Morgunblaðið - 18.09.2010, Síða 20
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Japanski iðnrisinn Mitsubishi hefur
undanfarin misseri unnið að undir-
búningi umfangsmikillar framleiðslu
á dímetýl-eter (DME) á Íslandi og
víðar og gæti framleiðsla í nýrri verk-
smiðju við Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga hafist þegar árið 2014.
Ichiro Fukue, aðstoðarforstjóri
Mitsubishi Heavy Industries, móður-
félags Mitsubishi-bílasmiðjanna,
staðfesti þetta í samtali við Morgun-
blaðið, en hann er hér gestur vegna
ráðstefnunnar Driving Sustainability.
Eldsneytið, dímetýl-eter, er svo-
nefnt gervieldsneyti, en sökum þess
að auðvelt er að fanga aðalhráefnið,
koldíoxíð, við Járnblendið er talið
fýsilegt að reisa verksmiðjuna þar.
Fukue er bjartsýnn en hann áætlar
kostnaðinn við verksmiðjuna á sem
svarar 58 milljarða króna.
Njóta góðs af kolefnisgjaldi
Kemur þannig fram í máli hans að
fyrirhugað gjald á losun koldíoxíðs í
Evrópu, samhliða innleiðingu kol-
efniskvótakerfisins 2012, muni auka
hagkvæmni slíkrar framleiðslu.
Miðað við óbreyttar forsendur geti
íslenskir aðilar fengið greidda 10
bandaríkjadali á tonnið af koldíoxíði
sem nýtt yrði í framleiðsluna.
Samkvæmt þessari sviðsmynd
gæti til dæmis koldíoxíð frá rússnesk-
um álverum farið inn í nýja hringrás
er það er nýtt við framleiðslu á DME.
Með því yrði þekktustu gróðurhúsa-
lofttegundinni, koldíoxíði, umbreytt í
eldsneyti á ný, sem aftur kemur
mengunarvöldum vel.
Í stað þess að greiða kolefnisgjald
fyrir losun koldíoxíðs getur rússneska
álverið, eða hvaða viðskiptavinur sem
er, greitt DME-verksmiðjunni á Ís-
landi lægra verð fyrir urðunina og
lágmarkað kostnað af menguninni.
Ódýr raforka forsenda
Aðspurður hvort Ísland sé til-
raunavettvangur fyrir umfangsmeiri
framleiðslu Mitsubishi og samstarfs-
aðila á DME á heimsvísu svarar
Fukue því til að gnægð ódýrrar,
endurnýjanlegrar raforku sé for-
senda viðskiptalíkansins. Hún komi
því víðast hvar ekki til greina, þar
með talið í Japan.
Ísland flytji út eldsneyti
Einn stjórnenda Mitsubishi segir undirbúning að framleiðslu dímetýl-eter á Íslandi langt kominn
Framleiðsla gæti hafist 2014 Markmiðið að flytja út eldsneyti Verksmiðja reist á Grundartanga
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Borhola á Reykjanesi Hugsanlegt er að síðar meir verði talið hagkvæmt að
fanga koldíoxíð frá jarðvarmavirkjunum. Byrjað verður á Járnblendinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhrifamaður Fukue er áhrifamað-
ur í japönsku viðskiptalífi.
20 FRÉTTIRinnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010
Sú spurning
vaknar hversu
mikið magn af
DME hægt
væri að fram-
leiða hér á
landi.
Að því gefnu
að framleiðsl-
an sé hagkvæm
og aðrar for-
sendur standist
er stutta útgáf-
an af svarinu sú að magnið tak-
markast af fáanlegu magni koldíox-
íðs.
Íslendingar búa við slíka vatns-
auðlind að hreint vatn verður lík-
lega aldrei takmarkandi þáttur.
Nóg framboð af koldíoxíði
Fram kemur í svari umhverfis-
ráðherra við fyrirspurn Önnu Pálu
Sverrisdóttur, varaþingmanns
Samfylkingar, að gangi áætlanir
um fyrirhugaðar álversfram-
kvæmdir eftir muni árleg losun kol-
díoxíðs fara í 6,16 milljónir tonna
og er þá miðað við koldíoxíðsígildi.
Stækkun álversins í Straumsvík í
460.000 tonn og ný álver við Helgu-
vík og Bakka eru talin með. Losun
og binding gróðurhúsalofttegunda
vegna landnotkunar, breyttrar
landnotkunar og skógræktar er
hins vegar ekki meðtalin.
500 tonn af DME á dag
Samkvæmt Ágústu Loftsdóttur,
sérfræðingi hjá Orkustofnun, mið-
ast áætlanir við að DME-verk-
smiðjan rísi við hlið Járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga.
Framleiðslan verði um 500 tonn á
dag eða næg til að anna samgöng-
um á sjó og ríflega það. Ber að hafa
í huga að Járnblendið losar aðeins
brot af heildarlosuninni.
Til að setja framleiðslugetu
væntanlegrar DME-verksmiðju í
samhengi er jafnan miðað við að
eldsneytisnotkun sé nokkuð jafnt
skipt á milli samgangna á láði, lofti
og legi. Útblástur úr járnblendinu
verður leiddur yfir í nýja verk-
smiðjubyggingu. Gasið verður
geymt undir þrýstingi og það síðan
flutt yfir á fiskiskipin, til dæmis
með sérútbúnum tankskipum.
Hvað er hægt að
framleiða mikið?
Frá Grundartanga.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Litínjónarafhlöður í bifreiðar kost-
uðu í ársbyrjun um 1.000 banda-
ríkjadali á hverja kílówattstund en
hafa síðan hríðlækkað í verði og
kosta nú um það bil helmingi minna.
Þetta kom fram á fundi blaða-
manns með Hiroaki Takatsu, fram-
kvæmdastjóra verkfræði- og þróun-
ardeildar japanska rafhlöðufyrir-
tækisins Tepco og aðstoðarmanni
hans, Hiroyuki Aoki, stjórnanda í al-
mannatengsladeild fyrirtækisins.
Fóru samskiptin þannig fram
að Aoki, sem talar ensku, svaraði
spurningum fyrir hönd Takatsu.
Talið barst fljótt að kostnaðar-
hlið litínjóna-
rafhlaðna og
svaraði Aoki því
þá til að aukin
samkeppni fyrir-
tækja í Japan,
Suður-Kóreu og
Bandaríkjunum á
rafhlöðumark-
aðnum hefði leitt
til mikillar verð-
lækkunar. Aoki taldi kínversk fyrir-
tæki standa að baki keppinautum
sínum í löndunum þremur, greining
sem vekur athygli í ljósi mikilla fjár-
festinga Kínverja á þessu sviði á
undanförnum misserum.
Önnur hlið sem talin hefur verið
standa innleiðingu rafmagnsbíla fyr-
ir þrifum varðar þá staðreynd að það
tekur tíma að hlaða rafhlöðurnar.
Nokkrar mínútur í hleðslu
Fram kom í máli tvímenning-
anna að breyting sé að verða þar á
með tilkomu nýrrar kynslóðar litín-
jónarafhlaðna sem aðeins taki fimm
mínútur að hlaða fyrir 40 km akstur.
Það er engu að síður talsvert lengri
tími en dæling eldsneytis á tank fyr-
ir sömu drægni útheimtir og svarar
Aoki því til að á næstu tveimur til
þremur árum muni koma fram á
sjónarsviðið rafhlöður sem taki enn
skemmri tíma í hleðslu. Þá beri að
hafa í huga að við innleiðingu rafbíla
sé í upphafi gert ráð fyrir notkun í
borgum þar sem miðað sé við að raf-
hlöðurnar séu settar í hleðslu við
heimili eða vinnustað ökumanns.
Skyndihleðsla á þar til gerðum
hleðslustöðvum sé hugsuð sem við-
bót ef meiri drægni er þörf.
Aðspurðir um nauðsynlegan
fjölda hleðslustöðva segja þeir miðað
við að þörfin sé ein stöð á hverja 200
rafbíla. Eftir því sem rafbílum fjölgi
verði þörfin fyrir hleðslustöðvar
meiri sem aftur hraði innleiðingunni.
Rafhlöður í bíla
hrynja í verði
Hafa lækkað um helming á árinu
Fljótlegt að hlaða nýju kynslóðina
Ódýrara
» Aðgangur að rafmagni í
Japan er ekki vandamál þegar
rafbílar eru annars vegar.
» Rafmagn er ódýrara en
eldsneyti og akstur rafbíla því
ódýrari en hefðbundinna bíla.
» Tvímenningarnir telja að
rafbílar muni hafa vinningin yf-
ir vetnisrafbíla í borgum.
Kominn Rafbíllinn Nissan Leaf kostar á þriðju milljón í Kaliforníu með
skattaafslætti. Verðið mun lækka enda fer verð á rafhlöðum lækkandi.
Innstungan Drægni Nissan-Leaf er 160
km. Rafhlöðurnar eru í stöðugri þróun.
Hiroaki Takatsu
Dímetýl-eter (DME) má mynda úr blöndu koldíox-
íðs og vetnis. Koldíoxíð, CO2, streymir frá álver-
um landsins og raunar allstaðar þar sem bruni
jarðefnaeldsneytis fer fram, hvort sem það er í
bílvél eða í mörg þúsund hestafla skipsvél. Það
þarf hins vegar að vera hægt að fanga CO2 í nægj-
anlegu magni og er Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga því talin henta vel. Vetnið sem hér
verður notað er fengið með rafgreiningu á hreinu vatni en í því ferli er raf-
straumur notaður til að kljúfa vatnssameind, H2O, þannig að úr verði vetni,
yfirleitt umritað H2, og súrefni, O. Með blöndun koldíoxíðs og vetnis er því
komið hráefni í dímetýl-eter sem hefur efnaformúluna CH3OCH3. Framsetn-
ingin hér er vitaskuld einföldun, en úr verður gas sem er þrýst niður í fljót-
andi form með þrýstikúti. Því er svo dælt í fljótandi formi á dísilvélar.
Blanda vetnis og koldíoxíðs
HRÁEFNIÐ ER ÞEGAR TIL STAÐAR