Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 70
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR54 > NEW YEAR‘S EVE verður frumsýnd um helgina en hún skartar ansi mörgum stórstjörn- um, svo sem Robert De Niro, Mich- elle Pfeiffer og Zac Efron. Hún hefur hins vegar fengið af- leita dóma og er til að mynda aðeins með 7 prósent á rotten- tomatoes.com. Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðan- verðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndar- væng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undra verðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lis- beth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust tölu- vert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjan lega þekk- ingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood- stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nán- ast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt ein- hverjir fíklar í ameríska ruðn- ingnum könnuðust við nafna- samhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pitts- burgh Steel ers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllings- myndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmynd- inni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemda- raddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem gilj- ar konur og flettir ofan af auð- jöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Micha- el Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvenna- ljómans. Líkt og með Salander- hlutverkið börðust stærstu stjörn- urnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syng- ur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru,“ hefur breska blað- ið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rotten- tomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hug- myndafræði, gefur henni 73 pró- sent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur mynd- um sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis,“ sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is AMERÍKA GEGN SVÍÞJÓÐ SALANDER Rooney Mara hefði varla getað fengið erfiðara hlutverk þegar David Fincher ákvað að velja hana sem Lisbeth Salander. Noomi Rapace hafði tekist að gera andfélagslega tölvuhakkarann að sínum og margir voru efins um að hinni bandarísku leikkonu tækist að feta í fótspor hennar. BLOMKVIST David Fincher stökk á Daniel Craig þegar í ljós kom að Skyfall, nýjustu Bond- myndinni, var frestað um óákveðinn tíma. Hann tekur við keflinu af Michael Nykvist sem var umdeildur í hlutverki blaðamannsins Blomkvist. Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handrits- höfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættu- atriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinn- ar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndar- legu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en máls- aðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðar- mál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu. - fgg Lausir við timburmennina MÁLSÓKNAFLÓÐ Framleiðendur Hangover 2 hafa þurft að standa í þrennum málaferlum vegna myndarinnar. Þau mál hafa hins vegar verið leyst farsællega. Viðtal Erlings Grétars Einarssonar við Rid- ley Scott hefur farið eins og eldur í sinu um kvikmyndaheiminn eftir að það birtist á kvikmyndavefsíðu hans, filmophilia.com. Erlingur var meðal blaðamanna á blaða- mannafundi Scotts á 101 Hótel skömmu áður en tökur á geimverumyndinni Pro- metheus hófust hér á landi. Vefsíðurnar Empireonline.com og contactmusic.com eru meðal þeirra sem hafa vitnað í viðtal Erlings, sem sjálfur er forfallinn Alien- aðdáandi. Aðalfréttin, að mati erlendu miðlanna, er sú að geimveruskrímslið Xenomorph verði ekki í myndinni. Eins og komið hefur fram er Prometheus einhvers konar forleikur að Alien-myndaflokknum fræga og aðdáendur þeirra mynda hoppuðu hæð sína af kæti þegar fréttist af því að Scott væri snúinn aftur á þær slóðir. Þeir vonuðust jafnvel til að fá að sjá Xenomorph í þrívídd. En þeim verður ekki að ósk sinni. „Xenomorph er kominn í Disney-garðinn í Orlando, ég veit ekki hvernig hann endaði þar en hann er sem sagt í Disney-garðinum.“ Tökurnar á Prometheus hér á landi voru gríðarlega umfangsmiklar, en þær fóru að mestu leyti fram við rætur Heklu og svo Dettifoss. Fyrsta stiklan kom á netið í gær og fékk afbragðs viðtökur en með aðalhlut- verkin í myndinni fara þau Noomi Rapace, Michael Fassbender og Charlize Theron. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. - fgg Íslenskt viðtal slær í gegn FLOTT STIKLA Myndarinnar Prometheus er beðið með mikilli eftirvæntingu en þar snýr leikstjórinn Ridley Scott aftur á slóðir vísindaskáldskapar. Bryant Moore er handritshöfund- ur sem sérhæfir sig í vísindaskáld- skap. Moore hlýtur að vera ákaf- lega hugrakkur því hann hefur höfðað mál á hendur James Came- ron og 20th Century Fox fyrir kvikmyndina Avatar. Eins og búast mátti við fer Moore ekki fram á neinar smáupphæðir heldur tvo og hálfan milljarð, í dollurum talið. Moore er þess handviss um að Cameron hafi stolið hugmyndinni sinni úr handriti sínu Aquatica and Descendants: The Pollination. Lög- maður Camerons vísar þessu al- farið á bug. „Hr. Cameron skrifaði handritið að myndinni einn og við höfum haldbærar sannanir fyrir því eins og við munum sýna fyrir dómi,“ segir Bert Fields lögmað- ur, sem telur að ásakanirnar séu úr lausu lofti gripnar. Talsmaður Fox tók undir hvert orð, sagði lög- sóknina eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Þetta er ekki fyrsta lögsóknin sem Cameron þarf að verjast því fyrr í mánuðinum skaut maður að nafni Eric Ryder upp kollinum og krafði Cameron um svimandi háar upphæðir fyrir svipaðar sakir. Ryder heldur því fram að Cameron hafi notað hugmyndir sínar í leyfis- leysi sem hann hafi kynnt fyrir framleiðslufyrirtæki leikstjórans, Lightstorm Entertainment. - fgg Cameron lögsóttur RÁÐIST Á AVATAR Tveir menn hafa höfðað mál á hendur James Cameron fyrir kvikmyndina Avatar. bio@frettabladid.is o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikir gjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.