Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Völd danska fjármálaeftirlitsins hafa verið aukin til muna eftir banka- hrunið 2008 og vill Ulrik Nødgaard, forstjóri eftirlitsins, að þau verði aukin enn frekar. Á ráðstefnu Fjár- málaeftirlitsins í gær sagði hann að danska eftirlitið hefði nú vald til að víkja frá forstjóra fjármálafyrirtæk- is, teldi eftirlitið ástæðu til. Hann sagði að það væri hins vegar ekki nóg. Hann vildi geta skipað fyr- irtækjum fyrir um ákveðna þætti í starfsemi þeirra, til dæmis ef útlána- vöxtur væri of hraður eða ef útlán til fasteignageirans yrðu of stór hluti heildarútlána. Núna gæti eftirlitið aðeins sent viðvörun til fjármálafyr- irtækja sem færu út fyrir viðmið eft- irlitsins, en Nødgaard telur það ekki nægilegt. Ljónið ekki tamið Hann segir einnig að danska eft- irlitið hafi aukið til muna gagnsæi í starfsemi sinni. Fari fjármálafyrir- tæki fram úr því sem eftirlitið telur heppilegt, til dæmis hvað varðar út- lánavöxt eða fjármögnun, birtir fjár- málaeftirlitið upplýsingar um það á vefsíðu sinni. Segir Nødgaard að það sé nú þegar farið að hafa heppileg áhrif á fjármálamarkaðnum. Á ráðstefnunni sagði Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráð- herra að líta yrði fjármálastöðug- leika sömu augum og þjóðaröryggi. Sagði hann að fjármálakreppur væru óhjákvæmilegar, en opinber eftirlitskerfi ættu að draga úr áhrif- um þeirra. Þessi kerfi, bæði hér og erlendis, stóðust ekki, meðal annars vegna þess að stofnanirnar skildu ekki áhættuna sem fjármálakerfið stóð frammi fyrir. Árni sagði að bankarnir hefðu orðið sérfræðingar í að sneiða framhjá anda laganna. Þeir hefðu uppfyllt skilyrði laga samkvæmt orðanna hljóðan og eftirlitsaðilar lát- ið það gott heita, þótt hegðun bank- anna hefði verið gegn tilgangi lag- anna. Sagði Árni að völd fjármálaeftirlitsins hefðu verið auk- in svo og heimildir til að taka sér- tækar ákvarðanir. Þá yrði að auka upplýsingaflæði í eftirlitskerfinu al- mennt. Einnig yrðu eftirlitsaðilar eins og Fjármálaeftirlitið að láta lög- gjafann vita ef eftirlitið teldi sig skorta lagaheimildir til að gera það sem þyrfti að gera. Árni sagði að lokum að ljónið yrði ekki tamið eða eðli þess breytt. Við yrðum hins vegar að læra að lifa með því og vernda almenning fyrir ljón- inu. Vill meiri völd Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Ráðstefna FME var um hvaða lærdóma mætti draga af hruninu og voru pólitískar afleiðingar þess meðal annars ræddar.  Danska fjármálaeftirlitið vill geta gefið fjármálafyrirtækjum skipanir ● Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátæknilausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Í fréttatilkynningu kemur fram að keppnin sé sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og muni Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, kynna viðskiptahugmynd fyr- irtækisins í úrslitum keppninnar sem fer fram í Kísildalnum í Kaliforníu á morgun. ReMake Electric sérhæfir sig í lausnum á sviði raföryggis. ReMake keppir til úrslita í Kísildalnum ÞETTA HELST ... ● Skuldabréf lækkuðu í verði í gær, en GAMMA-vísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í 5,7 milljarða króna við- skiptum. Verðtryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um 0,4% í 2,6 milljarða króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,9 milljarða viðskiptum. Lækkun á skuldabréfum ● Alþjóðleg at- hafnavika nýsköp- unar- og frum- kvöðlasetursins Innovit hófst í gær, með ávarpi Katr- ínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og hvatningarræðu Jóns Gnarrs borg- arstjóra. Dagskrá Alþjóðlegrar athafna- viku byggist upp á frumkvæði ein- staklinga, fyrirtækja, skóla, stofnana og allra þeirra fjölmörgu aðila sem munu skipuleggja viðburð í vikunni, að því er fram kemur á vefsíðu Innovit. „Það er því í höndum skipuleggjenda hvers við- burðar að skrá og ákveða tímasetningu og staðsetningu hvers viðburðar.“ Alþjóðleg athafnavika Innovit hafin ● Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Ken- tucky Fried Chic- ken International Holdings um að banna fyrirtækinu FoodCo, sem rekur skyndibitastaðina Aktu Taktu, að nota nafnið „twister“ á matseðli. Ber FoodCo, samkvæmt dómnum, að afmá vörumerkið Twister af matseðlum Aktu Taktu og af öllu kynningarefni ut- an sem innan húss og af heimasíðunni aktutaktu.is innan 30 daga að við- lögðum 50.000 króna dagsektum. KFC á vörumerkið twister og var það skráð í vörumerkjaskrá hér á landi árið 2000. Er merkið sagt vera skráð í fjöl- mörgum öðrum löndum. Hefur KFC ehf. notað vörumerkið frá árinu 2002. Byrjað var að selja rétti sem nefndir voru taco twister í Aktu Taktu á árinu 2004. Fram kom í héraðsdómi að KFC hafi fyrst gert athugasemdir við þetta árið 2009. Má ekki nota „twister“ Stoðtækjafram- leiðandinn Össur sótti um afskrán- ingu úr íslensku kauphöllinni Nasdaq OMX í gær. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Nasdaq OMX á Íslandi, segir afskrán- inguna mynd- birtingu þeirrar efnahagslegu skaðsemi sem gjaldeyrishöft hafa í för með sér. „Þetta eru auðvitað vond tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og íslenskt efnahagslíf. Össur er stærsta fyrirtækið á markaði og flaggskipið sem hefur staðist þá sjóa sem hafa verið á hlutabréfa- markaði undanfarin misseri. Þetta er líka myndbirting þess hvað gjaldeyrishöft geta haft skaðleg áhrif á efnahagsstarfsemi. Augljóst er að höftin eru eitt aðalmálið sem réð ákvörðun Össurar,“ segir Þórð- ur. Seðlabanki Íslands gerði hlut- höfum Össurar fyrir skömmu heim- ilt að flytja bréf sín í fyrirtækinu yfir á danska hlutabréfamarkaðinn, en Össur er einnig skráð í Dan- mörku. Inntur eftir því hvort sú óvænta aðgerð hafi verið undanfari afskráningar hér á landi svarar Þórður að svo kunni að vera. Und- anþága Seðlabankans hefði þó átt að ganga í báðar áttir: „Síðan er ekki viðunandi fyrir Össur að vera skráð á Íslandi en geta ekki lengur náð sér í fjármagn hér á landi til að nota erlendis.“ Afskráningin er mynd- birting skaðsemi hafta Þórður Friðjónsson Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tap af rekstri Fjölnisvegar 9 ehf. var rúmlega 258 milljónir króna á síð- asta ári, en Hömlur ehf., dótturfélag NBI, er eigandi félagsins. Inni í Fjölnisvegi 9 ehf. eru tvær fasteignir, annars vegar einbýlishús að Fjölnis- vegi 11 og hins vegar íbúð við Pont Street í London. Íbúðin hefur verið auglýst til sölu um nokkurt skeið en ekki tekist að selja. Verðmiðinn er 10 milljónir punda, eða sem nemur ríf- lega 1,8 milljörðum króna. Gamli Landsbankinn keypti öll hlutabréf í Fjölnisvegi 9 ehf. af Hannesi Smára- syni í mars 2008 á 875 milljónir króna, en andvirðið átti að renna til niður- greiðslu skulda. Fram hefur komið að Hannes Smárason lýsir ríflega 1,1 milljarðs króna forgangskröfu í þrotabú Landsbankans, en sú krafa á rætur í áðurgreindri sölu á Fjölnis- vegi 9 ehf. Hannes samdi þá við bank- ann um að staðgreiðsluverðið fyrir fé- lagið myndi leggjast á innlánsreikning sem yrði handveð- settur bankanum. Innistæða sem hvergi finnst Í fundargerð kröfuhafafundar skilanefndar Landsbankans og lög- manns Hannesar segir að „meint innistæða hans væri ekki skráð á bankareikningi hjá NBI hf.“ Hannes hyggst krefja NBI um uppgjör inni- stæðunnar, en lýs- ir kröfu í þrotabú Landsbankans af varúðarástæðum. Samkvæmt árs- reikningi Fjölnis- vegar 9 ehf. var eigið fé neikvætt um 446 milljónir króna um síðustu áramót. Heildar- eignir félagsins eru bókfærðar á tæplega 1,2 milljarða króna. Skuldirnir nema hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Reikna má með að meirihluti þeirrar skuldar hafi átt að vera á gjalddaga á þessu ári, en 1,55 milljarðar eru bókfærðir sem skammtímaskuld. Íbúð í London enn óseld  Bókfært tap af Fjölnisvegi 9 ehf. var 258 milljónir króna á síðasta ári  Lands- bankinn tók félagið af Hannesi Smárasyni í mars 2008 til að laga skuldastöðuna Hannes Smárason Fjölnisvegur 9 ehf. » Félagið á tvær fasteignir, ann- ars vegar við Pont Street í Lond- on og hins vegar að Fjölnisvegi 11. Íbúðin í London er til sölu á 10 milljónir punda og stendur tóm þessa dagana. Bókfært verðmæti fasteignanna er um 1,2 milljarðar króna. » Hannes Smárason seldi Landsbankanum Fjölnisveg 9 ehf. í mars 2008 fyrir 875 millj- ónir króna til að greiða upp skuldir við bankann.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-1 ++0-23 ,0-405 +/-2, +1-,22 ++3-,/ +-.43 +23-/3 +4,-5 ++,-45 +/+-03 +++-01 ,0-415 +/-224 +1-.,4 ++3-1 +-.4/ +24-.1 +4.-.. ,04-0, ++,-/1 +/+-3/ +++-./ ,0-1,5 +/-/. +1-.2. ++3-5, +-.1, +24-// +4.-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.