Morgunblaðið - 16.11.2010, Side 15

Morgunblaðið - 16.11.2010, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 M.MBL.IS FÆRIR ÞÉR INNLENDAR FRÉTTIR Á FERÐINNI Innlent - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0 Reuters Um tvær milljónir hvítklæddra múslíma söfnuðust sam- an á graníthæðinni Jabal al-Rahma í Sádi-Arabíu í gær, á öðrum degi pílagrímsferðar múslíma. Jabal al-Rahma er í Arafat, sem er slétta 21 km austan við Mekka. Mú- hameð spámaður er sagður hafa flutt kveðjupredikun sína á hæðinni sem rís um 60 metra yfir sléttuna. Tvær milljónir pílagríma í Arafat Alþjóðlegur hópur sérfræðinga hófst í gær handa við að grafa upp bein danska stjörnufræðingsins Tychos Brahes í Prag og vonast er til að rannsóknir á beinunum geti varpað ljósi á dularfullan dauða hans. Tycho Brahe var uppi á árunum 1546-1601. Talið var í fyrstu að sýk- ing í blöðru hefði valdið dauða hans en rannsóknir benda til þess að banameinið hafi verið kvikasilfurs- eitrun. Danski prófessorinn Pet- er Andersen hef- ur leitt getur að því að Svíinn Er- ik Brahe, frændi stjörnufræðings- ins, hafi myrt hann að fyrir- mælum Kristjáns IV Danakonungs. Kenningin byggist á dagbók Eriks sem kveðst þar hafa verið við bana- beð stjörnufræðingsins og biður Guð að fyrirgefa sér það sem hann hafi verið neyddur til að gera. Andersen telur að Kristján konungur hafi fengið föðurbróður sinn, Hans her- toga, sem nefndur er 27 sinnum í dagbókinni, til að neyða Erik Brahe til að fyrirkoma stjörnufræðingnum. Tycho Brahe bjó tvö síðustu ævi- árin í Prag í þjónustu Rudolfs II keisara. Bein Brahes grafin upp  Vilja varpa ljósi á ráðgátuna um dauða stjörnufræðingsins Tycho Brahe Lansing. AFP. | Mona Ramouni glós- aði með hjálp blindraleturstækis þegar leiðsöguhesturinn hennar blandaði sér í umræðu bekkjarins með fnæsi. „Hvað finnst þér Cali?“ spurði háskólakennarinn Shelley Smith- son hlæjandi og hélt áfram að ræða kenningar á sviði sállækninga. Cali er á meðal nokkurra smá- hesta sem notaðir eru í Bandaríkj- unum til að hjálpa blindum nem- endum og er líklega fyrsti hesturinn í bandarískum háskóla. „Er þetta hestur?“ Hófaskellirnir í háskólabygging- unni vekja enn mikla athygli þrem- ur mánuðum eftir að Ramouni hóf nám með Cali í ríkisháskóla Michig- an í Lansing. Nemar reka upp stór augu, hrista höfuðið, taka upp myndavélar og sumir geta ekki stillt sig um að spyrja: „Er þetta hestur?“ „Venjulega tek ég þessu vel vegna þess að það þarf að fræða fólk um þetta,“ segir Ramouni. „Stundum segi ég þó: Nei, reyndar er þetta flott leikfang.“ Stjórnendur skólans höfðu í fyrstu áhyggjur af því að Cali myndi trufla kennsluna og sóða skólastofuna út en hesturinn hefur reynst mjög þrifalegur og honum hefur jafnvel samið vel við blindra- hund eins af bekkjarfélögunum. Cali er tæp 45 kíló á þyngd og á stærð við stóran hund en slíkir smá- hestar eru miklu sterkari og þykja betur til þess fallnir að hjálpa fólki sem á erfitt með að hreyfa sig. Smáhestarnir lifa yfirleitt miklu lengur en blindrahundar, nýtast í meira en 30 ár en hundarnir yfir- leitt í sex til átta ár. Þeir krefjast þó miklu meiri umönnunar en hundar- nir og eru miklu dýrari. Cali er fyrsta leiðsögudýr Ramouni sem er múslími. Foreldrar hennar, sem fæddust í Jórdaníu, vildu ekki fá hund inn á heimilið. Ramouni er þrítug, stefnir að meistaragráðu í endurhæfingar- ráðgjöf og segir að án Calis hefði hún líklega ekki hafið háskólanám. bogi@mbl.is Blindrahestur í skólastofunni  Nemar reka upp stór augu þegar Cali töltir í háskólann Námshestur Ramouni og Cali velta vöngum um sálfræði í skólastofunni. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir þúsunda Indónesa sneru aftur til heimkynna sinna í gær eftir að hafa flúið vegna eldgoss sem hófst í Merapi-fjalli á Jövu fyrir þremur vikum. Eldgosið kostaði að minnsta kosti 259 manns lífið og lík eru enn að finnast undir þykku öskulagi í grennd við eldfjallið. Yfir 365.000 manns voru í gær enn í búðum sem komið var upp til bráðabirgða fyrir flóttafólkið, um 30.000 færri en daginn áður. Eld- fjallafræðingar sögðu að verulega hefði dregið úr gosinu en mikil hætta stafaði enn af eldfjallinu. „Hafa ekkert að borða“ Fréttastofan AP hafði eftir þorpshöfðingja að margir þeirra sem komast nú heim til sín kæmu að stór- skemmdum eða ónýtum húsum. „Húsin þeirra eru á kafi í þykkri ösku; uppskera þeirra er ónýt,“ sagði þorpshöfðinginn. „Við þurfum að finna einhverja leið til að hjálpa þeim. Margir hafa ekkert að borða.“ Merapi, sem þýðir „eldfjall“, er virkasta eldfjall Indónesíu og gýs yfirleitt á um það bil fjögurra ára fresti. Um 1.300 manns fórust þegar Merapi gaus árið 1930 en að sögn indónesískra eldfjallafræðinga er gosið nú það öflugasta í fjallinu frá árinu 1872. Tugir virkra eldfjalla eru í Indónesíu sem er á svæði sem nefnt hefur verið „eldhringurinn“ í Kyrra- hafi. Merapi er ekki langt frá eld- fjallinu Krakatau sem varð um 40.000 manns að bana í miklu eldgosi árið 1883. Flugvöllurinn í héraðshöfuð- staðnum Yogyakarta hefur verið lok- aður í tæpa viku vegna öskuskýsins frá Merapi. Reuters Eyðilegging Íbúi indónesíska þorpsins Kali Tengah nær í nýtilega hluti úr rústum húss síns í grennd við Merapi. Húsin á kafi í ösku  Tugir þúsunda Indónesa snúa aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið eldgos sem varð minnst 259 manns að bana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.