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Meira um leikskóla AF NETINUÞað sækir enginn orðstír sinn til dómstólanna Það verður að fara að stöðva hina vaxandi tilhneigingu til meiðyrða- mála. Nú hafa tveir kaupsýslumenn stefnt Ragnari Önundarsyni fyrir að hafa sagt að þeir væru „féflettar“ en ekki „fjárfestar“. Ég tek það skýrt fram að ég veit nákvæmlega ekkert um málið. Ég þekki hvorki mennina tvo, né Ragnar. Það getur vel verið að orð Ragnars hafi verið móðgandi. Það getur líka vel verið að þau séu ósanngjörn. Ég hef bara ekki hugmynd. Ekki minnstu hugmynd. En þessi orð eru greinilega sett fram sem niðurstaða af röksemdafærslu í grein sem Ragnar skrifaði um hátt- erni kaupsýslumannanna. Og þá VERÐUR að leyfa fólki að orða skoðanir sínar skýrt og skorinort – án þess að eiga á hættu meiðyrðamál. Ég vil beina því til fjárfestanna tveggja að draga mál sitt þegar í stað til baka. http://blog.eyjan.is/illugi/ Illugi Jökulsson Allir eru þeir sekir Nokkrir valinkunnir lagatæknar eru haldnir þeirri egósentrík, að sam- félagið snúist kringum lagatækni. Einn sagði í sjónvarpi, að lagaþrætur væru æðsta stig samfélagsins. Hópurinn hefur kynnt sérstöðu sína. Því er til að svara, að samfélagið er ekki áhorfandi að meintri þunga- miðju réttarhalda. Lög segja menn ekki seka, fyrr en þeir hafa verið dæmdir. http://jonas.is Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.