Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 94

Fréttablaðið - 22.12.2011, Síða 94
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR78 „Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðs- maður, sem hefur stofnað umboðs- skrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohn- sen og Arnari og Bjarka Gunnlaugs- sonum. Total Football er umboðs- skrifstofa fyrir íslenska fótbolta- menn hérlendis sem erlendis, en félagarnir leiddu saman hesta sína fyrr í haust. „Við Arnór höfum verið umboðsmenn í dágóðan tíma og svo höfðu Arnar og Bjarki samband og vildu að við sameinuðum krafta okkar. Eftir viðræður í smá tíma ákváðum við að kýla á þetta og búa til alvöru íslenska umboðsskrifstofu fyrir fótboltamenn. Það er betra að vera saman en allir í sitthvoru lagi,“ segir Magnús Agnar, eða Aggi eins og hann gjarnan er kallaður. Total Football er með um 40 fót- boltamenn á sínum snærum, gaml- ar kempur í bland við unga og efni- lega. Sem dæmi má nefna Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finn- bogason, Bjarna Viðarsson, Hall- grím Jónasson og síðast en ekki síst Eið Smára Guðjohnsen. Aggi segir að þeir leggi mikið upp úr góðum samskiptum við strákana og geta allir miðlað reynslu sinni af íþróttaheiminum. Sjálfur hefur Aggi starfað sem umboðsmaður í þónokkur ár og hinir hafa allir reynslu af atvinnumennsku. „Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta strákana og þetta snýst um svo miklu meira en að hjálpa þeim að skipta um klúbba. Maður veitir þeim ráðgjöf í ýmsum málum, fylgir þeim eftir út í heim og grípur inn í ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.“ Félagarnir eru búnir að koma sér vel fyrir á skrifstofu í hjarta bæjar- ins þar sem bikarasafnið er komið á sinn stað og það er á viðræðu- stigi að kaupa inn billjardborð. „Við erum allavega komnir með ljósa- skilti og Arnór, Arnar og Bjarki eru búnir að drösla öllu bikara- safninu sínu hingað og allt að verða heimilislegt. Það er góður mórall í vinnunni og gott að vinna saman,“ segir Aggi, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann sá til þess að fótbolta maðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. „Ljósmyndarinn Baldur Krist- jánsson ætlar svo að leigja hjá okkur herbergi á nýju ári og við verðum því með okkar eigin hirð- ljósmyndara. Það getur komið sér vel í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is EFTIR HÖFUND GULLGERÐARMANNSINS OG TÖFRAMANNSINS JÓLAMATURINN Mæður Mugisons og hljómsveitarfélaga hans verða í forsetastúkunni á ókeypis tónleikum þeirra í Hörpunni í kvöld. „Venjulega situr forsetinn í forsetastúkunni. Ég tók miða frá fyrir mömmur okkar þannig að allar mömm- urnar verða í forsetastúkunni,“ segir Örn Elías Guð- mundsson, Mugison. Hann hlakkar mikið til tónleikanna í kvöld, sem verða þrennir talsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Ég hlakka til að heyra hvernig röddin verður á þriðju tón- leikunum, hvort maður verður bara Rod Stewart allan tímann,“ segir Mugison, sem lauk nýverið ókeypis tón- leikaferð sinni um landið. „Það verður gaman að sjá hvernig fílingurinn verður í salnum og hvort það eru ekki allir komnir í jólafíling.“ Haglél, sem var kjörin plata ársins í Fréttablaðinu í gær, hefur selst gríðarlega mikið að undanförnu, sér- staklega eftir að Mugison tilkynnti um ókeypis tón- leikana í Hörpu. Aðspurður segir hann að ætlunin með tónleikunum hafi ekki verið sú að selja fleiri plötur. „Ég skil að einhverjir skuli hugsa þannig en þegar þessi ákvörðun var tekin var það ekki markaðsplott. Ég var búinn að selja hátt yfir tíu þúsund plötur og það var vel mánuður í jól. Mér fannst það bara algjört grín og líka móttökurnar á túrnum. Fyrir mér fannst mér þetta vera góð leið til að segja takk.“ - fb Mömmurnar í forsetastúkunni MÖMMURNAR MÆTA Mömmur Mugisons og félaga hans í hljómsveitinni verða í forsetastúkunni í Hörpunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Trúbadorinn Elín Ey verður í föru- neyti Bubba Morthens á Litla-Hraun þegar árlegir tónleikar Bubba fara þar fram á aðfangadag. Meðal annarra sem fara með Bubba eru hljómsveit hans Sólskuggarnir og uppi standarinn Ari Eldjárn. „Við Bubbi erum ágætis félagar, hann talaði við mömmu á meðan ég var úti í New York og mamma talaði við mig þegar ég kom heim,“ segir Elín, en hún er nýkomin heim eftir tveggja mánaða dvöl í Stóra eplinu. Þar var hún að spila og semja lög á nýja plötu sem hún er með í vinnslu. „Ég er mjög spennt fyrir henni þótt þetta hafi allt gerst frekar hægt. En góðir hlutir gerast þannig,“ segir Elín, sem hefur ekki áður spilað á Litla- Hrauni. „Ég held að þetta verði bara fínt þótt það eigi náttúrulega eftir að koma í ljós. Ég hef heyrt að þetta sé ansi magnað,“ segir Elín og kveðst ekkert smeyk við að spila fyrir hörð- ustu glæpamenn þjóðarinnar. Elín er af miklu tónlistarfólki komin, foreldrar hennar eru Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjáns dóttir. Söngur Ellenar í jólalögum kemur mörgum í mikið jólaskap en sjálf segist Elín ekki vera mikið jólabarn. „Jólaskapið kemur á Þorláksmessu, þá fer maður að hlakka til, þetta er voða- leg geðveiki þangað til.“ - fgg Elín Ey með Bubba á Hraunið Í STEININN Elín Ey spilar með Bubba Morthens á Litla-Hrauni á aðfangadag. Meðal annarra gesta má nefna uppistandarann Ara Eldjárn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég fæ svínahamborgarhrygg hjá mömmu með bestu sósu í heimi. Í eftirrétt er síðan heima- lagaður ís.“ Jóna Ottesen, eigandi vefverslunarinnar Lakkalakk.com MAGNÚS AGNAR MAGNÚSSON: ÞAÐ VERÐUR FJÖR Á ÁRSHÁTÍÐINNI Íþróttahetjur leiða saman hesta sína í Total Football TOTAL FOOTBALL Þeir Arnar Gunnlaugsson, Magnús Agnar Magnússon, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins og opnað umboðsskrifstofuna Total Football. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.