Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 11
New York Svilinn Haukur, eiginkonan Hulda og systir hennar Rannveig voru í stuðningsliði Kjartans á dögunum. sómasamlegum tíma.“ Hann segir Reykjavíkur- maraþonið hafa verið mikla reynslu, en hann hljóp það á tímanum 3:42, eða um 8 mínútum hraðar en hann hafði sett sér að markmiði. „Þessi tími gerði mér kleift að skrá mig í Boston-maraþonið sem er með tíma- takmarkanir – þeir sem eru 55 ára og eldri verða að hafa hlaupið maraþon á 3:45 eða hraðar. Boston-maraþonið hefur líka þá sérstöðu að taka aðeins inn 24 þúsund þátttakendur, á meðan New York-maraþonið tekur við 45 þúsund hlaupurum. Og það fyllist fljótt svo skráningin stendur yfirleitt bara yfir í einn til tvo daga.“ Efldist eftir 30 kílómetra Þegar Kjartan mætti í Boston- maraþonið í apríl sl. var formið þó ekki upp á sitt besta. „Ég hafði verið að kljást við álagsmeiðsl vegna of- þjálfunar enda hafði ég ekki farið alveg rétt í þjálf- unarferlið. Það kom svolítið í bakið á mér, ekki síst þegar ég kom að hinum frægu He- artbreak-hæðum, sem eru þekktar fyrir að reynast maraþonhlaupurum þungar í skauti. Ég slapp nú samt með skrekkinn og kom mér í mark á tímanum 3:49 sem ég var ekki alveg nógu ánægð- ur með. Ég lét þetta mér hins vegar að kenningu verða og ákvað að passa betur upp á þjálfunina, ef ég færi aftur í svona alvöru maraþon.“ Þess var ekki langt að bíða. Kjartan kynntist hópi Íslendinga sem höfðu skráð sig í New York- maraþonið og fékk tækifæri til að slást í hópinn eftir að einn félaginn hafði helst úr lestinni. „Ég kom inn í þennan hlaupahóp á miðju sumri og þjálfaði mig sérstaklega í að hlaupa hægt en jafnt og vera með tímann nokkurn veginn ákveðinn fyrirfram. Mér fannst þetta ákaflega skemmti- legur undirbúningur og hljóp u.þ.b. 70 – 90 kílómetra á viku í haust. Ég tók líka mataræðið í gegn, smakkaði ekki áfengi, og allt snakk var í formi grænmetis. Best fannst mér að hlaupa á morgnana og ég fór eftir æf- ingaprógrammi sem ég fékk sent frá þjálfara í New York, sem ég reyndar hitti aldrei.“ Þegar stóri dagurinn rann upp fyrir rúmri viku reyndi töluvert á þann aga sem Kjartan hafði tileinkað sér í þjálfuninni. „Mér fannst ég geta hlaupið miklu hraðar en ég hafði ákveðið en lét það ekki eftir mér. Það borgaði sig því maður sá að margir, sem fóru heldur geyst í byrjun misstu niður hraðann þegar leið á hlaupið.“ New York maraþonið hefst á Staten Island, þaðan sem hlaupið er yfir Verrazano-Narrows brúna til Brooklyn, upp í Queens og svo yfir Queensborough brúna á Manhattan. Áfram er hlaupið eftir Fyrsta breið- stræti upp til Bronx, í gegn um Har- lem og á Fimmta breiðstræti niður eftir Manhattan þar sem hlaupið end- ar í Central Park. „Það er gríðarleg upplifun að hlaupa eftir breiðstræt- unum á Manhattan,“ segir Kjartan. „Beggja vegna götunnar er óslitinn áhorfendaskari, hljómsveitir sem spila og ótrúleg stemning.“ Kjartan hafði samið við konuna sína um að bíða á ákveðnum stað á Manhattan til að freista þess að ná af honum mynd og það gekk eftir. „Þá var ég búinn að hlaupa 30 kílómetra og fann ég að ég átti nóg eftir. Ég hætti þá að líta á hraðamælinn á úrinu mínu, jók hraðann og hljóp síð- ustu tíu kílómetrana eins og mér leið vel með. Þegar ég kom síðan í mark átti ég nóg eftir“ – en tími hans í hlaupinu var 3:39, sem er besti tími hans í maraþoni. „Ég gæti ekki verið ánægðari – við vorum þarna stór hóp- ur Íslendinga og ég var meðal þeirra fremstu þótt flestir væru mun yngri en ég.“ Mikilvægt að takmarka salernisstoppin Hann segir þetta sanna hversu mikilvæg þjálfunin er og að halda sig við þær áætlanir sem lagt er upp með. „Það er t.d. mikil stúdía hvernig maður drekkur og nærir sig á hlaupi sem tekur a.m.k. þrjá og hálfan tíma. Í upphafi getur maður þurft að bíða í allt að tvo og hálfan tíma að auki, því fólkinu er hleypt af stað í hollum. Ég var með sykurgel á mér og vatn sem ég fékk mér af á fimm kílómetra fresti. Það er mikið atriði að drekka ekki of mikið á vatnsstöðvunum til að takmarka salernisstopp eins og hægt er. Það eru ferðaklósett meðfram hlaupabrautinni og þegar maður þarf að nýta sér þau getur það orðið mikið stress því stundum eru einn eða tveir sem bíða og á meðan tapast tími. Allt er þetta undirbúningur og áætl- anagerð sem þarf að reyna að standa við í hlaupinu sjálfu.“ En hvað er það við langhlaupin sem hvetur Kjartan áfram? „Þetta gefur manni svo mikla fyllingu, eykur sjálfstraust og gerir mann bjartsýnni,“ svarar hann um hæl. „Maður tekst á við verkefni dagsins með bros á vör. Sumir tala um að adrenalínflæðið gefi aukna orku og einhver orðaði það svo að lífið verði aldrei eins eftir að maður hefur hlaupið maraþon einu sinni – það breyti öllu. Fyrst og fremst staðfestir þetta að ég er í góðu formi og lífið snýst líka um það – að ganga heill til skógar sem lengst. Það er t.d. mikið fyrir það gefandi að halda sér í réttri þyngd, sem kemur sjálfkrafa með svona hlaupum. Í staðinn þarf maður ekki að neita sér sérstaklega um eitt eða annað. Hins vegar er rétt að láta víndrykkju að mestu leyti eiga sig þegar maður er í svona maraþon- þjálfun, þótt eitt og eitt rauðvínsglas fái að fljóta með.“ Kjartan er hvergi nærri af baki dottinn í hlaupunum og er búinn að skrá sig til leiks í London næsta vor. „Það er fyrst núna, þegar ég er tæp- lega 58 ára, að ég er farinn að safna stórborgarmaraþonum undir belti, eins og sagt er,“ segir hann hlæjandi. „Eftir Lundúnamaraþonið hef ég jafnvel áhuga á að hlaupa aftur í New York, en eins dreymir mig um að taka þátt í maraþonunum í Chicago, Berlín, París og Tókýó. En auðvitað er það undir því komið hvernig skrokkurinn verður í framtíðinni.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Í hlaupunum reynir Kjartan að passa að staðsetja sig út við kant, hægra megin á brautinni, þar sem hann er blindur á hægra auga. „Ég sé því illa þá sem eru hægra megin við mig, ekki síst því ég þarf reglulega að líta á hlaupaúrið á vinstri úlnliðnum. Ég þarf líka að fylgjast með hlaupurum fyrir framan mig og vatnsstöðvunum.“ Í New York- maraþoninu fá þátt- takendur úthlutuð númer í ákveðnum lit, sem segir til um hvar á brautinni þeir eiga að vera fyrstu 13 kílómetr- ana. Strax eftir þessa vegalengd flutti Kjartan sig yfir á hægri kantinn til að tryggja sem besta yfirsýn yfir hlaupaleiðina. Á kantinum hægra megin BLINDUR Á ÖÐRU AUGA Um næstu helgi, 19. til 20. nóvember, fer fram Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna í Íþróttahúsinu í Mosfellsbæ og í Laugardalshöllinni. Bikarmótið er að þessu sinni haldið sem hluti af íþróttahátíðinni Ice- landic Fitness and Health Expo. Alls eru sextíu og fimm keppendur skráð- ir til keppni. Mótið hefst kl. 12 á föstudaginn í Mosfellsbæ með vigtun og innritun í vaxtarrækt og fitness karla, hæðar- mælingu og innritun í fitness kvenna og módelfitness. Úrslit allra flokka verða svo í Laugardalshöllinni kl. 19 á laugardaginn. Líkamsrækt Bikarmótið í líkamsrækt Morgunblaðið/Golli Keppni Vel æfða líkama má sjá. n o a t u n . i s ÓDÝRT 750 G Fljótlegt og gott í Nóatúni ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG 1598 ALLRA FORSOÐNAR KARTÖFLUR 349 KR./PK. HEIMILISJÓGÚRT 1 L., 3 TEGUNDIR 209 KR./STK. AUNT MABEL’S MUFFINS 3 TEGUNDIR KR./STK. 189 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI KJÚKLINGALEGGIR AÐ INDVERSKUM HÆTTI KR./KG 849 Á Manhattan Kona Kjartans beið á ákveðnum stað til að mynda garpinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.