Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað laugardaginn 27. nóvember 2010 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Íslenski sönglistahópurinn heldur sína fyrstu tónleika í kvöld klukkan 20.00 í Íslensku óperunni, á degi ís- lenskrar tungu. Kynslóðir mætast er yfirskrift þeirra en flutt verða sönglög eftir Jón Ásgeirsson og Tryggva M. Baldvinsson, aðallega við ljóð eftir Halldór Laxness og Þórarin Eldjárn, en einnig við ljóð eftir Matthías Johannessen, Frey- stein Gunnarsson, Valgarð Egilsson, Jóhann Sigurjónsson, Stephan G. Stephansson og Kristján Jónsson. Íslenska sönglistahópinn skipa þau Agnes Amalía Kristjónsdóttir, Davíð Ólafsson, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Jó- hanna Héðinsdóttir, Magnús Guð- mundsson, Nathalía Druzin Hall- dórsdóttir, Stefán Helgi Stefánsson, Svanur Valgeirsson, Sæberg Sig- urðsson, Þórunn Marinósdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Píanóleikari er Agnes Löve. „Við sviðsetjum verkin og flutn- ingurinn er afar líflegur,“ segir Dav- íð Ólafsson, einn söngvaranna. Hann segir að fyrir hlé séu flutt lög Jóns en lög Tryggva eftir hlé, eink- um við Heimskringlu Þórarins Eld- járns en einnig nýtt lag hans við ljóð Stephans G. „Þótt þú langförull legðir“. „Þetta er blandaður sönghópur atvinnumanna og menntaðra söngv- ara sem er að takast á við krefjandi verkefni,“ segir Davíð en hópurinn kom saman fyrir um hálfu ári og tók að undirbúa dagskrána. „Við svið- setjum verkin á skemmtilegan hátt og búum til kabarettleikhús með verkunum. Við viljum skemmta fólki og hylla um leið þessi vönduðu tón- skáld, með því m.a. að flytja verk eftir þá sem eru ekki of oft flutt,“ segir hann. Í vor flytur hópurinn Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar. Íslenski sönglistahópurinn kemur aftur fram á sunnudaginn kemur, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefjast tónleikarnir þar klukkan 15.00. efi@mbl.is Sviðsetja sönglög Jóns og Tryggva  Íslenski sönglistahópurinn í Íslensku óperunni í kvöld Íslenski sönglistahópurinn „Við viljum skemmta fólki og hylla um leið þessi vönduðu tónskáld,“ segir einn söngvarinn. Árleg höfunda- kynning Bóka- safns Seltjarnar- ness verður í dag, þriðjudag, kl. 20:00. Þessar kynningar hafa mælst vel fyrir og eru orðnar fastur liður í bæjarlífinu á Seltjarnarnesi. Kynnt eru verk misreyndra höf- unda sem senda frá sér ævisögu, smásagnasafn, spennusögu og skáldsögu. Fjórir höfundar lesa og taka þátt í umræðum. Þeir eru Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Guðni Th. Jóhannesson og Sigríð- ur Pétursdóttir. Hjalti Snær Æg- isson stjórnar umræðum í fram- haldi af lestrinum. Aðgangur er ókeypis. Lesa upp á bókasafni Bragi Ólafsson Í hádeginu í dag, þriðjudag, flytur Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari erindi í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands við Suðurgötu. Nefn- ist það „Ókunnugir ferðalangar biðja ávallt um leiðsögumann - Píla- grímsferðir um sögustaði og mynd- ir úr ferðalögum.“ Í erindi sínu mun Einar Falur fjalla um pílagrímsferðir sem lista- verk kveikja, út frá túlkun þeirra Williams Gershoms Collingwoods (1854-1932) á stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum. Á sýn- ingunni Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods sem nú er í Bogasal Þjóðminjasafns, og í samnefndri bók, birtast myndir þeirra tveggja af stöðum sem oft láta lítið yfir sér en eru hlaðnir sögulegri merkingu. Fyrirlesturinn hefst kl.12.05. Myndverk pílagríma Hallberg Hallmundssonsinnti áratugum samanmikilvægu menningar-starfi. En hann bjó lengst af í New York. Bæði þýddi hann fjöldamörg bandarísk verk og annarra þjóða, einkum ljóð, á ís- lensku. Þar að auki var hann drjúg- ur í útgáfu íslenskra og skandinav- ískra verka í Bandaríkjum. En umfram allt orti hann og samdi smásögur. Fimmtán ljóðabækur komu út eftir hann og nú hefur Árni Blandon Einarsson gefið út úrval úr þeim ásamt seinustu ljóð- um í ljóðaúrvali sem hann nefnir Á barmi næturinnar. Helstu einkennin á skáldskapi Hallbergs er kaldhæðinn leikur að máli, þverstæðum og andstæðum. Í nokkrum ljóðabókum veiddi hann ýmsar óvandaðar setningar úr fiski- tjörn blaðaheims- ins og lék sér með orðskrípi og ófullkomnar setningar. Kald- hæðnin ristir oft djúpt og nær t.a.m. til trúar- innar og kannski vísar eitt kvæði hans skýrt til umræðu Íslend- inga nú um stundir um trúmál. Þar segir frá glímu við guð sem endar með ósköpum. Því að í lokin kemst sjálfur guð svo að orði: – Höggvirðu mig þá heggurðu sjálfan þig! Ég hjó – – – Vissulega slær Hallberg stundum ljóðrænni strengi og síðasta ljóð bókarinnar, áður óbirt, er í raun ástaróður hans til lífsförunautar síns, fallegur sonnettuflokkur þar sem hann minnist samverunnar. Hvað sem því líður þá er veruleik- inn með sína þverstæðufullu kald- hæðni og járnkrumlu jafnvel ná- lægur í þessum óð. Þannig upplifi ég skáldskap Hallbergs og hef sannast sagna stund og stund blaðað í bókum hans mér til ánægju. Kaldhæðinn leikur Ljóð Á barmi næturinnar bbbnn eftir Hallberg Hallmundsson, JPV- útgáfa. 2010 – 103 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Hallberg Hallmundsson Í dag, á degi íslenskrar tungu, stendur Nýlistasafnið fyr- ir dagskrá þar sem flutt verða textaverk eftir nokkra ís- lenska myndlistarmenn og fjallað um þau. Dagskráin verður í Nýlistasafninu, Skúlagötu 28, og hefst klukkan 20. Síðustu áratugi hafa æ fleiri myndlistarmenn beitt textum í verkum sem birta nýstárlega nálgun við tungu- málið: Íslenska sem myndmiðill. Þessi verk liggja utan við eða til hliðar við allar hefðbundnar bókmenntagrein- ar þótt þau sæki sér þangað fyrirmyndir og form. Til umfjöllunar verða listamennirnir Bjarni H. Þór- arinsson, Magnús Pálsson, Birgir Andrésson, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Haraldur Jónsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson. At- burðinum er stýrt af Jóni Proppé, listheimspekingi. Textaverk í myndlist Magnús Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.