Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 46
46 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Árni Sveinsson reið feitumhesti frá seinustuSkjaldborgarhátíð þvítónlistarmynd hans Backyard hlaut þar áhorfenda- verðlaun. Hún er einnig fyrsta myndin í sýningum í hinu nýja kvikmyndahúsi Bíó Paradís, sem var opnað í fyrradag í húsinu sem áður hýsti Regnbogann. Þá verður nýjasta heimildarmynd Árna í fullri lengd, Með hangandi hendi, frumsýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, 29. september n.k. en í henni er fjallað um hinn ástsæla söngvara Ragnar Bjarnason, Ragga Bjarna. „Ég hef alltaf tengst tónlist mikið, ég hef verið mjög lengi plötusnúður og var mjög mikill plötusafnari, hef þrátt fyrir ungan aldur örugglega safnað plötum í 20 ár. Og ég er búinn að viður- kenna þessa fíkn mína og er búinn að taka í taumana eftir að hafa fyllt allar geymslur skyldmenna,“ segir Árni sposkur. – Þú ert í góðum bata? „Ég vona það. En spyrjum að leikslokum,“ segir Árni og hlær. Átti ekki að halda tónleika Í Backyard er fylgst með liðs- manni hljómsveitarinnar FM Bel- fast, Árna Rúnari Hlöðverssyni, sem jafnan er nefndur Árni plús- einn, og mikilli upptökutörn sem hann stóð fyrir í bakgarði við heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur, við Frakkastíg, á Menningarnótt í fyrra. „Það er fyndið að segja frá þessu, í raun og veru var þetta aldrei hugsað sem tónleikar en endaði sem tónleikar, í rauninni. Fyrst og fremst var þetta hugsað sem upptökusessjón, ekkert aug- lýst. Eina auglýsingin í rauninni var sú að hann gerði öllum ná- grönnum sínum viðvart með bréfi og bauð þeim um leið að kíkja við og hlusta á tónlistina ef þeir vildu. Síðan spyrst það út og á endanum var komið heilmikið af fólki þarna,“ útskýrir Árni. Villuráfandi ferðamenn hafi runnið á hljóðið og kynnt sér hljómsveitirnar, þ.e. FM Belfast, Retro Stefson, Hjaltalín, múm, Borko, Sin fan bous og Reykjavík!. Árni segist hafa stungið upp á því við nafna sinn að taka viðburðinn upp á mynd- band og hann hafi tekið vel í það. Hann hafi þá farið að mynda Árna við undirbúninginn og í rauninni gabbað hann, sagt honum að hann væri að taka þetta upp sem auka- efni tengt viðburðinum sem væri t.d. hægt að setja á netið. – Hvenær komst hann svo að því að þetta væri orðin mynd í fullri lengd? „Bara þegar ég sýndi honum fyrsta klipp,“ segir Árni kíminn. Og með því að segja ekki tónlist- armönnunum að verið væri að taka efni í tónlistarmynd, hafi andrúmsloftið orðið afslappaðra en annars hefði verið. „Ég held það skili sér í myndinni, það eru allir mjög afslappaðir. Stundum þegar eru kamerur er fólk að setja sig í stellingar og hlutverk,“ segir Árni. Heimildarmyndagerðarmenn þurfi oft að eiga í slíkri glímu, að fá fólk til að slaka á þegar upptökuvél sé beint að því. Þorgeir átti frumkvæðið – Þessi mynd um Ragga Bjarna, hver er forsagan að henni? „Þorgeiri Ástvaldssyni, sem hef- ur verið að vinna svolítið með Ragga Bjarna í gegnum tíðina og mikið síðastliðin ár, fannst nauð- synlegt að gera eitthvað um karl- inn og talaði við dóttur sína, Evu, og hún fór að garfa í þessu og við þekkjumst í gegnum eiginmann hennar sem er góður vinur minn. Hún kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi skoða þetta og ég fór í einar tvær ferðir með þeim félögum út á land að spila,“ segir Árni. Hann hafi tekið upp myndefni í þeim ferðum og kynnst Ragga og Þorgeiri og í kjölfarið hafi hann skrifað handrit að myndinni. „Það var almenn ánægja með það og þá var bara hafist handa.“ Árni segir Ragga hafa séð myndina ásamt eiginkonu sinni, þó ekki í endanlegri útgáfu, og þau hjónin hafi verið sátt við hana. Höndin Raggi Bjarna syngur gjarnan með hangandi hendi en þó ekki hér. Árnar Árni Sveinsson vinstra megin með nafna sínum Árna plúseinum sem stóð í ströngu fyrir bakgarðsveislu. Í bakgarðinum með hangandi hendi  Nýjasta heimildarmynd Árna Sveinssonar, Með hangandi hendi, verður frumsýnd á RIFF  Árni segir best að fólk viti ekki af því að verið sé að gera heimildarmynd, þá verði allir afslappaðir Árni er ekki lærður kvikmynda- gerðarmaður en þó margreyndur. Hann var m.a. einn umsjónar- manna sjónvarps- þáttanna Kol- krabbinn í Sjón- varpinu en þar þurfti hann að ganga í ýmis störf auk dag- skrár- gerðar, m.a. mynda og klippa. Hann hefur gert þrjár heimildarmyndir í fullri lengd, Í skóm drekans, Backyard og Með hangandi hendi. Fyrsta heimildarmynd Árna í fullri lengd, Í skóm drekans, olli miklu fjaðrafoki hjá skipuleggj- endum fegurðarkeppninnar Ungfrú Ísland en í henni skráði systir Árna, Hrönn, sig í keppnina og er fylgst með öllu ferlinu í kringum hana í myndinni. Myndin hlaut Edduna árið 2002 sem heim- ildarmynd ársins. Tannhvass dreki EDDUVERÐLAUNAMYNDIN Í SKÓM DREKANS Í skóm drekans. www.riff.is www.krummafilms.com Eins árs nám í Flórens, Milanó, eða Róm Istituto Europeo di Design hefur í rúm 40 ár verið í fremstu röð Evrópskra hönnunarskóla. Nám hjá IED hentar nemum sem lokið hafa grunnnámi á hönnunar- og listasviði eða í viðskiptum. Eins árs nám hjá IED hefst í janúar 2011 og er kennt á ensku. Námið er lánshæft hjá LÍN. H Ö N N U N • M I Ð L U N & T Í Z K A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.