Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Rokksveitin Cliff Clavin hefur gef- ið út sína fyrstu plötu, The Thief’s Manual. Bandið hefur nú verið starfandi í fjögur og hálft ár að sögn Bjarna Þórs Jenssonar, gítar- leikara og söngvara. Sveitin hefur verið á öruggri siglingu upp á við þessi ár en ákveðin vítamín- sprauta fékkst árið 2007 er hún vann Íslandsriðil keppninnar Glo- bal Battle of the Bands eða GBOB. „Að komast í einhver sæti í svona keppnum felur fyrst og fremst ákveðna viðurkenningu í sér, að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Bjarni. Hann segir að plata hafi alltaf verið á planinu en „það tók tíma að verða band“, eins og hann orðar það svo skemmti- lega og allir hljómsveitargaurar og -gellur ættu að geta samsamað sig þessari speki. Fyrstu árin fóru því í linnulitla spilamennsku og samhristingu hópsins en sveitin er enn skipuð upprunalegum með- limum, og því þétt og góð orðin. Platan var síðan tekin upp á Vestfjörðum, nánar tiltekið í mektarhljóðverinu Tankinum á Flateyri sem Önundur Pálsson rekur. „Það var mjög gott að vinna hana þar. Einangrunin þar og fjarlægðin frá borginni gerði okk- ur kleift að einbeita okkur 100% að vinnunni. Þetta var mikill skóli og við erum þegar farnir að huga að næstu plötu, hvernig við viljum hafa hana. Á fyrstu plötunni er maður greinilega að læra inn á kerfið, átta sig á hlutunum og kemur því vel nestaður að plötu númer tvö.“ Rýnt hefur verið í plötuna á síð- um þessum og í dóminum sagði í niðurlagi: „Skotheldur frumburður frá einkar efnilegri rokksveit sem hefur allt að vinna og engu að tapa.“ Ekki amalegur árangur það og því spennandi að fylgjast með framvindunni. „Það tók tíma að verða band“ Rokk og ról Cliff Clavin er sannarlega orðið „band“.  Cliff Clavin gefur út sína fyrstu plötu sem er fyrir þjófana  Rokksveitin Agent Fresco býður í hlustunarpartí á breiðskífunni A Long Time Listening á Kaffibarn- um næsta miðvikudagskvöld kl. 21:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og platan spiluð í heild sinnni. Útgáfudagur plötunnar hefur verið settur 22. nóvember. Agent Fresco bjóða í hlustunarpartí Fólk  Það var húsfyllir í Bíó Paradís á sunnudag þegar myndin Eins og við værum eftir Ragnheiði Gests- dóttur var sýnd. Ekki vantaði fyrir- mennin úr menningarkreðsunni, Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Ari Alexander og fleiri voru mættir til að líta verkið augum, ásamt líka þeim Ragnari Kjartanssyni og Páli Hauki Björnssyni sem eru miðlægir í myndinni. Tvær almennar sýn- ingar verða á myndinni, í kvöld kl. 20 og fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20. Sjá nánar á www.asifweex- isted.com og fésbókinni. Margmenni á mynd um Ragga Kjartans  Nú er loksins hægt að nálgast gogoyoko.com frelsiskort / inn- eignarkort til kaups. Kortin koma til móts við fólk sem á ekki kred- itkort, t.d. ungt fólk. 3 mismunandi kort eru í boði: 1600 kr, 4000 kr, 8000 kr. Þau eru sáraeinföld í notk- un með kóða sem virkjar inneign á vef gogoyoko.com. gogoyoko.com kynnir gogoyoko frelsi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem maður sest niður með ókunnugri konu á kaffihúsi og fer að ræða við hana um kynlíf með opinskáum hætti. En það er nú einmitt það sem blaðamaður gerði í liðinni viku, átti stefnumót við kynlífsbókahöfundinn og fjölmiðla- konuna bresku, Tracey Cox, en út er komin á vegum For- lagsins nýjasta bók hennar, Lostaleikir. Út frá titlinum mætti halda að í bókinni fjallaði Cox um kynlífsleiki en bókin er mun ítar- legri en svo, í henni er í raun fjallað um allt mögulegt sem tengist kynlífi og kynhegðun mannsins, m.a. vísað í kannanir og rannsóknir. Hér ættu kynlífsfróðleiksþyrstir því að geta svalað þorsta sínum og fundið lausn- ir á vandamálum sínum, enda er undirtitill bókarinnar „Leiðarvísir sérfræðingsins að sannkallaðri kyn- sælu“. Cox segist alltaf hafa haft gaman af skrifum og sálfræði. Hún hafi ákveðið að gefa út bók með kynlífs- ráðum þegar hún komst að því að þær handbækur sem til voru um kynlíf, undir lok síðustu aldar, væru algjörlega lausar við skopskyn og full læknisfræðilegar fyrir hennar smekk. Fyrsta bók Cox, Hot Sex: How to do it, fékk afar góðar við- tökur þegar hún kom út árið 2000 og er hún nú fáanleg í um 140 löndum. Eftir útgáfu bókarinnar varð ekki aftur snúið. „Ég hafði áður skrifað nokkrar hagnýtar greinar í Cosmo- politan (Cox var aðstoðarritstjóri tímaritsins í Ástralíu fyrir um 15 ár- um), ein snerist um það hvernig konur ættu að fróa sér, leiðarvísir þar sem farið var í gegnum það skref fyrir skref,“ segir Cox. Hún hafi skrifað svipaða grein um munn- mök og salan á tímaritinu hafi rokið upp við það. Greinarnar hafi aug- ljóslega vakið áhuga kaupenda. Ekkert læknamál – Það hefur orðið mikil breyting á seinustu 10-15 árum eða svo hvað varðar leiðbeinandi kynlífsefni fyrir bæði kyn, ekki satt? „Já, það finnst mér,“ svarar Cox. Fyrsta bókin hennar hafi höfðað til fjöldans, ekkert læknamál í henni heldur tekið létt á umfjöllunarefninu með mátulegum skammti af skop- skyni. „Svona eins og venjulegt fólk talar um kynlíf,“ útskýrir Cox. – Nú hefur mikill fjöldi slíkra bóka verið gefinn út á seinustu árum og kynlífsdálka að finna í svo til öll- um kvennablöðum. Er einhverju við þetta allt að bæta? „Jú, það er margt nýtt að finna. Það eru afar margar rannsóknir gerðar á kynlífi um þessar mundir, áhugaverðar rannsóknir, t.d. um kynhvöt kvenna og kynferðislegar langanir. Allir eru að reyna að finna „hið nýja Viagra“ fyrir konur og auðvitað er hægt að gefa konum það en kynlífslöngun kvenna virkar ein- faldlega ekki þannig,“ segir Cox og gefur lítið fyrir slíkar lausnir í töflu- formi. Hún segir háum fjárhæðum eytt í rannsóknir á kynlífi, enda kyn- lífið drjúg tekjulind, m.a. rannsóknir sem tengjast efnaskiptum í heil- anum og nýjustu fréttirnar af slík- um rannsóknum séu t.d. þær að of brátt sáðlát megi hugsanlega laga með þunglyndislyfjum. „Sem er al- gjör klikkun,“ segir Cox og hlær. Vissulega sé nútímamaðurinn gegn- sýrður af upplýsingum um kynlíf en engu að síður vanti alltaf hagnýtar upplýsingar. Þar komi hún til sög- unnar. Karlar eiga ekki að njóta ásta eins og konur – Það er mun flóknara fyrir karl- menn að fullnægja konum en fyrir konur að fullnægja körlum. Það mætti líkja því við muninn á því að fljúga orrustuþotu og að hjóla... „Já, það er dálítið þannig, eigin- lega mjög mikið þannig,“ segir Cox og hlær að samlíkingunni. „Ég tel of margar bækur skrifaðar fyrir kon- ur. Þó svo konur kaupi bækurnar sé ég til þess að bækurnar mínar séu fyrir karla og konur. Ég hef ekki áhuga á því að úthúða körlum, það er kjaftæði að halda því fram að karlar eigi að elskast eins og konur, mér finnst að konur ættu í meira mæli að elskast eins og karlar. Það á ekki að leggja þessa miklu áherslu á hinar fullkomnu aðstæður eða svið- setningu, að þetta eða hitt eigi að vera nákvæmlega svona eða hinseg- in. Drífið bara í þessu!“ segir Cox kímin og er komin á flug og bætir við: „Það er ekki auðvelt fyrir konur að fá fullnægingu, alls ekki, það þarf mikla einbeitingu til að ná á áfanga- stað, allt þarf að smella saman.“ Cox segir að konur séu á valdi horm- ónanna og þurfi því að segja körlum til í kynlífinu, hvað veiti þeim ánægju hverju sinni og hvað ekki. Slíkar „kennslustundir“ séu vissu- lega ekki kynæsandi en báðir aðilar eigi þó að geta notið kynlífsins þeg- ar rétt sé að farið. Orkufrekt að forðast kynmök Cox segir fólk almennt þurfa að opna huga sinn gagnvart kynlífi, læra að slaka á og losa um hömlur. Hún segir pör líka eyða of mikilli orku í að forðast kynlíf, velta því fyrir sér frameftir kvöldi hvernig þau geti komist hjá kynmökum. Því fylgi oft samviskubit hjá þeim sem hefur ekki áhuga og áhyggjur af því að makinn missi áhuga á þeim kyn- ferðislega. Aðalmálið sé að vera af- slappaður en þó ekki of afslappaður. „Það er heilmikil vinna fólgin í því að halda kynlífinu við til lengri tíma, fjári mikil vinna. Við erum ekki byggð til þess að njóta kynlífs langt fram eftir aldri. Móður náttúru er skítsama hvort þú nýtur kynlífs fram eftir ævinni. Hún vill bara að við elskumst og eignumst börn. Þeg- ar því takmarki er náð hefur hún lokið sínum afskiptum af okkur.“ „Móður náttúru er skítsama“  Nýjasta bók kynlífsráðgjafans Tracey Cox, Lostaleikir, er leiðarvísir að sann- kallaðri kynsælu  Fólk mætti vera afslappaðra gagnvart kynlífi, segir Cox Kynlíf Það má segja að Tracey Cox sé með kynlíf á heilanum enda gengur starf hennar út á að velta því fyrir sér og fjalla um það. www.traceycox.com Cox nam sálfræði og fjölmiðla- fræði í háskóla og hefur auk þess gegnt stöðu aðstoðarrit- stjóra tímaritsins Cosmopolitan í Ástralíu. Hún hefur fjallað um kynlíf í tímaritum, sjónvarpi og útvarpi og síðast en ekki síst sem höfundur fjölda metsölu- bóka um kynlíf, sambönd og lík- amstjáningu. Bækur hennar hafa selst í yfir tveimur milljónum eintaka á heimsvísu. Auk þess gerir hún út kynlífshjálpartækja- línu undir heitinu Supersex, eða Ofurkynlíf. Tracey hefur komið fram í fjölda sjónvarps- og út- varpsþátta, m.a. í bresku þátt- unum The Sex Inspectors og þætti Opruh Winfrey, svo fátt eitt sé nefnt. Bækur, fjölmiðlar, tímarit og hjálpartæki EFTIRSÓTTUR SÉRFRÆÐINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.