Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 16
Leitar heimildar til að selja kirkjueignir FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is K irkjuráð hefur óskað eftir því að kirkjuþing 2010, sem nú er haldið í Grensáskirkju í Reykjavík, heimili sölu 26 fasteigna í eigu þjóðkirkjunnar og eru þær víða um landið. Sala eign- anna er til að bregðast við niður- skurði á tekjum kirkjunnar. Málið verður væntanlega rætt á kirkjuþingi í dag og greidd um það atkvæði síðar í vikunni. Samþykki kirkjuþing tillöguna er ekki þar með sagt að eignir þessar verði falboðnar strax. Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður fast- eignanefndar þjóðkirkjunnar, segir að verði tillagan samþykkt komi það til kasta kirkjuráðs að taka ákvörðun um hvaða eignir verða settar á mark- að og hvenær. Líklega verður það ekki fyrr en á næsta ári að óskað verður eftir tilboðum í fyrstu eign- irnar. Í athugasemdum við tillöguna sem kirkjuþing ræðir segir m.a. að skipta megi umræddum eignum í nokkra flokka eftir því hvaða for- sendur liggja til grundvallar beiðni kirkjuráðs. Ólíkar eignir Í fyrsta lagi er um að ræða eign- ir sem ljóst er að kirkjan muni ekki nota og ekki þykir ástæða til að eiga vegna kirkju- eða menningar- sögulegra ástæðna. Í þeim flokki eru m.a. jarðir, hlutar úr jörðum og nokkrar lóðir. Þar á meðal er eignin Bergþórshvoll/Sandar í Landeyjum. Guðmundur segir að um sé að ræða landgræðslusvæði nálægt sjó. Jörðin var seld í fyrra en þetta svæði var undanskilið sölunni þá. Í öðru lagi er um að ræða eignir sem ekki er talin þörf fyrir í þjónustu kirkjunnar i ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og þrengri fjárhags kirkjunnar. Kirkjan getur losað fé sem í þeim er bundið með því að selja þær. Þar á meðal er Kapella ljóssins og tvær íbúðir í raðhúsi á gamla varn- arsvæðinu á Ásbrú. Kirkjan keypti þessar eignir af Þróunarfélagi Kefla- víkurflugvallar haustið 2007. Kirkju- ráð hefur þegar samþykkt að stofnað verði eignarhaldsfélag um kapelluna sem kaupi húsið af kirkjumálasjóði. Einnig er þarna nefnd íbúð við Hjarðarhaga en hún var gefin þjóð- kirkjunni á sínum tíma. Í þriðja lagi er um að ræða nokk- ur prestssetur sem lagt er til á kirkjuþingi 2010 að leggist af við starfslok prests eða að presturinn flytji í annað húsnæði í prestakallinu. Einnig eru hér prestssetur í presta- köllum sem búið er að sameina öðr- um. Guðmundur segir málið ekki al- veg einfalt, t.d. hvað varðar þau prestssetur á eignalistanum sem set- in eru af prestum í dag. „Ekki er gert ráð fyrir að selja þau undan mönnum, en þar kemur tvennt til greina. Ef menn hætta og láta af embætti losnar bústaðurinn og þá verður væntanlega reynt að selja hann. Einnig er mögulegt að menn láti bústaðinn af hendi og út- vegi sér sjálfir húsnæði,“ sagði Guð- mundur. Í fjórða lagi er um að ræða eign- ir sem ekki er talið að kirkjan muni hafa not fyrir í þjónustu sinni og kostnaður kirkjumálasjóðs líklega meiri af áframhaldandi eignarhaldi en því að selja eignina. Þá er óskað eftir heimild til að selja prestssetrið á Bíldudal og kanna kaup á annarri fasteign á svæðinu. Prestssetrið er í svo slæmu ástandi að nauðsynlegt er að leggja í talsverðan kostnað til að það geti tal- ist íbúðarhæft. Morgunblaðið/Kristinn Kirkjuþing Kirkjuráð hefur óskað eftir heimild til að selja 26 eignir þjóð- kirkjunnar. Málið er rætt á kirkjuþingi 2010 sem haldið er í Grensáskirkju. 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ár er í dagliðið síðanrússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitskí lést í fangelsi í Moskvu án þess að hafa verið dæmdur fyrir nokkurn glæp. Hann hafði verið fársjúkur, en var neitað um læknishjálp. Magnitskí hafði verið sakaður um skatt- svik, en stuðningsmenn hans halda því fram að hans eina brot hafi verið að afhjúpa spillingu rússneskra embætt- ismanna. Enginn hefur verið kallaður til ábyrgðar vegna dauða Magnitskís og í síðustu viku veitti innanríkisráðu- neytið embættismönnunum, sem hann hafði sakað um spillingu og rannsökuðu mál hans, sérstaka viðurkenn- ingu. Það er ekki ráðlegt að tala upphátt um spillingu í Rúss- landi. Um helgina mótmæltu 200 manns í Moskvu árásum á rússneska blaðamenn. „Leit að sannleika er leið í dauð- ann,“ stóð á borða eins mót- mælendanna. Laugardaginn 6. nóvember var ráðist á Oleg Khasin, blaðamann viðskiptablaðsins Kommersant, og hann var barinn til óbóta. Árásin náðist á öryggismyndavélar og hafa myndir af henni vakið mikið umtal í Rússlandi. Hann hafði meðal annars fjallað um lagn- ingu umdeilds vegar í gegn- um Khimski-skóginn fyrir ut- an Moskvu og mótmæli gegn honum. Lá Khasin í dái í nokkra daga eftir árásina. Tveimur dögum áður var ráðist á Konstantin Fet- isov blaðamann með hafnabolta- kylfum fyrir utan heimili hans. Hann hafði sömuleiðis fjallað um hinn umdeilda veg. Mál Míkhaíls Beketovs er með ólíkindum. Beketov er ritstjóri vikublaðsins Khim- kinskaja Pravda. Árið 2008 var ráðist á hann af miklu of- forsi. Beketov hlaut heila- skemmdir og mörg beinbrot. Hann þurfti að fara í átta að- gerðir og missti fjóra fingur og neðan af fæti. Í liðinni viku var hann sekur fundinn fyrir meiðyrði vegna ummæla um borgarstjóra Khimki í viðtali árið 2007. Beketov kom fram í réttinum í hjólastól og átti í vandræðum með að tjá sig vegna áverkanna, sem hann hlaut í árásinni. Á fimmtudag var lýst yfir því að rannsókn, sem sett hafði verið á ís á máli Beke- tovs, yrði hafin að nýju. Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, lýsti yfir stuðn- ingi við blaðamenn eftir árás- irnar í liðinni viku og sagði að þeir ættu að geta „unnið skyldustörf sín með eðlilegum hætti án þess að hafa áhyggj- ur af lífi sínu“. Medvedev hef- ur áður talað í þágu réttarrík- isins og málfrelsisins án þess að það hefði sýnileg áhrif. Það þarf meira en orð til þess að lina kverkatök spilling- arinnar í rússnesku þjóðlífi. Í Rússlandi geta gagnrýnendur spillingar verið í bráðri hættu} Sjálfsvörn spillingarinnar Það gilda all-margar óskráðar meg- inreglur í hinni efnahagslegu og pólitísku tilveru, jafnt innanlands og á al- þjóðavísu. Meðan búið var við fastgengisstefnu hér var þessi ein af íslensku meginregl- unum: Eftir að forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur krafist gengislækkunar, forsætisráðherra hefur svarið hana af sér tvisvar og SÍS er hlaupið til að borga allar er- lendar lausaskuldir sínar fyrir meðalgöngu L.Í. þá eru innan við 12 tímar í gengisfell- inguna. Alþjóðleg regla segir: Þegar ráðherra hefur fjórum sinnum sagt að hann muni alls ekki segja af sér „vegna máls- ins“ þá fer aðstoðarmaðurinn að setja persónulegt dót sitt í kassa. Nú hafa Írar sagt í þrígang að þeir muni alls ekki leita á náðir ESB og AGS, því þeir geti ekki gert meir til að bjarga sér án sjálf- stæðrar myntar. Því eru tald- ar yfirgnæfandi líkur á að stund auðmýkingarinnar sé skammt undan. Forsætisráð- herra Grikklands hafði aðeins tvisvar fullyrt að Grikkir væru færir um að bjarga sín- um málum áður en hann fór betlandi til Brussel. Sífellt fleiri fræðimenn og helstu sérfræðingar fjölmiðla um efnahagsmál, jafnt austan hafs sem vestan, telja nú auknar líkur á að evran muni ekki lifa núverandi vandræði sín af í óbreyttri mynd. Dauðastríð hennar sé hafið og til sé algild regla um þess háttar stríð. Ekki er þó enn víst að sú spá sé rétt. Enn gildir efinn. Hinar óskráðu meg- inreglur hafa reynst marktækar} Óskráðar meginreglur E ins og við verðum núna vitni að er írska ríkið í raun gjaldþrota. Það er vegna þess, að Írar ábyrgðust innistæður í bankakerfinu, í þeirri trú að tálsýninni yrði hald- ið við og til að koma í veg fyrir að fólk flykktist í fjármálastofnanir til að taka peningana sína út. Írum tókst reyndar það ætlunarverk sitt, að koma í veg fyrir áhlaup á bankastofnanir sem skulduðu meira en þær áttu, en það var skammgóður vermir. Eins og stjórnmálamenn hefðu mátt átta sig á voru þær skuldbindingar sem írska ríkið tók á sig langtum meiri en það hafði burði til að bera. Nú er svo komið að fjár- festar vilja ekki lengur leggja því til fé, nema með himinhárri ávöxtunarkröfu og fjármagns- kostnaði sem írska ríkinu er um megn. Núna, þegar við fylgjumst með greiðsluþroti fullvalda ríkis (hvort sem ESB otar neyðarspena að Írum eða ekki), benda sumir á að Íslendingar hafi borið gæfu til þess að feta ekki sömu tröð og Írar. Íslenska ríkið hafi ekki tekið ábyrgð á bönkunum, heldur látið þá fara á hausinn. Þess vegna verðum við fljótari en Írar að vinna okkur út úr vandanum. Því miður er þessi hugsun að mestu leyti ósk- hyggja. Víst er rétt að erlendir lánardrottnar hinna föllnu banka voru látnir taka á sig gríðarlegt tap. Búnir voru til „nýir bankar“, tveir í eigu erlendra kröfuhafa og einn að mestu í eigu íslenska ríkisins. Sá galli fylgdi hins vegar gjöf Njarð- ar að íslenska ríkið tók ábyrgð á starfsemi þessara nýju banka, með því að skuldbinda sig til að leggja þeim til nýtt eigið fé. Um stöðu þeirra og gæði eignasafns er erfitt að segja, en víst er að ef ekki væru hér gjaldeyrishöft myndu margir flýja með innistæður sínar í öruggari eignir er- lendis. Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, í tengslum við þriðju endurskoðun, skuldbatt ríkið sig til þess að sprauta enn frekara fjármagni inn í nýju bank- ana ef þess gerðist þörf. Þar að auki hefur ríkið skuldbundið sig til þess að sjá bönkunum fyrir lausafé í erlendri mynt þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt og erlendir krónueigendur vilja e.t.v. skipta krónum sínum fyrir erlendan gjaldeyri (sjá viljayfirlýsingu 20. okt. 2009). Þar er um að ræða hundraða ef ekki þúsunda milljarða skuldbindingu íslenska ríkisins. Í staðinn fyrir þessar skuldbindingar fær íslenska ríkið lánalínu frá AGS og erlendum ríkjum, svo það lendi ekki í greiðslufalli í erlendri mynt á næsta ári. Það mun þó reyn- ast skammgóður vermir, því líklega mun ríkið þurfa að sækja sér fjármagn til útlanda á árinu 2015 (sjá úttekt í Viðskiptablaði Mbl. 7. okt.) og þá er ekki víst að vextir í heiminum verði lægri en núna, enda munu ríki að líkindum þurfa að sækja sér fé til að fjármagna gríðarlegan halla- rekstur síðustu ára og neyðast til að greiða fyrir það sífellt hærra áhættuálag. Þetta er kallað að pissa í skóinn sinn og stinga höfðinu í sandinn. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Íslenska og írska leiðin er sú sama STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þekkt prestssetur á borð við Hraungerði í Flóahreppi, Holt undir Eyjafjöllum og Mosfell í Grímsnesi munu væntanlega þykja einna mest spennandi af þeim eignum sem kirkjuráð ósk- ar eftir leyfi til að selja, að mati Magnúsar Leopoldssonar fast- eignasala. Hann óttast ekki að sala þessara eigna muni valda nein- um óróa á markaði með bú- jarðir, enda ekki um margar jarðir að ræða á listanum. Spennandi prestssetur SÖGUFRÆGIR STAÐIR www.mats.is Prestssetur Óskað er heimildar til að selja Holt og fleiri prestssetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.