Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 68

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 68
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR52 tonlist@frettabladid.is www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 40-60. Flott jólaföt fyrir flottar konur TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 15. - 21. desember 2011 LAGALISTINN Vikuna 15. - 21. desember 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Mugison ............................................................. Kletturinn 2 Gotye / Kimbra ................Somebody I Used to Know 3 Of Monsters and Men ..................King and Lionheart 4 Dikta...................................What Are You Waiting For? 5 Coldplay ...............................................................Paradise 6 Grafík .................................................................Bláir fuglar 7 Lana Del Ray ...............................................Video Games 8 Ed Sheeran .....................................................Lego House 9 Amy Winehouse ............................ Our Day Will Come 10 Stefán Hilmars. / Eyjólfur Kristjáns. ... Þín innsta þrá Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ...................................................................Haglél 2 Páll Óskar & Sinfó .............................Páll Óskar & Sinfó 3 KK & Ellen .....................................................................Jólin 4 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal 5 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 6 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorlacius. ...Ásamt Sinfó 7 Stebbi og Eyfi ........................Fleiri notalegar ábreiður 8 Cortes feðgar ............................................................Ísland 9 Ingimar Eydal ................................................Allt fyrir alla 10 Björgvin Halldórsson ................................Gullvagninn Nýlega bárust fréttir af því að sala á íslenskri tónlist hefði aukist um 30% á milli ára. Það hljóta að teljast flottar fréttir, sérstaklega í bransa sem úti í hinum stóra heimi hefur undanfarið einkennst af illa skipu- lögðu undanhaldi … En þetta er ekki eina góða fréttin af íslensku poppi á árinu. Tónleikahald var mjög öflugt. Iceland Airwaves-hátíðin var sú stærsta hingað til og pumpaði hellingi af lífi og erlendum gjaldeyri inn í hjörtu og efnahag höfuðborgarinnar. Það var talið í út um allt land, allan ársins hring, á Hemma og Valda og í Hörpunni og öllum hinum stöðunum. Harpan kom þokkalega undan sínu fyrsta starfsári. Þar voru haldnir margir flottir tónleikar, bæði með íslenskum og erlendum listamönnum. Ég verð sérstaklega að hrósa skipuleggjendum tónleika raðarinnar Undir- aldan, en á hennar vegum spila upprennandi listamenn í Kaldalóns- salnum og aðgangur er ókeypis. Það er gaman að fara á tónleika í Hörpu og markmiðið hlýtur að vera að fá sem flesta landsmenn þangað. Þeir verða hvort sem er að borga af henni næstu árin … Það komu líka góðar fréttir af íslensku veftónlistarveitunum. Gogo- yoko vex og dafnar og hjá Tónlist.is eru menn duglegir að prófa nýj- ungar og auka við þjónustuna. Báðar þessar veitur njóta góðs af því að VSK-urinn af stafrænni tónlist var á árinu lækkaður niður í 7%, til jafns við þann skatt sem er greiddur af geisladiskum. Bestu fréttirnar eru samt augljóslega að það er fullt af íslensku tón- listarfólki að gera góða hluti. Það sést vel bæði á verðlaunaplötum Kraums og á tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna hvað þetta var gott tónlistarár. Margar frábærar plötur ekki komust að. Og þá komum við aftur að upphafspunktinum. 30% söluaukning. Stjórnvöldum bar gæfa til að fara ekki að tillögum Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins sem í fyrra lagði til hækkun virðisaukaskatts á tónlist. Sú ákvörðun hefur styrkt plötuútgáfuna, sem minnkar atvinnuleysi og gerir fjölda manns kleift að búa til flotta tónlist. Gott mál. Öflugt íslenskt poppár VINSÆL Of Monsters and Men er ein af hljómsveitum ársins 2011. > PLATA VIKUNNAR Ragga Gröndal - Astrocat Lullaby ★★★★ „Afbragðspoppplata frá frábærri söngkonu.“ - tj > Í SPILARANUM Drake - Take Care Brother Grass - Brother Grass Jónsi - We Bought a Zoo Guided by Voices - Let‘s Go Eat The Factory Dad Rocks! - Mount Modern Dave Mustaine, forsprakki Megadeth, segist hafa gengið í gegnum allan til- finningaskalann þegar hann spilaði með fyrrverandi félögum sínum í Metallica á þrjátíu ára afmælistón- leikum þeirra í San Francisco. „Ég gekk í gegnum smá geðsveifl- ur,“ sagði Mustaine við Powerline. „Stundum var ég uppi og stundum niðri. Ég varð mjög spenntur og vildi drífa hlutina af stað. Þetta er bara listamaðurinn í mér. Ég get verið dá- lítið óþolinmóður,“ sagði hann. „Það var gaman að spila með þeim. Ég vildi samt óska að ég hefði haft meiri tíma til að undirbúa mig með þeim því ég er fullkomnunarsinni.“ Mustaine var fyrsti sólógítarleik- ari Metallica og einn af aðallaga- höfundum en var rekinn úr sveit- inni árið 1983. Ástæðan var óhófleg vímuefna- neysla hans og rifrildi við James Hetfield og Lars Ulrich. Tilfinningarík stund ENDURFUNDIR Dave Mustaine og James Hetfield á afmælistón- leikunum í San Francisco. NORDIC PHOTOS/GETTY Bandaríski rapparinn og leikarinn Common hefur gefið út sína níundu hljóð- versplötu. Endurminningar hans eru einnig nýkomnar út þar sem hann skrifar um sambandið við móður sína. Níunda hljóðversplata hins silki- mjúka bandaríska rappara og leik- ara Common, The Dreamer, The Believer, er komin út. Common heitir réttu nafni Lonnie Rashid Lynn Jr. og fædd- ist í Chicago árið 1972. Pabbi hans var kennari en spilaði áður í ABA-deildinni í körfubolta sem rann síðar meir saman við NBA- deildina. Hann skildi við mömmu Common þegar hann var sex ára og ólst rapparinn því upp hjá mömmu sinni. Í skóla stofnaði Common tríóið C.D.R. sem síðar meir hitaði upp fyrir rappsveitina NWA og því kom fáum á óvart þegar hann ákvað að leggja tónlistina fyrir sig. Sólóferillinn hófst undir nafn- inu Common Sense með plötunni Can I Borrow a Dollar? árið 1992. Smáskífulagið Take It EZ náði vin- sældum hjá rappáhugamönnum og vegur hans jókst með útgáfu næstu sólóplötu, Resurrection, sem kom út tveimur árum síðar. Common Sense þurfti að stytta nafnið sitt í Common eftir að reggíhljómsveit frá Los Angeles með saman nafni kvartaði yfir nafngiftinni. Fyrsta platan hans undir nýja nafninu, One Day It´ll All Make Sense, kom út 1997. Þar voru Lauryn Hill, Erykah Badu og De La Soul gestir og í þetta sinn breytti Common um stefnu og hætti í bófarappinu, enda orðinn ábyrgðarfullur faðir. Næst gekk Common til liðs við Soulquarian ásamt J. Dilla, D´Angelo og ?uestlove og átti þessi rapphópur stóran þátt í næstu tveimur plötum Common. Önnur þeirra, Like Water for Chocolate, náði gullsölu. Common breytti um stíl fyrir næstu útgáfu, Electric Circus, þar sem elektrónísk tón- list og rokk kom við sögu og lagið Love of My Live með Erykah Badu vann Grammy-verðlaunin. Eftir að hafa aðstoðað Kanye West á fyrstu plötu hans endur- galt West honum greiðann og aðstoðaði Common við upptökur á Be sem kom út 2005 og fékk fjórar Grammy-tilnefningar. West kom einnig við sögu á Finding Forever frá 2007 sem fór beint í efsta sæti Billboard-listans. Ári síðar kom út Universal Mind Control þar sem The Neptunes sáu um upptöku- stjórn og teknóið var í fyrirrúmi. Á nýju plötunni fékk Common aðstoð frá upptökustjóranum No I.D., og þar er meiri áhersla lögð á hip hop af gamla skólanum. The Independent gefur henni fullt hús, eða fimm stjörnur, Paste Magazine 8,1 af 10 og Rolling Stone gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm. Undanfarin ár Common hefur verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni og hefur undanfar- in ár leikið í myndum á borð við Smokin´ Aces, Wanted, Terminator Salvation og Date Night. Í september síðastliðnum gaf hann svo út endurminningar sínar, One Day It´ll All Make Sense. Þar leggur hann áherslu á náið sam- band sitt við móður sína. freyr@frettabladid.is SILKIMJÚKUR SÓLÓFERILL COMMON Rapparinn hefur gefið út sína níundu plötu og nefnist hún The Dreamer, The Believer. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.