Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 74

Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 74
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR58 Sjónvarpsstöðin E!, sem sérhæfir sig í fréttum af ríka og fræga fólkinu, hefur tekið saman tíu helstu fréttir ársins af skjólstæðingum sínum. Konunglegt brúðkaup, andlát dáðrar söngkonu og sakfelldur læknir eru meðal þeirra sem komast á listann. TÍU STÆRSTU FRÉTTIRNAR 1. BRÚÐKAUP VILHJÁLMS OG KATRÍNAR Dagsetning: 29. apríl. Nánast öll heimsbyggðin fylgdist með því þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Kate Middleton við hátíðlega athöfn. Pippa Middleton stal senunni um stundarsakir þegar hún fylgdi systur sinni inn í kirkju, en kjóll hennar skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. NORDIC PHOTOS/GETTY 2. HRUN CHARLIE SHEEN Dagsetning: 7. mars Það var alltaf vitað að Charlie Sheen ætti í erfiðleikum með áfengi og ólögleg fíkniefni. En enginn gat ímyndað sér þá atburðarás sem fór af stað þegar Warner Bros. og CBS ráku leikarann úr sjónvarps- þáttunum Two and a Half Men. Sheen-sagan virtist endalaus árið 2011 en leikarinn er nú óðum að ná sér eftir rússíbanareiðina. 3. ENDALOK HARRY POTTER Dagsetning: 7. júlí Eftir að hafa rakað inn milljörðum, selt leikföng, boli, föt, leiki og áfram mætti lengi telja var loks komið að endalokum töfra- stráksins Harry Potter og vina hans. Síðasta myndin, Harry Potter og dauðadjásnin II, olli aðdáendum engum vonbrigðum og halaði inn rúma 1,3 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu. 4. HLIÐARSPOR HASARHETJU Dagsetning: 16. maí Það þarf ekki að koma á óvart þegar kvikmyndastjarna skilur og það gerðu þau Maria Shriver og Arnold Schwarzenegger hinn 9. maí. Hins vegar kom það mörgum á óvart þegar í ljós kom að vöðvatröllið sjálft, sem hefur lagt mikið upp úr fjölskylduímynd sinni, hafði barnað þernu fjölskyldunnar. 5. CONRAD MURRAY DÆMDUR Dagsetning: 7. nóvember Michael Jackson var mörgum harmdauði og það var snemma ljóst að nokkrum spurn- ingum var ósvarað um það hvernig poppgoðið dó. Snemma beindist grunur að lækni Jacksons, Conrad Murray, sem síðar var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 6. NEKTAR- MYNDUM STOLIÐ Dagsetning: 14. septem- ber Tölvuhakkarinn Christopher Chaney er ekki hátt skrifaður hjá leikkonunum Milu Kunis og Scarlett Johannsson. Hann hakk- aði sig inn í síma þeirra beggja, stal nokkrum nektarmyndum af þeim og lak þeim að sjálfsögðu á netið, aðdáendum þeirra til mikillar gleði. Málið er nú í rannsókn hjá FBI. 7. KARDASHIAN- HRINGEKJAN Dagsetning: 31. október Kim Kardashian og Kris Humphries trúlofuðu sig í maí, giftu sig í ágúst og skildu í lok október. Allt var þetta kyrfilega fest á filmu fyrir raunveru- leikaþáttaröð E!-sjónvarpsstöðvar- innar og malaði að endingu gull. 8. WINEHOUSE DEYR Dagsetning: 23. júlí Enska söngkonan Amy Winehouse var ein besta söngkona heims en hún var jafnframt þjökuð af áfengis- og vímuefna- vanda. Því kom kannski fáum á óvart þegar hún andaðist á heimili sínu í London fyrr á þessu ári. 9. EITTHVAÐ SKRÍTIÐ Dagsetning: 20. maí Doug Hutchinson var eflaust flestum gleymdur eftir leik sinn í The Green Mile, þar sem hann lék bölvaðan hrotta. En hann dúkk- aði aftur upp þegar hann giftist Courtney Alexis Stodden, en brúðurin var ekki nema sextán ára. Hins vegar ákvað móðir hennar að gefa dóttur sinni leyfi til að giftast hinum 51 árs leikara, en þau rembast nú eins og rjúpan við staurinn að komast í raunveruleika- þáttaröð. 10. SKILDU EFTIR FRAMHJÁHALD Dagsetning: 17. nóvember Samband Demi Moore og Ashton Kutcher vakti mikla athygli, hún nýskilin við harðhaus- inn Bruce Willis, hann stjarna úr sjónvarps- þáttum. En hjóna- bandið entist lengur en margir höfðu spáð. Hins vegar reyndist Kutcher ekki einnar konu maður, eins og bandarískir fjölmiðlar greindu skilmerkilega frá. Hann leikur nú aðalhlutverkið í Two and a Half Men.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.