Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 12
Hvernig er aðildarferlið? ÍSLAND SÆKIR UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU RÁÐHERRARÁÐ ESB LEGGUR FYRIR FRAMKVÆMDASTJÓRN ESBAÐVINNAÁLIT UM UMSÓKN ÍSLANDS RÁÐHERRARÁÐ ESB FJALLAR UM UM UMSÓKNINA FRAMKVÆMDASTJÓRNIN BEINIR UMFANGSMIKLUM SPURNINGALISTUM TIL ÍSLANDS UM LÖGGJÖFOG LAGAFRAMKVÆMD ÍSLAND SVARAR SPURNINGUM FRAMKVÆMDA- STJÓRNARINNAR FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB SEMUR ÁLIT UM AÐILDARUMSÓKN ÍSLANDS OG SENDIR ÞAÐ TIL LEIÐTOGARÁÐS ESB LEIÐTOGARÁÐ ESB FJALLAR UM UMSÓKN ÍSLANDS LEIÐTOGARÁÐIÐ TEKUR UMSÓKNINA ÁSAMTÁLITI FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR TIL UMFJÖLLUNAR OG GETUR MEÐ EINRÓMASAMÞYKKI ALLRAAÐILDARRÍKJA ÁKVEÐIÐ AÐ HEFJAAÐILDARVIÐRÆÐURVIÐ ÍSLAND RÍKJARÁÐSTEFNAMILLI ÍSLANDS OG AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS RÍKJARÁÐSTEFNANMARKAR FORMLEGTUPPHAF SAMNINGAVIÐRÆÐNANNA LÖGGJÖF ÍSLANDS YFIRFARIN OG KANNAÐ AÐ HVE MIKLU LEYTI HÚN ER Í SAMRÆMI VIÐ LÖGGJÖF EVRÓPUSAMBANDSINS FRAMKVÆMDASTJÓRNIN FER YFIR LÖGGJÖF ESB MEÐ ÍSLANDI ÍSLAND LÝKURVIÐ GERÐ LISTAYFIR INNLEIÐINGU LÖGGJAFAR ESB FRAMKVÆMDASTJÓRNIN GERIR SKÝRSLU UM NIÐURSTÖÐU YFIRFERÐARINNAR FORMLEGAR SAMNINGAVIÐRÆÐUR SAMNINGAVIÐRÆÐUR HEFJASTUM EINSTAKA KAFLA LÖGGJAFAR ESB (ALLS 35 KAFLAR) UNDIRBÚNINGUR SAMNINGSAFSTÖÐU ESB OG ÍSLANDS Í HVERJUM KAFLA SAMNINGAVIÐRÆÐUR INNANVÉBANDA RÍKJARÁÐSTEFNU ÍSLANDS OG AÐILDARRÍKJA ESB ÞEGAR EINRÓMA SAMKOMULAG HEFUR NÁÐSTUM KAFLA ER HONUM LOKAÐ ÞAR TIL HEILDARNIÐURSTAÐA LIGGUR FYRIR SAMNINGUM ER LOKIÐ UMALLA KAFLA VIÐRÆÐNANNA NIÐURSTÖÐURVIÐRÆÐNANNA ERU FELLDAR SAMAN Í AÐILDARSAMNING ÍSLANDS, DAGSETNINGAÐILDAR ER ÁKVÖRÐUÐ OG ÍSLAND FÆR STÖÐUVERÐANDI AÐILDARRÍKIS LEIÐTOGARÁÐ ESB SAMÞYKKIR AÐILDARSAMNINGINN EINRÓMAOG EVRÓPUÞINGIÐ VEITIR SAMÞYKKI SITT VIÐRÆÐUM LÝKUR - UNDIRBÚNINGUR AÐ AÐILD HEFST AÐILDARSAMNINGURINN ER UNDIRRITAÐURAF ÖLLUMAÐILDARRÍKJUM ESB OG ÍSLANDI OG FULLGILDINGARFERLI HEFST ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLA Á ÍSLANDI ÍSLAND VERÐUR AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS Á SÉRSTAKRI AÐILDARRÁÐSTEFNU EF SAMÞYKKT Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Hinar raunverulegu viðræður fara ekki af stað fyrr en um mitt næsta ár, eða hugsanlega með vorinu. Það verður þá væntanlega farið í nokkra kafla í einu og síðan ræðst það af gangi mála hver hraðinn verður. Sumir segja að viðræðurnar geti tek- ið eitt ár, aðrir tvö ár, vegna þess að mörgum köflum sé þegar lokið í gegnum EES-samninginn. En þetta er mjög erfitt að meta. Í samninga- viðræðum geta menn varið miklum tíma í að takast á um eitt málefni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, form. utanríkismálanefndar Alþingis, að- spurður hvenær raunhæft sé að að- ildarsamningur við ESB liggi fyrir. Varist óraunhæfar væntingar „Það er mjög erfitt að meta þetta. Þeir sem maður hefur talað við hjá Evrópusambandinu og öðrum ríkj- um sem hafa farið í gegnum þetta ferli fyrir ekki ýkja löngu vara mjög við því að skapa óraunhæfar vænt- ingar um hvað hlutirnir geti gengið hratt fyrir sig.“ – Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði við það tilefni er hann afhenti Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, aðildarumsókn Íslands í júlí síðastliðnum að horft væri til Króatíu í þessum efnum og til þess möguleika að Íslandi gengi í sambandið á sama tíma. Telurðu að það markmið sé enn raunhæft? „Ég hef efasemdir um það. Það voru ýmsir sem töldu að svo gæti orðið. Þegar við fórum af stað töldu einmitt margir að þjóðirnar gætu fylgst að,“ segir Árni Þór og vísar í framhaldinu til sameiginlegra funda íslenskra og króatískra þingmanna í Reykjavík og Zagreb þar sem fulltrúar þjóðþinganna hafi „borið saman bækur sínar“. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið hjá þeim og stöðuna hjá okkur hef ég efa- semdir um að það gangi.“ Allt að 24 mánaða ferli – Að sögn króatísks blaðamanns sem ég ræddi við eru taldar góðar líkur á að aðildarsamningur verði lagður fyrir króatísku þjóðina í ágúst og að síðan muni það taka 24 mánuði fyrir allt gangverk ESB að sam- þykkja samninginn. Væri mögulegt að leggja aðildarsamning fyrir ís- lensku þjóðina um líkt leyti næsta sumar, þ.e.a.s. að því gefnu að samn- ingaviðræður hefjist í vor og að fljót- lega gangi að afgreiða þá kafla sem út af standa? Tæki það svo 24 mán- uði fyrir ESB að gefa samþykki sitt? „Ég held að það sé ekki raunhæft að vera með samning þá. Það er bjartsýni að halda að samningavið- ræðum verði lokið vorið 2012.“ Miðað við að ekkert komi uppi á og að ferlið sem við tekur vari í 24 mán- uði, fari svo að þjóðin samþykki að- ild, má af þessu ráða að aðild komi fyrst til greina sumarið 2014 eða í fyrsta lagi ári eftir að Króatía fær að óbreyttu aðild að ESB sumarið 2013. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Króatíuglugginn“ að lokast  Form. utanríkismálanefndar Alþingis telur ólíklegt að Ísland verði samferða Króatíu í ESB, samþykki þjóðin aðild Árni Þór Sigurðsson Össur Skarphéðinsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Bæði fyrir og eftir að ríkisstjórnin lagði fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu hafa verið settir fram mjög ólíkir tímarammar um hvenær raunhæft sé að Ísland gangi í ESB. Þannig vitnaði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra til þess mats frkvstj. ESB á fundi með Samtökum atvinnulífsins í apríl í fyrra að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á innan við ári eftir að þær hæfust. Fjármálaráðherra miðaði við 2015-2018 Rúmu ári áður, eða í mars 2008, kom fram í grein Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra í Morgunblaðinu, „Ódýr stjórnmál fyrr og nú“, að aðild að ESB væri fyrst mögu- leg 2015. „Með öðrum orðum: Upptaka evru í kjölfar aðildar að ESB, sem sótt yrði um eftir mitt ár 2011, gæti þá orðið að veruleika á árabilinu 2015 til 2018,“ sagði Steingrímur sem miðaði hér við að umsókn yrði lögð fram ári síðar en raunin varð og ætti stöðumat hans því að eiga við 2014, í fyrsta lagi. Um hálfu ári síðar, eða 3. október 2008, fór fram málþing Samtaka iðnaðarins og Starfs- greinasambands Íslands um mögulega aðild Ís- lands að ESB og upptöku evru, í Reykjavík. Meðal ræðumanna var Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann taldi að miðað við að umsókn að ESB yrði lögð fram fyrir árslok 2008 mætti gera sér vonir um aðild á nýársdag 2010 og svo upptöku evrumyntar og seðla á nýársdag 2013. Miðaði Aðalsteinn við að aðildarferlið, frá umsókn til samþykktar ESB, tæki um 24 mánuði, en samkvæmt því gæti Ís- land fyrst gengið í ESB í júlí 2013. ESB vildi Ísland og Króatíu á sama tíma Háskólinn í Reykjavík kom aftur við sögu í Evrópuumræðunni 11. desember 2008 þegar Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri ESB, flutti fyrirlestur í gegnum netið. „Það er vel mögulegt að viðræður við Króatíu komist á lokastig meðan samningaviðræður við Ísland standa yfir, sæki landið um aðild að ESB. Þá gæti farið svo að Ísland keppi við Króatíu um hvort landið verður 28. aðildarríki ESB.“ Viku áður, eða 5. desember 2008, bað Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, ESB um að búa sig undir að heimila Íslandi að ganga í sambandið innan 6 til 18 mánaða frá því að landið óskar eftir inngöngu, að því er fram kom í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar. Skv. því ætti Ísland að geta verið komið inn í ESB. Þá var haft eftir Stefáni Hauki Jóhanns- syni, form. samninganefndar Íslands við ESB, á vef EurActiv að aðildarviðræður gætu tekið ár. Loks má rifja upp þau ummræli Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, frá því í september í fyrra að hann vonaðist til að sjást myndi í land í aðildarferli Íslend- inga og Króata þegar Spánverjar létu af for- mennsku í sambandinu sumarið 2010. Tímarammi aðildarferlisins á reiki Miguel Ángel MoratinosOlli Rehn Króatíska blaðakonan Ines Sabalic skrifar um Evrópu- mál fyrir ýmsa fjölmiðla frá Brussel. Aðspurð hvenær Króatar reikni með að kosið verði um aðildarsamning segir Sabalic að ætla megi að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í júlí eða ágúst á næsta ári. Líklegt er að aðild verði samþykkt og segir Sabalic búist við að þá taki við allt að 24 mánaða ferli þar sem aðildarríki sambandsins þurfi að samþykkja samninginn og bendir hún í því samhengi sérstaklega á að sex belgísk þing þurfi að samþykkja hann. Spurð um gang viðræðnanna bendir hún á að deilur Króata við Ítali um hafsvæðið í Adríahafi hafi tafið aðildarferlið um 12 mánuði. Er í þessu samhengi athyglisvert að rifja upp þau ummæli Evrópu- fræðingsins Eiríks Bergmanns Einarssonar að nokkrir þingmenn í Flandri í Belgíu geti stöðvað aðildarsamning Íslands við ESB. Nefndi hann sérstaklega að Bretar og Hollendingar myndu koma í veg fyrir að- ild Íslands að ESB ef Icesave-deilan væri óleyst. Króatar á hraðleið í ESB DEILUR UM HAFSVÆÐI TÖFÐU AÐILDARFERLIÐ Ines Sabalic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.