Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 22.12.2011, Qupperneq 78
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR62 KÆRU JÓLASVEINAR, GEFIÐ STÖÐ 2 Í SKÓINN! Eins og allir jólasveinarnir vita er áskrift að Stöð 2 tilvalin aðfangadagsgjöf í skóinn. Með gjafakorti Stöðvar 2 getur þú virkjað áskriftina á Þorláksmessu eða á aðfangadag og gildir hún í heilan mánuð. Njóttu þess að hafa Stöð 2 yfir hátíðarnar! Við erum í Kringlunni í dag. Þar færð þú Stöð 2 í skóinn. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 JÓLA BÍÓ Stöð 2 Bíó sýnir yfir 200 úrvalskvikmyndir í hverjum mánuði og stöðin fylgir frítt með áskrift að Stöð 2. Bíó ★★ Blitz Leikstjórn: Elliott Lester Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton Farðu úr úlpunni! Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinn- inguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinn- ingalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis“ skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara. Árni Ólafur Ásgeirsson og Sigtryggur Magnason leiða saman hesta sína við gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Mist. Fjölskyldudrama með spennuívafi, að sögn leik- stjórans. „Þetta er fjögurra þátta sería sem við erum að skrifa,“ segir Árni Ólafur Ásgeirsson kvikmynda- gerðarmaður. Árni leikstýrði síðast hinni margverðlaunuðu Brim sem hann gerði með leikhópnum Vestur- porti en er núna að skrifa hand- rit að sjónvarpsþáttaröð með Sigtryggi Magnasyni sem hefur verið gefið vinnuheitið Mist. Árni segir þetta vera fjölskyldu- drama með spennuívafi, ekki þó neina glæpasögu. „Þetta er meira drama en verður vonandi bæði spennandi og skemmtileg.“ Hann segir vinnuna hafa verið í gangi síðastliðið ár og reikn- ar með því að þeir félagar reki smiðshöggið á handritagerðina í byrjun næsta árs. „Þá verður reynt að fara í fjármögnun. Ég er voðalega spenntur fyrir þessu og sjónvarp er mjög heillandi, það gefur manni meiri tíma til að kanna karaktera og vinna í sög- unni. Auðvitað er þetta bara mjög góð afsökun til að gera fjögurra klukkustunda langa bíómynd,“ en upphaflega stóð til að handritið færi á hvíta tjaldið. „Ef allt gengur að óskum getum við vonandi farið í tökur á næsta ári,“ segir Árni en Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, er með þeim í verkefninu. freyrgigja@frettabladid.is Árni og Sigtryggur skrifa spennandi fjölskyldudrama SKRIFA HANDRIT AÐ SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐ Árni Ólafur Ásgeirsson og Sigtryggur Magnason eru að skrifa sjónvarpsþátta- röð sem gæti farið í tökur næsta vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.