Morgunblaðið - 18.09.2010, Síða 2
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Eftir stuttan þingfund í gærmorgun
varð fljótlega ljóst að djúpstæð gjá
hefur myndast á milli VG og hluta
Samfylkingarinnar. Ýmsir þingmenn
sem rætt var við í gær telja að þessi
gjá muni hafa alvarleg áhrif á stjórn-
arsamstarfið.
Aðalágreiningurinn á þingi var um
það hvort þingmenn eigi að fá fullan
aðgang að þeim lögfræðilegu sér-
fræðiálitum sem unnin voru fyrir
þingmannanefndina, sem fjallað hef-
ur um ráðherraábyrgð ráðherra í rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokksins og Sam-
fylkingarinnar 2007-2009 og hvort
ákæra beri þrjá eða fjóra ráðherra.
Mikill meirihluti þingmanna segist
ekki geta tekið afstöðu til þingsálykt-
unartillagnanna tveggja sem nú eru
til umfjöllunar á Alþingi án þess að fá
að kynna sér í þaula öll málsgögn.
Allir sem tóku til máls fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins kröfðust fulls að-
gangs að umræddum gögnum og at-
hygli vakti að þingmenn Samfylking-
arinnar, svo sem Kristján Möller og
Sigmundur Ernir Rúnarsson, lýstu
ofangreindri afstöðu.
Forseti Alþingis frestaði fundi til
kl. 13 og aftur til kl. 13.30 á meðan
reynt var að ná sátt í málinu með
þingflokksformönnum. Það tókst ekki
og því frestaði forseti á nýjan leik kl.
13.30 og sagði að boðað yrði til næsta
fundar með dagskrá.
„Allt í klessu“
„Það er bara allt í klessu hérna.
Það er rafmagnað andrúmsloft á milli
VG og stórs hluta Samfylkingarinnar.
Svo rafmagnað, að maður á eiginlega
von á því að fá raflost þegar maður
gengur á milli þessara ólíku fylkinga,“
sagði þingmaður á meðan fundarhlé
varaði.
Annar þingmaður bendir á að það
hafi vakið sérstaka athygli þingheims
að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra né hinn nýi dóms- og
mannréttindaráðherra, Ögmundur
Jónasson, hafi verið viðstödd þing-
fundinn í gærmorgun, og það segi sína
sögu.
Síðdegis í gær fékkst svo niðurstaða
í þessu deilumáli, sem, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, ríkir lítil
sátt um. Hún er sú að þingmenn fái að-
gang að öllum gögnum, þar með talið
sérfræðiálitum lögspekinganna, en sá
aðgangur verði takmarkaður við það
að þingmenn kynni sér á Alþingi gögn-
in nú um helgina í lokuðum herbergj-
um, en þau eru í sérstökum trúnaðar-
möppum sem þeir fá ekki að taka með
sér.
Helsta gagnrýni þeirra sem telja
þetta ekki lausn heldur framlengingu á
yfirgengilegum vandræðagangi er sú,
að almenningur á Íslandi eigi ekki að fá
neinar upplýsingar um hvernig lögfræ-
ðiálitin eru.
Gjá á milli VG og Samfylkingarinnar
Þingsályktanir um landsdóm og ráðherraábyrgð virðast ætla að draga dilk á eftir sér
Þingstörf í uppnámi í gær, þingfundi óvænt slitið og óvíst hver framvindan verður á Alþingi eftir helgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alþingi Tekist var á um það hvort þingmenn ættu að fá aðgang að gögnum.
Þingmenn spurðu
hvar forsætisráð-
herrann og mann-
réttindaráðherr-
ann væru.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010
Opinn fundur um
stöðuna í stjórnmálum
með Bjarna Benediktssyni
www.xd.is
Í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
þriðjudaginn 21. september kl. 17.00.
Samtök eldri sjálfstæðismanna boða
til opins fundar um stjórnmálaviðhorfið
með Bjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins.
Allir velkomnir!
Sjálfstæðisflokkurinn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Íslensk stjórn-
völd hafa enn
ekki sent svör til
ESA, Eftirlits-
stofnunar EFTA,
vegna áminning-
arbréfs vegna
Icesave-málsins.
Í áminningar-
bréfi ESA kom
m.a. fram sú nið-
urstaða stofn-
unarinnar að með því að greiða ekki
lágmarksinnistæðutryggingu til
þeirra sem áttu fé inni á Icesave-
reikningum í Bretlandi og Hollandi
hefði Ísland brotið gegn jafnræðis-
reglu EES-svæðisins.
Svarfrestur var til 1. ágúst en síð-
an var veittur framhaldsfrestur til 8.
september.
Árni Páll Árnason efnahags- og
viðskiptaráðherra sagði að ESA
hefði gefið óformlegan frest fram
eftir mánuðinum. ESA hefði ekki
kallað sérstaklega eftir svarinu síð-
an. „Það er oft ágætt að senda ekki
hluti fyrr en maður þarf að gera það.
Við erum að vinna að svarinu,“ sagði
hann.
Stjórnvöld
ekki enn
svarað ESA
Árni Páll
Árnason
Unnið að svari
Skákmeistararnir Jón L. Árnason og Héðinn Steingrímsson tóku upphafs-
leikina á boðsmóti í skák sem Skáksamband Íslands stóð fyrir í Kringlunni
í gær. Ólympíuskákmótið hefst austur í Rússlandi eftir helgina og sam-
kvæmt venju senda Íslendingar þangað lið, bæði í opinn flokk sem og
kvennaflokk, en rjómi íslenskra skákmanna skipar þau. Gamlar ólympíu-
kempur Íslands tóku þátt í mótinu í gær, en meðal annarra má nefna liðs-
menn frá Menntaskólanum í Reykjavík sem eru Norðurlandameistarar
framhaldsskóla og Norðurlandameistara barnaskólasveita, sem koma úr
Rimaskóla í Grafarvogi. Þá tóku liðsmenn Salaskóla í Kópavogi þátt, en
þeir unnu silfrið á Norðurlandamóti grunnskólasveita. sbs@mbl.is
Upphafsleikir og svo er stefnt á Ólympíumót
Morgunblaðið/Eggert
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
„Ég er þeirrar skoðunar að í fram-
haldi af þessu muni þurfi að herða
mjög virðisaukaskattsframkvæmd-
ina. Það er mikið álitamál hvort það
þurfi að breyta ferlum þannig að
framvegis verði alltaf tveir starfs-
menn skattyfirvalda sem ræða við
gjaldendur. Núna hefur það verið
einn starfsmaður sem ræðir við
gjaldendur,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri um rann-
sókn lögreglu á umfangsmiklu fjár-
svikamáli sem tengist starfsmanni
stofnunarinnar.
Verði þessi breyting að veruleika
kalli það á mjög breytta skattfram-
kvæmd og hún
yrði jafnframt
töluvert dýrari.
Skúli segist
hafa fengið upp-
lýsingar um rann-
sókn málsins á
mánudag. Á
þriðjudag hafi svo
hafist mikil grein-
ingarvinna innan
stofnunarinnar.
„Það er ljóst að þessi árás, sem
virðist vera þrautskipulögð, er veru-
legt umhugsunarefni fyrir íslenska
stjórnsýslu. Þarna er í fyrsta skipti,
svo vitað sé, ráðist með mjög afger-
andi hætti inn í fjárreiður ríkisins í
því skyni að svíkja út fé.“
Upphæðin sem um er að ræða í
málinu nemur 270 milljónum kr.
Skúli bendir á að fjárhæðin í fyrri
málum af þessum toga hafi verið
mun lægri. „Þarna virðist vera
þrautskipulagt ferli. Ég tala nú ekki
um hvað það er alvarlegt ef í hlut á
starfsmaður embættisins,“ segir
hann en áréttar að málið sé til rann-
sóknar. Hver maður sé saklaus uns
sekt hans sé sönnuð.
Skúli segir málið áfall fyrir starfs-
menn almennt, en sérstaklega fyrir
starfsmenn sem starfi í virðisauka-
skattsframkvæmdinni. „Við höfum
hlutast til um að þeir fái áfallahjálp
og það hefur verið sérfræðingur að
störfum, og mun verða næstu daga,
að veita fólki nauðsynlega aðstoð.“
„Þrautskipulögð árás“
Ríkisskattstjóri er þeirrar skoðunar að þörf sé á hertri
virðisaukaskattsframkvæmd í kjölfar fjársvikamáls
Skúli Eggert
Þórðarson