Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VAR AÐ SETJA UPPLÝSINGAR UM MIG INN Á BLOGGIÐ MITT ÉG ÝKTI AUÐVITAÐ SMÁ TIL AÐ LÁTA MIG LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA AÐEINS GREINDARI EN ÉG ER „GETUR TALIÐ AFTUR Á BAK FRÁ 100”? STELPUR FÍLA KLÁRA GAURA ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT KOMINN ÉG BÝST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ RÁÐLEGT AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ VEIÐA KANÍNUR ÞEGAR ÞÚ ERT ENN ÞÁ AÐ JAFNA ÞIG NEI, ÞAÐ VÆRI SLÆM HUGMYND GOTT AÐ HAFA LÖGLEGA AFSÖKUN VÁ, DRÍFUM OKKUR! GOTT OG VEL EN VIÐ VERÐUM AÐ VERA Á VERÐI, ÞETTA GÆTI VERIÐ GILDRA!!! BJÓR Á KRANA OG NÓG AF SÆTUM STELPUM SKILJIÐ VOPNIN YKKAR EFTIR HÉR OG KOMIÐ INN BAKA TIL EINHVER BRAUST INN Í DÝRAGARÐINN Í GÆRNÓTT VAR EIN- HVERJU STOLIÐ? JÁ, HÝENU AF HVERJU MYNDI EIN- HVER VILJA STELA HÝENU? ÉG ÆTLA AÐ FÁ PASTA OG KÆRASTAN MÍN ÆTLAR AÐ FÁ HRÁA VILLIBRÁÐ VERÐBRÉFA- MIÐLARINN OKKAR ER STUNGINN AF MEÐ ALLA PENINGANA OKKAR, HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ HRINGJA AFTUR Í LÖGGUNA Í ALVÖRUNNI! Á ÉG AÐ TRÚA ÞESSU? ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND ÞEGAR ÞIÐ VITIÐ MEIRA ÞETTA HLJÓMAR EKKI VEL. ÞEIR FUNDU BÍLINN HANS NIÐRI VIÐ ÁNNA ER ÞAÐ ÖRUGGLEGA BÍLLINN HANS? ÞETTA ER JEPPI MEÐ GULL- FELGUM ÞAÐ ER BÍLLINN HANS! FYRST ÞÚ VEIST AÐ ÉG ER ELECTRO ÞÁ HLÝTURÐU AÐ SKAMMAST ÞÍN FYRIR MIG SVOLÍTIÐ ÞÚ GERÐIST GLÆPAMAÐUR ÞEGAR ÞÚ HEFÐIR GETAÐ NOTAÐ KRAFTA ÞÍNA TIL AÐ VERÐA HETJA ...LÍKT OG KÓNGULÓARMAÐURINN Eitthvað er skrýt- ið í Óðinsvéum Á dögunum var fréttamaður Ríkis- útvarpsins rekinn fyrir að skrifa bók sem fréttatstjórinn vissi að hann var að skrifa um mann sem fréttastjórinn hafði ekki haft fyrir því að spyrja hver væri. Hvort tveggja telur fréttastjórinn sök fréttamannsins en ekki fréttastjórans. Fréttastjórinn bæt- ir því svo við að frétta- maðurinn, en ekki fréttastjórinn, hafi „skaðað trúverðugleika frétta- stofu Ríkisútvarpsins“. Ég segi fyrir mína parta: Maður, sem sagður er hafa rekist utan í trú- verðugleika fréttastofu Ríkisút- varpsins, ætti fremur að fá fund- arlaun en uppsagnarbréf. Langþreyttur útvarpshlustandi. Tekjuhátt fólk Fyrir skömmu var um það fjallað í fjölmiðlum að mjög tekjuhátt fólk, jafnvel með tugi milljóna í tekjur eða meira, fengi atvinnuleysisbætur. Í viðtölum vegna þessa kom fram að þetta væri líklega löglegt, en jafn- framt talið siðlaust. Mig langar til að bera fram þá spurningu til ráðamanna, hvers vegna atvinnuleysis- bætur eru ekki tekju- tengdar, rétt eins og t.d. ellilífeyrir og bæt- ur honum tengdar? Ég er kona rúmlega átt- ræð með örlítið sparifé – svona rétt rúmlega fyrir útfararkostnaði – sem gefur ekki af sér nema smábrot af þeim tekjum sem þarna voru til umræðu, enda um venjulega innláns- vexti bankanna að ræða. Mér hefur nú nýlega verið gert að endurgreiða of- greiddar bætur og elli- lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á síðasta ári vegna þessara fjár- magnstekna, og nemur endur- greiðslukrafan hátt í helming þeirra tekna. Ellilífeyrir minn er nú og framvegis einnig verulega skertur vegna þessa. Ef reglugerðir eða lög vantar til að endurheimta atvinnu- leysisbætur eða skerða hjá þeim tekjuháu sem þær hafa þegið og þiggja, ætti þá ekki að vera auðvelt að setja slíkar reglur eða lög, ekki tók það langan tíma gagnvart okkur gamla fólkinu? Með von um svar, því undan þessu óréttlæti svíður. Ein úr hópi fjölda blæðandi gamlingja. Ást er… … að finna nærveru hans, þó hann sé ekki hjá þér. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu- hópur I kl. 10.30, vatnsleikf. kl. 10.45, postulín kl. 13, félagsv. kl. 13.30, lestr- arhópur kl. 14, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útsk. kl. 9, boccia kl. 9.45, handav. kl. 12.30, jóga kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefn. kl. 9, línud. kl. 13.30. Jólafagn. 2. des. kl. 18. Bústaðakirkja | Á morgun kl. 13. Spilað og föndrað, Ragnheiður Eiríksdóttir, frkvstj. Knitting Iceland, kemur. Ritning- arlestur og bæn. Dalbraut 18-20 | Handav. kl. 9, félagsvist kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11, léttur málsverður kl. 12. Farið í Kársnessókn kl. 14.30. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Ólafur Gränz kemur. Helgistund í kirkju. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Námsk. í framsögn kl. 17.15, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í stofu 24 Ármúlask. kl. 15. EKKÓ- kór, æf. í húsi KHÍ v/Stakkahlíð kl. 16.30. Félagsheimilið Boðinn | Samvera kl. 13.30. Málþing um Guðrúnu frá Lundi kl. 15. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, gler-/postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50. Nem. Heilsuleikskólans koma kl. 11.45 og syngja, alkort kl. 13.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Trésmíði kl. 9/13, vatnsleikfimi kl. 12.10, bútasaumur, op. hús í kirkju, karlaleikf. kl. 13, boccia kl. 14, Bónusrúta kl. 14.45, línu- dans kl. 16.15, skrán. á jólahátíð 4. des. í Jónshúsi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong/ myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, gler/myndmennt kl. 13, tilboð f. eldri borgara á Orð skulu standa, uppl. í s. 861-9047. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn. kl. 9, jóga, myndlist/tréskurður kl. 9.30, rit- listahópur Kópavogs les úr verkum sínum kl. 11.45 . Jóga kl. 18. Grafarvogskirkja | Opið hús kl.13.30. Helgistund, handav., spil og spjall. Félagsstarf Gerðubergi | Elsa Hrafnhild- ur Yeoman gestur í pottakaffi í Breið- holtsk. kl. 8.30. Gerðubergskór Í Fella- skóla kl. 9. Vinnust. kl. 9, Stafganga kl. 10.30. Grensáskirkja | Farið í Klaustrið í Hafn- arfirði 17. nóv. Kaffiveitingar (1.000 kr.) Farið frá Grensásk. kl. 13, heimk. kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikf. kl. 8.30/9.30/10.30. Bútas. kl. 9, myndlist kl. 13. Helgistund kl. 14, létt stólaleikf. kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Línud. í Kópavogs- skóla hóp. I kl. 14.40, hóp. II kl.16.10, hóp. III kl. 17.40. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman kl. 13.30 Eirborgum v/Fróðengi á morgun. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postulín kl. 9, morgunkaffi - vísnaklúbbur, leikf. kl. 11, handverksst. kl. 13, op. hús brids/vist/ postulín kl. 13. Norðurbrún 1 | Postulín, myndlist, vefn., útsk. kl. 9, sr. Sigurður Jónsson með við- talst. kl. 13.30-14.30. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða- bæ | Opið hús e. kyrrðarstund og súpu. Spilað, saumað og spjallað. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun/ handavinna kl. 9.15, spurt/spjallað/ leshópur kl. 13, spilað kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja , bú- tas./glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30, framhaldss. 12.30, handav. e. hád., félagsvist kl. 14. Hólmfríður Bjartmarsdóttir,Fía á Sandi, rifjaði upp gaml- ar vísur frá góðæristímanum. „Þá voru engar matargjafabiðraðir og áttu aldrei að verða,“ skrifar hún og lætur fylgja vísurnar, sem bera yfirskriftina „Kosningar“: Nú andar suðrið sunnanvindum hlýjum og sjónvörp láta auglýsingar skína; framboðnir landar sínar grímur sýna sætlega brosa þeir, í fötum nýjum. Við sýninguna sat ég alein heima sýndist framtíð glæst í mínu landi í góðæri leystur allur illur vandi enginn mun framar smælingjunum gleyma. Þá bar það við, að fyrir gluggann flaug fluga og þurfti skoðun sína að kynna „Trúir þú öllu, auli?“ flugan spyr. „Var ekki einhver óprúttinn sem laug? Ætlarðu næst að trúa aðeins minna? Hefurðu ekki heyrt þau loforð fyr?“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af góðæri og kosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.