Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Í dag, laugardag, kl. 13 verður Ís- landsmeistarakeppni í ökuleikni 2010 haldin á svæði Ökukennara- félags Íslands við Kirkjusand. Um er að ræða opna keppni og er öllum með ökuréttindi heimil þátttaka. Ekið verður í gegnum fjögur þraut- arplön á VW Polo auk þess sem keppendur þurfa að svara umferð- arspurningum sem teljast til stiga. Keppt er í karlariðli og kvennariðli og verða verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Ökuleikni 2010 Klak, Nýsköpunarmiðstöð atvinnu- lífsins opnar nýtt sprotasetur í O2- Ofanleiti 2 í dag. Opnunin er hluti af ráðstefnunni Driving Sustainabi- lity sem haldin er dagana 16.-18. september. Ráðstefnan hefur það hlutverk að vekja athygli á mögu- leikum Íslands á að verða leiðandi í orkumálum og samgöngumálum í heiminum. Í lok ráðstefnunnar verður opið hús í Ofanleiti 2 í dag, laugardag, kl. 9-17. Opnunin á tækniþróunarsetrinu verður kl. 16. Opið hús verður hjá þeim sprota- fyrirtækjum sem eru í setrinu. Með- al fyrirtækja eru Amivox sem býð- ur upp á ódýrari og einfaldari samskipti, Eff2 sem sérhæfir sig í myndgreiningu á netinu, T1 hug- búnaðarhús sem þróar lausnir á heilbrigðissviði, Vitver sem þróar leikjavél byggða á gervigreind, Fafu sem hannar leikföng og leiki fyrir börn, 4x4 sem þróar upplýs- ingar- og samskiptavef fyrir jeppa- fólk, og Unimaze sem þróar lausnir á rafrænum viðskiptum. Léttar veitingar verða í boði. Morgunblaðið/Þorkell Tæknisprotasetur opnað í dag Norræna sakfræðiráðið hefur flutt aðsetur sitt til Ís- lands og verður skrifstofa þess í Háskóla Íslands næstu þrjú árin. „Aðsetur þess við háskólann er mikil viður- kenning á því starfi sem þar hefur verið unnið á sviði refsiréttar og afbrotafræði og styrkir stöðu Háskóla Ís- lands á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningu. Ráðið var stofnað árið 1962 af dómsmálaráðuneytum Norðurlandanna. Markmið ráðsins er að efla rannsóknir á sviði afbrotafræði, refsiréttar og skyldra greina og veita stjórnvöldum upplýsingar til að byggja á stefnu í löggjöf og afbrotavörnum. Ráðið stendur fyrir sam- norrænum rannsóknum, gefur út skýrslur og tímarit á fræðasviðinu, veitir styrki til rannsókna og stendur fyrir ráðstefnum. Loks heldur það úti heimasíðu á www.nsfk.org. Formaður ráðsins er Ragnheið- ur Bragadóttir prófessor en skrifstofustjóri er Íris Björg Kristjánsdóttir mannfræðingur. Norræna sakfræðiráðið flyst til Íslands Ragnheiður Braga- dóttir Í dag, laugardag, kl. 14-16 verður keppt í akstursspyrnu. Að keppn- inni standa Bílabúð Benna, Kvart- míluklúbburinn og Shell V-Power. Keppnin fer fram á kvartmílu- brautinni í Kapelluhrauni, eftir svokölluðu AUTO-X fyrirkomulagi. Þá er keyrt á milli keila og tíminn tekinn á hverjum bíl fyrir sig. Það mun því fyrst og fremst reyna á fjöðrun, snerpu og akstureigin- leika bíls og færni ökumanns. Keppt er í tveim flokkum, bíla- og mótorhjólaflokki. Einnig verður keppt í hefðbundinni 1⁄8 mílu í hef- bundnum flokkum kvartmílunnar. Boðið verður upp á grillaðar pyls- ur og kók á keppninni. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Aksturskeppni STUTT Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Jón Gnarr borgarstjóri hyggst út- rýma ofbeldi úr miðbæ Reykjavík- ur. Þetta kom fram í máli borgar- stjóra á blaðamannafundi sem hann efndi til í gær vegna tillagna starfs- hóps um öryggismál á skemmtistöð- um og við þá. Á fundinum talaði Jón Gnarr um ofbeldi en einnig gerði Halldór Nikulás Lárusson, verkefnisstjóri á mannréttindaskrifstofu Reykjavík- urborgar, grein fyrir úttekt á skemmtistöðum í Reykjavík. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að flestir skemmtistað- ir í Reykjavík eru búnir öryggis- myndavélum og eru þær í flestum tilfellum nægilega margar ef tekið er mið af stærð staðanna. Staðsetn- ingar eru hins vegar ekki alltaf eins og best verður á kosið til að tryggja öryggi gesta. Skortur er á vöktun á göngum framan við salernisaðstöðu, en 46% skemmtistaðanna eru með salernisaðstöðu úr augsýn starfs- fólks, þ.e. á efri hæð, í kjallara eða annars konar afkima. Þá segir að þáttur dyravarðanna verði seint of- metinn. „Þeir eru augu og eyru ör- yggisins og það eru þeir sem þurfa að bregðast við ef öryggi gestanna er ógnað,“ segir í úttekt starfshóps- ins. Á fundinum sagði Birgir Páll Hjartarson dyravörður frá reynslu sinni af dyravörslu. Hann kvað ástandið í miðbænum hafa breyst eftir hrun efnahagskerfisins. Færri stunduðu næturlífið en ofbeldi hefði engu að síður færst í aukana. Birgir Páll kvað upplifun almennings á við- brögðum stjórnvalda og fjármála- fyrirtækja í kjölfar efnahagshruns- ins hafa skapað „siðferðiskreppu“. Margt fólk væri reitt yfirvöldum en sú reiði gæti oft bitnað á lögreglu- mönnum og dyravörðum sem reyndu að gæta öryggis almennings á skemmtistöðum borgarinnar. „Það vitlausasta sem við getum gert í kreppu er því að skera niður í lög- gæslu,“ segir Birgir Páll. Aldrei beitt ofbeldi Jón Gnarr segist ætla að beita sér gegn vaxandi ofbeldi í miðbæn- um. „Reykvíkingar og aðrir eiga að geta farið niður í miðbæ Reykjavík- ur hvenær sem þeim sýnist án þess að óttast um líf sitt, heilsu eða ör- yggi. Þarna hef ég mörg úrræði sem borgarstjóri. Ég get sett í gang alls konar aðgerðir. Krafist þess að eft- irlit verði aukið og gæsla verði auk- in,“ segir Jón sem kveðst aldrei hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég hef aldrei á ævinni kýlt mann. Mér myndi aldrei detta það í hug að kýla eða sparka í annan mann nema ég dytti á hann í jarðskjálfta eða eitt- hvað svoleiðis, eða ef hann hlypi á mig. Mér finnst það svo klikkað að beita ofbeldi. Það er svo tilgangs- laust en hefur meitt svo marga, og skaðað svo marga.“ Þá kveðst borgarstjórinn ekki ætla að gefa þeim grið sem beita ofbeldi. „Ég vil „zero tolerance“ gagnvart of- beldi. Ef við segjum að markmiðið væri að ofbeldi yrði helmingi minna í miðbænum væri það óviðunandi. Það væri samt of mikið ofbeldi. Þarna eru líkamsárásir, kynferðisbrot og and- legt ofbeldi eins og hótanir og ógn- anir. Allt er þetta ofbeldi. Burt með ofbeldi.“ Alls konar gegn ofbeldi í miðbænum  Jón Gnarr vill allt ofbeldi burt úr miðbæ Reykjavíkur  Dyravörður á skemmtistað segir ástandið aldrei hafa verið verra  Starfshópur um málið vill auka vöktun á göngum við salernisaðstöðu Morgunblaðið/Ernir Á Hressó Jón Gnarr á blaðamannafundi um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. „Mér mundi aldrei detta það í hug að kýla eða sparka í annan mann.“ Jón Gnarr Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 22 61 Vá, hvenær?! Nú, það er ekkert annað! Drögum 24. sep tembe r, vertu með! Kl. 16.OO á föstudaginn. Og það er bara dregið úr seldum miðum! 1O manns fá milljón!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.