Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Siglingastofnun telur að búast megi við því að Landeyjahöfn verði mikið lokuð í vetur, þrátt fyrir dýpkun og aðrar aðgerðir sem ákveðið hefur verið að grípa til. Að- gerðirnar í vetur eru liður í því að læra á ströndina og finna varan- lega lausn. Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra féllst í gær á tillögur Sigl- ingastofnunar um viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn í vetur. Áætlað er að þær kosti 180 milljónir kr., eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga. Leitað verður eftir samningum við Íslenska gámafélagið um dýpk- un í vetur, í framhaldi af útboði. Dýpkunarskipið Scandia byrjar um miðjan desember. Það getur unnið í allt að tveggja metra öldu. Keyptur verður plógur sem Lóðsinn dregur. Þannig er hægt að flytja í burtu efni og halda höfninni opinni eftir minni veður. Gerður verður flóðvarnargarður til að færa ósa Markarfljóts austur um tvo kílómetra. Mikið efni er í Markarfljóti eftir eldgosið og það berst að höfninni. Þetta verður bráðabirgðagarður. Vonast er til að hann flýti færslu Markarfljóts austur og við það dragi úr efn- isburði að höfninni. helgi@mbl.is Búast við miklum frátöfum í vetur Landeyjahöfn » Höfnin var tekin í notkun 20. júlí þegar Herjólfur sigldi þangað sína fyrstu ferð. » Vegna aurburðar hefur höfnin verið mikið lokuð í vet- ur. » Síðasta ferðin í gær og tvær í dag falla niður vegna veðurs. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Yfir 40 létust í miklum eldsvoða í Sjanghæ í Kína í gær að því er fram kom í fréttaskeytum. Búist var við að sú tala gæti hækkað því tugir slösuðust er fólk tróðst undir er það reyndi að komast undan eldinum í 28 hæða íbúðablokk. Hópur íslenskra starfsmanna CCP-tölvuleikja- fyrirtækisins fylgdist með eldsvoð- anum en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru aðeins um einn kílómetra frá byggingunni sem kviknaði í. „Það var hrikalegt að fylgjast með þessu,“ sagði Jóhann Örn Reynisson, einn starfsmanna CCP í Sjanghæ, í gær. „Ég og kærasta mín, Sædís Kolbrún Steinsdóttir, búum þarna skammt frá og hún lét okkur strax vita um brunann. Hún hafði séð eldinn byrja á neðstu hæð- unum og læsa sig síðan upp eftir húsinu á ógnarhraða. Verið var að vinna við endurbætur á húsinu sem brann og utan á því voru stillansar og öryggisnet, sem hafa hugsanlega flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Við hlupum út af skrifstofum CCP um leið og Sædís gerði okkur viðvart og fylgdumst með. Eldsvoð- inn var óþægilega nálægt og vindátt hefði aðeins þurft að breytast lít- illega til að reyk og hita hefði lagt að blokkinni sem við Sædís búum í. Slökkvistarfið stóð í marga klukku- tíma og sírenurnar vældu langt fram á kvöld,“ segir Jóhann Örn. Hann hefur starfað hjá CCP í Sjanghæ í átta mánuði við grafík og tölvubrell- ur, áður starfaði hann hjá Latabæ. Um 120 manns vinna hjá CCP í borginni, þar af um tíu Íslendingar. „Eldsvoðinn var óþægilega nálægt“  42 létust í eldsvoða skammt frá skrifstofum CCP í Sjanghæ Ljósmynd/Sædís Kolbrún Steinsdóttir Bruni í Sjanghæ Eldurinn teygði sig upp eftir íbúðablokkinni með leiftur- hraða og síðdegis í gær var talið að 42 hefðu látist í brunanum. Íslenskt par býr skammt frá og skrifstofa CCP í Sjanghæ er ekki langt undan. Liðlega þrítugur maður var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald og gert að sæta geðrann- sókn að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Hann hefur viðurkennt alvarlega líkamsárás á föður sinn síðdegis á sunnudag. Grunur leikur á að hnúajárni hafi verið beitt við árásina. Faðirinn, Ólafur Þórðarson, sem er 61 árs gamall tónlistarmaður og útvarps- maður, liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild. Árásin var gerð á heimili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík síðdegis á sunnudag. Lögreglan fékk tilkynn- ingu frá nágrönnum hans um hávaða og læti á heimilinu. Árásarmaðurinn var farinn þegar lögreglan kom á vettvang. Tildrög rannsökuð Lögreglan handtók skömmu síðar Þorvarð Davíð, son Ólafs, á heimili hans í vesturbænum, ásamt konu á þrítugsaldri, vegna gruns um að hann hefði verið að verki. Þorvarður játaði sök við yfirheyrslur hjá lög- reglunni þá um kvöldið. Ólafur fékk alvarlega höfuðáverka og liggur þungt haldinn á gjörgæslu- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss. Líðan hans er talin stöðug, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög árásarinnar. Áverkarnir benda til þess að ein- hverskonar barefli hafi verið notað og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru líkur á að árásarmað- urinn hafi beitt hnúajárni. Þorvarður Davíð var í gær úr- skurðaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gæsluvarðhald til 29. nóvember að kröfu lögreglunnar og gert að sæta geðrannsókn. Konan sem handtekin var með honum var hins vegar látin laus enda ekki talið að hún hafi verið með honum á vett- vangi. Talið er að Þorvarður hafi verið undir áhrifum fíkni- efna. helgi@mbl.is Grunur leikur á að hnúajárni hafi verið beitt við árásina  Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Tillaga um breyttar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta var til umræðu á kirkjuþingi í gær. Það var sr. Kristján Björnsson sem mælti fyrir málinu en að hans sögn þótti kirkjuráði rétt að láta endurskoða starfsreglurnar í ljósi þess að kærur hefðu borist kirkjunni sem varða embættisveitingar. „Helsta breytingin er sú að meiri áhersla er lögð á auglýsinguna. Þá verður sett inn hæfnisnefnd til að meta umsækjendur og valnefnd styrkt með því að setja inn lögfræð- ing frá Biskupsstofu,“ segir Kristján og bætir við að tillagan hafi hlotið góðar undirtektir. Hann segir sókn- arbörn enn geta farið fram á al- menna prestskosningu en á þinginu eru skiptar skoðanir á því hversu stórt hlutfall þurfi til að hún fari fram. Önnur umræða um málið fer fram síðar í vikunni. hugrun@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hugsi Kirkjuþing stendur nú yfir. Gegnsærra ferli í ráðningu presta Þorvarður Davíð Ólafsson sem játað hefur árás á föður sinn, hefur oftsinnis gerst brotlegur við lög og nær sakarferill hans aftur til ársins 1998. Í desember 2007 var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir alvarlegt fíkniefnabrot. Í febrúar 2009 var hann dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, fjölmörg brot á lögum um ávana- og fíkniefni, þar á meðal að hafa í nokkrum tilvikum haft kókaín í fórum sín- um í söluskyni, fjölmörg brot á umferðarlögum og brot á vopna- lögum. Hann var látinn laus til reynslu fyrr á árinu eftir að hafa af- plánað hluta af dómnum. Árásir og fíkniefnabrot SAKARFERILL FRÁ 1998 Ólafur Þórðarson Morgunblaðið/G.Rúnar Í Þingholtunum Árásin var gerð í húsi í Þingholtunum sl. sunnudag. Gegn umfangsmiklum breytingum á stjórnarskránni. Auðkennistala: 7759 Óráðlegt er að ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Það er til marks um ágæti hennar að hún hefur staðist tímans tönn stóráfallalaust. Bankahrunið gefur ekkert tilefni til að breyta henni. Orsakir þess er ekki að finna í henni. Þvert á móti er óráðlegt að ráðast í breytingar á stjórnarskránni á þessum umbrotatímum. Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur. elias@elias.is elias.is FRAMBOÐTIL STJÓRNLAGAÞINGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.