Morgunblaðið - 18.09.2010, Síða 43

Morgunblaðið - 18.09.2010, Síða 43
Óttar Einarsson ávarpar ÓmarRagnarsson í tilefni af afmæl- inu og spyr: Þú ert okkar þjóðarlán. Þú ert fylling vonar því hvernig væri Ísland án Ómars Ragnarssonar? Davíð Hjálmar Jónsson kann að meta náttúruna eins og Ómar og yrkir um útiveruna síðsumars: Menn um holt og hóla rápa; heillar það sem markvert er. Karlarnir í kíki glápa. Kvennahópur tínir ber. Einu sinni datt Hólmfríði Bjart- marsdóttur, sem stundum er kölluð Fía á Sandi, í hug: Oft er vit í orðin lagt oft er snilld að brúka kjaft. En orðið sem var aldrei sagt oft er lengst í minni haft. „Vísnagerð til afþreyingar“ er yfirskrift þessarar stöku úr fórum hennar: Tímann þétta viljum vér vekja léttan anda. Glíman rétta einatt er orðfæð sléttubanda. Þorgrímur Einarsson, sem átti lengi og rak gróðrarstöðina Garðs- horn í Fossvogi, orti á sínum tíma: Nokkrir strákar standa og masa starfa ekki par. Er þá gott að eiga vasa undir hendurnar. Hér með leiðréttist fyrri vísa Ing- ólfs Ómars Ármannssonar um Pét- ur Stefánsson: Strengi hörpu stilla kann stökur margar semur andagiftin yfir hann öllum stundum kemur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Ómari og kvennahópi DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Góð berjasaft Halldóra Jónsdóttir á Siglufirði hafði sam- band við Velvakanda og vildi vekja athygli á uppskrift að mjög góðri berjasaft sem birt var í Morgunblaðinu 12. september 1995. Hún segist þó hafa aukið sí- trónusafann aðeins og segir best að blanda saman bláberjum og krækiberjum. 1 ltr berjasafi safi úr tveim sí- trónum 150 g sykur Allt sett í pott, látið sjóða vel upp, kælt og sett í hálfs lítra flöskur og fryst. Tekið úr frysti eftir því sem notað er og þá blandað til helminga með vatni. Halldóra Jónsdóttir Siglufirði. Biblían segir Í Kastljósþætti sjón- varpsins síðastliðinn miðvikudag ræddi Helgi Seljan við Úlfar Þormóðsson. Úlfar sagði að guð Biblíunn- ar væri hrotti og þar væri mikið talað um nauðganir. En Jesús segir að hver sem lítur konu með girndarhug hafi drýgt hór. Á þess- um orðum má sjá hvað þetta er fjarri nauðg- un. Eins og segir í sálmi nr. 103: „Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins sýnir guð mis- kunn þeim sem óttast hann.“ Biblían segir að Gamla testamentið sé skrif- að okkur til viðvörunar. Óla Sveinbjörg Jónsdóttir. Ást er… … að sætta sig við að enginn er fullkominn. Velvakandi –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldubíla, atvinnubíla, jeppa, pallbíla o.fl. föstudaginn 1. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 27. september. Blaðið er góður kostur fyrir þá sem vilja vekja athygi á vörum sínum og þjónustu. SÉ RB LA Ð Bílablað Heimir Bergmann heimir@mbl.is Sími: 569-1145 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG HEF VERIÐ VAKANDI Í 72 KLUKKUTÍMA EKKI Í RÖÐ... EN ÞETTA ER SAMT HELLINGUR VEISTU HVAÐ? ÞAÐ ER ÁHUGAVERT MERKILEGT HVAÐ VIÐ HÖFUM ÓLÍK ÁHUGASVIÐ SÍÐASTA PÍANÓIÐ SEM BEETHOVEN ÁTTI VAR SENT Í VIÐGERÐ TIL NÜRNBERG ÉG ER LEIÐ Á ÞVÍ AÐ ÞÚ TAKIR ALDREI TIL EFTIR ÞIG OG KOMIR ALLTAF SEINT HEIM Á KVÖLDIN! EKKI ÖSKRA SVONA HÁTT, HELGA... NÁGRANNARNIR GÆTU HALDIÐ AÐ HJÓNABANDIÐ OKKAR GANGI EKKI NÓGU VEL BÍDDU NÚ HÆGUR... ÞÚ ERT BARA BRÚÐA! RAJIV, FRÆNDI ÞINN STÓÐ SIG MJÖG VEL! NÝJA HEIMASÍÐAN ER MJÖG FLOTT! VIÐ HEFÐUM ANNARS ÞURFT AÐ BORGA MÖRG HUNDRUÐ ÞÚSUND FYRIR SAMBÆRILEGA HEIMASÍÐU EN VIÐ ÞURFTUM BARA AÐ KAUPA EINA XBOX 360 TAKK KÆRLEGA FYRIR VIÐSKIPTIN Á MEÐAN...ELECTRO VERÐUR AÐ FÁ AÐ BÍÐA... Á MEÐAN ÉG FER OG HEIMSÆKI MAY FRÆNKU Á SPÍTALANN EKKERT GETUR HALDIÐ MÉR FRÁ BORGARSTJÓRANUM Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Hlutavelta Rakel Ösp, Eyrún Embla, Benedikta og Heiðdís Erla héldu tombólu í Mosfellsbæ og söfnuðu 4.021 kr. sem þær færðu Rauða krossinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.