Morgunblaðið - 18.09.2010, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010
Í undirbúningi er
ákæra á hendur ráð-
herrum sem sátu í
Þingvallastjórninni,
þeirri ríkisstjórn sem
var við völd í aðdrag-
anda efnahagshrunsins
haustið 2008. Ákveðið
hefur verið að ákæra
einhverja ráðherra, en
þegar þetta er ritað er
ekki vitað hvor allir ráð-
herrarnir verða dregnir fyrir Lands-
dóm, eða einungis fáeinir. Ekki eru
allir sáttir við slíkar ákærur og hafa
jafnvel heyrst raddir um að dómar yf-
ir ráðherrum geti skapað ríkinu
skaðabótaábyrgð og jafnvel valdið
þriðju efnahagskreppunni. Þótt
skaðabótaskylda ríkissjóðs vegna
þjóðnýtingar bankanna liggi ljós fyr-
ir, verður að telja fráleitt, að rík-
issjóður verði skaðabótaskyldur þótt
ráðherrar verði dæmdir af Lands-
rétti. Lög um ráðherraábyrgð (lög 4/
1963) segja þetta skýrum orðum: Lög
um ráðherraábyrgð. 2. gr. Ráðherra
má krefja ábyrgðar samkvæmt því,
sem nánar er fyrir mælt í lögum þess-
um, fyrir sérhver störf
eða vanrækt starfa, er
hann hefur orðið sekur
um, ef málið er svo vax-
ið, að hann hefur ann-
aðhvort af ásetningi eða
stórkostlegu hirðuleysi
farið í bága við stjórn-
arskrá lýðveldisins,
önnur landslög eða að
öðru leyti stofnað hags-
munum ríkisins í fyr-
irsjáanlega hættu. 13.
gr. Hafi ráðherra bakað
almenningi eða ein-
staklingi fjártjón með framkvæmd
eða vanrækslu, sem refsiverð er eftir
lögum þessum, skal og þegar þess er
krafist, jafnframt hegningunni dæma
hann til að greiða skaðabætur, en um
skaðabótaskyldu hans fer eftir al-
mennum reglum.
Af þessu má ráða, að ráðherrar eru
persónulega ábyrgir, samkvæmt al-
mennum hegningarlögum, ef almenn-
ingi eða einstaklingi er bakað fjár-
tjón. Ákærur fyrir Landsdómi snúast
því ekki um bótaábyrgð ríkissjóðs,
heldur einungis um ábyrgð ráð-
herranna. Að reynt verður að láta
ráðherra Þingvallastjórnarinnar
sæta ábyrgð er frumforsenda fyrir
sátt í þjóðfélaginu. Fyrir alþing-
ismenn er mikilvægt að skilja, að án
opinna réttarhalda fyrir Landsdómi
yfir öllum ráðherrum þessarar rík-
isstjórnar, er tómt mál að tala um
þjóðarsátt og siðferðilega endurreisn.
Ráðherrar ríkisstjórnar fara sameig-
inlega með framkvæmdavaldið og
þótt sumir geri núna lítið úr sameig-
inlegri ábyrgð þá er það Landsdóms
að fella dóma yfir ráðherrum og dóm-
urinn verður að vera algerlega óháð-
ur utanaðkomandi mönnum. Óeðli-
legt verður að telja, að fram komi
spádómar um niðurstöðu dómsins og
það veikir dómsferlið að fjallað sé op-
inberlega um efnisatriði málsins, eða
að settar séu fram hrakspár um hugs-
anlegar afleiðingar dóma. Menn ættu
einnig að hafa í huga, að ekki er síður
mikilvægt að fá úrskurð um sýknu
ráðherra en sekt. Landsdómur má
ekki fá þröngt umboð frá Alþingi,
heldur verður það að vera til þess fall-
ið að skapa trúverðugleika. Alþingi
má alls ekki skilgreina viðfangsefni
dómstólsins svo þröngt að niðurstaða
hans sé gefin fyrirfram. Almenningur
mun ekki sætta sig við hálfkák og því
verður saksóknari Alþingis að hafa
fullkomlega frjálsar hendur. Umboð
hans er víðtækt eins og segir í Lögum
um Landsdóm (lög 3/1963):
Lög um Landsdóm.
16. gr. Það er skylda saksóknara
Alþingis að leita allra fáanlegra sann-
ana fyrir kæruatriðum, hann und-
irbýr gagnasöfnun og rannsókn í mál-
inu og gerir tillögur til landsdóms um
viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið
sanna í ljós. Hann hefur um starf sitt
samráð við saksóknarnefnd Alþingis.
Skipan Landsdóms, umboð hans
og úrskurður er prófsteinn á vilja Al-
þingis til að upplýsa um orsakir efna-
hagshrunsins. Verkefni Landsdóms
er ekki bara að fella dóma, heldur
einnig að upplýsa málið og þá sér-
staklega aðkomu stjórnmála-
stéttarinnar. Kalla þarf fyrir alla þá
sem sátu Alþingi í aðdraganda hruns-
ins. Nú er komið að því að velta við
hverjum steini og setja allan ósóm-
ann upp á borð, eða hreinsa menn ella
af ósönnum áburði. Í skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis var gerð góð
grein fyrir mistökunum sem gerð
voru með inngöngu landsins í Evr-
ópska efnahagssvæðið, en ástæður
efnahagshrunsins voru fleirri. Von-
andi dettur engum í hug að Rann-
sóknarnefnd Alþingis hafi tæmt mál-
ið með sínum skýrslum – því fer
fjarri. Til dæmis er ekkert fjallað þar
um sjálfa peningastefnuna, sem var
meginorsök hrunsins. Við búum
ennþá við torgreinda peningastefnu
og því eru allar forsendur fyrir
áframhaldandi verðbólgu og nærsta
hruni. Nú er komið að útfærslu mik-
ilvægra ákvæða Stjórnarskrárinnar
um ábyrgð ráðherra. Um þetta segir
þar:
Stjórnarskráin.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á
stjórnarframkvæmdum öllum. Ráð-
herraábyrgð er ákveðin með lögum.
Alþingi getur kært ráðherra fyrir
embættisrekstur þeirra. Lands-
dómur dæmir þau mál.
Þeir sem halda því fram að Stjórn-
arskráin sé gölluð og henni beri að
gjörbreyta ættu að hugsa sitt ráð.
Stjórnarskrá á að vera gagnorð og
það er okkar stjórnarskrá um ráð-
herraábyrgð. Stjórnarskráin reynd-
ist vel þegar kom að hinu sögulega
þjóðaratkvæði 6. marz 2010, um Ice-
save-gjörning ríkisstjórnarinnar. Nú
reynir á framkvæmd ákvæðis Stjórn-
arskrárinnar um ráðherraábyrgð.
Vonandi bregðast þeir ekki, sem falið
verður að sjá um framkvæmd máls-
ins.
Landsdómur er forsenda
sátta með þjóðinni
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson »Nú reynir á fram-
kvæmd ákvæðis
Stjórnarskrárinnar um
ráðherraábyrgð. Von-
andi bregðast þeir ekki,
sem falið verður að sjá
um framkvæmd máls-
ins.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur
og vísindakennari.
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali
Guðmundur
Sigurjónsson,
lögfræðingur,
lögg. fasteignasali
Þorleifur St.
Guðmundsson,
lögg. fasteignasali
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteignasali
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteignasali
Hilmar Þór
Hafsteinsson,
lögg. leigumiðlari,
lögg. fasteignasali
Magnús Geir
Pálsson,
sölumaður
Þórarinn M.
Friðgeirsson,
lögg. fasteignasali
Jóhanna
Valdimarsdóttir,
gjaldkeri
Elín Þorleifsdóttir,
ritari
Reykjavík
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Ekrusmári - falleg eign Fallegt og vel-
skipulagt 172,7 fm einbýli á einni hæð með
innbyggðum bílskúr og glæsilegum garði með
útihúsi og geymsluskúr. Húsið hefur nýlega
verið endurnýjað að innan m.a. böð og eld-
hús. V. 56,0 m. 5985
Hlíðarvegur - með glæsilegu út-
sýni Efri hæð og ris í tvíbýlishúsi ásamt 40
fm bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, geymsla,
innra hol, baðherbergi, herbergi, tvær sam-
liggjandi stofur og eldhús. Í risi er hol, baðher-
bergi, og þrjú herbergi. V. 37 m. 5966
Sigtún - mikið endurnýjuð íbúð í
risi. Vel skipulögð og mikið endurnýjuð 3ja
herbergja íbúð í risi í fallegu endurnýjuðu þrí-
býli á fínum stað í austurborginni . Góðar inn-
réttingar, parket, endurnýjað baðherbergi og
fl. Nýl. gluggar, þak og húsið nýlega endur-
steinað að utan. Frábær staðsetning. Laus
fljótlega. V. 17,9 m. 5913
Kleppsvegur - 60 ára og eldri Vönd-
uð og vel umgengin 2ja herbergja 88,6 fm
íbúð á jarðhæð fyrir 60 ára og eldri. Laus
strax. Góð sameign í húsinu með samkomu-
sal og fl. Íbúar í þessu húsnæði, sem er í
einkaeign, geta sótt ýmsa þjónustu til Hrafn-
istu og eru með neyðarhnappa tengda Hrafn-
istu. V. 21,8 m. 6017
Skrifstofubygging óskast - staðgreiðsla
Skrifstofubygging - 2000-3000 fm óskast til kaups. Staðgreiðsla.
Traustur aðili hefur beðið okkur að útvega 2000-3000 fm skrifstofubyggingu í Reykja-
vík. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514
Einbýlis- og raðhús í Fossvogi óskast
Höfum fjársterka kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum í Fossvogi. Allar nánari
upplýsingar veita Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 eða Sverrir Kristinsson í síma
861-8514.
2ja herbergja íbúðir óskast
Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuð-
borgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir
Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun.
Óskum eftir 3ja- 4ra í hverfi 104
Höfum kaupanda að góðri 3ja- 4ra herbergja íbúð, helst í lyftuhúsi í hverfi 104 (Sundin,
Heimar, Vogar eða nágrenni). Um staðgreiðslu yrði að ræða ef um semst. Nánari uppl.
veitir Magnús Geir Pálsson í síma 892-3686
Vantar - sérbýli í Vesturbænum
Ákveðinn kaupandi leitar að sérbýli í Vesturborginni eða nágrenni í skiptum fyrir 121 fm
sérhæð ásamt 30 fm bílskúr í Vesturbænum. Þorleifur St. Guðmundsson veitir nánari
upplýsingar 6015
3ja - 4ra óskast í 107 eða 101
Óskað er eftir er 3-4 herbergja íbúð í sölu í vesturbænum.
Viðkomandi skoðar einnig í hverfi 101. Verð allt að 25 millj, helst með áhvílandi lánum.
Nánari uppl. veitir Hilmar Þór Hafsteinsson.
Íbúð óskast í Fossvogi
Traustur kaupandi óskar eftir 100-120 fm íbúð í Fossvoginum.
Útsýnisíbúð óskast - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm íbúð með
sjávarútsýni. Æskileg staðsetning: Sjálandshverfið í Garðabæ eða Skuggahverfið. Fleiri
staðir koma þó til greina. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Jörð í nágrenni Reykjavíkur óskast
Traustur kaupandi óskar eftir jörð (ekki bújörð) í nágrenni Reykjavíkur, þó innan 30
mín. akstursfjarlægðar. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast.
Æskileg stærð 400-500 fm
Traustur kaupandi óskar eftir 400-500 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur
í boði.
Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 millj-
ónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 millj-
ónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Falleg, vönduð, björt og opin 105 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi í miðbænum. Stæði í bíla-
geymslu .Gott útsýni er yfir höfnina og til vesturs. Íbúðin er hönnuð af Margréti Sigfúsdóttur
arkitekt og er vönduð á allan hátt. Upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir að íbúðin væri 3ja
herbergja. V. 37,0 m. 5999
KLAPPARSTÍGUR - VÖNDUÐ ÍBÚÐ
Fallegt 193,7 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Húsið skiptist í: Forstofu,
gestasnyrtingu, eldhús, þvottahús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi og innbyggðan bíl-
skúr. Hús og þak er nýmálað auk þess sem skipt hefur verið um gler í gluggum. V. 53,0 m.
6013
HOFGARÐAR - SELTJARNARNES
Glæsileg og mikið endurnýjað efri sér-
hæð í þríbýlishúsi með sérbílastæði á
lóð/bílskúrsrétti. Húsið lítur vel úr og
hefur m.a. verið endur steinað að ut-
an. Að innan hefur verið skipt um inn-
réttingar og gólfefni á s.l. árum. V.
27,9 m. 5827
BARMAHLÍÐ 23 - SÉRHÆÐ - 4RA HERB.
Fallegt 198 fm endaraðhús á fjórum pöllum ásamt 24 fm bílskúr. Gott aðgengi er að húsinu
og hægt er að leggja við enda hússins ofan á bílskúrunum. Húsið er þó nokkuð endurnýjað
m.a. eldhús, þak og fl. Útsýni er úr stofu og skjólgóður suðurgarður. V. 51,9 m. 6000
LOGALAND - FALLEGT RAÐHÚS
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS MÁNUDAG
FRÁ KL. 17:00 - 18:00