Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Ég fluttist í Sigtún í Laugarneshverfinu þegar ég var 9 ára. Hinum megin við mikil tún var bær- inn Brúnstaðir, og þar rétt hjá Undraland. Þetta var nálægt því sem síðar var Hótel Esja, handan við Suðurlandsbrautina. Hilmar var bóndasonurinn á Brúnstöðum og það var bara yfir túnið að fara til að hitta hann. Við urðum miklir vinir. Og eins og ég minnist þess, snerist líf okkar um íþróttir og leiki. Við strákarnir á svæðinu vorum sífellt að æfa og keppa í frjálsum íþróttum á heimatilbúnum íþrótta- völlum. Hilmar var góður í kúlu- varpi og kringlukasti, en ég í sprett- hlaupunum. Í fótboltanum kepptum við hvor gegn öðrum, hann var í Svaninum en ég í Eldingu. Hilmar hjálpaði snemma mikið til við búskapinn eins og tíðkaðist til sveita, en ég var á kafi í að bera út Þjóðviljann og rukka fyrir hann. Hann var með sérherbergi á Brún- stöðum, sem þótti mikill kostur í þá daga. Þar sátum við á kvöldin og ræddum hinstu rök tilverunnar og reyndar allt annað sem unglingar ræða. Hilmar var það sem kallað var flottur gæi, ljóshærður og krafta- legur með brilljantín í hárinu. Hann fór snemma að keyra jeppa heim- ilisins eins og tíðkaðist til sveita og lentum við í ýmsum ævintýrum í Ingi Hilmar Ingimundarson ✝ Ingi Hilmar Ingi-mundarson fædd- ist í Reykjavík 27. nóv- ember 1938. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hringbraut 22. október 2010. Útför Hilmars fór fram frá Vída- línskirkju í Garðabæ 1. nóvember 2010. þeim útréttingum. Við umgengumst nú eitthvað minna þegar á leið og ég fór erlendis til náms um tvítugt. Hann fór í lögfræðina hér heima. Ég vissi að á háskóla- árunum starfaði hann mikið í forystu Fé- lags róttækra stúd- enta (eins og komma- samtök stúdenta hétu þá). Hilmar kynntis ungur og giftist Erlu Hatlemark, sem síðar starfaði lengi sem flugfreyja. Samband þeirra var fallegt og gott, en endaði með skilnaði. En samt, ást þeirra varaði þó alla tíð, og eftir að Erla missti heilsuna sinnti Hilmar henni og studdi allt til þess að hann sjálfur veiktist núna í september. Ég frétti ekki af veikindum Hilmars fyrr en þremur dögum áð- ur en hann dó og fór þá til hans á Landspítalann. Yngsta tengdadótt- irin var hjá honum og sinnti honum eins og sínum eigin pabba. Þótt hann væri illa haldinn braust gamli hláturinn fram þegar við rifjuðum upp fyrri tíð. Þessa fallegu stund áttaði ég mig á því hvað Hilmar var mikill hamingjumaður í sinni fjölskyldu sem var með honum fram í andlátið. Slíka hamingju átti hann skilið. Hann var drengskap- armaður og maður réttlætis og mannúðar. Kærar kveðjur til ykkar allra, Erlu, strákanna Snorra, Örvars og Darra, Svönu systur hans og ann- arra hans nánustu. Ragnar Stefánsson, Laugasteini, Svarfaðardal. Ég man fyrst eftir Hilmari ung- ur að árum en faðir minn og Hilm- ar voru vinir úr lögfræðinni og alla tíð var mikill samgangur milli heimilanna. Ég hef minningu úr bernsku minni þegar ég var með foreldrum mínum hjá Hilmari og Erlu í Garðabænum að Hilmar bauð mér í skák og þá var ég að- eins 10 ára gamall. Ég varð svo þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast Hilmari aftur á lífsleiðinni í gegnum starf mitt sem lögreglumaður. Hilmar var mjög afkastamikill lögfræðingur og var mjög oft verjandi sakborninga við skýrslutökur og samskiptin því mikil. Ég tel að Hilmar hafi verið mjög vel virtur af skjólstæðingum sínum en aldrei sjá ég hann fara í manngreinarálit og alltaf sinnti hann skjólstæðingum sínum af kostgæfni. Hilmar hafði gaman af orðaleikjum og að leika sér að ís- lenskri tungu og fékk maður oft að finna fyrir því í réttarsalnum þegar hann hélt uppi vörnum. Hilmar lifði fyrir starfið sitt og lifði fyrir fjölskylduna sína. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan við Hilmar vorum að ræða saman um lífið og tilveruna að Hilmar sagði að hann ætlaði að halda áfram í lögfræðinni, a.m.k. nokkur ár í við- bót, á meðan heilsan leyfði. Hilmars verður sárt saknað. Ég votta aðstandendum samúð mína. Lúðvík Kristinsson. Mikið yrði mér auðvelt að skrifa langa minningargrein um félaga minn Hilmar. Hilmar kenndi mér hins vegar að orð eru dýr og frekar skuli ég vanda til skrifa minna, segja minna en meina meira. Hilm- ar þekkti mig frá fæðingu en það var ekki fyrr en ég hóf störf sem lögmaður að ég kynntist honum. Ég hafði alltaf hræðst Hilmar pínu- lítið, þennan stóra, þekkta lögmann sem hafði unnið með pabba mínum svo lengi sem ég man eftir mér. Mér var alltaf hulin ráðgáta hvern- ig þeir gátu unnið saman eins og þeir áttu til að deila, hnýta hvor í annan og metast. Eftir að ég kom í Austurstrætið og kynntist Hilmari áttaði ég mig á því hversu mikið hann gaf, ekki bara pabba mínum heldur öllum þeim sem hann þekktu. Hilmar varð mér langtum meira en sam- starfsfélagi. Hann varð kennari minn og vinur. Ég lærði inn á létt- leika Hilmars, stríðni og ekki síður föðurlegar umvandanir. Mér verða alltaf minnisstæðar heimsóknir Hilmars inn á skrif- stofu mína til þess að ræða fót- bolta, stöðu þjóðmála og ekki síst til að kryfja hinn júridíska þanka- gang. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með vini mínum og sendi fjölskyldu hans mínar hlýj- ustu kveðjur. Stefán Karl Kristjánsson. Það er ekki hægt annað en skrifa nokkur orð um hinn valinkunna sæmdarmann og lögfræðing, Hilm- ar Ingimundarson, sem lést þann 22.10. sl. Þau eru orðin nokkuð mörg árin frá því fundum okkar bar fyrst saman, en það var þegar Lögreglan í Reykjavík var og hét. Hilmar var að mínum dómi lög- fræðingur af Guðs náð og þau eru ófá skiptin sem hann var kallaður til sem verjandi eða réttargæslu- maður hinna ýmsu manna og kvenna sem hrasað höfðu á vegi dyggðarinnar. Það er m.a. hlutverk verjanda við yfirheyrslur að ekki sé of nærri gengið sakborningi, en um leið að gefa lögreglumanninum svigrúm til þess að kalla fram það sem er sannast og réttast í hverju máli. Þar var Hilmar á heimavelli, enda naut hann víðtæks trausts að ég held flestra lögreglumanna sem leituðu til hans, ekki síður en skjól- stæðinga. Ég þori að fullyrða að Hilmar var sá verjandi hér á höf- uðborgarsvæðinu sem hvað oftast var kallaður til ef á þurfti að halda í skyndingu, enda alltaf boðinn og búinn, nánast hvernig sem á stóð, jafnvel nú hin síðari ár þegar ald- urinn var farinn að segja til sín. Þá voru þeir margir skjólstæðingarnir sem vildu Hilmar sem sinn lög- fræðing og engan annan. Með tím- anum sá maður að það var ekki að ástæðulausu, því margir nutu meistaralegrar málafærslu hans fyrir dómi og niðurstaðan oft með eindæmum hagstæð fyrir viðkom- andi. Mér virtist að það sem ræki Hilmar áfram af svo miklum krafti í starfi sínu, hefði verið, fyrir utan lögfræðina sjálfa og þjóðfélagsmál, áhugi hans á fólki yfirleitt, ætt- fræði og sögu. Hann var tíður gestur á fornbókasölum og ekki fyrir löngu síðan rakst ég á hann á bókamarkaði í Perlunni. Þar leit hann haukfránum sjónum yfir bókastaflana og fann þá strax það sem höfðaði til þessara áhugamála hans, enda átti hann víst mikið og gott safn sjaldgæfra bóka um þessi efni. Það er ekki langt síðan við Hilmar ræddum ættfræðinnar ýmsu hliðar, en þar var ekki komið að tómum kofunum hjá honum. Mér lék forvitni á því hvort í einhverjum forfeðra Hilmars fynd- ust þeir eiginleikar sem mér fannst hann hafa til að bera. Ekki leið á löngu þar til sá leggur fannst sem mér sýndist eiga vel við hann. Í sjötta lið var hann kominn út af Boga Benediktssyni sem fæddur var 1720, en hann var lengst af bóndi í Hrappsey á Skarðsströnd. Bogi þessi stýrði prentsmiðju í Hrappsey 1774-1785, var mikill framkvæmda- og fram- faramaður og varð auk þess stór- auðugur. Bogi var sonur Benedikts Jónssonar sem sagður var fálka- fangari og síðar bóndi í Heina- bergi og síðar Hrappsey í Skarðs- strandarhreppi. Lýsing í Íslenskum æviskrám á Benedikt eru: „Mannasættir, góðmenni, frændrækinn mjög og góðviljaður öllum.“ Ég held að þessi lýsing gæti allt eins vel átt við Hilmar eins og hann kom mér fyrir sjónir. En nú er sem sagt komið að leiðarlokum og ekki er lengur hægt að leita til hans í erfiðum málum. En þrátt fyrir allt hygg ég að andi hans muni eftir sem áður svífa yfir vötnum í sölum réttvís- innar. Þorvaldur Bragason. ✝ Rebekka Ýr Guð-mundardóttir fæddist í Reykjavík 24. september 2010. Hún lést á Barnaspít- ala Hringsins 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Auður Sif Sigurðar- dóttir, f. 13. maí 1989, og Guðmundur Már Þorsteinsson, f. 16. september 1987. For- eldrar Auðar eru Ás- laug Björt Guðmund- ardóttir, f. 2. nóvember 1967, og Sigurður Einar Steinsson, f. 14. októ- ber 1965. Foreldrar Guðmundar eru Ólöf Ólafsdóttir, f. 25. des- ember 1956, og Grét- ar Karlsson, f. 15. desember 1964. Syst- ir Rebekku Ýrar er Rakel Emma Guð- mundardóttir, f. 29. apríl 2009. Útför Rebekku Ýr- ar hefur farið fram í kyrrþey. Hann var fallegur september- morgunninn sem Rebekka Ýr leit dagsins ljós í fyrsta sinn og ég var óendanlega stolt þennan dag af ömmustelpunum mínum tveimur og foreldrum þeirra. Margs er að minn- ast frá þessum fáu vikum sem við fengum að njóta með Rebekku litlu og mikið var hún velkomin og elskuð. Einkar kær er mér í minningunni fyrsta og jafnframt síðasta heimsókn hennar á Kristnibrautina þar sem ég sat með litlu systurnar báðar í fang- inu. Rebekka var svo mikið kát og gaf ömmu sinni hvert fallega brosið á fætur öðru á meðan Rakel stóra systir strauk henni um kollinn og brosti með henni. Það eru einmitt svona stundir sem skapa hamingj- una og þessi minning mun lifa í hjarta mér alla tíð. „Ó, faðir gjör mig lítið ljós, um lífs míns stutta skeið“. Þessar línur úr sálmi Matthíasar Jochumssonar hafa verið mér hugleiknar síðustu daga. Eins og ljós og skuggi fylgjast þær að, gleðin og sorgin. Svo sann- arlega var Rebekka Ýr lítið ljós og aldrei lýsti hún skærar en í dauða sínum er hún gaf þá stærstu gjöf sem nokkur getur gefið – hjartað úr brjósti sér svo lítill drengur í Svíþjóð fengi lifað. Þótt sorgin nísti sárt er gleðin líka fölskvalaus yfir því lífsins kraftaverki sem elsku litla stúlkan okkar kom til leiðar. Elsku Auður Sif mín og Gummi. Enginn skilur nema hafa sjálfur staðið í ykkar sporum hversu djúp og sár sorg ykkar hlýtur að vera. Það þarf kjark, bjartsýni og ást til að trúa því og treysta að lífið sé sterk- ara en dauðinn og þessa eiginleika eigið þið bæði tvö í ríkum mæli. Það hafið þið sýnt og sannað í öllum ykk- ar sameiginlegu verkefnum hingað til og ekki síst í eldraun síðustu daga. Elskið og styðjið hvort annað í sorg- inni af heilu hjarta og hafið hugfast að elsku litla Rebekka Ýr verður dóttir ykkar og systir Rakelar Emmu alla tíð þótt samleiðin hér hafi ekki verið löng. Ástina til henn- ar tekur enginn frá ykkur, hún er ei- líf. Lífið kallar á ykkur þrátt fyrir sorgina og minningin um litlu dótt- urina lýsir ykkur einu leiðina sem er fær – fram á veg. Við öll í stórfjöl- skyldunni styðjum ykkur af fremsta megni og gleðjumst með ykkur yfir öllu því góða sem lífið hefur gefið og mun gefa ykkur. Ég kveð þig, elsku hjartans Re- bekka mín, með lítilli kvöldbæn og mun minnast þín í hvert sinn sem ég bið hana með stóru systur þinni, Rak- el Emmu. Góða heimferð, elsku ömmuhjarta. Við sjáumst seinna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Amma Áslaug. Það að missa ástvin er aldrei létt- bær reynsla, minningar koma upp og fjölskylda og vinir eiga um sárt að binda. Það að kveðja Rebekku Ýr sem átti aðeins nokkurra vikna jarðvist meðal okkar er allt önnur og erfiðari reynsla. Enginn skilur hvers vegna blessað barnið er tekið frá ástvinum sínum á svo óvæginn hátt og eftir standa foreldrar, fjölskyldur þeirra og vinir algerlega ráðþrota. Spurn- ingarnar þjóta hjá og okkur gengur öllum illa að svara þeim. Eftir standa foreldrarnir, Auður Sif og Guðmund- ur ásamt Rakel Emmu litlu. Þau hafa staðið sig með ólíkindum vel og eigum við erfitt með að ímynda okkur hvað þessir síðustu dagar hafa verið þeim erfiðir. Það sem veitir okkur innri ró á stundum sem þessum er að hún er komin á góðan stað, þar sem hún er umvafin hlýju rétt eins og þann stutta tíma er hún hafði hér á meðal okkar. Elsku Auður Sif, Gummi og Rakel Emma, okkur langar að láta fylgja með sálminn góða sem huggar okkur núna á þessum erfiðu tímum. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson) Sigurður afi, Soffía, Fjóla María, Viktor Kolbeinn og Íris Hekla. Með þessari litlu bæn kveðjum við þig litla ljósið okkar og minningu þína geymum við í hjörtum okkar, elsku Rebekka Ýr. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Gummi, Auður og Rakel Emma, Guð veri með ykkur og styrki á þessum erfiða tímakveðja Ólöf amma, Grétar afi, Anna og Vilmundur, Svanur, Kristbjörg og Ísey Carmen. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Gummi, Auður og Rakel Emma. Hugur okkar allur er hjá ykkur á þessum erfiðu sorgartímum. Minning okkar um prinsessuna Rebekku Ýr mun ávallt lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Megi Guð um- vefja Rebekku litlu og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Jóhann (Kiddi), Guðrún, Andri Snær og Heiða Diljá. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Gummi Auður og Rakel Emma, megi englar Guðs umvefja ykkur í þeirri sáru sorg sem þið upp- lifið nú. Megi Guð geyma og vernda gull- molann ykkar hana Rebekku Ýri. Ólafur, Lára og Jakob Dagur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Gummi, Auður, Rakel Emma og fjölskyldur. Fá huggunarorð eru til á þessum erfiða tíma en minning um yndislegu dóttur ykkar hana Rebekku Ýr mun lifa með okkur um ókomna tíð. Megi góður guð umvefja Rebekku litlu og styrkja ykkur í sorginni. Svanhildur, Þorleifur og Kristmundur. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum (Björn Halldórsson í Laufási) Elsku Auður, Gummi, Rakel Emma og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur á erfiðum tímum. Guðbjörg, Haukur, Jón Vilberg og Ólína. Rebekka Ýr Guðmundardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.