Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Sudoku Frumstig 1 2 5 9 5 8 3 1 2 8 3 4 5 6 4 1 1 9 2 4 3 9 8 6 5 1 8 1 6 3 7 5 1 3 5 2 4 3 9 1 8 8 2 4 7 5 9 3 9 2 4 2 1 5 6 8 5 9 6 3 1 9 5 6 1 3 7 8 7 9 1 5 7 3 6 9 8 2 4 3 2 4 5 8 1 7 6 9 9 6 8 4 7 2 3 5 1 5 9 3 6 1 4 2 8 7 4 7 2 8 3 5 9 1 6 6 8 1 2 9 7 4 3 5 8 4 6 7 5 3 1 9 2 7 1 5 9 2 8 6 4 3 2 3 9 1 4 6 5 7 8 1 2 7 9 6 4 3 8 5 3 5 6 8 1 7 9 4 2 9 8 4 3 5 2 6 1 7 4 6 8 7 9 5 1 2 3 7 9 1 2 3 8 5 6 4 2 3 5 1 4 6 7 9 8 8 4 3 6 7 9 2 5 1 6 1 2 5 8 3 4 7 9 5 7 9 4 2 1 8 3 6 4 7 2 9 6 1 5 8 3 5 6 8 4 3 2 7 1 9 9 3 1 8 5 7 4 6 2 2 1 3 7 9 5 6 4 8 7 4 5 2 8 6 3 9 1 6 8 9 1 4 3 2 7 5 3 2 4 6 1 8 9 5 7 1 9 7 5 2 4 8 3 6 8 5 6 3 7 9 1 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 16. nóvember, 320. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Þegar sál mín örmagn- aðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) Víkverji gleðst yfir því að á hanner hlustað í Efstaleitinu. Ekki er öðruvísi hægt að túlka þær breyt- ingar sem orðið hafa á skemmtiþætti Sjónvarpsins á laugardagskvöldum, Hringekjunni. Ekki er verið að tala um stórvægilegar breytingar en þó getur Víkverji nefnt tvennt sem hann gerði athugasemdir við á dögunum, sem brugðist hefur verið við. Annars vegar er það að fleiri en söngvarar eru farnir að taka þátt í keppni þátt- arins um hæfileikaríkasta ein- staklinginn. Þetta gerðist nú bara í fyrsta þætti eftir ádrepu Víkverja. Í annan stað gerðist það í síðasta þætti að betra flæði náðist á milli atriða þegar stjórnandinn Gói ræddi lítil- lega við viðmælanda sinn í settinu um síðasta atriði á skjánum. Áfram svona, Gói! Nú bíður Víkverji bara eftir því að vera bænheyrður með að saga gat á þilið á miðju hringekju- sviðsins þannig að Gói geti hoppað á milli. Annars er þátturinn allur að koma til og verður sennilega orðinn býsna góður um áramótin þegar hann verður látinn víkja fyrir Söngvakeppninni. Þannig hló Vík- verji dátt að rappútgáfunni af Kast- ljósviðtalinu fræga við Jón Gnarr. x x x Annað gladdi Víkverja fyrir fram-an sjónvarpstækið þetta sama kvöld, þ.e. endurkoma Randvers Þorlákssonar í Spaugstofunni á Stöð 2. Nú hefur róninn Bogi endurheimt Örvar, félaga sinn, með aðstoð Fés- bókarinnar. Óborganlegt atriði á Arnarhólnum og vonandi fær Rand- ver einnig að bregða sér í hlutverk núverandi forsætisráðherra. Það gerir enginn betur en hann. x x x Nú er jólabókaflóðið í algleym-ingi. Bækurnar streyma inn í bókabúðir og bensínstöðvar og kunn- uglegir höfundar komnir á metsölu- listana. Meðal athyglisverðra bóka í flóðinu er „Um Guð“ eftir Jonas Gar- dell, í þýðingu Elínar Guðmunds- dóttur og útgáfu Urðar bókafélags. Í einni búðinni heyrði kunningi Vík- verja á tal konu einnar sem spurði bóksalann, alvörugefin á svip: „Er þetta ævisaga?“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þyrma, 4 hvetja, 7 varðveitt, 8 kjaga, 9 traust, 11 bára, 13 elska, 14 gleður, 15 heiðra, 17 naut, 20 rán- fugls, 22 málmblanda, 23 sigrað, 24 áana, 25 kaka. Lóðrétt | 1 raska, 2 tákn, 3 tómt, 4 ódrukkinn, 5 ánægja, 6 hryggdýrin, 10 mannsnafn, 12 keyra, 13 blóm, 15 sallarigna, 16 fóta- þurrka, 18 fífl, 19 hljóðfæri, 20 greina, 21 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ropvatnið, 8 tolls, 9 temja, 10 ket, 11 gifta, 13 aurar, 15 hægar, 18 illan, 21 auð, 22 sprek, 23 unnum, 24 bitakassi. Lóðrétt: 2 orlof, 3 vaska, 4 totta, 5 ilmur, 6 stag, 7 saur, 12 tía, 14 ull, 15 hæsi, 16 gerpi, 17 rakka, 18 iðuna, 19 lands, 20 nema. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Dc2 c5 6. Ra3 Rc6 7. Rxc4 Dc7 8. O-O b5 9. Re3 Bb7 10. b3 Hc8 11. Bb2 Rb4 12. Db1 Be7 13. Hc1 O-O 14. a4 a6 15. axb5 axb5 16. Rg5 h6 17. Bxf6 hxg5 18. Bxe7 Dxe7 19. Bxb7 Dxb7 20. Db2 De4 21. d3 Dd4 22. Dc3 f5 23. Rd1 f4 24. Ha5 f3 25. Dd2 e5 26. exf3 Rxd3 27. Hb1 Hxf3 28. Hxb5 Hcf8 29. Hb7 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu árið 1988 sem Jón L. Árnason vann með glæsibrag. Hér hafði hann svart gegn hinum kunna sovéska stórmeistara Lev Po- lugaevski. 29. … Hxf2! 30. Rxf2 Hxf2 31. Hxg7+ Kxg7 32. Dxg5+ Kf7 33. Dh5+ Ke7 34. Dg5+ Kd7 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Mikið traust. Norður ♠K102 ♥D6 ♦D96 ♣G10865 Vestur Austur ♠ÁD97 ♠863 ♥ÁG874 ♥109532 ♦82 ♦K1053 ♣43 ♣2 Suður ♠G54 ♥K ♦ÁG74 ♣ÁKD97 Suður spilar 5♣. Vestur leggur niður ásana sína tvo, spilar svo spaða í þriðja slag. Sagnhafi fer upp með ♠K, tekur tvisvar tromp, hendir spaða í ♥D og staldrar við áður en hann fer í tígulinn. Þar má engan slag gefa. Spilið er frá sterku alþjóðlegu boðs- móti í Kaupmannahöfn, sem fram fór nýlega. Svíarnir Bertheau og Nyström unnu sannfærandi sigur, en í öðru sæti urðu Bocchi og Madala frá Ítalíu. Bocchi var eini sagnhafinn sem kom 5♣ í hús. Hann spilaði ♦D úr borði, drap kónginn og horfði grunsemdarfullur á ♦8 vesturs, sem kom í slaginn. Eigandi hennar var frú Sabine Auken. Var áttan heiðarlegt spil frá ♦108 eða blekking frá ♦8x? Samkvæmt tölfræðinni er ♦8x lík- legri kostur ef vestur blekkir alltaf með áttuna aðra. Bocchi treysti Sabine til þess og svínaði ♦7. Ellefu slagir. 16. nóvember 1907 Stytta af Jónasi Hallgrímssyni var afhjúpuð í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá fæð- ingu skáldsins. Styttan er eftir Einar Jónsson og var sú fyrsta sem hér var sett upp eftir Ís- lending, annan en Thorvald- sen. Hún var fyrst við Amt- mannsstíg í Reykjavík en var flutt í Hljómskálagarðinn árið 1947. 16. nóvember 1957 Nonnahús á Akureyri var opn- að sem minjasafn þegar hundrað ár voru liðin frá fæð- ingu Nonna, Jóns Sveinssonar rithöfundar og prests. Hann fór ungur til útlanda og kom tvisvar heim, 1894 og 1930. Þá höfðu bækur hans verið prent- aðar í fimm milljónum ein- taka. Stytta af Nonna, eftir Nínu Sæmundsson, var af- hjúpuð við safnið 1995. 16. nóvember 1996 Dagur íslenskrar tungu var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur, efnt var til málræktarþings og verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar veitt. Þau hlaut Vilborg Dagbjartsdóttir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Jóhann Már Maríusson, verkfræðingur og fyrrver- andi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, er 75 ára í dag. Hann segist ætla að taka því rólega en taka á móti fjölskyldunni og vinum í tilefni dagsins. Eig- inkona hans er Sigrún Gísladóttir og eiga þau fjögur börn og 12 barnabörn. „Þetta verður ekk- ert sérstakt,“ segir hann og vill sem minnst úr tímamótunum gera. Lengst af starfaði Jóhann Már hjá Landsvirkjun en hann hætti að vinna fyrir um fjórum árum. „Ég verð að sætta mig við það,“ segir hann, en Jóhann Már var meðal annars eftirlitsverkfræðingur við ýmsar virkjanir Landsvirkjunar. Hann segir skemmtilegast hafa ver- ið að vinna við að koma upp virkjununum við Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjafoss. „Hvað heldurðu, maður,“ segir hann. „Þetta þótti skemmtilegt.“ Jóhann Már segir einnig eftirminnilegt að hafa unnið við fjármál Landsvirkjunar og að hafa náð góðum samningum við lánastofnanir. Þau hjónin hafi líka ferðast víða þó dregið hafi úr ferð- um. „Heimurinn er ágætis kot. Ég hef komið á ansi merkilega staði en það er ekki hægt að setja sig almennilega inn í hlutina nema vera virkur þátttakandi og ég kann best við mig á Íslandi.“ steinthor@mbl.is Jóhann Már Maríusson verkfræðingur 75 ára „Heimurinn er ágætis kot“ Söfnun Sara Ívarsdóttir, Anna Dögg Arn- arsdóttir, Laufey M. Long Sumar- liðadóttir og Valur Guðmundsson bjuggu til sultu og seldu í Mjóddinni. Þau söfnuðu 14.218 kr. sem þau gáfu Rauða krossi Ís- lands. Flóðogfjara 16. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.30 3,0 8.48 1,5 14.56 3,1 21.14 1,3 10.00 16.26 Ísafjörður 4.34 1,6 10.43 0,9 16.49 1,7 23.12 0,7 10.25 16.11 Siglufjörður 0.25 0,5 6.43 1,1 12.51 0,5 18.56 1,1 10.09 15.53 Djúpivogur 5.43 0,9 11.57 1,7 18.05 0,9 9.34 15.51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú leggur hart að þér bæði í leik og starfi. Reyndu að takmarka aðgengið svo þú getir sinnt því sem máli skiptir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Félagslífið ætti að ganga vel hjá þér í dag. Reyndu að halda ró þinni og gakktu til starfa þinna með venjubundnum hætti. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Vertu þolinmóður og ekki reikna með að menn geti lesið hugsanir þínar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Jákvætt viðhorf þitt í vinnunni bætir andrúmsloftið í kringum þig og áhugi þinn virkar smitandi á aðra. Varastu að láta aðra misnota gjafmildi þína. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Flokkaðu sjálfan þig með fólki sem þú hefur gaman af og vilt vera með. Eitthvað sem verið hefur á verkefnalistanum um langt skeið má alveg fara. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fjölskyldan og heimilið krefjast athygli þinnar þessa dagana. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er allt að verða vitlaust í vinnunni. Segðu hug þinn svo samstarfsmenn þínir fari ekki í grafgötur um afstöðu þína. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fólk breytist – og undanfarið sérstaklega þú. Leggðu þitt af mörgum mögl- unarlaust og þá fylgja aðrir á eftir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert í fullu fjöri og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Það getur eitt og annað farið úrskeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú leitar ráða hjá félaga sem reyn- ist skemmtileg blanda af speki og hnyttni. Hugsanlega mun gamall kærasti eða kærasta gefa til kynna að loginn á milli ykkar sé ekki slokknaður. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einhver á eftir að taka ummæli þín óstinnt upp. Þér finnst erfitt að láta kylfu ráða kasti, enda nægur tími til undirbúnings. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert jákvæð/ur og því ganga nán- ustu sambönd þín sérstaklega vel þessa dag- ana. Fólk er tilbúið til að hlusta á það sem þú hefur að segja. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.