Morgunblaðið - 18.09.2010, Side 30

Morgunblaðið - 18.09.2010, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Frændi minn Hjalti Bjarnason var um margt óvanalegur maður. Hár vexti, þreklegur og ekki laus við að vera ögn stirð- busalegur sem algengt er meðal okk- ar sem ættaðir erum frá Eystri- Garðsauka í Hvolhreppi. Mér er í barnsminni þegar ég heyrði þessa frænda míns fyrst getið þjóðhátíðar- árið 1974. Afi minn og faðir Hjalta var þá nýlátinn og þá fyrst komst í hámæli í stórfjölskyldunni að auk systkinanna sjö úr Bláfelli ætti móðir mín eldri bróður í Landeyjunum, ógn stóran og mikinn á velli. Rámar í samtöl heima í Tungunum þar sem haft var í flimtingum að stærri og meiri á velli gerðust bændur á Suður- landi ekki. Veltum við krakkaskamm- irnar fyrir okkur hvort karl þessi væri þá meiri um sig en sæðingamað- urinn í sveitinni, Gísli í Kjarnholtum. Undir vor var farið í heimsókn að Hólmahjáleigu og sjálfum var mér það nokkur upphefð að eiga frænda sem var alvöru bóndi, verandi sjálfur af hálfgildings grashúsfólki í Tung- unum. Og þá sannfærðist ég ung- lingsbarnið um að frændi minn væri ólíkt meiri Gísla í Kjarnholtum, þó að sá síðarnefndi væri gildari, svo miklu hærri var frændi minn. Aðeins hafði tognað úr mér þegar ég næst kom á heimili frænda míns sem þá var flutt- Hjalti Bjarnason ✝ Hjalti Bjarnasonfæddist á Strönd í Vestur-Landeyjum hinn 26. október 1928. Hann lést sunnudaginn 8. ágúst 2010. Útför Hjalta fór fram 21. ágúst 2010. ur á Hvolsvöll. Þá eftir ball í Hvolnum var ég vegalaus og hafði hálf- vegis sofið af mér næt- urferðir allar vestur í mína heimasveit. Fékk ég að lúra til morguns á heimili þeirra heiðurs- hjóna Hjalta og Guð- rúnar Sigurðardóttur í Litlagerði á Hvolsvelli. Þangað átti ég eftir að koma nokkrum sinnum löngu síðar og átti jafn- an góðu að mæta, bæði frændrækni og hrein- skilni. Í tali var Hjalti hreinn og beinn og sagði refjalaust það sem honum bjó í brjósti án þess að skeyta því alltaf hvað viðhlæjendum þætti. En nær er þó að kenna Hjalta við bæinn Strönd og síðar Hólmahjá- leigu, þar sem hann bjó blönduðu og snotru búi í rúma tvo áratugi. Hjalti var fæddur á Strönd 1928, sonur eldri heimasætunnar þar, Önnu Guðna- dóttur og bóndasonar frá Garðsauka, Bjarna Sæmundssonar, sem lengst átti heima í Hveragerði. Anna móðir Hjalta giftist síðar í Hafnarfjörð en uppeldismóðir Hjalta var móðursystir hans, Guðríður Guðnadóttir sem fædd var 1913 og giftist ekki. Aðeins er nú rúmt ár milli þeirra fóstur- mæðgina Hjalta og Guðríðar, en hún lést í hárri elli í apríl á síðasta ári. Einkar kært var alla tíð með þeim og heitir yngsta barn Hjalta og Guð- rúnar í höfuðið á þessari heiðurskonu. Í ættir fram var Hjalti kominn af bændafólki í Rangárþingi. Afi hans og fóstri var Guðni Einarsson, bóndi á Strönd, sem var eins og margir Rangæingar af ætt Presta-Högna. Kona Guðna var Guðrún, dóttir Ein- ars smiðs í Kofanum í Holtum sem var þekktur maður fyrir hagleik, greiðvikni og einstaka nægjusemi. Bjarni faðir Hjalta var sonur Sæ- mundar, bónda og sparisjóðsstjóra í Eystri-Garðsauka og Rannveigar Bjarnadóttur, vinnukonu á Efstu- Grund undir Eyjafjöllum. Rannveig sú var komin af Magnúsi ríka í Skaftárdal en faðir Sæmundar var Oddur ríki á Sámsstöðum þó heldur hafi auðsæld þeirra kappa erfst lak- lega. Bjarni Harðarson. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kveðja, púðarnir þínir, Sighvatur Bjarki og Gabriel Brynjar. ✝ Þórunn Björns-dóttir fæddist 15. ágúst 1911 í Svínadal í Skaftártungu. Hún lést 10. september 2010. Hún var dóttir hjónanna Björns Ei- ríkssonar, f. 1861, d. 1922, og Vigdísar Sæ- mundsdóttur, f. 1872, d. 1955. Þórunn ólst upp í stórum systk- inahópi, en alls voru þau 13 alsystkini og einn hálfbróðir sam- feðra, Björn, f. 1887, d. 1984. Hin voru Valmundur, f. 1897, d. 1898. Valmundur, f. 1898, d. 1973. Eiríkur, f. 1900, d. 1998. Kjartan, f. 1901, d. 1997. Kristín, f. 1903, d. 1981. Sum- arliði, f. 1906, d. 1996. Sæmundur, f. 1907, d. 1999. Sveinn, f. 1908, d. 1993. Sigurjón, f. 1909, d. 1995. Jón, f. 1912, d. 2006, Jón, f. 1914, d. 2009. Yngst og eftirlifandi er Sigurlaug, f. 1919. grét, f. 2003. 3) Sigríður Margrét, f. 1969. Maki Helgi Júníus Jóhanns- son, f. 1968. Börn þeirra: Þórunn Ásta, f. 1992, Jóhann Valgeir, f. 1995, Oddur Heiðar, f. 2003. 4) Sól- rún Erla, f. 1972. Maki Gylfi Viðar Guðmundsson, f. 1964. Börn þeirra: Sigrún Bryndís, f. 1992. Sóldís Eva, f. 1999. Ingi Gunnar, f. 2008. Þórunn ólst upp í Svínadal í Skaft- ártungu. Tvívegis fór hún í vinnu- mennsku í Reykjavík, annars vegar 18 ára gömul og hins vegar 22 ára og vann þá við ýmis heimilisstörf. Árið 1937, þá 26 ára gömul, flutti Þórunn að Búlandi í Skaftártungu til Ólafs þar sem hann var vinnu- maður en þau höfðu kynnst nokkru áður. Þau hófu sinn búskap á Bú- landi. Árið 1943 fluttu hjónin að Giljum í Mýrdal, héldu áfram bú- skap þar og keyptu jörðina skömmu síðar. Þórunn vann við heimilið og búskapinn. Þau voru búsett á Giljum alla tíð síðan en hættu búskap árið 1987 þegar dóttursonur þeirra tók við. Útför Þórunnar fer fram frá Vík- urkirkju í dag, 18. september 2010, kl. 14. Þórunn giftist 14. maí 1938 eftirlifandi eiginmanni sínum Ólafi Árna Jóhanni Péturssyni, f. 12.6. 1909 í Vík í Mýrdal. Ólafur er sonur hjónanna Péturs Han- sen, f. 1874, d. 1956 og Ólafíu Árnadóttur, f. 1882, d. 1950. Þórunn og Ólafur fögnuðu 72 ára brúðkaupsafmæli í maí sl. Einkadóttir Þór- unnar og Ólafs er Sig- rún Bryndís Ólafsdóttir, f. 5. október 1941. Maki Gunnar Þorsteinsson, f. 17.3. 1923, d. 13.1. 2006. Barnabörn Þórunnar eru 1) Ólafur Þorsteinn, f. 1965, maki Birna Kristín Péturs- dóttir, f. 1962, börn þeirra María, f. 1988, Gunnar, f. 1993, Kristín, f. 2002. 2) Þórir Auðunn, f. 1967. Börn hans Silja Embla, f. 1994, Margrét Klara, f. 2003, og Hrafnhildur Mar- Mig langar að minnast ömmu minn- ar í fáum orðum. Amma var hetja hversdagslífsins. Nær aldargömul manneskja er manneskja sem býr yfir mikilli visku og fróðleik. Amma ólst upp í torfkofa og gekk í gegnum ótrú- legar samfélagsbreytingar á sinni ævi. Eftir að byrjaði að gjósa í Eyjafjalla- jökli var hún ein af þeim fáu sem mundu eftir Kötlugosinu 1918 og var mikið að gera hjá henni og afa síðustu mánuði við að fræða fjölmiðlamenn frá hinum ýmsu fjölmiðlum í heiminum um hvernig upplifunin af því gosi var. Hún sagði þó að hún vildi ekki upplifa annað Kötlugos og henni varð að þeirri ósk sinni. Öll þau viðtöl og upptökur er nú enn mikilvægara fyrir fjölskylduna að eiga til minningar. Amma var dug- leg kona sem vildi hafa allt á hreinu í kringum sig og vita allt um sína nán- ustu. Amma tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að hún ætlaði aldrei á elliheimili, hún gat staðið við það með dyggri aðstoð frá afa og fleirum. Hún var alltaf ákveðin í að dvelja heima hjá sér sem lengst þótt leikmönnum hafi á stundum fundist sem það væri vart framkvæmanlegt. En það voru alltaf fundnar lausnir og það var alltaf stefnt áfram og upp úr þeim vanda sem upp kom. Amma var bundin í hjólastól sein- ustu árin en alltaf talaði hún um að hún væri alveg að fara að geta gengið aftur. Minnug var hún og skýrari í hugsun en margir sem eru tugum árum yngri. Það var oft eins og maður væri frekar að tala við vinkonu sína en aldraða ömmu sína. Alltaf var lifað í þeirri hugsun að aldrei væri neitt of seint, hún hætti til dæmis að reykja 75 ára og hefði trúleg- ast ekki náð svona háum aldri nema fyrir þá ákvörðun. Það er skrýtin og leiðinleg tilhugsun að hún sé ekki leng- ur til staðar, en á móti kemur þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta góð- mennsku hennar og gæsku í öll þessi ár. Sólrún. Það er erfitt að sætta sig við þá stað- reynd að langamma sé dáin. Við systk- inin kölluðum hana alltaf ömmu Þór- unni. Amma Þórunn og afi Óli tóku alltaf vel á móti okkur og því var gott að koma í sveitina. Það var alltaf pass- að upp á að enginn væri svangur og að vel færi um alla. Amma Þórunn hafði gaman af að segja sögur frá liðinni tíð. Ekki fyrir löngu átti ég að gera verkefni í skól- anum og taka viðtal við eldri mann- eskju. Ég tók viðtal við ömmu Þórunni og eru þær upplýsingar sem ég fékk, mér mjög dýrmætar í dag. Hún sagði mér meðal annars frá því að þegar hún var 18 ára gömul fór hún að heiman í vinnu. Hún fór til Reykjavíkur að þéna eins og hún orðaði það. Í dag er ég á sama aldri og í sumar fór ég að vinna fjarri heimili mínu. Ég var svo heppin að vinnan mín var rétt hjá sveitinni minni, Giljum, og kom ég því oft við hjá ömmu Þórunni og afa Óla í sumar og spjallaði við þau og rétti þeim hjálp- arhönd. Amma Þórunn var alltaf mjög glöð að sjá mig og sagðist alltaf hlakka til að sjá mig næst þegar ég kæmi. Þetta þótti mér vænt um. Sveitin verður ekki söm án ömmu Þórunnar, en amma verður alltaf í hjarta mínu. Ég er stolt af að hafa átt svona góða langömmu og að bera nafnið hennar. Þórunn Ásta Helgadóttir Þórunn Björnsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÓLÖF HELGADÓTTIR, Austvaðsholti, Landssveit, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 20. september kl. 14.00. Ólafur Grétar Óskarsson, Steinunn Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Helgi Benediktsson, Regula Verena Rudin, Jón Gunnar Benediktsson, Nicole Chene, Hjörtur Már Benediktsson, Björg Hilmisdóttir og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR GUNNARSSON, Ekru, Reyðarfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju miðviku- daginn 22. september og hefst athöfnin kl. 14.00. Þórdís Pála Reynisdóttir, Margrét Brynja Reynisdóttir, Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, Gunnar Örnólfur Reynisson og fjölskyldur. ✝ Móðursystir okkar, ELÍN PJET. BJARNASON myndlistarkona í Kaupmannahöfn, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Pjetur Hafstein Lárusson, Svavar Hrafn Svavarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR NÍELS GUÐMUNDSSON fyrrv. bóndi og veitingamaður í Fornahvammi, Kleppsvegi 118, Reykjavík, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 21. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Gunnars er bent á Minningarsjóð FAAS (Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga) sem hægt er að nálgast á alzheimer.is eða í síma 533-1088. Lilja Guðrún Pálsdóttir, Hafdís Pálrún Gunnarsdóttir, María Björg Gunnarsdóttir, Sigurgeir Sigurgeirsson, Árni Gunnarsson, Kristín Ástþórsdóttir, Gunnar Austmann Kristinsson, Alda Lovísa Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRÐARSON, Stekkjargötu 17, Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 22. september kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Jóns er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þórunn Gottliebsdóttir, Brimhildur Jónsdóttir, Anton Pálsson, Ríkharður Jónsson, Hugrún Helgadóttir, Hrafn Jónsson, Hulda Sveinsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Tobías Brynleifsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.