Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Hákon Aðal- steinsson, sem leik- ið hefur með sveit- um eins og Singapore Sling og Hudson Wayne, stendur að þessari plötu. Þær ásamt Jesus and Mary Chain, Loop, Lee Hazlewood og Hank & Tank koma mjög svo óneit- anlega upp í hugann þegar hlýtt er á gripinn. Frumleiki er sannarlega ekki efst á blaði hér, og á stundum verður ófrumleikinn nánast yfir- þyrmandi, þar sem hver einasta nóta kallar fram eitthvað annað. Á hinn bóginn er þetta allt saman hagan- lega framreitt (Hákon leikur á öll hljóðfærin sjálfur) og vel samið og þegar best lætur sparkar þetta þægilega í rassa. Ég vitna að lokum í Þorgeir Guðmundsson, bassaleik- ara, sem svaraði svo fyrir Singapore Sling í viðtali við blað þetta árið 2002: „Hér er lagt upp með að gera „kick ass rock’n’roll“. Og ef það minnir á annað „kick ass rock’n’roll“ er það bara af hinu góða.“ Þannig að Hákon má því vel vera sáttur. The Third Sound - The Third Sound bbbnn Sling-skól- inn Arnar Eggert Thoroddsen Tryggvi Hübner hefur um áratuga- bil verið einn af okkar allra færustu gítarleikurum og er þetta hans önnur sólóplata eins og nafnið gefur til kynna. Rennsli disks- ins er þægilegt og eins og nærri má geta fer Tryggi á miklum kostum í gítarleik, studdur afburðameðspil- urum, þeim Þóri Úlfarssyni, Jóhanni Ásmundssyni, Einari Scheving, Ás- geiri Óskarssyni og Jóni bassaleikara Ólafssyni. Frumsamin lög Tryggva eru þó óvenju karakterlaus og minna á þúsundir annarra létthlustunar- og undir borðum-tónsmíða. Sérkenni vantar þar tilfinnanlega. Sjoppulegt hljómborð gerir plötunni ekki mikinn greiða. Platan lyftist svo upp undir restina í tökulögunum „Need your love so bad“ sem er frábærlega túlk- að af Söru Blandon. Sigurður Krist- mann „Íslensk kjötsúpa“ Sigurðsson jafnhattar þá Free-slagarann „Wis- hing Well“. Það er unun að hlýða á smekklegan og tæran gítartón Tryggva, sem skín í gegnum annars tilþrifalitlar lagasmíðar. Fag- mennska Tryggvi Hübner - 2.0 bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen Ég var enginn sér- stakur Ensími- aðdáandi þarna í eina tíð þegar sveitin var sem vinsælust. Ég fór á tónleika og hlust- aði á lögin þeirra í útvarpi en keypti engar plötur eða sýndi þessu bandi neinn sérstakan áhuga þó mér fynd- ist það alveg ágætt. Það var því með svona la la-tilfinningu sem ég tók við nýjustu afurð þeirra, Gæludýr, og samþykkti að skrifa um hana dóm. Þetta er fjórða plata Ensími en átta ár eru síðan sú síðasta kom út. Gæludýr kom í verslanir í síðustu viku og ég ráðlegg ykkur að hlaupa út og kaupa hana hvort sem þið eruð gamlir Ensími-aðdáendur eða ekki. Platan er nefnilega frábær. Það er eins og Ensími-liðar hafi verið í þörf til að koma saman, skapa tónlist og spila, það er ein- hver áþreifanleg gredda á þessari plötu. Það er eins og þeir hafi verið við það að springa og þurft að koma þessu frá sér, og þessi áhugi og kraftur skilar sér til áheyrandans. Platan var unnin í hljóðverinu Sundlauginni undanfarna mánuði og var grunnur laganna hljóðritaður lifandi. Ég er fegin því að þeir ákváðu að fara ekki að gramsa í gömlum kistum heldur hafa þetta ferskt og keyra allt í gegn í einu. Platan er fyrir vikið afskaplega heildstæð og flæðandi. Spila- mennskan er hrá en um leið óaðfinn- anleg og þéttur hljómurinn helst plötuna út. Söngur Hrafns Thorodd- sen gæti ekki átt betur við þessa tónlist, það er einhver tregi en um leið töffaraskapur. Þrátt fyrir að ég hafi haft ein- hverjar efasemdir í upphafi þá hurfu þær strax við fyrstu hlustun, því- líkur og annar eins eðalgripur hefur ekki komið út lengi að mínu mati. Ég hef ekki tekið þessa plötu úr spilaranum síðan ég fékk hana í hendur. Uppáhaldslagið mitt er „Fylkingar“, rokktaktur sem erfitt er að sitja kyrr undir. „Heilræði“ er líka snilld sem og „Aldanna ró“. Þetta er Ensími, gamlir aðdá- endur þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru, en um leið er þarna eitthvað nýtt, tímalaust og töff; sumum gæti jafnvel fundist þetta betra en kynlíf og súkkulaði til samans. Betra en kynlíf og súkkulaði? Ensími - Gæludýr bbbbb Ingveldur Geirsdóttir Ensími Eins og eðalvín, betri með aldrinum og eflast við hverja pásu. Íslenskar plötur Íslendingar eru almenntskemmtilega utangátta þegarkemur að fyrirbrigðum semeru lítt kunn hér norður í dvergríkinu en þrífast úti í hinum stóra heimi. Meðal algengra hluta í útlöndum sem eru okkur framandi má nefna skóga, villidýr og járn- brautir. Unstoppable fjallar um það síðastnefnda, kílómetra löng eimreið, hlaðin stórhættulegum efnaúrgangi, er þungamiðja nýjustu spennumynd- ar Tonys Scotts. Sögusviðið er Pennsylvanía á grá- myglulegum morgni. Vinnudagur er að hefjast hjá járnbrautarstarfs- mönnum þegar nýliðinn Will (Pine), vel ættaður og nýútskrifaður úr skóla, tilkynnir að hann eigi að stjórna ákveðinni lest þennan daginn. Við litla hrifningu hinna rosknu og reyndari starfsmanna sem hafa ímu- gust á slíkum klíkuskotnum græn- ingjum. Þeirra á meðal er Frank (Washington), sem er einn sá virtasti af þeim langsjóuðu og fær það hlut- verk að vera nýgræðingnum innan handar. Dagurinn er nýhafinn þegar vöru- flutningalest leggur fyrir slysni mannlaus og stjórnlaus út á braut- arnet fylkisins. Ekki bætir úr skák að hemlar hennar eru óvirkir. Nú reynir á að starfsmenn lest- anna, ekki síst Connie (Dawson), yf- irmaður stjórnstöðvarinnar, kunni til verka svo stöðva megi óvættinn áður en hann veldur skaða í fjölmennu fylkinu, en leið lestarinnar, sem ber númerið 777, mun liggja um fjölda bæja og borga. Það er engum greiði gerður með því að segja nánar frá atburðarás oft- ast æsispennandi myndar þar sem hugvit og hugrekki á fullt í fangi með að hemja stjórnlaust ferlíkið sem boðar ógn og eyðileggingu á hverju augnabliki. Til að lífga upp á drama- tíkina er fjölskyldumálum þeirra Franks, og enn frekar Wills, fléttað inn í karlmannlegar björgunartil- raunir þeirra og fleiri góðra manna. Þeir Washington og Pine (Trans- formers) eru hinir mannborulegustu eins og þeirra er von og vísa og Daw- son er trúverðug í ósviknu „karla- hlutverki“ umferðarstjórnandans. Hér eru einnig til staðar traustir skapgerðarleikarar líkt og Dunn og Temple en það er ógnvekjandi skrímslið, hinn reykspúandi og hviss- andi dísildjöfull 777, sem stelur sen- unni. Scott er mistækur en að þessu sinni fer hann aldrei fram úr sér held- ur segir lýtalaust frá hrikalegri glímu nokkurra ofurhuga við dauðann, þar sem útvaldir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða fjölda manns frá fjörtjóni. Myndin minnir á hans bestu verk, Crimson Tide og Man on Fire – sem báðar státuðu af þeim óborganlega Washington. Un- stoppable er óstöðvandi þeysireið, mjög mátulega ýkt, lítið yfirdrifin, fyrsta flokks afþreying. Óstöðvandi eimreiðarófreskja Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó Unstoppable bbbbn Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikarar: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson, Kevin Dunn, Ethan Suplee, Lew Temple, David Warshofsky. Bandarísk. 98 mín. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYNDIR Ógurlegt „Það er ógnvekjandi skrímslið, hinn reykspúandi og hvissandi dís- ildjöfull 777, sem stelur senunni.“ BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKOVICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOST- LEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTI- LEGU GRÍN HASARMYND SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SNILLDAR GAMANMYND SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR SÝND Í ÁLFABAKKA „GEGGJUÐ GRÍNMYND UM GALINN GAUR!“ - BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 650 650 kr. Tilboðil 650 kr. Tilboðil BESTA SKEMMTUNIN JACKASS-3D kl.5:50-8-10:20 12 LETMEIN kl.10:30 16 DUEDATE kl.5:50-8-10:20 10 ÓRÓI kl.8 -10:20 10 DUEDATE kl.8 -10:20 VIP THETOWN kl.8 16 RED kl.5:50-8-10:20 12 THETOWN kl.5:30 VIP ÆVINTÝRISAMMA-3D m. ísl. tali kl.63D L ALGJÖRSVEPPIOGDULAFULLA... kl.6 L / ÁLFABAKKA ÆVINTÝRI SAMMA - 3D kl. 3:553D - 63D ísl. tal L KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D ísl. tal kl. 3:453D 7 DUE DATE kl. 3:50 - 5:45 - 8 - 10:20 10 ÓRÓI kl. 8 7 GNARR kl. 6 - 8 - 10:10 L LET ME IN kl. 10:20 16 RED kl. 3:45 - 5:50 - 8:10 - 10:30 12 / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.