Fréttablaðið - 22.12.2011, Page 86
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR70
sport@frettabladid.is
GUÐJÓN BALDVINSSON gæti gengið í raðir Halmstad í Svíþjóð í dag eða á allra næstu dögum. Þetta
hefur Fréttablaðið eftir sínum heimildum. Stutt er í að félagið komist að samkomulagi við KR um kaup á kapp-
anum og þá á Guðjón sjálfur eftir að semja um kaup og kjör.
FÓTBOLTI Hallbera Guðný Gísla-
dóttir hefur fengið tilboð frá
þremur liðum í sænsku úrvals-
deildinni og ætlar að taka næstu
vikuna til að fara yfir þau. Hún á
von á því að taka ákvörðun fyrir
áramót og segir að það liggi nokk-
uð ljóst fyrir að hún sé á leið frá
Val.
Hún æfði fyrr í mánuðinum
með Örebro, sem Edda Garðars-
dóttir og Ólína G. Viðarsdóttir
hafa spilað með síðastliðin ár.
Hallbera Guðný er þó með tilboð
frá tveimur liðum til viðbótar en
vill eins og málin standa nú ekki
greina frá því hvaða lið um er að
ræða.
„Ég tel það nokkuð ljóst að ég
er á leiðinni út en ég veit ekki enn
hvar ég enda,“ segir hún.
Hallbera Guðný er 25 ára
gamall leikmaður sem getur bæði
spilað á vinstri kantinum eða sem
vinstri bakvörður. Hún hefur
fest sig í sessi í íslenska landslið-
inu sem bakvörður og býst við að
spila fyrst og fremst sem varnar-
maður í Svíþjóð.
„Liðin hafa fyrst og fremst
verið að skoða mig sem varnar-
mann en samt með þeim mögu-
leika að geta spilað líka á kantin-
um. Þetta er staða sem ég er enn
að læra en ég kann vel við hana,
sérstaklega ef ég fæ að spila sem
sóknarbakvörður. Ég hef mjög
gaman af því,“ segir Hallbera.
Hún segist handviss um að
þetta sé rétt skref. „Ég hef verið
að gera sama hlutinn í nokkur ár
í röð og það verður mikill munur
að fara í deild þar sem hver leikur
er jafn og spennandi.“ - esá
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur úr þremur tilboðum að velja í sænsku úrvalsdeildinni:
Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar
Á ÚTLEIÐ Fjölmargar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í Svíþjóð síðustu ár og
Hallbera Guðný er að bætast í þann hóp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Enska úrvalsdeildin
Aston Villa - Arsenal 1-2
0-1 Robin van Persie (16.), 1-1 Marc Albrighton
(53.), 1-2 Yossi Benayoun (86.).
Manchester City - Stoke 3-0
1-0 Sergio Agüero (28.), 2-0 Adam Johnson
(35.), 3-0 Sergio Agüero (53.).
Newcastle - West Brom 2-3
0-1 Peter Odemwingie (19.), 1-1 Demba Ba (33.),
1-2 Gareth McAuley (43.), 2-2 Demba Ba (80.),
2-3 Paul Scharner (84.).
QPR - Sunderland 2-3
0-1 Nicklas Bendtner (18.), 0-2 Stephane Ses-
segnon (52.), 1-2 Heiðar Helguson (62.), 2-2
Jamie Mackie (66.), 2-3 Wes Brown (88.)
Everton - Swansea 1-0
1-0 Leon Osman (59.).
Fulham - Manchester United 0-5
0-1 Danny Welbeck (4.), 0-2 Nani (27.), 0-3 Ryan
Giggs (42.), 0-4 Wayne Rooney (87.), 0-5 Dimitar
Berbatov (89.).
Wigan - Liverpool 0-0
STAÐAN
Man. City 17 14 2 1 53-15 44
Man. United 17 13 3 1 42-14 42
Tottenham 15 11 1 3 31-18 34
Chelsea 16 10 2 4 34-19 32
Arsenal 17 10 2 5 33-25 32
Liverpool 17 8 6 3 20-13 30
Newcastle 17 7 6 4 23-22 27
Stoke City 17 7 3 7 18-28 24
Norwich City 17 5 6 6 27-31 21
West Brom 17 6 3 8 19-26 21
Everton 16 6 2 8 17-19 20
Aston Villa 17 4 7 6 19-23 19
Fulham 17 4 6 7 18-23 18
Swansea City 17 4 6 7 16-21 18
Sunderland 17 4 5 8 21-21 17
QPR 17 4 4 9 17-31 16
Wolves 17 4 3 10 19-32 15
Wigan 17 3 5 9 15-30 14
Bolton 17 4 0 13 22-39 12
Blackburn 17 2 4 11 24-38 10
Ítalska úrvalsdeildin
Udinese - Juventus 0-0
Napoli - Genoa 6-1
Atalanta - Cesena 4-1
Bologna - Roma 0-2
Inter - Lecce 4-1
Lazio - Chievo 0-0
Novara - Palermo 2-2
Parma - Catania 3-3
STAÐA EFSTU LIÐA
AC Milan 16 10 4 2 35-16 34
Juventus 16 9 7 0 27-11 34
Udinese 16 9 5 2 20-9 32
Lazio 16 8 6 2 24-13 30
Inter 16 8 2 6 22-19 26
Hollenska bikarkeppnin
Ajax - AZ Alkmaar (1-0)
Jóhann Berg Guðmundsson var á meðal vara-
manna AZ en leiknum var hætt á 37. mínútu eftir
að markvörður AZ sparkaði niður áhorfanda sem
réðst á hann. Markvörðurinn fékk rautt fyrir og
þjálfari AZ ákvað þá að kippa liði sínu af velli í
mótmælaskyni.
ÚRSLIT
Danska úrvalsdeildin
AG - Mors-Thy 27-23
Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn
Guðjónsson skoruðu þrjú hvor fyrir AG. Ólafur
Stefánsson skoraði eitt mark en Arnór Atlason var
hvíldur vegna meiðsla. Einar Ingi Hrafnsson leikur
með Mors-Thy.
Álaborg - Bjerringbro/Silkeborg 26-31
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki fyrir Bjerr
ingbro/Silkeborg.
Viborg - Nordsjælland 25-21
Ólafur Guðmundsson leikur með Nordsjælland.
STAÐA EFSTU LIÐA
AG 16 14 1 1 +91 29
Kolding 16 12 2 2 +35 26
Bjerringbro/S. 16 11 1 4 +53 23
Skjern 16 9 2 5 -2 20
Team Tvis 16 8 3 5 +40 19
Álaborg 16 8 1 7 +40 17
Skanderborg 16 7 0 9 -29 14
Þýska úrvalsdeildin
Hamburg - Magdeburg 32-23
Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Magdeburg
í fimmtán mínútur í leiknum.
Kiel - Eintracht Hildesheim 31-22
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel í leiknum.
Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.
Rhein-Neckar Löwen - Hüttenberg 30-26
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins.
Grosswallstadt - Göppingen 23-21
Sverre Jakobsson lék í vörn Grosswallstadt.
Wetzlar - Gummersbach 35-27
Kári Kristján Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir
Wetzlar í leiknum.
Hannover-Burgdorf - Flensburg 29-31
Hannes Jón Jónsson skoraði fimm mörk fyrir
Hannover-Burgdorf, Vignir Svavarsson þrjú og
Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt.
Melsungen - Lübbecke 24-24
STAÐAN
Kiel 17 17 0 0 +146 34
Füchse Berlin 17 14 1 2 +57 29
Hamburg 17 13 0 4 +74 26
Flensburg 17 13 0 4 +47 26
RN Löwen 17 11 1 5 +45 23
Magdeburg 17 10 0 7 +26 20
Lübbecke 17 9 1 7 +6 19
Lemgo 17 9 0 8 -7 18
Göppingen 17 8 0 9 -7 16
Melsungen 17 5 4 8 -10 14
Wetzlar 17 6 2 9 -12 14
Balingen 16 6 1 9 -35 13
Grosswallst. 17 6 1 10 -28 13
Hannover 17 5 2 10 -32 12
Bergischer 16 5 0 11 -38 10
Gummersb. 17 3 2 12 -74 8
Hüttenberg 17 3 1 13 -76 7
Hildesheim 17 1 0 16 -82 2
Þýska B-deildin
Eisenach - Emsdetten 25-22
Fannar Friðgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir
Emsdetten en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari
Eisenach.
Korschenbroich - Düsseldorf 30-28
Ernir Hrafn Arnarson skoraði þrjú mörk fyrir
Düsseldorf.
Bad Schwartau - DHC Rheinland 26-22
Björgvin Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir DHC
Rheinland.
Leipzig - Bittenfeld 31-32
Arnór Gunnarsson skoraði tólf mörk fyrir
Bittenfeld, þar af sjö af vítalínunni. Árni Þór Sig-
tryggsson skoraði eitt mark fyrir liðið.
ÚRSLIT
HANDBOLTI Alfreð Gíslason og lærisveinar hans
í Kiel unnu auðveldan sigur á botnliði Eintracht
Hildes heim í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 31-22.
Sigur inn kom ekki á óvart en hann var engu að síður
sögulegur.
Með sigrinum hefur Kiel unnið fyrstu
sautján leiki sína á tímabili í þýsku úrvals-
deildinni, sem er metjöfnun. Lemgo gerði
slíkt hið sama árið 2003.
Yfirburðir Kiel á leiktíðinni hafa
verið með ólíkindum og ljóst er að
mikið þarf að gerast svo að liðið
endur heimti ekki þýska meistaratitilinn frá
Hamburg í vor. Kiel hefur fimm stiga forystu
á næsta lið, Füchse Berlin.
Kiel getur svo bætt umrætt met með sigri
á Gummersbach á útivelli á öðrum degi jóla.
Fjölmargir leikir fóru fram í þýsku úrvals-
deildinni í gær. Kári Kristján Kristjánsson fór
mikinn í góðum sigri Wetzlar á Gummers-
bach, 35-27, og skoraði átta mörk.
Frekari upplýsingar um þátttöku
Íslendinganna í leikjum gærkvöldsins
má finna hér til hliðar á síðunni, sem og
stöðuna í deildinni. - esá
Fjölmargir leikir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær:
Alfreð og Kiel í sögubækurnar
ALFREÐ GÍSLASON
Hefur náð frábærum árangri með
Kiel í þýsku úrvalsdeildinni.
FÓTBOLTI Manchester-liðin City
og United eru á góðri leið með að
stinga önnur lið af í ensku úrvals-
deildinni, en bæði unnu þægilega
sigra á andstæðingum sínum í
gær. Arsenal hafði betur gegn
Aston Villa á útivelli en Liverpool
missteig sig þegar liðið gerði jafn-
tefli gegn Wigan á útivelli.
Newcastle er enn á niðurleið í
ensku úrvalsdeildinni en Heiðar
Helguson gerði sér lítið fyrir og
skoraði eitt og lagði upp annað er
QPR tapaði reyndar fyrir Sunder-
land á heimavelli, 3-2.
City er nú með 44 stig á toppi
deildarinnar, en liðið vann Stoke
á heimavelli í gær, 3-0. Sergio
Agüero skoraði tvö marka City-
manna og Adam Johnson eitt.
United vann sömuleiðis þægileg-
an sigur í gær er liðið mætti Ful-
ham á Craven Cottage og vann,
5-0. Liðið komst í 3-0 forystu strax
í fyrri hálfleik en heimamenn léku
þó ágætlega í þeim síðari, án þess
þó að láta mikið að sér kveða.
Wayne Rooney og varamaðurinn
Dimitar Berbatov innsigluðu svo
sigurinn með fjórða og fimmta
marki United í lok leiksins.
„Við höfum verið að spila vel að
undanförnu en ekki skorað mikið
af mörkum. Því var mjög ánægju-
legt hvað okkur tókst að skora
mörg í kvöld,“ sagði hinn marg-
reyndi Ryan Giggs, sem skoraði
eitt marka United í gær.
Charlie Adam var sjálfsagt ekki
sá vinsælasti hjá stuðningsmönn-
um Liverpool í gær eftir að Ali Al-
Habsi, markvörður Wigan, varði
vítaspyrnu hans. Leiknum lauk
með markalausu jafntefli, en þetta
var sjötta jafntefli liðsins á tíma-
bilinu í vetur.
Yossi Benayoun tryggði Arsenal
2-1 sigur á Aston Villa með marki
undir lok leiksins eftir að hafa
komið inn á sem varmaður. Marc
Albrighton skoraði mark Aston
Villa í upphafi seinni hálfleiks,
en það reyndist vera 20 þúsund-
asta markið í sögu ensku úrvals-
deildarinnar.
Newcastle, sem byrjaði svo vel á
tímabilinu í haust, tapaði á heima-
velli fyrir West Brom, 3-2. New-
castle hefur nú leikið sex leiki í
röð án sigurs, en liðið vann síðast
Everton í byrjun nóvember.
Heiðar Helguson skoraði sitt
sjöunda mark á tímabilinu er QPR
mætti Sunderland í gær. Sunder-
land komst reyndar 2-0 yfir en
Heiðar skoraði fyrra mark sinna
manna á 63. mínútu og lagði svo
það síðara upp fyrir Jamie Mackie
aðeins fjórum mínútum síðar. Var
það þriðja markið sem Heiðar
leggur upp í vetur og hefur hann
því átt beinan þátt í tíu af sautj-
án mörkum liðsins á tímabilinu til
þessa.
Wes Brown var svo hetja
Sunder land og tryggði liðinu sigur
með skallamarki í lok leiksins. Var
það annar sigur þess síðan Martin
O‘Neill tók við því í byrjun mánað-
arins. eirikur@frettabladid.is
City og United að stinga af
Manchester City og Manchester United unnu nokkuð þægilega sigra í ensku
úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Heiðar Helguson skoraði eitt og lagði upp annað í
2-2 jafntefli QPR gegn Sunderland. Liverpool gerði jafntefli við Wigan á útivelli.
SKORAÐI Ryan Giggs fagnar marki sínu gegn Fulham í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY