Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 Ég var á fimmta ári. Ég sat við stofuglugg- ann heima í Sólgötu 7 á Ísafirði og fylgdist með nokkrum krökkum sem voru að leika sér í götunni. Ég heyrði inn um gluggann þegar ein stelpan í hópnum, Lára í Odda, sagði frá því að hún hefði eignast systur. Hvað ég gat öfundað hana af heppni sinni. Mig langaði ein- mitt líka svo mikið að eignast systur. Ég átti þrjá bræður en enga systur og mér fannst að því þyrfti að breyta. Ég hljóp til mömmu sem var eitthvað að sýsla eins og venjulega og spurði; „Mamma, get ég líka fengið systur eins og hún Lára í Odda?“ Ég hafði ekki hugmynd um að mamma væri þegar ófrísk að næsta systkini mínu en hún svaraði mér ljúflega „Það getur vel orðið, Stína mín“. Um vorið fæddi mamma síðan stelpu sem seinna var skírð í höfuðið á föðurömmu okkar Sveinbjörgu Kristjánsdóttur frá Mið- hvammi í Dýrafirði. Atvikin höguðu því svo að áður en mamma lagðist á sæng var ég send inn að Kleifum í Skötufirði til elskulegs afa míns og ömmu og þegar ég loks löngu seinna stend í ganginum heima hjá mér, kjag- ar á móti mér lítil stelpa sem ég hafði aldrei séð áður. „Hvaða stelpa er þetta“ spurði ég mömmu. „Þetta er hún Sveinbjörg litla systir þín, Stína mín“. Hvað ég varð glöð að hafa nú loks eignast systur. Við Björg urðum strax miklar vinkonur og deildum saman súru og sætu í uppvextinum. Eitt af því sem við deildum með okkur var gamla hjónarúmið hans Gísla afa og Sveinbjargar ömmu. Þar sváfum við saman systurnar þar til ég fór að heima um tvítugt. Systir mín var mörgum kostum búin sem of langt yrði að tíunda til fulls. Eitt af því sem einkenndi hana, var hve vel hún fór með það sem hún eignaðist og annað, hve kærleiksrík og góð kona og systir hún var. Við systurnar nutum ekki langrar skólagöngu, gafst ekki kostur á því, þó báðar hafi okkur langað til að læra meira. Eftir að ég hafði stofnað heimili í Reykjavík, með manni mínum Steingrími, kom Björg suður og dvaldi Sveinbjörg Kristjánsdóttir ✝ Sveinbjörg Krist-jánsdóttir, kölluð Björg, húsmóðir, fæddist á Ísafirði 22. mars 1927. Hún lést á heimili sínu í Garða- bæ 9. október 2010. Útför Bjargar var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 18. október 2010. hjá okkur um skeið. Hún vann á þessum tíma í versluninni „Kjólnum“ sem þótti með fínni kjólabúðum bæjarins á þeim tíma. Björg systir mín var mikil gæfumanneskja í sínu einkalífi. Hún kynntist á þessum tíma góðum dreng sem ég segi með stolti að hafi verið vinur minn. Hann hét Páll Guð- mundsson og hafði flutt ungur frá Ísafirði með foreldrum sínum. Palli og Björg bjuggu í farsælu hjónabandi þar til hann lést fyrir nokkrum árum. Við systurnar rákum báðar stór heimili sem tóku mikið af tíma okkar og hugsunum en í erli dagsins héldum við alltaf góðu sambandi og þegar við hittumst var alltaf glatt á hjalla. Það var ekki mulið undir okkur systkinin í uppvextinum og húsakynnin voru ekki stór. Þrátt fyrir það og kannski þess vegna, bundumst við sterkum tryggðaböndum sem héldu fram á síðasta dag. Elsku systir, nú erum við Olla ein- ar eftir af systkinahópnum úr Sól- götu 7. Þakka þér og þínum góða manni vináttu ykkar og tryggð við mig og fjölskyldu mína alla tíð. Þóra Kristín Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Ég skrifa þér frá Sví- þjóð en ég veit ekki hvar þú ert stödd núna í veröld- inni. Þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn í sumar sagðirðu að þér litist „alveg hræðilega“ á fyrirætlanir mínar að setjast á skólabekk hérna í Svíþjóð. Þú margítrekaðir líka fyrir mér að passa mig á lestunum, vasaþjófunum og síðast en ekki síst – á kvenfólkinu hérna. Það síð- asta gekk ekki eftir, en ég get full- vissað þig um að ég er í góðum höndum núna. Og það vona ég sannarlega að þú sért líka, elsku amma. Síðast þegar þú veiktist Ástríður Kristín Arngrímsdóttir ✝ Ástríður KristínArngrímsdóttir fæddist á Mýrum í Dýrafirði 11. apríl 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 18. október 2010. Jarðarför Ástríðar fór fram frá Nes- kirkju 27. október 2010. sagðistu hafa farið heilan hring, en hvor- ugur hefði viljað þig – „hvorki sá rauði né sá svarti“. Þú sagðist líka vera eins viss um að það væri annað líf „eins og ég stend hérna“, sem var þinn háttur að orða full- vissu þína um allt milli himins og jarð- ar. Og þú varst fróð um lífið, enda mátt- irðu reyna margt á eigin skinni. Þegar þú spáðir fyrir öðru fólki á borðinu þínu í Kolaportinu, eða Ruslasund- inu eins og það hét á þínu litríka og sérstaka máli, miðlaðirðu af ríkri reynslu þinni af því sem þetta líf hefur upp á að bjóða og erf- iðleikunum sem það leggur stund- um á herðar okkar. Af því síð- arnefnda fórstu ekki varhluta, en ég vona að þú sért í góðum hönd- um núna elsku amma mín. Þú áttir ekkert illt skilið í þessari veröld heldur aðeins það besta. Magnús Sigurðsson. Elsku Ninna mín, nú ert þú farin frá okkur. Ég kom aldrei út í Eyjar í sumar til að heimsækja þig. En í ágúst þegar við hittumst þá var faðmlag þitt sterkt og það mun lifa í minningunni. Þegar við vorum samtíða á Hús- mæðraskólanum á Laugum, en þú varst kennari minn þar, þá er eitt at- vik sem ég man svo vel. Við fórum í Kasthvamm til Gunnlaugs gamla frænda og gáfum honum mynd af okkur saman, sem hann hafði alltaf á skrifborðinu sínu. Því það var með hann eins og alla aðra vini, að þú varst okkur mikill gleðigjafi. Ég man líka allar góðu stundirnar í skólanum þegar þú spilaðir fyrir okk- ur á gítarinn og ég söng manna mest. Textabókin þín góða sem þú gafst mér mun alltaf fylgja mér á gleðistundum. Ævinlega verð ég þér þakklát fyrir umhyggjusemina og hjálpina þegar við bjuggum í Eyjum. Það fer engin í sporin þín, elsku Ninna. Kæra fjölskylda, takk fyrir að hafa heimili ykkar alltaf opið fyrir okkur. Það verður okkur ávallt ógleyman- legt. Elsku Hjálmar og aðrir aðstand- endur. Guð veri með ykkur við fráfall Ninnu okkar. Kveðja. Alda Helgadóttir og fjölskylda. Við vorum 7 ára gamlar og það var fyrsti skóladagur okkar í Barnaskól- anum á Siglufirði. Minningin er krist- altær. Ég sá hvar hún stóð undir skólaveggnum, dálítið afsíðis, feimin og kannski hálfhrædd við þennan nýja heim, eins og ég sjálf. Við þekktumst eiginlega ekkert. Rétt í þann mund sem skólabjallan hringdi ákvað ég að fara til hennar og biðja hana að sitja hjá mér í bekknum okkar. Þar með var það ráðið, við vorum sessunautar alla okkar barnaskólagöngu og hún er mér afskaplega kær í bernskuminn- ingunni. Við vorum mikið saman á þessum árum frá 7-12 ára, þótt langt væri á milli heimila okkar. Við fórum oft á milli bæjarhluta til að leika okkur eða læra saman. Á snjóþungum vetr- um var þetta löng leið fyrir litlar stelpur og oftar en ekki þurftu feður okkar að fylgja okkur á milli þegar stórhríðar skullu á, oft fyrirvaralaust. Það var auðvitað ýmislegt brallað á þessum árum, bæði sumar og vetur. Þetta eru ljúfir tímar í endurminning- unni. Ninna var einstaklega skemmtileg stelpa, létt og hláturmild. Seinna unn- um við líka saman á Leikskálum, sum- ardagheimili fyrir börn og við varla orðnar fullorðnar. Ninna var ráðs- kona í eldhúsi ásamt Eddu Jóns, skólasystur okkar og ég var útistelpa með barnaskaranum, 80-90 börnum á aldrinum 2-7 ára, ásamt þremur öðr- um stúlkum. Þetta var ógleymanlegt sumar. Ninna var hrókur alls fagn- aðar, og það var oft glatt á hjalla. Hún var alltaf svo kát og spaugsöm . Alltaf hlæjandi. Og hún var nú ekki að mikla hlutina fyrir sér, að elda ofan í allan þennan skara og okkur starfsfólkið. Við hittumst síðast fyrir tilviljun, á Selfossi, núna síðla sumars. Þá höfð- um við ekki hist í fjölda ára, og enn var hún glaðleg þrátt fyrir allt og við féllumst í faðma þarna í miðju Kaup- félaginu og áttum saman gott samtal. Hún var á ferðalagi og sagðist bara vera að njóta lífsins með sínum nán- ustu. Hún leit svo vel út, falleg og fín. Við kvöddumst síðan með þéttu faðm- lagi og von um að hittast aftur fyrr en seinna, og leiðir skildu. Ég var svo Sveininna Ásta Bjarkadóttir ✝ Sveininna ÁstaBjarkadóttir fæddist á Siglufirði 12. apríl 1949. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 22. októ- ber 2010. Jarðarför Svein- innu Ástu fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 13. nóvember sl. innilega glöð að hafa hitt hana aftur eftir öll þessi ár, en um leið döpur að vita hve veik hún var. Komin aðeins afsíðis, beygði ég af, ennþá inni í verslun- inni. Það kom bara eitt- hvað yfir mig, sem ég skildi varla sjálf. Kannski bæði gleði og sorg, kannski fann ég að við myndum ekki hittast oftar. Ég veit það ekki, en þetta var sérkennileg líðan. Með þessum fáu minningarorðum vil ég þakka Ninnu fyrir allar góðu minningarnar sem hún gaf mér. Þær eru mér ómetanlegar. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ing hennar er vafin hlýju og mun lifa alla tíð. Helga Ottósdóttir. Tólfta fjórða fjörutíu og níu fæddist lítil snót. Árin urðu sex sinnum tíu og aðeins eitt í viðbót. Elsku Ninna. Já, árin þín hérna urðu alltof fá. Minningarnar tekur þó enginn frá okkur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Húsmæðrakennaraskóla Íslands fyr- ir um 40 árum síðan. Þá hittist svo á að við tvær urðum brautryðjendur í ráðskonumenntun á Íslandi, en við tvær skráðum okkur í nýstofnaða ráðskonudeild við Hús- mæðrakennaraskólann. Síðan urðu þetta fræðingar en við urðum og verðum alltaf ráðskonur. Það má með sanni segja að þú varst hreinlega fædd í þetta starf. Mynd- arskapurinn þvílíkur að hálfa væri nóg eins og þú sagðir svo oft. Þrátt fyrir afar langa búsetu mína erlendis þá voru böndin okkar á milli óslitin. Auk annarra tengsla voru skyldusamtöl tvisvar á ári, 12.4. og 23.12., en það eru afmælisdagar okk- ar. Þá var rabbað eins og við hefðum verið saman deginum áður. Þannig varstu bara alltaf eins. Þegar búið var að óska til hamingju og allt það þá var fyrsta spurningin þín „Og hvað seg- irðu mér svo af drengjunum þínum?“ En fjölskyldan átti hug þinn allan. Þegar hópurinn hittist var oft glatt á hjalla. Ninna með gítarinn og allar syngjandi glaðar. Tónlist var stór þáttur í þínu lífi og ekki langt að sækja það. Fyrir mánuði síðan kom ég til þín í Eyjum. Mikið rosalega er ég þakklát fyrir að hafa átt þær stundir með þér. Að venju frábærar veitingar og síðan spjall um heima og geima. Við skemmtum okkur vel við að rifja upp gamlar minningar frá skólaárunum. Sérlega er ég þakklát fyrir þennan dag þar eð aðstæður eru þannig að ég fylgi þér aðeins í huganum síðasta spölinn. Hjalla, börnum, tengdabörnum og barnabörnum vottum við Finnur okk- ar dýpstu samúð. Minningin um frábæra konu mun alltaf lifa. Þakka þér fyrir allt. Eyrún. Kveðja frá árgangi 1949 á Siglufirði Áfram þjóta árin sem óðfluga ský. Og tíðin verður tvenn og þrenn, og tíðin verður nú. En það kemur ekki mál við mig ég man þig fyrir því. (Jóhann Jóhannsson.) Mundu mig – ég man þig. Þessa setningu, ásamt vísu, skrifaði Ninna skólasystir í eina minningabókina fyr- ir rúmlega hálfri öld. Þetta var al- gengasta setningin í minningabókum þeirra tíma og hefur reynst hjá okkar árgangi í fullu gildi til þessa dags, og verður vonandi áfram. Við höfum munað hvert annað og á einu ár- gangsmóti okkar á Siglufirði var lesið upp úr minningabókum heilt kvöld við mikinn fögnuð. Menn voru ekki pennalatir á þeim árum og stundum var dýrt kveðið þrátt fyrir ungan ald- ur. Árgangur 4́9 á Siglufirði var fjöl- mennur, taldi á sjöunda tug sprækra einstaklinga sem létu sér fátt óvið- komandi og voru mjög samtaka í ýmsum uppátækjum. Mörgum full- orðnum þótti nóg um en við höfum alltaf verið sammála um að ekki sé til betri árgangur, og bernsku- og ung- lingsárabrekin hafa verið endalaus uppspretta skemmtilegra endur- minninga. Við nutum áhyggjuleysis æskunnar. Lékum okkur í ræningja- leik og boltaleikjum í siglfirskri sum- ardýrð og þegar aldurinn var orðinn nógu hár, svona 10 ár, tókum við þátt í atvinnulífinu og fylgdumst með mannlífinu sem var stundum eins og iðandi síldartorfa. Á veturna vorum við saman í skól- anum og, þegar tími gafst til, á skíð- um og skautum í mánaskini og við dansandi norðurljós. Minningin er björt eins og siglfirsk vornótt þótt okkur rámi stundum, núna á upprifj- unarárum, í mikla fannkomu og veð- urofsa dögum saman. „Ninna var yndisleg stúlka eins og hún átti kyn til,“ sagði einn bekkjarbróðir okkar við andlátsfregnina. Það er ekki of- sagt. Ninna var jákvæð, hress og skemmtileg og hló smitandi hlátri. Hún bjó með foreldrum sínum og systkinum í sannkölluðu fjölskyldu- húsi á Laugarvegi 5. Við vorum alltaf velkomin þangað. Magga mamma Ninnu var brosmild og skrafhreifin og Bjarki pabbi hennar góður tónlist- armaður sem samið hefur mörg falleg lög og texta. Má þar t.d. nefna ljóðið Siglufjörður, sem lýsir vel bænum og fólkinu þar, og Dísir vorsins sem fjallar um það hvernig dagarnir lengj- ast og dimman flýr þegar vorar. Ár- gangurinn okkar hittist síðast á Siglu- firði í júlí í fyrra til að halda upp á sextugsafmælin. Ninna ætlaði að vera með okkur þá en þurfti svo að mæta annars staðar. Við vissum að hún gekk ekki heil til skógar og fórum stuttu síðar nokkrar saman í heim- sókn til hennar á sjúkrahús og hittum þar sömu gömlu Ninnu sem þrátt fyr- ir veikindin var létt í lundu og með bros á vör. Við munum hana þannig. Eiginmanni hennar og fjölskyld- unni allri sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Við minnumst Ninnu, gömlu vinkonu og skólasystur, með hlýhug. – Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín sú stjarna leiðir huga minn til þín. (Ó. J. S.) Fyrir hönd árgangsins, Jóna Möller. Látin er um aldur fram kær skóla- systir og vinkona, Sveininna Ásta Bjarkadóttir. Fyrir 40 árum hittumst við 13 ungar og bjartsýnar stúlkur í Háuhlíð 9. Alla tíð síðan höfum við hittst reglulega og hópurinn staðið þétt saman. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka frá samverustundum í gegnum árin. Ninna lék þar stórt hlutverk, því oftast var það hún sem hélt uppi fjör- inu með gítarspili og söng. En eins og allir vita sem þekkt hafa Ninnu þá var hún fær gítarspilari og hún kunni ógrynni af söngtextum og lögum. Ninna var rösk, glaðvær, bjartsýn, traust og hlý kona. Hún tók veikind- um sínum með miklu æðruleysi og leit á þau eins og hvert annað verkefni í lífinu. Með fráfalli elskulegrar Ninnu okkar hefur myndast stórt skarð í hópinn, en minningar um einstaklega lífsglaða og góða vinkonu lifa. Við sendum fjölskyldunni allri okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Með erindi úr „Ofurlítill friður“ eft- ir föður hennar, Bjarka Árnason, kveðjum við Ninnu og þökkum henni samfylgdina. Dagur er liðinn og dögg skín á völl, dularfull blámóða sveipast um fjöll, lækurinn hjalandi hoppar á stein, hjúfrar sig fugl á grein F.h. skólasystra úr HKÍ 1973, Sigríður Kristín Óladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.