Morgunblaðið - 19.10.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 19.10.2010, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 ✝ Guðmundur Ást-ráðsson fæddist 13. nóvember 1922. Hann lést 7. október 2010. Foreldrar hans voru Ástráður Jóns- son, f. 29. mars 1894, d. 2003 og Lilja Guð- mundsdóttir, f. 4. mars 1898, d. 1965. Systkini: Guðríður Ástráðsdóttir, f. 1924, d. 2003, Friðjón Ást- ráðsson, f. 1926, d. 1993 og Ásta Ástráðs- dóttir, f. 1931, d. 1933. Maki Lilja Magnúsdóttir, f. 12. apríl 1926, d. 31.12. 2004. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon, f. 7. maí 1892, d. 1958, og Ragnheiður Jónasdóttir, f. 29. júní 1895, d. 1984. Börn Guðmundar og Lilju eru 1) Magnús Guðmundsson dr.med., lyf- og gigtarlæknir, f. 30. október 1949, giftur Jónínu Pálsdóttir tannlækni, f. 14. desember 1949. Börn: a) Guð- rún Lilja Magnúsdóttir viðskipta- fræðingur, f. 21. ágúst 1974. Hún á tvö börn. Fyrrverandi maki hennar er Geirlaugur Blöndal Jónsson, f. 17. maí 1971. b) Atli Páll Magn- ússon, nemi í tölv- unarfræði í Stokk- hólmi, f. 11. febrúar 1981, giftur Marlenu Magnússon, f. 16. september 1980. Þau eiga einn son. 2) Guð- mundur Örn Guð- mundsson lyfjafræð- ingur, f. 17. júní 1954, giftur Auði Ingu Ein- arsdóttur presti, f. 29. september 1953. Börn: a) Árni Kristján Guðmundsson marg- miðlunarfræðingur, f. 5. júlí 1978, b) Einar Örn Guðmunds- son nemi, f. 16. janúar 1980. Hann á eitt barn. Barnsmóðir hans er Hulda Rún Jóhannesdóttir. c) Lilja Björk Guðmundsdóttir kennari, f. 23. júní 1981. Sambýlismaður hennar er Brynjólfur Guðmundsson. 3) Ástráð- ur Karl Guðmundsson viðskipta- fræðingur, f. 19. október 1959, gift- ur Hrefnu Guðmundsdóttur félagssálfræðingi og kennara, f. 13. nóvember 1966, sonur Jóhannes Hrefnuson, f. 25. september 2002. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 19. október 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Guðmundur Ástráðsson var skemmtilegur náungi og góður skáti. Hann var einhverjum áratugum eldri en við þessir krakkar sem vorum á kafi í skátastarfi í gamla Skátaheim- ilinu við Snorrabraut upp úr 1960, en aldursmunurinn skipti ekki neinu máli. Skátaheimilið við Snorrabraut kölluðum við aldrei bragga og liðum engum slíkt. Hér var okkar svæði, okkar heimur, okkar félagsmiðstöð. Þetta var líflegt og heilbrigt samfélag og hér var Guðmundur kóngurinn, Sússa í Skátabúðinni drottningin og Óskar Pé alltaf til staðar. Hvílíkir dýrðartímar! Guðmundur Ástráðs kunni á okkur tökin og umgekkst okkur sem jafn- ingja. Jákvæð forysta og afskipti hans í mörgum málum eru okkur eft- irminnileg, eins og t.d. hópferðir skáta svokallaðar félagsferðir þegar við krakkarnir um eða undir tvítugu fórum í hópferðir inn á hálendið til að skoða ókunnar slóðir undir farar- stjórn Guðmundar. Við leigðum okk- ur jafnan fjallarútu frá Kjartani og Ingimar sem annar þeirra heiðurs- manna ók gjarnan. Slíkar ferðir voru ekki algengar þá og opnuðu mörgum okkar undraheima hálendisins, nýjar slóðir sem við gátum síðar rannsakað enn betur. Einnig var rekstur hans og umsjá með okkar kæra Skáta- heimili sem að framan er nefnt vel unnið verk og eflaust vanþakkað. Allt geislaði af snyrtimennsku og enn munum við bónlyktina. Guðmundur gaukaði stundum að okkur auka- vinnu, t.d. við dyravörslu, þegar Skátaheimilið hélt uppi almennum gömludansasamkomum. Slíkur auka- peningur var vel þeginn með skóla- útgjöldunum. Í félagsstarfinu sjálfu var hann sem útsjónarsamur lærifaðir og ráðs- lagaði um margt með okkur. Fyrir hans atbeina stofnaði skátafélagið okkar, Landnemar, til öflugrar fjár- öflunar sem félagið vann til fjölda ára og býr að enn í dag. Guðmundur var vinsæll fararstjóri stórra íslenskra skátahópa á skátamót erlendis, sat um árabil í stjórn Skátafélags Reykjavíkur og í stjórnum landsmóta skáta. Hann var kröftugur félags- málamaður sem skóp ásamt öðrum með starfi sínu og persónuleika um- gjörð fyrir hollt og öflugt starf Reykjavíkurskáta þessa tíma. Við kveðjum Guðmund Ástráðs- son, hann er farinn heim. Arnfinnur U. Jónsson og Haukur Haraldsson. Guðmundur Ástráðsson ✝ Guðrún Neerga-ard Holm (fædd Erlendsson) fæddist í Frederikshavn á Jót- landi 13. nóvember 1917. Hún lést 5. október sl. á hjúkr- unarheimilinu Lisel- und í Vodskov á Jót- landi. Foreldrar Guð- rúnar voru Ellen Margrethe Erlends- son (fædd Heegaard Jensen), f. 10.9. 1890 í Vordingborg á Suð- ur-Sjálandi, d. og Valdimar Er- lendsson læknir, f. 16. júní 1879 í Garði í Kelduhverfi en hann var læknir í Frederikshavn megnið af starfsævinni, d. 16.9. 1951. Systk- ini hennar voru Finnur Erlends- son, læknir og þingmaður í Dan- mörku, f. 1.5. 1913, d. 20.8. 2003, og Sigrid Schlebaum læknisfrú í Danmörku, f. 5.10. 1915. Guðrún giftist 1940 dr. med. Jóhannesi Björnssyni lækni, f. í Laufási við Eyjafjörð 7.7. 1907, d. 9.9. 1966. Þau skildu. Þeirra börn: 1) Valdimar Hergils f. 28.7. 1941 blaðamaður og frkvstj. Hans kona 1; Fanný Jónmundsdóttir. Þau skildu. Börn a) Jóhannes Her- gils tæknifræðingur giftur Helle Bödker Pedersen tæknifræðingi. Börn Valdimar Thor og Theodor legum ættum. Hún kynntist Jó- hannesi í heimahúsum en hann kom til Frederikshavn í heimsókn til vinar síns Bjarna Oddssonar læknis og var samferða honum og Ástu konu hans í heimboð á heim- ili Valdimars læknis sem þá gekk undir sæmdarheitinu „Íslending- urinn“ í Frederikshavn. Guðrún og Jóhannes giftust í Freder- ikshavn en bjuggu í Kaupmanna- höfn þar sem Jóhannes hafði kennarastöðu við háskólann og vann við að ljúka doktorsritgerð sinni. Danmörk hafði verið her- numin og Íslendingar að lokast inni í stríðinu. Það varð því úr að þau Jóhannes fóru með seinustu ferð Esjunnar til Íslands en hún sigldi frá Petsamo sem þá var á Íshafsströnd Finnlands en til- heyrir núna Rússlandi. Eftir þetta var Guðrún hús- móðir alla tíð og tók þátt í störf- um eiginmanna sinna meðfram húsmóður starfinu. Hún flutti til Danmerkur eftir skilnað 1954 og bjó þaðan í frá í Álaborg og í Vodskov. Hugur hennar var þó alltaf bundinn Íslandi. Þar var æv- intýralandið – sumarlandið sem tók öllu öðru fram og þar voru vinir og ættingjar sem hugurinn var löngum bundinn við. Guðrún verður jarðsungin frá Fladstrand kirke í Frederikshavn í dag, 19. október 2010, kl. 12.30. Fjölnir., b) Guðrún Hergils hagfræð- ingur gift Þorláki Traustasyni frkvstj. Synir Tómas Arnar og Anton Gauti. c) Gréta Hergils óp- erusöngkona gift Pálma Arthurssyni flugvélstjóra. Börn Kristófer Hergils og María Hergils. Hans kona 2; Margrét Gústafsdóttir. Þau skildu. Börn d) Mar- ín Hergils há- skólanemi, býr með Trausta Reyn- issyni frkstj. Sonur Olíver Hergils. e) Kara Hergils listháskólanemi. 2) Björn Hergils f. 18. sept- ember 1942 arkitekt. 3) Hildur Hergils f. 17. desem- ber 1947 kennari í Kaupmanna- höfn. Guðrún giftist Erik Neergaard Holm hagfræðingi 1954, f. 8.8. 1918, sem nú býr á Liselund- hjúkrunarheimilinu. Þau áttu ekki börn saman. Guðrún óx úr grasi í Frede- rikshavn og gerðist þar blaðamað- ur eftir stúdentspróf. Hún lagði stund á söngnám og tók þátt í revíum Stig Lommer í Kaupa- mannahöfn fyrir stríð við mót- mæli föður og bróður sem töldu slíkt ósæmandi stúlku af virðu- Það stendur ung, falleg kona á þil- fari Esju að morgni 16. október árið 1940. Hún hallar sér að háum mynd- arlegum manni. Þau eru nýgift og eru að koma frá Petsamo í Norður- Finnlandi. Hún horfir til lands bæði spennt og kvíðin. Það eru 7 ár síðan hún hafði komið til Íslands, þá 16 ára gömul með föður sínum, íslensk- um lækni starfandi í Frederikshavn og danskri móður. Þá var sumar með fuglasöng, en nú var vetur. Hér stóð hún nú um borð í Esju meðal 258 farþega, nýgift, skilin frá vinum og vandamönnum, einangruð af stríðinu, ung kona í nýju landi ein með manninum sínum. Hvað beið hennar, hvað beið ætt- ingja hennar í Danmörku nasism- ans? Maðurinn tók undir handlegg hennar og leiddi hana undir þiljur. Þau höfðu haft aðskilda svefnað- stöðu á skipinu, en nú voru þau loks- ins ein. Á dekkinu stóðu samferða- mennirnir og veifuðu til lands. Loksins, loksins fengu þau stund í einveru, nýútskrifaði doktorinn Jó- hannes Björnsson og unga konan, Guðrún Björnsson. Þau höfðu komist frá Danmörku skömmu eftir brúðkaupið, farið yfir til Svíþjóðar með bát, tekið lest til Stokkhólms, og haldið þaðan með lest til Norður-Finnlands ásamt fjöl- mörgum Íslendingum frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, sem vildu komast heim. Esjan beið þeirra í Petsamo og ferðin heim var löng og ströng. Her- flugvélar sveimuðu yfir skipinu, það var siglt innan um tundurdufl og margir áttu erfitt um borð. Hvað beið hennar nú í þessu nýja landi svo fjarri heimahögum? Allt svo óvíst. En ungu hjónin fengu fljótlega litla íbúð í vesturbænum, svo stækk- aði fjölskyldan og þau leigðu sér íbúð á Hverfisgötunni við Hlemm, og börnin urðu 3, Valdimar, Esju- minningin, sagði pabbinn, svo Björn og Hildur. Þá var tekið stórt skref og þau innréttuðu sér heimili á Hraunteig 26 í Laugarnesinu árið 1950. Glæsi- lega efri hæð og ris. Einstaklega smekklegt og fallega búið heimili með fögrum málverkum, glæsileg- um dönskum húsgögnum og smíða- járnslistaverkum eftir Ásmund Sveinsson. Undir handarjaðri Guðrúnar ríkti íslensk, dönsk menning. Og heimilið fylltist af fagurri rödd húsmóðurinn- ar þegar hún söng og spilaði sígild lög á flygilinn. Og drengirnir í götunni nutu sam- vista við eldhúsborðið hennar. Fal- leg, brosandi tók hún þeim ávallt opnum örmum. Gladdi þá með ein- hverju sem þeir höfðu ekki smakkað áður, talaði til þeirra eins og jafn- ingja með sinni hljómfögru dansk- skotnu tungu. Þetta voru hátíðarstundir fyrir drengina í götunni. Undirritaður er einn þeirra og stendur í mikilli þakkarskuld fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þessari fallegu, ljúfu konu og þessu glæsilega heimili. En árin liðu og vegir lífsins eru ekki ávallt greiðir. Þessi glæsilegu hjón fundu ekki sameiginlegan far- veg. Árið 1954 sigldi Guðrún til Dan- merkur með dóttur sína Hildi, en drengirnir urðu eftir hjá föður sín- um. Mikil varð sorgin hjá drengj- unum í götunni og ekki þá hvað síst hjá bræðrunum tveim. Og söngurinn þagnaði, flygillinn stóð hljóður. Guð blessi minningu Guðrúnar með ríku þakklæti frá strákunum í götunni. Arthur Knut Farestveit. Guðrún Neergaard Holm (fædd Erlendsson) Við eigum margar góðar minningar um ömmu Krissu sem nú rifjast upp við fráfall hennar. Hún var svo mjúk og ótrúlega fal- lega hvíthærð, eldaði heimsins besta grjónagraut, sagði okkur fjölda- margar íslenskar tröllasögur, prjón- aði hlýjustu ullarbrækurnar, saum- aði fallegustu dúkana, bakaði gómsætustu bollurnar, gerði með okkur jólakonfekt, hjálpaði okkur að skreyta piparkökur og ljómaði svo Kristbjörg Marteinsdóttir ✝ Kristbjörg Mar-teinsdóttir fædd- ist á Ysta-Felli í Köldukinn í S-Þing. 12. janúar 1918. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar 1. október. Kristbjörg var jarð- sungin frá Siglufjarð- arkirkju 8. október 2010. fallega í sólstofunni sinni. Það er okkur ómet- anlegt að hafa haft ömmu Krissu til sam- fylgdar í æsku. Að geta kíkt til hennar, fengið eitthvað að maula og hlusta á eina og eina sögu ásamt því að fá faðmlag og heyra dillandi hlátur hennar er veganesti sem fylgir okkur um ókomna tíð. Samheldni ömmu Krissu og afa Jóa er einnig eitt af því sem okkur er afar minnisstætt. Þau voru ákaflega samrýnd og fal- leg hjón, dansandi af lífsgleði og ást hvors til annars og glæsilegar fyr- irmyndir okkar afkomenda þeirra. Það var því mikill missir og sér- staklega fyrir ömmu þegar afi Jói lést fyrir 19 árum. Amma hélt þó sínu striki, bjó áfram í húsinu þeirra, hélt sitt árlega jólaboð fyrir stórfjölskylduna, sinnti rósunum sínum í sólstofunni og öllum kaffi- þyrstum gestum sem áttu leið hjá. Það var oft ansi mannmargt á Suð- urgötunni og ávallt glatt á hjalla. Amma á þeytingi með fallega, út- saumaða svuntu að passa upp á að enginn færi svangur eða þyrstur þaðan út. Síðastliðin 5 ár hafði amma dvalið á Sjúkrahúsi Siglufjarðar vegna þverrandi þreks og heilsu. Hún hafði þó enn sína miklu frásagn- arhæfileika sem barnabarnabörnin hafa nú fengið að njóta vegna frá- sagnargleði hennar og þar voru ís- lenskar þjóðsögur oft rifjaðar upp. Eins var sveitin hennar og æsku- slóðir henni afar hugleikin og feng- um við oft að heyra frásagnir frá fyrri tíð sem gerði hennar sveit að okkar. Amma Krissa hefur nú fengið hvíldina eftir stutt en bráð veikindi. Hún var tilbúin til brottfarar. Myndin af þeim ömmu og afa sam- einuðum á ný verður ljóslifandi fyrir okkur og léttir í þeirri sorg sem fylgir því að kveðja. Hvíl í friði, elsku amma okkar. Sandra Hjálmarsdóttir og Einar Hrafn Hjálmarsson. Þeir sem falla í þann flokk að vera listamenn geta þegar best lætur hrifið fólk á margvíslegan máta. Sum- ir með orðum, aðrir með myndum og myndmáli sköpuðu á ólíkan hátt. Hann Pálmar Þ. Eyjólfsson hreif fólk oft með tónlist sinni. Ástæðan fyrir því að hann varð ekki eitt af þekktari tónskáldum á landsvísu var hógværð og lítillæti hans sjálfs. Að trana sér fram eða koma sjálfum sér á framfæri var ekki hans stíll. Kannski hefðu lögin hans Pálmars hljómað öðruvísi með hann spreng- lærðan og útskrifaðan frá erlendum skólum. En við sem Íslendingar og aðdáendur verka hans hefðum ekki viljað hafa hans söngperlur neitt öðruvísi. Hann var í raun sjálfmennt- Pálmar Þ. Eyjólfsson ✝ Pálmar Þ. Eyjólfs-son var fæddur í Skipagerði á Stokks- eyri 3. júlí 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 6. októ- ber 2010. Pálmar var jarð- sunginn frá Stokks- eyrarkirkju 16. októ- ber 2010. aður í tónlist fyrir utan haust eitt í orgelnámi hjá Sigurði Ísólfssyni. Enn frekar af þeim sökum vöktu útsetn- ingar Pálmars á eigin verkum og nostursöm fögur nótnaskriftin at- hygli margra. En Pálmar var sátt- ur við sitt. Afköst hans sem tónskálds voru í raun ótrúleg miðað við mann sem vann þunga verkamannavinnu og bústörf í bland allt sitt líf. Væri hann nálægt henni Gunnu sinni kvartaði hann ekki. Sem organisti við Gaulverjabæjar- kirkju í tæp 60 ár skipar hann vegleg- an sess í lífi fólks hér. Kirkjukórinn hefur flutt mörg verka hans gegnum tíðina. Sem dæmi þá tilheyrir eitt stólvers hans algjörlega jólamessunni hér með hinum sálmunum hver jól. Léttstígur maður á reiðhjóli, kvik- ur í hreyfingum kemur ekki lengur til æfinga á orgelið í Gaulverjabæjar- kirkju neðan frá Vestri-Hellum. Hann skilaði þar góðu verki sem org- anisti. Tónsmíðar hans munu lifa um ókomin ár og það í hugum fleiri en íbúa hér við ströndina. Valdimar Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.