Fréttablaðið - 22.12.2011, Side 60

Fréttablaðið - 22.12.2011, Side 60
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR44 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 METSÖLULISTI EYMUNDSSON 14.12.11 - 20.12.11 Þóra - heklbók - Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir Sómamenn og fleira fólk - Bragi Kristjónsson Konan við 1000˚ - Hallgrímur Helgason Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson Gamlinginn sem skreið út ... innbundin - Jonas Jonasson Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson Gamlinginn sem skreið út ... kilja - Jonas Jonasson Einvígið - Arnaldur Indriðason Brakið - Yrsa Sigurðardóttir SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 44 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★ Heilög stund á jörð Kristinn Sigmundsson og Mótettu- kór Hallgrímskirkju Stef Það er margt verra en að fara í messu í Hallgrímskirkju um jólin. Burtséð frá því hvernig trúar- boðskapurinn fer í mann, þá er tón- listin í kirkjunni óvanalega vönd- uð og metnaðarfull. Og það er ekki bara á aðfangadagskvöld. Á nýút- komnum geisladiski má hlýða á upptöku frá tónleikum sem voru haldnir í kirkjunni 29. desember í fyrra. Hann ber öll merki þessa frábæra tónlistarstarfs. Lögin eru gömul og góð, Sjá, him- ins opnast hlið; Hin fegursta rósin er fundin; Það aldin út er sprungið og fleira í þeim dúr. Einnig eru nokkur ný lög eftir Sigurð Flosa- son, og líka eitt lag eftir Sigurð Sævarsson. Lögin eftir þann fyrrnefnda eru falleg. Þau eru blátt áfram og einlæg, laglínurnar hjartnæm- ar og grípandi. Lagið eftir Sigurð Sævars son minnir hinsvegar helst á tónlist úr einhverjum vestra, þótt flutningurinn sé í höndum kórs og orgelleikara. Það kemur skringi- lega út í samanburði við annað á diskinum. Einsöngvari er einn af okkar ágætustu söngvurum, Kristinn Sigmundsson. Hann syngur af réttu tilfinningunni. Og Mótettu- kór kirkjunnar er með sitt á hreinu, hljómurinn er þéttur og í góðu jafn- vægi. Þetta er í sjálfu sér ekki merki- leg útgáfa. Það er ekkert á disk- inum sem maður myndi kalla öskrandi snilld. En tónlistin rennur ljúflega niður og megnið af henni ætti að smellpassa inn í jólastemn- inguna á hverju heimili. Jónas Sen Niðurstaða: Þægilega flutt jólatónlist í hátíðlegri kantinum. SÁ YNGRI OG ELDRI Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason eru ánægðir með samstarfið sín á milli. Árið 1989 var það Helgi Björnsson sem lék Ólaf Kárason. Heimsljós Halldórs Lax- ness er jólasýning Þjóðleik- hússins í ár. Ný leikgerð Kjartans Ragnarssonar verður frumsýnd 26. des- ember á Stóra sviðinu. Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason fara sam- tímis með hlutverk Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Það er mjög forvitnilegt að vinna svona,“ segir Björn Thors, sem fer með hlutverk Ólafs Kára sonar Ljósvíkings ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni, en þeir túlka persón- una á ólíkum æviskeiðum sam- tímis á sviðinu. Björn segir þá til- högun hafa verið áhugaverða og ánægjulega. „Við vorum ekki alveg viss- ir í upphafi hvernig þetta yrði, hvernig myndi ganga að leika hálfa persónu. Þegar á hólminn er komið virkar þetta mjög vel og er mjög skemmtilegt.“ Björn segir sjónarhorn leikar- ans á persónuna vissulega verða annað þegar tveir leikarar deila með sér sköpun einnar persónu. „Það þarf að skoða hlutina í stærra samhengi til að fá heildar- yfirsýnina. Maður stendur fyrir ákveðna eiginleika í fari Ólafs Kárasonar. Ég leik persónuna á yngri árum en Hilmir á eldri, og við sýnum í raun ólíkar hliðar á sömu manneskjunni. Í gegnum allt verkið eigum við í innra samtali.“ Leikararnir tveir eru saman á sviðinu nær alla sýninguna, en sagan er að sögn Björns sögð út frá sjónarhorni Ólafs hins eldri sem lítur til baka yfir ævi sína. Halldór Laxness gerir hina miklu fegurðarþrá Ólafs Kárasonar Ljós- víkings, niðursetnings og alþýðuskálds, að umfjöllunar efni sínu í Heimsljósi, sem er ein ást- sælasta saga Nóbelskálds- ins. Hún kom út í fjórum bindum á árunum 1937- 40 og áður hafði Kjart- an Ragnarsson leikgert tvö fyrri bindin og frum- sýnt við opnun Borgar- leikhússins 1989. Í þetta skiptið byggir leikgerð- in á skáldsögunni í heild sinni, og Björn segir lín- una sem Kjartan leggur nú vera fegurðina og leitina eftir hinu fagra. „Það sem er svo sérstakt og fallegt við bæði söguna og pers- ónu Ólafs Kárasonar er þessi feg- urð sem hann eltist við alla ævi sína. Það hefur mikil áhrif á mann um leið og maður rýnir aðeins í textann í verkinu. Allt sem Ólafur Kárason gerir er einhvers konar leitun eftir fegurð í umhverfi sem býður ekki upp á það, í fátækt, hungri og barnmissi. Hann segist geta verið svangur og kaldur en fegurðin sé það sem hvetji hann áfram í lífinu. Það hreyfir við manni og stendur manni nærri þegar við leikum þessa sýningu.“ Björn hefur að undan förnu eytt mikl- um tíma með Laxness, því síðustu þrjú leik- ár hefur hann tekið þátt í uppsetningum verka hans. Hann lék í Íslandsklukkunni, Gerplu og nú í Heims- ljósi, og segir tímann hafa verið lærdóms- ríkan. „Halldór Laxness var ótrúlegur maður. Hann er í raun eins og sálfræðingur heillar þjóðar. Það er nóg að taka upp skáldsögu eftir hann og lesa, til þess að fá ofboðslega sterka tilfinningu fyrir sjálfsmynd þjóðar. Fyrir tíma sem er liðinn, sem er ritunartími bók- anna, tíma sem er löngu liðinn, sem er sögusviðið sem hann velur sér og fyrir nútímanum. Á þann hátt eru bækur hans ótrú legur aldarspegill og Halldór gefur okkur furðulega skýra innsýn í þjóðarkarakter Íslendinga, eins og hann var þá og er í dag.“ bergthora@frettabladid.is Ljósvíkingur í leit að fegurð Notaleg og hátíðleg stemning Jólahefti Þjóðmála er komið út. Meðal efnis er úttekt á áformum Kínverjans Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum, grein Ragnars F. Ólafssonar um galla innstæðutryggingakerfis Evrópu og jólahugleiðing Karls Sigur- björnssonar biskups. Þá skrifar Óli Björn Kárason um atvinnustefnu vinstri stjórn- arinnar, Björn Bjarnason fjallar um Evrópusambandið á kross- götum og Sigrún G. Þormar spyr: Hvað er í ESB-pakkanum? Heið- ar Guðjóns son fjallar um skulda- vanda heimsins og sjálfstæðar myntir. Gunnar Rögnvaldsson tekur til varna fyrir krónuna og telur hana sverð og skjöld full- veldisins. Gunnar Þórðarson og Indriði Indriðason skrifa um John Maynard Keynes og fræg- asta verk hans. Jón Þ. Þór segir frá byrgi Stalíns í Samara. Þjóðmál komin út ERRÓ Á RÚV UM JÓLIN Rætt verður við myndlistarmanninn Erró á vinnustofu hans í París í tveimur útvarpsþáttum á jóladag og annan dag jóla á Rás 1 klukkan 16.05. Guðni Tómasson, umsjónarmaður þáttanna, heimsótti listamanninn í september síðastliðnum. Enn fremur er rætt við vini Errós, gallerista hans og íslenska og franska listfræðinga sem þekkja vel til verka hans. Allt sem Ólafur Kárason gerir er einhvers konar leitun eftir fegurð í umhverfi sem býður ekki upp á það, í fátækt, hungri og barnmissi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.