Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 19
Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2010, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2010 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2010, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2010 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli endur halda tryggð við þennan svikahrapp? Það væri í besta falli heimska. Ögmundur vill að allir fari að prjóna lopapeysur, maðurinn sem komst á Alþingi fyrir stöðu sína innan hinnar spilltu verkalýðs- hreyfingar. Ögmundur talar og tal- ar eins og Steingrímur Joð, en ekkert liggur eftir þá félaga. Jó- hanna stendur að vísu betur enda vinnur hún enga Morfískeppni með að staulast í gegn um ræð- urnar sem Hrannar B. Arnarsson skrifar fyrir hana. Hún er komin með okkur inn um dyragættina á ESB eins og hún lofaði, með Stein- grím Joð undir hendinni. En þar eru líka upptalin þau kosningalof- orð sem hún hefur staðið við. Hin- ir flokkarnir eru ekkert betri, Siv Friðleifsdóttir var næstum jafn- slæmur heilbrigðisráðherra og Álf- heiður, sem er mesti hrokagikkur sem hefur gegnt ráðherradómi. Um hina flokkana ræði ég síðar. Það er komið nóg af ruglinu, það er búið að gera aldraða og ör- yrkja að ölmusufólki, og venjulegt fjölskyldufólk að bónbjargafólki. Við verðum að knýja fram kosn- ingar, kannski er Auður, og hinar duglegu konurnar á tunnunum, með í að taka völdin af þessari duglausu ríkisstjórn, og þú mátt gjarnan vera með, ef þú ert ekki að dröslast áfram með það sem hefur síast inn í Morfískeppninni, og kastar af þér hlekkjum sálar- innar. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Landar hér um slóðir hafa þungar áhyggjur af ástandinu á gamla ættlandinu. Þeir sitja við tölv- urnar og lesa færi- bandafréttir miðlanna á Íslandi. Hver nýr dagur færir ný vond tíðindi. Þetta gæti orðið svo slæmt, að fólk hafi ekki lengur efni á að kaupa egg til að henda í Alþingishúsið. Það er náttúrulega skammarlegt, að það skuli vera svona tilfinnanlegur skortur á grjóti. Sagt hefir verið frá því, að einhverjir borgarar hafi orðið að rífa upp gangstéttarhellur til að varpa í þinghúsið. Það er ekki bjóð- andi að leggja slíkt erfiði á fólk. Einhver stakk upp á því, að fjár- söfnun yrði hafin hér í Flórida til að styrkja eggjakaup á Fróni, svo fólkið geti haldið áfram mótmælum sínum. Annar taldi það óráð. Frek- ar væri að fá einhverja unga at- hafnamenn heima til þess að safna fjörugrjóti af hæfilegri stærð, sem notað yrði í stað eggjanna. Gætu þeir sett grjótið í plastpoka (eins og tveggja kílóa) og þeim yrði síð- an úthlutað til þurfandi. Aðrir gætu borgað og myndi það koma á móti kostnaði. Fréttirnar frá Íslandinu koma miklu róti á hugann. Það er varla hægt annað en að vorkenna vesa- lings þingmönnunum. Þeir virðast ekki í miklu uppáhaldi hjá landsins lýð, þótt þeir hafi verið kosnir í löglegri kosningu. Það er ekki þeim að kenna, að hver höndin skuli vera uppi á móti annarri í þingsölum. Benda þeir réttilega á, að það sé einungis spegilmynd af hugar- ástandi þjóðarinnar. Og hvernig geta þeir annars einbeitt sér að því að leysa málin, þegar fólkið safnast sífellt saman fyrir utan vinnustað- inn, ber bumbur, kveikir bál, hend- ir eggjum og öðru, brýtur rúður, skemmir ráðherrabíla og eys úr sér ókvæðisorðum, oft klámyrðum á enskri tungu? Er annars ekkert klám-blót til á móðurmálinu? Stærsti hluti þjóðarinna tók þátt í góðærisfylleríinu sem endaði með hruninu. Nú vilja menn áfellast þá, sem gáfu þeim vínið, sem meiri- hlutinn þáði með þökkum og teyg- aði af áfergju. Og í ljós hefir kom- ið, að íslenzku forsprakkarnir borguðu aldrei fyrir allt þetta vín, heldur sviku það út eða fengu að láni. Skiljanlega eru útlenzku vín- salarnir reiðir, enda um að ræða trilljónir flaskna. Og þjóðar- timburmennin eru slæm. Í annarri hvorri frétt frá gamla landinu, ber fyrir orðið rannsókn. Aðalúrræðið til að róa lýðinn er að tilkynna nýja rannsókn. Það er erf- itt að henda reiður á því, hver er að rann- saka hvað um hvern. Ríkið bætir stöðugt fólki í deildir rann- sóknarmanna. Bráðum verður líklega stofnuð hrun-rannsóknardeild við Háskólann. Hvernig væri að sameina allar þessar rannsóknir og setja þær undir einn hatt? Nei, við myndum ekki kalla apparatið „Rann- sóknarstofan“. Nafnið verður „Rannsóknarrétturinn“, alveg eins og á Spáni fyrr um daga, sem allir lærðu um í mannkynssögunni. En við skulum sleppa brennunum og láta nægja að tendra þær um ára- mót, eins og verið hefir. Í réttinn verður valið fólk úr öllum stéttum, en samt engir stjórnmálamenn. Ekki heldur hæstaréttardómarar; þeir hafa fullt í fangi með öll nauðgunarmálin. Bara til að sýna tengslin við Spán og kaþólikkana, og til að skjóta skelk í bringu til- vonandi fórnarlamba, yrði valinn einn prestur úr Landakoti. Upp á það yrði vel passað, að helmingur rannsóknar-dómaranna yrði af kvenkyninu. Rétturinn myndi bæði rannsaka og dæma í málunum. Allt fyrir opn- um dyrum og bezt að nota Laug- ardalshöllina, svo fólk geti komið of fylgst með framvindunni. Fyrir réttinn yrðu dregnir útrásarmenn, bankastjórar, embættismenn og jafnvel ráðherrar. Fangelsisvist og fésektir yrðu aðalrefsingarnar, en jafnvel kæmi til greina að nota út- legð, eins og gert var í fornöld. Hængurinn er bara sá, að flestir útrásaraularnir („víkingar“ er of gott orð) búa núna í útlöndum. Á þá mætti kannske nota innlegð, þ.e. dæma þá til að búa á ættlandinu góða, innan um bálreiðan landslýð- inn. En við erum að ræða um fjölda manna, sem rannsakaðir yrðu og dæmdir. Fangelsispláss er af skornum skammti, eins og kunnugt er. Þökk sé Schengen og EES og öllum Austur-Evrópu-fag- glæponunum. sem iðkað hafa iðn sína á saklausa, litla Íslandi. Það er líka nokkuð grimmt, að láta hrun- sakamennina dúsa með þessum lýð á Litla-Hrauninu. Þótt þeir hafi steypt landinu í þennan vanda má ekki gleyma, að þeir komu Íslandi á kortið. Umheimurinn fór ekki að taka mark á Íslendingum, fyrr en útrásarkapparnir og bankasnilling- arnir komu við pyngjuna á útlend- ingnum. Við verðum að sýna þess- um nýju tugthúslimum smá virðingu. Á Bessastöðum voru í eina tíð geymdir sakamenn í dýflissu. Hvernig væri að innrétta staðinn sem fangelsi að nýju? Það ætti að vera nóg pláss og forsetinn þyrfti ekki endilega að flytja út. Hann gæti verið eins konar yfir- fangavörður, enda er hann líklega málkunnugur mörgum af vænt- anlegum föngum. Ímyndum okkur, að verið væri að ræða um for- sprakka efnahagsblöðrunnar: „Hvar er hann aftur, hann Sig- urfinnur Einreksson, bankastjórn- armaður? Á Litla-Hrauni?“ „Ertu frá þér, maður. Hann er á Bessa- stöðum!“ Rannsóknarrétturinn Eftir Þóri S. Gröndal » Á Bessastöðum voru í eina tíð geymdir sakamenn í dýflissu. Hvernig væri að inn- rétta staðinn sem fang- elsi að nýju? Þórir S. Gröndal Höfundur er afdankaður fisksali í Flórída. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sveit Hrundar Einarsdóttur Íslandsmeistari Íslandsmótið í parasveitakeppni fór fram um helgina. Sveit Hrundar Einarsdóttur sigraði af öryggi, tap- aði einum leik með minnsta mun, gerði tvö jafntefli en vann aðra leiki. Í sigursveitinni spiluðu ásamt Hrund þau Hrólfur Hjaltason, Ásgeir Ás- björnsson og Dröfn Guðmundsdótt- ir. Lokastaðan: Hrund Einarsdóttir 253 Hjördís Sigurjónsdóttir 233 Esther Jakobsdóttir 217 NA4 213 SB/JP 204 Plastprent 204 Alls tóku 14 sveitir þátt í mótinu. Hraðsveitakeppni Bridsfélaags Reykjavíkur Staðan eftir tvær umferðir af þremur: H.F.Verðbréf 1223 Grant Thornton 1184 Garðs Apótek 1157 SFG 1146 Riddararnir 1116 „Gamlingjarnir“ efstir á Akureyri Eftir harða baráttu við sveit Gylfa Pálssonar komust Old Boys á topp- inn í hraðsveitakeppni Byrs hjá B.A. Í sigursveitinni spiluðu Pétur Guð- jónsson, Stefán Ragnarsson, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson. Efstu sveitir urðu: Sveit Old Boys 1797 Sveit Gylfa Pálssonar 1751 Sveit Sagaplast 1685 Sveit Efnamóttökunnar 1640 Næsta mót er svo fjögurra kvölda Akureyrarmót í tvímenning. Flúðabrids Nú er fjögurra kvölda keppni í hausttvímeningi. Í efstu sætum urðu: Stefán Sævaldss - Vilhj. Vilhjálmss. 514 Magnús Gunnlss. - Pétur - Skarphéðinss.498 Þórdís Bjarnad. - Viðar Gunngeirss. 487 Margrét Runólfssd.- Bjarni H Ansnes 467 Ásgeir Gestss. Guðm. Böðvarsson 462 Karl Gunnlss. - Jóhannes Sigmunds. 451

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.