Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ég hef alltaf verið létturog frár á fæti, og hef þaðsennilega frá fimleikunumsem ég stundaði sem ung- lingur,“ segir Kjartan Bragi Krist- jánsson sjónfræðingur, um aðdrag- anda þess að hann hóf að stunda maraþonhlaup eftir að hann var kom- inn á miðjan aldur. „Ég byrjaði að hlaupa þegar ég var búinn að stofna fyrirtækið mitt, Optical studio, en þá áttaði ég mig á því að það vantaði eitt- hvað í lífsmunstrið til að halda góðu jafnvægi og hreinni hugsun. Það varð til þess að ég byrjaði að hlaupa.“ Þetta var árið 1985, þegar Kjart- an var 33 ára, en til að byrja með spreytti hann sig fyrst og fremst á styttri vegalengdum. „Ég er svolítill öfgamaður þegar ég byrja á ein- hverju og ákvað að setja mér það markmið að komast 10 kílómetrana á undir 40 mínútum. Það gekk eftir þegar ég hljóp þá vegalengd á 39,39 svo ég ákvað að reyna við hálft mara- þon. Ég stefndi að því að komast það á undir 1:30 og tókst það rétt um fer- tugt, þegar ég hljóp það á 1:29.“ Næsta skref var að hlaupa fullt maraþon en Kjartan frestaði því í rúm 15 ár, eða þar til í Reykjavík- urmaraþoninu í fyrra. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að heilt maraþon er allt annars eðlis en hálft maraþon, það er í rauninni lítið skylt nema að því leyti að maður hleypur hvort tveggja. Það er mikil stúdía að hlaupa maraþon á réttum hraða og að skipta hlaupinu upp á réttan máta, ekki síst fyrir mann eins og mig sem leggur áherslu á að komast í mark á Eykur sjálfstraust og eflir bjartsýni Kjartan Bragi Kristjánsson lauk New York-maraþoninu á dögunum, á sínum besta tíma, tæplega 58 ára að aldri. Hann stefnir á Lundúnamaraþonið í vor og dreymir um að safna fleiri stórborgarhlaupum í framtíðinni, en áður hefur hann hlaupið maraþon í Reykjavík og Boston. Hún er ekki mjög nýstárleg vefsíðan hans Hals Higdons en hún stendur fyrir sínu. Higdon er eldri maður og virtur hjá hlaupurum. Hann er höf- undur þjálfunarbókarinnar Marathon: The Ultimate Training Guide sem hef- ur notið mikilla vinsælda. Higdon er mikill garpur og hefur sent frá sér þrjátíu og fimm bækur og skrifað greinar í helstu íþrótta- og heilsu- tímarit í heimi eins og Runner’s World. Hægt er að lesa margar þess- ara greina um hlaup á vefsíðunni. Það vinsælasta á vefsíðunni eru þó æfingaprógrömm Higdons sem eru til fyrirmyndar. Það er úr mörgu að velja og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru að byrja að þjálfa eða hlaupa hvert maraþonið á fætur öðru. Þarna má sjá hlaupaleiðbeiningar fyrir byrj- endur, hvernig á að gerast fitness- göngugarpur, svo eru hlaupaleiðbein- ingar fyrir árstíðirnar, t.d. hvernig á að hlaupa í köldu veðri að vetri og hvernig er best að þjálfa á vorin fyrir komandi maraþon. Svo er prógramm fyrir heilt maraþon og hálft maraþon og prógramm til að fara eftir til að jafna sig eftir maraþonhlaup svo eitt- hvað sé nefnt. Higdon veit sínu viti og þetta er vefsíða sem allir hlauparar ættu að athuga. Vefsíðan www.halhigdon.com Reuters Maraþon Það er vissara að fara eftir góðum leiðbeiningum fyrir keppni. Hlaupaþjálfun Hals Higdons Boltaíþróttir, hlaup og hopp eru ekki fyrir alla þó allir virðist æfa eitthvað slíkt. Það getur líka verið hundleið- inlegt til lengdar að æfa alltaf einn inni á líkamsræktarstöðvum. Því er um að gera að líta í kringum sig, sjá hvað er í boði og prófa að æfa eitt- hvað nýtt og öðruvísi. Þjóðaríþróttin, íslenska glíman, er æfð víða um land en í glímu reynir á alla þrekþætti sem er forsenda fyrir bættri líkamshreysti og jafnvægi. Glíma er skemmtileg og drengileg íþrótt þar sem iðkandinn lærir fjöl- breytt glímubrögð sem hann getur beitt á andstæðinginn. Á höfuðborgarsvæðinu er Glímu- félagið Ármann með glímuæfingar tvisvar í viku í Ármannsheimilinu. Endilega … … æfið eitt- hvað öðruvísi Morgunblaðið/Sverrir Glíma Það getur verið hasar að glíma. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þessi bók er fyrir alla sem hafa ekki tök á að koma á námskeið til okkar, t.d. fólk sem býr úti á landi þar sem boot camp er ekki í boði eða þá sem hafa verið að æfa hjá okkur og flutt til útlanda. Við ákváðum að gera þessa bók til að geta þjónustað þetta fólk,“ segir Róbert Traustason sem er höfundur bókarinnar Boot camp – hámarksárangur ásamt Arnaldi Birgi Konráðssyni. Bókinni er skipt upp í fjögur ólík æfingaprógrömm ásamt nákvæmum æfingalýsingum í máli og myndum, í heildina eru þetta 22 vikur af æfing- um. „Það er prógramm fyrir græn- jaxla, fólk sem hefur ekki hreyft sig lengi eða er að koma til baka eftir veikindi og meiðsli og vill fara aðeins hægar í sakirnar. Svo erum við með almennar æfingar sem við erum að gera dagsdaglega hérna, sem henta flestum sem hafa eitthvað hreyft sig og vilja fá smá áskorun. Þá koma svokallaðar elítuæfingar fyrir fólk sem er búið að vera lengi hjá okkur og hefur náð ákveðnum árangri; þetta eru aðeins öflugri æfingar. Svo settum við líka inn íþróttaþjálfun sem er fyrir fólk sem æfir einhverjar íþróttir og þarf að bæta við sig þrek- þjálfun og þá eru tvær aukaæfingar á viku fyrir það,“ segir Róbert og bætir við að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari bók. Þarf meiri sjálfsaga „Fólk þarf ekki að vera búið að fara í boot camp-tíma til að bókin gagnist. Allar æfingarnar í bókinni eru þannig að það eru mjög ná- kvæmar lýsingar á því hvernig á að gera æfingarnar og hvað á að varast. Síðan eru líka myndir af upphafs- stöðu, miðstöðu og lokastöðu svo fólk getur eiginlega ekki klikkað á þessu. Auðvitað er öðruvísi að gera bo- ot camp-æfingar eftir bók en að mæta í tíma. Það þarf að hafa meiri sjálfsaga því það er enginn sem seg- ir þér hvernig á að gera hlutina og það þarf að keppa við sjálfan sig. Við höfðum æfingarnar fjöl- breyttar svo fólk verði ekki leitt á þeim og brjótum bókina upp með leikjum, spilum og öðru til að gera þetta skemmtilegra.“ Róbert og Arnaldur hafa unnið og þjálfað saman í um sex ár og seg- ir Róbert þá vera orðna mjög sam- tvinnaða. „Bókin er að miklu leyti sett saman úr því sem við erum að gera í tímunum. Við gáfum út bók fyrir þremur árum sem seldist upp. Hún hét Boot camp – grunnþjálfun. Fólk hefur því verið að bíða eftir svona bók lengi.“ Róbert segir að það sé fyrir löngu komið í ljós að boot camp sé engin bóla, þeir séu með um þúsund iðkendur í dag og þeim hafi farið stöðugt fjölgandi síðustu ár. Boot camp er engin bóla Boot Camp Æfingin Áttan úr kaflanum Þrekæfingar úr bókinni. Boot camp-þjálfararnir Róbert Traustason og Arnaldur Birgir Konráðsson sendu nýverið frá sér bókina Boot camp – hámarksárangur sem er skipt í fjögur æfingaprógrömm fyrir þjálfun á mismunandi stigum. Morgunblaðið/Jakob Fannar Höfundur Róbert Traustason. Boston Með glæsilegan verðlaunapening að loknu ansi strembnu hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.