Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 ✝ Vilhelm Krist-insson fæddist 4.7. 1920 í Reykjavík. Hann lést 4.11. 2010 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar Vilhelms voru Krist- inn Jónsson lyfja- fræðingur, f. 1.12. 1884 í Mýrarholti í Reykjavík, d. 24.12. 1933, og Kristveig Björg Jónsdóttir, f. 1.12. 1895 á Ásmund- arstöðum á Mel- rakkasléttu, d. 31.10. 1975. Systir Vilhelms var Soffía Kristinsdóttir, f. 23.4. 1919, í Reykjavík, d. 14.1. 1990. Systir Vil- helms samfeðra var Sigríður Krist- insdóttir Johnson, f. 24.10. 1908, d. 11.6. 2009. Vilhelm kvæntist 28.6. 1945 Ólínu Guðbjörnsdóttur, f. 10.4. 1922 að Syðra-Álandi í Þistilfirði, d. 29.9. 1992. Foreldrar hennar voru Guðbjörn Grímsson, bóndi á Syðra-Álandi, f. 28.3. 1879 í Gunn- ólfsvík N-Múlasýslu, d. 26.5. 1943, og Ólöf Vigfúsdóttir, f. 4.4. 1891 í Laxárdal í Þistilfirði, d. 20.4. 1962. Vilhelm og Ólína eignuðust 6 börn. 1) Kristinn Vilhelmsson, f. 9.1. barn Katla Rós Völudóttir, f. 5.10. 1980. 5) Hafliði Vilhelmsson, f. 23.12. 1953, fyrri maki er Anna Dóra F. Theódórsdóttir, f. 7.6. 1954. Þau skildu. Barn þeirra er Yannick Víkingur Hafliðason, f. 21.8. 1978. Seinni kona Hafliða er Greta S. Guðmundsdóttir, f. 21.3. 1961 og þeirra börn eru: a) Stein- unn Ólína Hafliðadóttir, f. 7.5. 1996. b) Tómas Vilhelm Hafliðason, f. 4.4. 2002. 6) Sverrir Vilhelmsson, f. 18.9. 1957. Vilhelm Kristinsson fæddist 4.7. 1920 í Kirkjustræti 6, Reykjavík. Sama ár flutti fjölskyldan á Lauga- veg 38. Níu árum síðar flutti fjöl- skyldan í nýtt hús, Mýrarholt við Bakkastíg. Þar bjó Vilhelm í 27 ár og hélt að hvergi myndi hann búa lengur. En lengsta ævi átti hann þó samt í Stigahlíð 2 en þangað fluttist hann með eiginkonu sinni og börn- um árið 1956 og bjó þar til æviloka. Vilhelm hóf nám við Mennta- skólann í Reykjavík en eftir skyndi- legt fráfall föður hans sem lést á aðfangadag árið 1933 gat hann ekki einbeitt sér að náminu, hætti í skóla og hóf störf hjá Sjóvá vorið 1935, þá tæplega 15 ára, fyrst sem sendisveinn og starfaði hann þar samfellt í tæp 50 ár, síðast sem deildarstjóri líftryggingadeildar. Útför Vilhelms fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1946. Maki Auður Matthíasdóttir, f. 10.2. 1945 á Ísafirði. Þeirra barn er a) Matthías Kristinsson, f. 1.3. 1978. Maki Liv Anna Gunnell, f. 9.11. 1981. Börn þeirra eru Trostan og Saga. 2) Ólöf Vilhelmsdóttir, f. 6.7. 1948. Maki Finn Jansen, f. 14.8. 1947. Þeirra börn: a) Vil- helm Þórir Finnsson, f. 28.5. 1968. Maki Hulda G. Guðnadótt- ir, f. 25.7. 1971. Börn þeirra Eva Dögg, Ólöf Björk, Íris Ösp og Finn- ur Gauti. b) Elsa Margrét Finns- dóttir, f. 25.10. 1971. Maki Helgi Þór Ágústsson, f. 5.2. 1970. Börn þeirra eru Arnar Ingi og Rakel. 3) Björn Vilhelmsson, f. 19.8.1949. 4) Gunnar Vilhelmsson, f. 20.9. 1951, fyrri maki er Matthildur Kristjáns- dóttir, f. 23.9. 1949. Þau skildu. Þeirra barn er Gyða Gunn- arsdóttir, f. 2.7. 1976, maki Einar Freyr Sverrisson, f. 7.2. 1975. Börn: Helga Þórey, Matthías Aron, Eva Amalía. Seinni kona Gunnars er Sigríður Vala Haraldsdóttir, f. 1.8. 1958. Þau skildu og er þeirra „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma.“ Og nú var tími föður okkar Vilhelms Kristinssonar kom- inn. Hann lést hinn fjórða nóv- ember, níræður að aldri, liggur við að segja að hann hafi látist fyrir aldur fram en líklega myndi það hlægja menn, vissulega telst ní- ræður maður gamall en samt átti maður von á því að Vilhelm yrði aldar gamall; hann var ætíð hraustur og kenndi sér aldrei meins fyrr en undir lokin enda kallaður „Villi sterki“ á yngri ár- um, að vísu að eigin sögn, en hver skyldi líka efast um það? Allt hefir sinn tíma. Vilhelm fæddist í Kirkjustræti 6 hér í bæ en bjó lengi í húsi föður síns, Mýr- arholti við Bakkastíg, en fluttist í Stigahlíð 2 árið 1956, í splunkunýtt fjölbýlishús ennþá með stillönsum sem þóttu ákjósanlegt leiksvæði barna í þá tíð. Íbúðin kostaði 380.000 gkr. og er nú metin á tvo og hálfan milljarð reiknað í göml- um krónum, sem sýnir hversu sveigjanleg krónan er. Þótti mörg- um býsn að fjölskyldan flytti svo langt úr bænum, nær alla leið á kartöfluakrana í Kringlumýri; helsta kennileiti hverfisins mann- hæðarháir njólaskógar sem smám saman viku þegar borgarmenning- in náði tökum á hverfinu: Hitaveit- an kom í stað olíunnar, gatan var malbikuð, tré voru gróðursett. Allt til framfara. Íbúar Stigahlíðar 2 fluttu í rað- og einbýlishús þegar vel veiddist á síldinni en aðrir komu í staðinn. Þarna fóru um hlað fulltrúar allra starfsstétta en Vil- helm fór hvergi. Fyrr en nú. Vilhelm hóf ungur störf hjá Sjóvá, fyrst sem sendisveinn og starfaði þar vafningalaust alla sína tíð uns hann lét af störfum hálfri öld síðar, þá deildarstjóri líftrygg- inga. Vilhelm stundaði einn vetur nám við Menntaskólann í Reykja- vík en heimilisaðstæður hindruðu frekari skólagöngu. Þrátt fyrir prófleysi var hann gagnmenntaður; má segja að ef hann hefði ekki ver- ið skírður Vilhelm, í höfuðið á látn- um bakara sem krafðist nafns, hefði verið við hæfi að skíra hann Hr. Google, fróður eins og hann var um sögu, listir og ættfræði enda gat hann rakið allar ættir langt aftur í aldir; svo glöggur á ættarmót að þegar hann fór í Bón- us spurði hann oft kassastúlkurnar hvort ekki Páll eða Jónas væri afi þeirra og iðulega reyndist það rétt. Upp á síðkastið, eftir því sem árin hlóðust á herðar, reyndust kassa- dömurnar þó vera langafabörn en ekki afabörn. Vilhelm var vel kvæntur, lýð- veldisárið kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Ólínu Guðbjörns- dóttur, og stuttu eftir heimsfrið giftust þau. Þegar Ólína missti heilsuna árið 1980 sökum heilablóð- falls, dvaldi hún löngum á heilsu- hælum. Vilhelm helgaði daga sína því að sinna henni og vitjaði henn- ar á hverjum degi. Ólína lést á Mikjálsmessu árið 1992. Í dag mun Vilhelm fá hvílu við hlið sinnar kæru eiginkonu. Hann fer í friði, saddur lífdaga og getur stoltur litið um öxl. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum samfylgdina og vonum að Vilhelm fyrirgefi okkur börnum hans þessa grein því hann var maður hæv- erskur og hefði helst viljað losna við allar minningargreinar því hann trúði heils hugar á orð Pre- dikarans: Aumasti hégómi … Allt er hégómi. F.h. Vilhelmssona og -dóttur, Hafliði Vilhelmsson. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgrímur Pétursson.) Gamall maður hefur kvatt eftir langa og góða ævi. Að kveðja er erfitt, a.m.k. þegar við vitum að við munum aldrei sjást aftur í þessu lífi. Villi á Sjóvá eins og hann var kallaður var sérstakur persónu- leiki. Skemmtilegur með mikinn húmor, örlátur og hafði ánægju af því að ræða um allt milli himins og jarðar. Og fróður vel bæði um menn og málefni. Einkar gaman að fara með honum í bíltúra hér um nágrenni höfuðborgarinnar. Hann þekkti hvern tind og fjall, bæi, vötn og dali. Maður lærði heilmikið í landafræði í þessum ferðum. Þá dáðist ég oft að þeim hæfileika hans að vera mannglöggur. Hann þekkti fólk í þriðja og fjórða ættlið bara af svip viðkomanda. Þetta kom skemmtilega skýrt fram þegar gamli maðurinn fór að versla. Það brást ekki að ef hann kannaðist við kassabarnið þegar kom að því að borga fyrir varninginn þá hafði hann rétt fyrir sér um hverrra manna það var. Þekkti svipinn, ættarmót eða eitthvað. Bara skil það ekki. Er sjálf gjörsneydd þess- um hæfileika. Þá er gaman að geta þess að Vil- helm var sérstaklega áhugasamur um íslenska tungu og fylgdist grannt með orðanotkun, orðavali og framsetningu í ræðum og riti. Krossgátur voru honum ætíð ánægjuefni sem og myndagátur. Þeir feðgar, hann og bóndi minn gátu leikið sér endalaust með slík viðfangsefni. Fyrr á árum fór hann margar ferðir með vinum og vinnu- félögum sínum gangandi um Ísland og svo ríðandi m.a. í Þórsmörk, Landmannalaugar og Snæfellsnes. Það var gaman að skoða myndir frá þessum ferðum og heyra frá- sagnir hans. Ljósmyndir voru í há- vegum hafðar og hafa synir hans tekið það í arf en einn er lærður ljósmyndari, annar starfaði sem blaðaljósmyndari við góðan orðstír, þriðji afar áhugasamur ljósmynd- ari með Canon-goðið sér til full- tingis. Sá fjórði hefur fengið sér Nikon og sýnir mikinn áhuga. Þau hjónin Ólína og Villi reistu sér yndislegan sumarbústað við Meðalfellssvatn. Þar gróðursetti Villi gríðarlega mikið af trjám og hafði unun af. Sælureiturinn sá var öllum í fjölskyldunni kær. Börnin hans og barnabörn fengu að njóta umhyggjusemi og velvilja hans um árabil. Sonur minn Matthías hafði oft orð á því hve gaman væri að ræða við Villa afa. Hann væri svo víðsýnn. Og langafabörnin sem eru orðin ellefu fengu athygli hans og einlægan áhuga. Tengdabörnin fengu ekki síður notið velvildar og fyrir það vil ég þakka tengdaföður mínum. Ekki hvað síst þykir mér vænt um hve vel hann skildi mig þegar ég fór í hestana. Hann spurði um hestana mína með nafni og vildi vita hvernig þeir hefðu það. Þá var hann mér ógleyman- legur þegar hann spurði eftir líðan Darra, hundsins míns, þegar hann lá fárveikur á spítalanum. Svo ótrúlega hlýlegt. Segir meira um hann en nokkur orð. Ég kveð Villa tengdaföður minn með þakklæti og virðingu. Auður Matthíasdóttir. Elsku afi og langafi. Okkur lang- ar að þakka þér fyrir þær ynd- islegu stundir sem við áttum sam- an. Það var alltaf gaman að koma í Stigahlíð til þín, því þú tókst alltaf vel á móti okkur og bauðst alltaf uppá kaffi og kökur. Þetta ár er búið að vera þér erfitt en nú ert þú kominn á góðan stað til hennar Línu ömmu, Soffíu frænku og Siggu systur. Núna kveðjum við þig og þökkum fyrir allt sem þú kenndir okkur og allar góðu sam- verustundirnar. Við geymum minn- ingu þína í hjörtum okkar. Við kveðjum þig, elsku afi, með texta úr lagi Bubba. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Vilhelm, Hulda, Ólöf Björk, Íris Ösp og Finnur Gauti. Vilhelm Kristinsson ✝ Móðir mín, amma okkar og langamma, BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 8. nóvember. Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Kristján Gunnlaugsson, börn og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn og tengdafaðir, BORGAR ÞORSTEINSSON sjómaður, Íragerði 15, Stokkseyri, lést föstudaginn 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Óli Borgarsson, Linda Björk Friðgeirsdóttir. ✝ Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 12. nóvember. Hörður Hjartarson, Benedikt Harðarson, Jóhanna Ólafsdóttir, Una Björk Harðardóttir, Pétur Hansson, Hörður Harðarson, Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Brynjar Harðarson, Guðrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, EYJÓLFUR KARLSSON, Sjávargrund 8a, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítala að morgni 14. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Júlía Jónsdóttir. ✝ Frændi okkar, STEINÞÓR JÓNSSON frá Ytri-Görðum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 17. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd frændfólks, Reynir Hjörleifsson. ✝ Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og vinur, SIGURJÓN GUÐMUNDSSON, Vesturbergi 138, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 15. nóvember. Jarðsett verður í kyrrþey. Oddný Ólafía Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson, Sævar Benediktsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Hermann Benediktsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir, Ómar Garðarsson, Kristján V. Halldórsson, Elísabet Egilsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.