Fréttablaðið - 22.12.2011, Side 50

Fréttablaðið - 22.12.2011, Side 50
6 • REZNOR TILNEFNDUR AFTUR TIL GOLDEN GLOBE Trent Reznor, sem er þekktastur fyrir hljómsveit sína Nine Inch Nails, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Girl with the Dragon Tattoo, eftir David Fincher. Reznor vann tónlistina ásamt Atticus Ross, en þeir unnu einnig tónlistina við kvikmyndina The Social Network, einnig eftir David Fincher. Þeir fengu bæði Golden Globe- og Óskarsverðlaunin fyrir þá vinnu og virðast því vera í miklu stuði. Reznor og Ross endurgerðu lagið Immigrant Song fyrir kvikmyndina, en lagið er byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Karen O, söngkona New York-sveitarinn- ar Yeah Yeah Yeah‘s, syngur lagið, sem er talsvert frábrugðið upp- runalegri útgáfu hljómsveitarinnar Led Zeppelin. Páll Óskar og Sinfó er örugglega stærsta verkefni sem poppkóng- urinn Páll Óskar hefur tekið þátt í. Útgáfan er gríðarlega vegleg og pældu í að þú gætir eignast hana án þess að borga krónu fyrir. Hvernig ferðu að því? Jú, þú ferð bara inn á Facebook, leitar að Poppinu og smellir á „like“. Punktur. Þetta er ekki flóknara. Þú þarft ekki að dreifa neinum myndum eða bjóða vinum þínum neitt. Bara ýta á „like“. Í næstu viku drögum við svo út heppna lesendur Popps sem fá Pál Óskar og Sinfó. Þeir geta svo annaðhvort hlustað sjálfir eða hreinlega gefið einhverjum öðrum hana síðbúna í jólagjöf. Til dæmis einhverjum sem gleymdist. LANGAR ÞIG Í NÝJU PALLAPLÖTUNA? Páll Óskar gefur lesendum Popps fallegar jólagjafir í formi tónlistar. POPP/VALLI POPPARAR ROKKPRÓFIÐ 01. HEFURÐU AFLÝST TÓNLEIKUM VEGNA EYMSLA Í HÁLSI? 02. HLJÓMSVEITARRÚTAN BILAR Á FERÐ UM MIÐ- EVRÓPU. HVAÐ GERIR ÞÚ? 03. HVENÆR VARSTU SÍÐAST HANDTEKINN? 04. ÁTTU ÓSKILGETIN AFKVÆMI Í FLEIRI EN FIMM SÝSLUM Á ÍSLANDI? 05. ERTU MEÐ NAFN FYRRVERANDI ELSK- HUGA HÚÐFLÚRAÐ Á ÞIG? 06. ALLIR EIGA LEÐURJAKKA EN ÁTT ÞÚ LEÐURBUXUR? 07. ERTU MEÐ NÚMERIÐ HJÁ HELGA BJÖRNS Í SÍMANUM ÞÍNUM? 08. MYNDIRÐU SEMJA LAG FYRIR ÍMYNDARAUGLÝSINGU NATÓ GEGN RÍFLEGRI GREIÐSLU? 09. Í KVIKMYND UM LÍF ÞITT, HVAÐA LEIKSTJÓRI VÆRI RÉTTI MAÐURINN Í STARFIÐ? 10. BJÖRN JÖRUNDUR SPLÆSIR Á BARNUM, HVAÐ FÆRÐU ÞÉR? DANÍEL ÁGÚST SÖNGVARI GUSGUS 1. Nei. 1 2. Það fer nú eftir því í hvaða landi maður verður strand. Ég held ég myndi setjast niður einhvers staðar og fá mér drykk. 1 3. Man það ekki. 1 4. Nei. 0 5. Nei, ekki með neitt tattú. 0 6. Ég á leðurfrakka. 1 7. Já. 1 8. Já. 0 9. Jim Jarmusch. 1 10. Eitthvað gott viskí. 1 LAY LOW TÓNLISTARKONA 1. Mér finnst það líklegt, en ég hef pínt mig. Tekið gigg og verið rammfölsk og asnaleg. 1 2. Ég er með bílstjóra sem reddar þessu. 1 3. Ég hef aldrei verið handtekin, en var einu sinni tekin fyrir að bakka upp Norðurstíginn. 0 4. Það fer eftir hvað þú kallar afkvæmi. 0 5. Nei, en ég er með ör sem er á upphandleggnum, sem er eins og ég hafi skorið tattú af. Ég hef stundum logið að það hafi verið nafn þarna. 1 6.Nei. Ég á ekkert leður að neðan. Nema skó. 0 7. Nei. 0 8. Nei. 1 9. Magnús Øder upptökustjóri. Hann er alltaf að reyna að stjórna mér, þó honum takist það ekki alltaf. Það yrði mjög súr mynd. 1 10. Ég er ósköp dönnuð þegar fólk splæsir, þannig að ég fæ mér bara bjór. 1 7 STIG 6 STIG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.