Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 46

Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 46
2 • TÓNLEIKAR „ÉG HELD ÉG MYNDI SETJAST NIÐUR EIN- HVERS STAÐAR OG FÁ MÉR DRYKK.“ SÍÐA 6 ÍSLENSK / ERLEND POPP er tónlistarblað og kemur út annan hvern fimmtudag. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Umsjón: Atli Fannar Bjarkason Forsíðumynd: Valli Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 500 KORN THE PATH OF TOTALITY ★★ Enginn skal efast um áhrif og árangur Korn á tón- listarsviðinu. Hljómsveitin var einu sinni ein vinsælasta ný-þungarokkhljómsveit heims og hefur gefið út frábærar plötur á borð við fyrstu plötuna, sem hét einfaldlega Korn, og Life is Peachy. En hvað er Korn að spá í dag? Jú, Korn hefur stokkið á dubstep- vagninn. Á nýjustu plötu sinni fær hljómsveitin ýmsa tónlistarmenn til að vinna með sér lögin sem eru öll í takt við það sem er að gerast í tónlistarheiminum í dag. Korn kryddar svo blönduna með söng Jonathans Davis og trommu- og bassaleik sem við ættum að kan- nast við. Útkoman er ekkert meira en sæmileg. Nokkur fín lög er að finna á plötunni, fullt af grípandi viðlögum, en manni finnst þó alltaf eins og hér sé um endurgerð Korn- lög að ræða, en ekki nýtt efni frá hljómsveitinni. Sem sagt: Fín plata, ekki mikið meira en það. - afb PÁLL ÓSKAR Í POPPSKÚRNUM Á VÍSI HORFÐU Á PALLA FLYTJA LÖGIN: ÞÚ KOMST VIÐ HJARTAÐ Í MÉR BETRA LÍF ÞORLÁKSMESSUKVÖLD ÚLFUR ÚLFUR FÖSTUDAGURINN LANGI ★★★ Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktil- raunir 2009. Á Föstudeginum langa blanda strákarnir saman rappi, poppi og hugljúfu hipphoppi á áhugaverðan hátt. Taktarnir eru ferskir og rímurn ar flæða áreynslulaust áfram þar sem skemmtanalífið og stelpur eru helsta yrkisefnið. Rapparinn Emmsjé Gauti er gestur í fínu upphafslaginu Á meðan ég er ungur og Þórarinn Guðna úr Agent Fresco aðstoðar við Úrið mitt er stopp, þar sem seiðandi píanóstef blandast listilega saman við hipphoppið. Það er besta lag plötunnar ásamt titillaginu, þar sem textabrot úr Þú komst við hjartað í mér er föndrað fagmannlega inn í rímurnar. Önnur eftirtektarverð lög eru Svörtu augun þín og Í nótt. Arnar Dan úr Agent Fresco syngur svo í ágætu lokalaginu Út, og gerir það vel. Sem sagt: Fínn frumburður þar sem vandað er til verka. - fb HLJÓMSVEITIN DIKTA VINNUR NÚ AÐ GERÐ MYNDBANDS VIÐ LAGIÐ CYCLES. HELGI JÓHANNS SON LEIK- STÝRIR MYNDBAND- INU, SEM ER ANSI BLÓÐUGT, BARDAGAKA- PPARNIR SIGURJÓN VIÐAR SVAVARSSON OG BJARNI KRISTJÁNS- SON ÚR MJÖLNI SJÁ UM AÐ LEMJA LEIKARANA ALEXANDER BRIEM OG KJARTAN DARRA KRISTJÁNSSON. FÉLAGI ÞEIRRA HJÁ MJÖLNI, JÓN VIÐAR ARNÞÓRS- SON, SAMDI BARDAGA- ATRIÐIN. LEIKARINN GUNNAR HANSSON OG BANDARÍSKI BARDAGA- KAPPINN DEAN LISTER KOMA EINNIG VIÐ SÖGU Í MYNDBANDINU, SEM VERÐUR FRUMSÝNT Á NÆSTA ÁRI. BLÓÐUGT MYNDBAND DIKTU Í kvöld: Johnny and the Rest, Beggi Smári, Ylja og Tríó Gumma Jóns slá upp tónleikum á Gauki á Stöng. Frítt er inn á tónleikana og húsið opnar klukkan 21. Tónleik- arnir hefjast svo klukkan 22. Um að gera að skella sér á tónleika eftir lokahnykkinn í jólaruglinu. Á morgun: Of Monsters and Men verður með skrímslamessu á Þorláksmessu. Meðlimir hljóm- sveitarinnar ætla að rölta Laugaveginn frá klukkan 19 til 22 og stoppa á nokkrum vel völdum stöðum og spila lög órafmagnað. Hljómsveitin fer svo á Faktorý klukkan 23, stingur hljóðfærunum í samband og heldur tónleika. Ekki á morgun heldur hinn: Farðu í messu eða eitthvað. Gleðileg jól! Alexander Briem sann- færandi í hlutverki fórn- arlambs. Ýmislegt gekk á við tökurnar á mynd- bandinu og blóðið þurfti að vera á sínum stað. POPP/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.