Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 62
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 NÝ KILJA Rósalind Gísladóttir óperu- söngkona sigraði í söng- keppninni Barry Alexander International Vocal Com- petition á dögunum. Í sigur- laun fær hún að syngja ein- söng í Carnegie Hall í New York í janúar. „Þetta er ótrúlega spennandi, enda ekki á hverjum degi sem maður fær að koma fram í einu fræg- asta tónlistarhúsi í heimi,“ segir Rósalind Gísladóttir, óperusöng- kona og nýbakaður sigurvegari í söngkeppninni Barry Alexander Vocal International Competition (BAVIC) í New York. Í sigurlaun fær hún að syngja einsöng í hinu víðfræga tónlistarhúsi Carnegie Hall í New York 29. janúar næst- komandi. BAVIC-keppnin skiptist í fjóra flokka og keppti Rósalind í flokki atvinnumanna. Hver keppandi sendir inn hljóð- og myndupptök- ur af sér og eru úrslitin ákveðin á grundvelli þeirra. „Dómnefndin leitast við að meta hvernig söngvarar standa sig undir eðlilegum aðstæðum frekar en undir keppnispressu og reyna að taka inn í reikninginn allt sem góður söngvari þarf til brunns að bera,“ segir Rósalind. „Ég sendi til dæmis fimm mismunandi lög sem flutt voru við ólíkar aðstæður.“ Alls hlutu sex söngvarar frá fimm löndum fyrstu verðlaun í flokki atvinnumanna í keppninni í ár og koma þeir allir fram á tón- leikum í Carnegie Hall í janúar. Rósalind segist vera byrjuð að vinna úr efnisskránni fyrir tón- leikana. „Ég er með aðeins of margar aríur og þarf að grisja þær aðeins niður áður en ég tek endan- lega ákvörðun.“ Rósalind Gísladóttir er þaul- reynd söngkona. Hún lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999 og hélt til framhaldsnáms á Spáni, auk þess að hafa sótt mast- erklassa og söngtíma hjá virtum söngvurum og söngkennurum. Hún hefur sungið með ýmsum kórum og tekið þátt í ýmsum óperuuppfærslum, nú síðast Töfra- flautunni í Hörpu. Rósalind syngur með sönghópn- um Orfeus og söngkvartettinum Opus og er líka líka félagi í Óp- hópnum. Hún er nýkomin frá New York þar sem hún tók þátt í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á listahátíðinni Performa 2011. Hann gekk út á að tíu söngvarar sungu lokaaríuna úr Brúðkaupi Fígarós í í tólf klukkustundir sam- fleytt. Rósalind segir það hafa verið mikið ævintýri. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari upplifun. Þetta var auðvitað erfitt meðan á þessu stóð, stundum flaug tíminn áfram en síðan var eins og hann stæði í stað. Undir lokin var kominn mik- ill fjöldi manns sem hvatti okkur áfram með lófaklappi og hrópum, þetta var mjög geggjuð stemning. Ég hugsa að enginn söngkenn- ari mæli með því að syngja í tólf klukkustundir samfleytt og geri ekki ráð fyrir að endurtaka leik- inn – en ég hefði ekki viljað missa af þessu heldur.“ bergsteinn@frettabladid.is SYNGUR Í CARNEGIE HALL Skagfirskar skemmtisögur komu nýverið út en það var Björn Jóhann Björnsson blaðamaður og Skagfirðingur sem safnaði sög- unum saman. „Tilurð bókarinnar var sú að bókaútgáfan Hólar hafði samband við mig. Þeir höfðu verið með í bígerð að gefa út svona bók um hríð,“ segir Björn Jóhann sem sló til og hóf að safna sögunum. „Í bókinni eru annars vegar sögur sem til eru í skriflegum heimild- um og svo fór ég á stúfana og hitti menn sem ég vissi að kynnu hinar ýmsu munnmælasögur, skemmti- sögur sem hafa ekki endilega ratað á prent.“ Björn Jóhann segir það hafa verið ánægjulegt og verðugt verkefni að safna þessum sögum saman. „Þeir sem kunna þessar sögur eru sumir komnir á efri ár þannig að það má segja að það hafi verið áríðandi að ná þeim á blað.“ Viðbrögðin við bókinni hafa verið góð. „Ég reyndi að skrifa bókina þannig að menn hefðu gaman að sögunum án þess að þekkja til söguhetjanna, húmor er auðvitað ekki bundinn við lands- hluta,“ segir Björn Jóhann sem segir Skagfirðinga standa undir því orðspori að vera menn gleð- innar og hestanna. „Það kemur vel fram í bókinni en sögurnar eru fjölbreyttar, ég lagði upp úr því,“ segir Björn Jóhann sem stefnir á að gefa út fleiri bækur með skag- firskum skemmtisögum. „Af nógu er að taka, svo mikið er víst.“ Skagfirskur húmor festur á blað BJÖRN JÓHANN Hefur fengið góð viðbrögð við skagfirskum skemmtisögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Björn Daníelsson var lengi kennari og skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki. Hann hafði gaman af því að segja sögur og kenna jafn- framt sagnfræði og fleiri greinar. Eitt sinn er kenna átti Biblíusögurnar var hann að taka upp bækur úr tösku sinni, og ávarpar þá einn nemand- ann með nafni og spyr: ,,Hver braut niður múra Jeríkó- borgar?“ Nemandinn var ekki alveg búinn undir þessa spurningu, líklega van- lesinn að heiman og taldi að auki kennsluna vart byrjaða. Hann braut þó heilann og minnugur þess að á Króknum voru hús er hétu Rússland og Þýskaland, og hélt að þetta hefði gerst nýlega, svaraði hann: ,,Ja, ég gerði það ekki.“ Björn átti ekkert svar við þessu og tók til við kennsluna eins og ekkert hefði í skorist. Næst þegar hann hittir föður þessa drengs segir hann honum alla söguna; um spurninguna og svar drengsins. Eftir því sem líður á söguna kemur svipur á föðurinn og loks segir hann með nokkrum þunga: ,,Ég vil bara segja þér það, Björn, að ef drengurinn hefur sagt að hann hafi ekki gert það, þá hefur hann ekki gert það.“ Björn lét kyrrt liggja við þetta svar og einhverjum dögum síðar er hann kominn á fund bæjarstjórnar, sem hann átti lengi sæti í. Á meðan beðið var eftir bæjarstjóranum segir hann félögum sínum í bæjarstjórn þessa sögu af svari nemandans og viðbrögðum föðurins. Að sögu lokinni segir einn bæjarfulltrúinn, alvarlegur í bragði, orðinn eitthvað viðkvæmur þar sem skammt var til kosninga: ,,Ég verð nú að segja það, að þessi múr getur nú ekki hafa verið merkilegur. Ef þetta er eitthvað mál, og enginn veit hver hefur gert þetta, þá finnst mér nú að bæjarsjóður geti bara borgað þetta!“ ■ Einhverju sinni sátu þeir að spjalli félagarnir undir Nöfunum, Jósef Sigfússon og Björn Ásgrímsson, en Bjössi var þá farinn að tapa heyrn. Kunnugir segja þó að Bjössi heyri það sem hann vilji heyra. Hafði Jobbi tekið eftir því að bíll- inn hans Bjössa hafði undanfarnar vikur oft verið fyrir utan heimili ónefndra systra á Króknum. Hugði Jobbi yfirheyra félaga sinn um þetta og spurði hvort hann væri farinn að halda við þær. ,,Ha,“ sagði Bjössi, ,,þær baka góðar lummur!“ Úr bókinni Skagfirskar skemmtisögur HVER BRAUT NIÐUR MÚRA JERÍKÓBORGAR? RÓSALIND Var ekki fyrr komin frá New York, þar sem hún tók þátt í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, en hún fékk þær fréttir að hún hefði sigrað í virtri söngkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.