Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Öryrkjar eru fremur fráskildir eða einhleypir en aðrir, konur eru hlut- fallslega fleiri í hópi öryrkja, þeir finna fyrir miklum fordómum og menntunarstig þeirra er talsvert lægra en almennt gerist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um hagiog lífs- kjör öryrkja sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands af Guð- rúnu Hannesdóttur. Að sögn Guð- mundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er skýrslan mjög mikilvægt tæki í réttindabaráttu öryrkja. „Við eigum eftir að nota hana við stefnumótun í framtíðinni,“ sagði Guðmundur. Margir í blokk Í skýrslunni kemur fram að í lok ársins 2008 var heildarfjöldi örorku- lífeyrisþega um 14.500 manns. Ör- yrkjar eru 8,5% af öllum konum á aldrinum 16-66 ára og 5,2% karla á sama aldri. Helmingur öryrkja er giftur eða í sambúð, athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra eru einhleypir eða fráskildir eða um 43%. Hjúskap- arstaða rúmlega 20% þeirra sem svöruðu könnuninni hefur breyst eftir að vinnufærni þeirra skertist. Meirihluti öryrkja býr í fjölbýlis- húsi, öfugt við þjóðina í heild þar sem meirihluti býr í sérbýli. Fátækt og menntunarskortur Fátækt virðist vera hlutskipti margra öryrkja í samanburði við aðra þjóðfélagshópa, en hátt í helm- ingur svarenda sagðist hafa átt erf- itt með að greiða útgjöld undan- farna 12 mánuði, en sambærileg tala fyrir þjóðina í heild á sama tíma er 12%. Menntun öryrkja er talsvert frábrugðin almennu mennt- unarstigi þjóðarinnar. 8% öryrkja eru með háskóla- menntun, til samanburðar má nefna að 30% þjóð- arinnar hafa lokið há- skólaprófi. Að sögn Guðrúnar er menntunarstigið mikil- vægur þáttur í þessu samhengi. Hugsanlega megi draga þá áyktun af fjölda ör- yrkja með litla menntun, að vinnu- vernd sé ábótavant í láglaunastörf- um, sem krefjist lítillar menntunar. Lítil starfsendurhæfing Starfsendurhæfing öryrkja er af afar skornum skammti, en einungis 15% þeirra hafa fengið slíka end- urhæfingu eða starfsþjálfun. Í rannsókninni sagðist meirihluti svarenda þiggja hana, stæði hún til boða. Í Hringsjá, sem er starfsendur- hæfing fyrir fatlaða og öryrkja, hef- ur náðst góður árangur. Að sögn Guðmundar er kostnaðurinn við rekstur starfseminnar í Hringsjá svipaður og örorkubætur í eitt ár. Hann benti á að afar mismunandi væri hvernig örorku fólks væri háttað, en vinnumarkaðurinn væri illa búinn undir það að taka á móti fólki sem getur einungis unnið hlutastörf eða þegar heilsufar leyf- ir. Þar skorti nokkuð á að koma til móts við öryrkja. „Við erum því miður langt á eftir nágrannalönd- unum. Ég held það sé óhætt að tala um 10-20 ár í þessu sambandi,“ sagði Guðmundur. Fátækt og fordómar  Formaður ÖBÍ: „Við erum 10-20 árum á eftir nágrannalöndunum“  Öryrkjar verða fyrir miklum fordómum  Takmarkaðir möguleikar á starfsendurhæfingu 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Í nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands er nafn ákærða í lík- amsárásarmáli tekið út í birtingu dómsins á netinu. Brotaþoli í því til- viki er mjög ósáttur við að nafnið hafi verið tekið út en árásarmaðurinn fékk fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skil- orðsbundna. Hefur brotaþoli, kona á fertugsaldri, jafnframt gert athuga- semdir við að hinn ákærði haldi starfsleyfi sínu sem fasteignasali þar sem löggiltir fasteignasalar mega ekki hafa hlotið fangelsisdóm. Verð- ur málið tekið fyrir hjá eftirlitsnefnd með störfum fasteignasala. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það sjaldgæft í birt- ingu dóma að halda nafni brota- manns í líkamsárásarmáli leyndu. Öll nöfn í þessu máli voru tekin út í birtingu dómsins, m.a. nafn konu hins ákærða sem kom við sögu sem vitni, en árásin átti sér stað í sam- kvæmi í sumarbústað. Lítur brota- þoli svo á að nafnbirting í þessu til- viki hafi átt að vera hluti af refsingu mannsins. Gert að ósk vitnis Benedikt Bogason, héraðsdómari á Vesturlandi, kvað upp dóminn. Hann segist aðspurður hafa orðið við ósk vitnis í málinu um að taka út nafn þess. Það hefði ekki verið að fullu gert nema að taka út öll nöfn. Ákvörðunin hafi verið tekin í fullu samræmi við reglur dómstólaráðs. „Vitnið hafði frambærilegar ástæður fyrir ósk sinni, án þess að ég greini nákvæmlega frá í hverju þær fólust, og tengist hinum ákærða ekkert,“ sagði Benedikt, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Nýverið kom fram í Morgun- blaðinu að birt var nafn pilts, sem dæmdur var fyrir vörslu á klámefni, á svipuðum tíma og nafnleynd var haldið yfir manni sem dæmdur var fyrir að kaupa sér vændi. Var þetta gagnrýnt af umboðsmanni barna og Femínistafélaginu. Einnig hefur dómsmálaráðherra sagt að mikil- vægt sé að gæta jafnræðis í nafn- birtingum. bjb@mbl.is Ósátt við nafn- leynd Nafnleynd sjaldgæf í líkamsárásarmálum Egill Ólafsson egol@mbl.is Staða bænda er óskýr í nýju frumvarpi Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um uppgjör vegna myntkörfulána. Frumvarpið miðar fyrst og fremst að því að taka á skuldamálum einstaklinga en ekki fyrir- tækja. Ráðherra mælir fyrir frumvarpinu á Al- þingi í dag. „Það er frekar óskýrt í frumvarpinu hvernig taka á á lánamálum bænda,“ sagði Elí- as Blöndal, lögfræðingur Bændasamtakanna, en margir bændur eru með myntkörfulán. Elías sagði að bændur hefðu talsverða sérstöðu. Minnihluti þeirra væri með rekstur búanna í einkahlutafélagaformi. Flestir rækju þetta á eigin kennitölu. Þeir hefðu tekið lán til kaupa á atvinnutækjum, vinnuvélum, jarða- kaupalán, lán til að kaupa kvóta, rekstrarlán og fleira. Elías sagði að í frumvarpinu væri reynt að taka lögaðila út fyrir sviga og því vaknaði sú spurning hvernig löggjafinn ætlaði sér að fara með lán bænda. „Það er allt að veði hjá bændum, bæði heimilið og fyrirtækið. Þeir stunda sinn at- vinnurekstur á heimili sínu og þar verður ekki stundaður neinn annar atvinnurekstur. Það er alveg ljóst að bændur lúta ekki sömu lögmálum og fyrirtækin sem talað er um í frumvarpinu.“ Í frumvarpinu eru m.a. færð þau rök fyrir því að lán fyrirtækja eigi ekki að falla undir ákvæði þess, að fyrirtæki hafi möguleika á að kaupa sér gjaldeyrisvarnir eða séu með út- flutningstekjur í erlendri mynt og geti þannig tryggt stöðu sína gagnvart gengisfalli. Elías segir þessi rök ekki eiga við bændur. Engin dæmi séu til um að bændur hafi keypt sér gengisvarnir og þeir séu ekki með tekjur í er- lendri mynt. Elías sagði að nokkuð margir bændur hefðu tekið myntkörfulán. „Það er líka til í dæminu að lánum hafi verið breytt í erlenda mynt, með svokölluðum myntbreytingasamn- ingum. Í þeim tilvikum tóku menn lán í ís- lenskum krónum og síðan er skilmálum breytt á lánstímanum og láninu breytt yfir í erlenda mynt. Samkvæmt orðanna hljóðan er þetta ekki gengistryggt lán samkvæmt þessu frum- varpi. Þetta þarf að skýra.“ Elías sagðist ekki sjá að sú uppgjörsregla sem væri að finna í frumvarpinu bætti miklu nýju við það sem legið hefði fyrir eftir dóm Hæstaréttar. Það lægi t.d. ekki fyrir hvernig ætti að vaxtareikna mismun á þeim greiðslum sem raunverulega fóru fram og ofgreiðslum eða vangreiðslum. Óskýrt hvernig fara á með lán bænda  Í frumvarpi viðskiptaráðherra um myntkörfulán eru m.a. færð þau rök fyrir því að frumvarpið fjalli ekki um lán fyrirtækja og að fyrirtæki geti keypt gengisvarnir og séu með tekjur í erlendri mynt Morgunblaðið/RAX Smala Margir bændur eru með myntkörfulán sem hafa hækkað mikið eftir hrun. 44% fyrirtækja með erlend lán » Samkvæmt greinargerð með frum- varpinu voru 44% fyrirtækja með lán í erlendum gjaldmiðlum. » Bókfært virði lána í erlendri mynt til fyrirtækja nemur rúmum 1.000 millj- örðum kr. Kröfuvirðið er þó mun hærra, eða 2.360 milljarðar kr. Af þessum tölum sést að bankarnir hafa þegar afskrifað verulegan hluta þessara lána þótt enn eigi eftir að færa afskriftirnar til viðkom- andi fyrirtækja. » Efnahags- og viðskiptaráðherra hef- ur sagt að afskrifa þurfi lán hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. » Bændur spyrja hvernig eigi að fara með myntkörfulán þeirra og hvort þeir séu flokkaðir sem einstaklingar eða fyrir- tæki. » Geðröskun er algengasta ástæða örorku karla, hjá konum er örorka oftast vegna sjúk- dóma í stoðkerfi. » Heildartekjur öryrkja fyrir skatt voru mismunandi eftir kynjum. Meðaltal tekna karla var 196 þúsund krónur á mán- uði, en kvenna 163 þúsund krónur. » 96% öryrkja hafa verið á vinnumarkaði. » Um 45% öryrkja finna fyrir fordómum, konur finna meira fyrir slíkum fordómum. Barnafólk finnur frekar fyrir for- dómum en barnlausir. » 70% öryrkja finna til félagslegrar einangr- unar. Einangrun MÁLEFNI ÖRYRKJA Kyn öryrkja Karlar 38% Konur 62%Hjúskaparstaða öryrkja 16-66 ára Karlar Konur Einhleyp Í sambúð Gift Ekklar/ekkjur Fráskilin 34% 11% 33% 18% 3% 19% 8% 46% 22% 5% Búa í eigin húsnæði 40 ára eða eldri Öryrkjar Þjóðin 66% 90% 15,3% öryrkja taka þátt í starfsendurhæfingu eftir örorkumat 45% öryrkja finna fyrir for- dómum vegna örorku eða fötlunar sinnar Öryrkjar með tekjur undir 200.000 kr. á mánuði: :69% :75% Upplifa nokkra eða mikla félagslega einangrun: :68% :72% Heildartekjur svarenda (kr.) < 100.000 100 - 149.000 150 - 199.000 200 - 249.000 250 - 299.000 300.000 > 7% 31% 15% 6% 7% 35% Með háskólamenntun Þjóðin í heild Öryrkjar (við örorkumat) 8% 30% Húsnæði öryrkja Einbýli 40% Annað 3% Sambýli 2% Þjónustuíb. 2% Fjölbýli 52% Orsök örorku: Geðröskun 14,4% Stoðkerfi 28,2% Áverkar 10,5% Hjarta-/æða- sjúkdómar 10,5% Aðrir sjúkdómar 16,3% Annað 12,6% Heyrnarskerðing 2,9% Þroskafrávik 2,5% Sjón- skerð. 4,6% Kyn og orsök örorku Geðröskun Stoðkerfi Tauga-/skynfæri Áverkar og æxli Þroski/meðfætt Hjarta-/æða-/öndunarsj. Annað/blandað Karlar Konur 46% 24% 34% 49% 46% 52% 39% 54% 76% 66% 51% 54% 48% 61%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.