Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 6
Aldur blóðgjafa árið 2009 Fj öl di bl óð gj af a Aldur 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 Konur Karlar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ungmennadeild Blóðgjafafélags Ís- lands og skrá yfir stofnfrumugjafa voru á meðal nýjunga sem kynntar voru á 57 ára afmælishátíð Blóð- bankans í gær. Afhentar voru við- urkenningar til fimm stofn- frumugjafa og sagt frá tíu ára afmæli alþjóðlegrar gæðavottunar Blóðbankans. Sigríður Ósk Lárus- dóttir, deildarstjóri blóðsöfn- unardeildar, sagði frá tölfræði um nýja blóðgjafa. Blóðgjöfum fækkaði lítillega á milli áranna 2008 og 2009 Alls voru blóðgjafir 17.967 árið 2008 og 17.436 í fyrra. Sigríður tel- ur líklegustu skýringuna þá að dregið hafi úr þörf fyrir blóð á milli ára því blóðgjafar eru kallaðir inn eftir þörfum. Karlar á aldrinum 40-55 ára eru fjölmennasti aldurshópur blóð- gjafa og hafa lengi verið. Svo virð- ist sem karlar á þessum aldri séu líklegastir til að gefa reglulega blóð. Hvað blóðgjafir kvenna varð- ar voru 19 ára konur örlátastar í fyrra en svo fækkaði í blóð- gjafahópnum með hverju aldursári. Blóðgjöfum kvenna fjölgaði á miðjum aldri. Sigríður bendir á að það geti hafi áhrif að konur megi ekki gefa blóð á meðgöngu og ekki í eitt ár eftir að meðgöngu lýkur. Líklega gleymi þær hreinlega að gefa blóð eftir að þessum takmörk- unum lýkur. Einnig vekur athygli hvað margir komu og gáfu sýni sem nýir blóðgjafar en mættu ekki til blóð- gjafar. Rúmlega helmingur þeirra kvenna sem komu og gáfu sýni 2008 og 2009 kom ekki í blóðgjöf. Sama gilti um 2⁄3 hluta karlmanna. Um 10% kvenna sem gefa sýni eru ekki talin geta gefið blóð, oftast vegna þess að járnbirgðir líkamans eru ekki nægar. Sigríður sagði það vera vandamál hve margir skiluðu sér ekki í blóðgjöf. Vel er fylgst með heilbrigði blóðgjafa. Blóðið er skoðað mjög vel við hverja blóðgjöf, blóðþrýst- ingur mældur og farið yfir heilsu- farssögu. Ef eitthvað þykir óeðli- legt er viðkomandi blóðgjafa ráðlagt að leita til læknis. Blóðgjöf- inni fylgir því ákveðið eftirlit með heilbrigði blóðgjafans. Miðaldra karlar örlátastir á blóðið  Nýjungar í starfi Blóðbankans Blóðbankinn » Blóðbankinn var stofn- aður 14. nóvember 1957. Hann sér um blóðsöfnun, vinnur blóðhluta og afgreiðir blóð. » Blóðbankinn þarf að jafn- aði um 70 blóðgjafa á dag. » Nú eru um 1.000 blóð- gjafar hér á alþjóðlegri skrá yf- ir stofnfrumugjafa. Alls eru 12- 13 milljónir blóðgjafa á skránni. » Fimm íslenskir blóðgjafar hafa farið á undanförnum ár- um til Noregs og gefið stofn- frumur. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 ódýrt og gott Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk. Egill Ólafsson egol@mbl.is Þingsályktunartillaga um að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd sem rannsaki hvort einstakir þingmenn hafi í tengslum við búsáhaldabylt- ingu brotið í bága við lög og bakað sér refsiábyrgð verður lögð fram á Alþingi í dag. Í greinargerð með frumvarpinu er vitnað í fundargerð forsætisnefndar Alþingis þar sem þingmaður segist hafa orðið vitni að því að alþingismaður hafi verið í símasambandi við fólk utan húss og virst vera að gefa upplýsingar um viðbúnað lögreglu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að rannsóknarnefndin leggi mat á hvort einstakir alþingismenn hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar, gerst sekir um mistök eða van- rækslu eða brotið gegn refsiákvæð- um laga. Lagt er til að nefndin fái víðtækar rannsóknarheimildir og að- gang að gögnum. Miðað er við að nefndin skili skýrslu eigi síðar en 1. apríl 2011. Í greinargerð með tillögunni er vitnað í ummæli Snorra Magnússon- ar, formanns Landssambands lög- reglumanna, sem sagði í blaðaviðtali að í stað þess að fylgja fyrirmælum lögreglu og starfsfólks Alþingis um að halda sig frá gluggum Alþingis- hússins hafi einn þingmaður staðið úti við glugga og talað í síma og sent kveðjur með því að kreppa hnefann út til mannfjöldans. Málið var rætt í forsætisnefnd Alþingis og er í grein- argerðinni vitnað í fundargerð þar sem segir: „ÁRJ [Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis] sagði að margir hefðu nefnt svipað í sín eyru.“ Landssamband lögreglumanna ítrekaði spurningar sínar til forsæt- isnefndarinnar í febrúar á þessu ári. Fram kemur í greinargerðinni að forseti Alþingis ætli ekki að bregðast við erindinu. Ef ástæða sé til að bregðast við þá sé það í verkahring lögreglu eða ríkissaksóknara. Í greinargerð með tillögunni er vitnað í fundargerð forsætisnefndar frá 22. janúar 2009 en þar er rætt um framgöngu tveggja alþingismanna. Annar hafi miðlað upplýsingum til fjölmiðla um flótta- leiðir. „Þá greindi [A] frá því að hann hefði orðið vitni af því að [...] alþingismaður hefði verið í sam- bandi við fólk utan hússins og virst vera að veita þeim upplýs- ingar um viðbúnað lögreglu.“ Vill láta rannsaka þátt þingmanna  Tillaga lögð fram um rannsókn á búsáhaldabyltingunni Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli Fjöldi manns mótmælti við Alþingishúsið í janúar 2009. Í kjölfarið fór ríkisstjórnin frá völdum. „Ég vil að þetta mál verði skoð- að. Það er ekki rétt að þing- menn eða Alþingi sitji undir því að hafa hugsanlega brotið lög eða stuðlað að ólöglegum hlut- um á sama tíma og við erum að lögsækja aðra fyrir slíkt hið sama,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Fram- sóknarflokks og fyrsti flutn- ingsmaður að tillögunni. Hann sagði að það væri verið að rannsaka allt milli himins og jarðar og rík krafa um uppgjör. „Þetta er eitt af því sem er um- deilt. Lögreglan telur að það hafi verið vegið að sér í þessu öllu saman. Hún er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til. Þingið þarf líka að njóta tausts og þá skiptir máli að þingmenn geri ekki eitthvað sem þeir eiga ekki að gera.“ Vil að þetta verði skoðað GUNNAR BRAGI SVEINSSON Gunnar Bragi Sveinsson Guðjón Davíð Karlsson leikari og Filippía Elísdóttir búningahönnuður hlutu viðurkenningu úr Minningar- sjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur í gærkvöldi. Sjóður- inn var stofnaður árið 1938 af leikarahjónunum Önnu Borg og Poul Reumert til að efla íslenska leiklist og heiðra um leið minningu leikkonunnar Stefaníu Guð- mundsdóttur, móður Önnu Borg. Alls hafa 36 styrkir verið veittir listamönnum úr leikarastéttinni frá árinu 1970, en þeir eru í senn viðurkenning á góðum árangri styrkþega sem og ferðastyrkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðjón Davíð og Filippía hljóta styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.