Morgunblaðið - 19.10.2010, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Jólahlaðborð
á helstu veitingahúsum.
Hvað er annað í boði
en jólahlaðborð.
Jólahlaðborð heima
skemmtilegar uppskriftir.
Fallega skreytt jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar
uppákomur.
Ásamt full af
spennandi efni.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um jólahlaðborð,
tónleika og uppákomur
föstudaginn 29. október 2010
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 25. október.
JÓLAHLAÐBORÐ
sérblað
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Þriðju hrunfjárlög
ríkisstjórnarinnar eru
nú smám saman að
koma í ljós. Fátt óvænt
er þar að finna. Heil-
brigðisþjónustu á að
skera niður og inn að
beini á sama tíma og
ýmiss óþarfi fær áfram
að þrífast hjá hinu op-
inbera, skatta á enn að
hækka, og skuldir rík-
issjóðs munu aukast frekar með
áframhaldandi hallarekstri. Land-
flótti er hafinn en stjórnmálamenn
vona að ekki herðist á honum enda
fækkar þeim óðum sem vinna verð-
mætaskapandi störf, og fjölgar í hópi
vinnufærra sem þiggja opinbera
framfærslu. Stjórn og stjórnarand-
staða rífast um „þolmörk“ skatt-
greiðenda en slík umræða leiðir nán-
ast undantekningalaust til þess að
skattar eru hækkaðir örlítið meira.
Ríkið lætur sér ekki nægja að
reka skóla, sjúkrahús, lögreglu og
dómstóla, en um slíkan ríkisrekstur
er nokkuð breið pólitísk sátt á Ís-
landi þótt undirritaður sé honum
mótfallinn. Ríkið stendur auk þess í
umsvifamikilli og rándýrri miðstýr-
ingu á landbúnaði, skiptir sér ítrekað
af sjávarútveginum, semur um orku-
verð og skattaundanþágur við er-
lend fyrirtæki og fjármagnar kaffi-
húsahangs fjölmennrar
ríkislistaelítu, svo fátt eitt sé nefnt.
Þessu hafa Íslendingar ekki efni á.
Svo einfalt er það.
Lækning hins íslenska hagkerfis
getur eingöngu átt sér stað með
stórkostlegri lækkun skatta, miklum
samdrætti í kæfandi umsvifum hins
opinbera og opnun hagkerfisins fyrir
verslun og viðskiptum. Umræðan
ætti ekki að snúast um „þolmörk“
skattgreiðenda, heldur „þolmörk“
hins opinbera. Hvað
stendur í vegi fyrir því
að helminga hið op-
inbera á Íslandi á
næsta ári og leyfa
einkaframtakinu að
taka við starfsmönnum
ríkisins? Er hluti
ástæðunnar kannski sá
að nú er verið að
byggja tónlistarhús
fyrir marga milljarða
og eyða þúsundum
milljóna í aðild-
arviðræður við Evrópusambandið?
Eru þetta mikilvægari útgjaldaliðir
en heilbrigðisþjónusta og löggæsla?
Ég legg til að fjárlög ríkisins verði
færð aftur til ársins 2004 fyrir árið
2011, en í krónum svarar það til um
60% niðurskurðar á skatttekjum rík-
isins miðað við fjárlög ársins 2010.
Útgjöld þurfa að lækka ennþá meira
til að stoppa í fjárlagagatið, sem þýð-
ir stórkostlega fækkun opinberra
starfsmanna. Það sem ríkið hafði
ekki á sinni könnu árið 2004 á það
ekki að hafa á sinni könnu árið 2011.
Á árinu 2004 mældust kjör barna-
fólks, ellilífeyrisþega og fátækra á
Íslandi með þeim bestu í heimi. Þau
geta verið það áfram þótt ríkisvaldið
helmingist. Á árinu 2004 var skatta-
umhverfið á Íslandi talið aðlaðandi
fyrir bæði fólk og fyrirtæki. Stefnum
að því að svo megi aftur verða.
Tuttugu prósent
tekjuskattur?
Eftir Geir
Ágústsson
»Hvað stendur í vegi
fyrir því að helminga
hið opinbera á Íslandi á
næsta ári og leyfa
einkaframtakinu að
taka við starfsmönnum
ríkisins?
Geir Ágústsson
Höfundur er verkfræðingur.
Skattahækkanir virð-
ast vera einu lausnir
ríkisstjórnar Íslands til
að borga niður him-
inháar skuldir landsins.
Þessar skuldir má helst
rekja til nokkurra ein-
staklinga sem ákváðu að
stofna banka sem taldi
álíka fjölda við-
skiptavina og lands-
menn Íslands og fór í
þrot.
Heimili landsins sitja nú uppi með
brúsann og ríkisstjórnin virðist ekki
hafa neinar lausnir til að fá tekjur í
ríkissjóð aðrar en að auka skatta-
greiðslur á gjaldþrota heimili lands-
manna. Hvaða afleiðingar hefur þetta
í för með sér? Jú, fólk flykkist til út-
landa í von um betra líf. Ríkisstjórnin
er nánast að neyða Íslendinga úr landi
þegar hún í raun og veru ætti að
reyna beita öðrum úrræðum. Rík-
isstjórnin er núna að lækka barna-
bætur, lækka örorkubætur og lífeyri á
sama tíma og hún hækkar skatta á
nánast öllu. Barnafólk er að sjálf-
sögðu ósátt og eru fjöldamargir farnir
að hugsa sér til hreyfings til útlanda.
Námsmenn eru nú ekki farnir að
hugsa hvenær þeir flytji til útlanda
heldur hvert þeir muni flytja.
Einn þekktasti útvarpsmaður
landsins nefndi það nýlega við fjöl-
miðla að hann keypti frekar landa sem
vinir hans hefðu bruggað en að fara í
ríkið þar sem ríkisstjórnin hefði ein-
faldlega hækkað verð á áfengi svo um
munaði. Ég tel að Íslendingar muni
ekki hætta að drekka áfengi þótt
áfengisverð hækki heldur leiti þeir
annarra leiða til að komast framhjá
þessum ótrúlega kostnaði sem rík-
isstjórnin hefur aukið. Fyrirtæki
landsins standa líklega flest höllum
fæti aðallega vegna hárra skatta sem
er verið að setja á bæði vörur og
skattlagningu versl-
unarmanna og virðist
sem ríkisstjórnin sé að
reyna passa upp á að
allir verði gjaldþrota.
Ríkisstjórnin er ekki að
hugsa um landsmenn
sjálfa heldur einungis
hvernig borga skal
skuldir sem þjóðin
standi fyrir. Rangur
hugsunarháttur stjórn-
málamanna er ótrúleg-
ur. Ég efast um að ríkið
vilji að helmingurinn af
þjóðinni verði atvinnu-
laus eða flytjist til útlanda því engar
tekjur eru af því fólki á landinu heldur
einungis kostnaður þannig að fólk
þarf að hafa atvinnu. Með því að fólk
hafi atvinnu borga menn skatta. Hafi
menn atvinnu geta þeir borgað sínar
skuldir ásamt því að lifa sínu lífi. Fólk
þarf að hafa greiðsluvilja en sá vilji
hverfur um leið og skuldirnar eru það
miklar að fólk hefur ekki alvöru ráð-
stöfunartekjur til að lifa af.
Það má því segja að landið sé undir
dóminó-áhrifum því eitt hefur áhrif á
annað og sýnist mér ríkisstjórnin vera
að fara alveg í öfuga átt miðað við það
sem þeir ættu í raun og veru að gera.
Við þurfum að fá tekjur frá útlöndum
og fá fólk til að koma til landsins. Það
erum við ekki að gera með auknum
sköttum og stuðlum að hærra vöru-
verði á landinu. Ekki alls fyrir löngu
bannaði ríkisstjórnin ákveðnum er-
lendum fyrirtækjum að auglýsa hér á
landi þar sem þeir telja að þau séu
neikvæð fyrir landann. Þarna er ég að
tala um fyrirtæki sem auglýsa fjár-
hættuspil svo sem póker, rúllettu, 1x2
og skafmiða. Af hverju banna þeir þá
ekki lottóauglýsingar og auglýsingar
frá Lengjunni á sama tíma? Sjálfum
finnst mér að einnig ætti að leyfa
áfengisauglýsingar og jafnvel tóbaks-
auglýsingar líka, einungis til að fá
meiri tekjur til landsins, enda þessi
fyrirtæki tilbúin að borga vel fyrir
auglýsingar. Á sama tíma gæti rík-
isstjórnin eytt fjármunum í forvarnir
og skapað störf til þeirra. Mitt álit er
hins vegar að þessar auglýsingar
skapi tekjur inn í þjóðfélagið og það
frá útlöndum. Vill ríkisstjórnin
kannski banna erlenda ferðamenn
líka, því þeir gætu mögulega haft
slæm áhrif á hegðun fólks í landinu?
Það er mitt álit að ríkisstjórn Íslands
ætti að einbeita sér að því fyrst og
fremst að gera allt sem í hennar valdi
stendur til að fá sem mestar erlendar
tekjur til landsins og lækka skatta og
álögur, sem hún hyggst leggja á, til að
stuðla að betri uppbyggingu hagkerf-
isins og gera heimilum landsins bæri-
legra að búa á landinu.
Í góðæri á hins vegar að hækka
skatta og auka álögur, minnka fram-
kvæmdir og leggja fyrir, komi slíkt
ástand eins og hefur verið á landinu. Í
kreppu á að lækka skatta og fram-
kvæma, skapa fólki atvinnu til að ein-
falda íbúum landsins að komast upp
úr lægð. Ég hélt virkilega að fólk hefði
lært af reynslunni og sögunni sam-
anber heimskreppuna í kringum 1930.
Hvernig unnu Bandaríkjamenn sig út
úr þeirri kreppu? Jú, hófu fram-
kvæmdir, sköpuðu fólki atvinnu ofl.
Þegar allt kemur til alls þá finnst mér
mestu máli skipta að ríkisstjórnin fari
að hugsa út fyrir rammann og hvað sé
best fyrir þjóðina heldur en vanhugs-
aðar skattahækkanir sem bitna á öll-
um landsmönnum. Leitið frekar nýrra
leiða til að fá tekjur til landsins
Skattastefna ríkisstjórnarinnar
Eftir Magnús Val
Böðvarsson »Með því að fólk hafi
atvinnu borga menn
skatta. Hafi menn at-
vinnu geta þeir borgað
sínar skuldir ásamt því
að lifa sínu lífi.
Magnús Valur
Böðvarsson
Höfundur er verslunarmaður og er
áhugamaður um stjórnmál.
Í guðsþjónustu í
Grafarvogskirkju sl.
sunnudag flutti prest-
urinn, sr. Lena Rós
Matthíasdóttir, athygl-
isverða predikun. Hún
lagði út af ritningar-
textum dagsins um fá-
tækt. Vissulega eiga
margir um sárt að
binda í þeim efnum
ekki síður nú en svo oft
áður. Veraldargæðin
eru misjöfn hjá fjölskyldum landsins
og í sumum tilfellum því miður afar
bág.
Presturinn benti á að til væru
nokkrar tegundir af fátækt og væri
sú versta þeirra andleg fátækt. Hún
gagnrýndi harðlega mannréttinda-
ráð Reykjavíkurborgar sem sam-
þykkti fyrir skömmu að grunnskólar
og leikskólar borgarinnar yrðu lok-
aðir fyrir trúar- og lífsskoð-
unarhópum.
Sr. Lena spurði kirkjugesti hvort
þeir hefðu orðið fyrir skaða vegna
heimsóknar í kirkju þegar þeir voru í
grunnskóla, hvort þeir hefðu skaðast
vegna jólaundirbúnings í skóla eða af
því að taka þátt í helgileik. Prest-
urinn benti á að með samþykkt
mannréttindaráðs væri verið að loka
á kristið siðferði. En yfir 90% þjóð-
arinnar eru kristinnar trúar; í þjóð-
kirkjunni, í kaþólsku kirkjunni og í
ýmsum hvítasunnusöfnuðum. Kristin
trú er þjóðararfur en við sem henni
tilheyrum viljum ekki loka á aðrar
trúarskoðanir því blessunarlega er
enn trúfrelsi á Íslandi.
Ef borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkir
þessa tillögu mannrétt-
indaráðs þá er hún að
samþykkja að örfáir að-
ilar, leyfi mér að segja
öfgamenn, ráði því að
hér verði andleg fátækt
slík að líkja má við and-
legt hrun.
Sr. Lena benti rétti-
lega á að líklega hafi
nefndarmenn í mann-
réttindaráði Reykjavík-
urborgar ekki gert sér grein fyrir því
hvað þessi ákvörðun myndi kosta
borgina fjárhagslega. Ef kalla á til
sálfræðing, svo dæmi sé tekið, ef áföll
dynja yfir í skólanum, hvað kostar
það? Í peningum? Hvað hefur borgin
þurft að greiða prestum, djáknum
eða öðrum þjónum trúar- eða lífs-
skoðunarhópa fyrir að koma með
fræðslu eða áfallahjálp inn í skólana?
Næst mun mannréttindaráð banna
stjórnmálamönnum eins og t.d. borg-
arstjóra að heimsækja skóla- og leik-
skólabörn því foreldrarnir vilja sjálfir
annast pólitískt uppeldi barna sinna.
Ég skora á borgarfulltrúa Reykja-
víkurborgar að fella þessa tillögu.
Eigum við að leyfa
næsta hruni að koma af
völdum örfárra aðila?
Eftir Lilju Guðrúnu
Hallgrímsdóttur
Lilja Guðrún
Hallgrímsdóttir
» Presturinn benti
á að með samþykkt
mannréttindaráðs væri
verið að loka á kristið
siðferði.
Höfundur er djákni og fyrrverandi
forseti bæjarstjórnar í Garðabæ