Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Tvöföld hálka Þær voru heldur betur flinkar að fóta sig á háu hælunum þessar blómarósir sem hættu sér út á ísinn í gær, og engin leið að segja til um hvor er hvor. Golli Á fyrstu mánuðum 2009 voru skrifaðar margar lærðar grein- ar og haldnar ráð- stefnur um áhrif hrunsins á ýmsa þætti samfélagsins. Þar kom m.a. fram að við gætum lært af Finnum hvernig þeir tóku á bankahruninu hjá sér í upphafi 10. áratugar síðustu ald- ar. Einnig var fjallað um reynslu Færeyinga af þeirra kreppu á miðjum tíunda áratugnum. En hvernig hefur okkur gengið nú 24 mánuðum eftir bankahrunið? Lærðum við af reynslu nágranna okkar og vina? Reynsla Finna Bent hefur verið á að Finnar tóku seint á afleiðingum hrunsins. Harður niðurskurður m.a. á heil- brigðiskerfinu og menntakerfinu fyrstu árin varð til þess að stór hópur ungs fólks datt út úr skóla- kerfinu, varð atvinnulaus og lenti á glapstigum. Velferðarkerfið laskaðist, atvinnuleysi jókst sífellt og niðurskurðarþörfin varð æ meiri – sem sagt vítahringur. Þeg- ar Finnar uppgötvuðu að leiðin út úr kreppunni væri fjárfesting í at- vinnulífinu m.a. í þekkingariðnaði til að auka hagvöxt og stækka hagkerfið höfðu þeir tapað dýr- mætum tíma sem hafði þau áhrif að stór hluti heillar kynslóðar datt út úr menntakerfinu og varð lang- tíma-atvinnulaus með tilheyrandi félagslegum vandamálum. Höfum við lært af reynslu Finna? Því miður verður svarið nei. Nú tveimur árum eftir hrun erum við í mesta niðurskurði á velferðarkerfinu samkvæmt efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. At- vinnu-uppbyggingin bíður vegna stefnuleysis ríkisstjórnar og hag- vextinum seinkar. Með öðrum orð- um sami vítahringurinn og Finnar lentu í. Reynsla Færeyinga Alvarlegasta afleið- ingin af bankakrepp- unni í Færeyjum var stórfelldur flótti ungs fólks. Talið var að um einn þriðji kynslóð- arinnar 25-40 ára hefði flutt úr landi og lítill hluti þeirra hef- ur snúið aftur nú fimmtán árum eftir hrun. Þó tókst Fær- eyingum ótrúlega vel að snúa mjög djúpri kreppu við á undraskömmum tíma, m.a. með stóraukinni nýtingu sjávarauðlind- arinnar. Hér á landi hefur komið í ljós að kynslóðin 25-40 ára er sú skuldsettasta og á í mestum erf- iðleikum með að ná endum saman. Jafnframt er þetta sú kynslóð sem hefur mesta möguleika á að starfa erlendis m.a. vegna góðrar mennt- unar. Nauðsynleg skuldaleiðrétt- ing á lánunum þeirra er hundsuð af ríkisvaldinu, bönkum og lífeyr- issjóðum. Talið er að milli sex og sjö þúsund manns séu flutt úr landi en þar fyrir utan er þónokk- ur hópur sem sækir vinnu erlendis en býr hér enn. Þó nokkrir úr þessum hópi hafa tjáð sig að und- anförnu um að þeir sjái ekki hvernig þeir eigi að klífa skulda- vegginn og eru að gefast upp á Ís- landi. Spurningin er því hrópandi, erum við á sömu leið og Fær- eyingar? Tilraunaglasið Á það hefur verið bent m.a í bíómynd sem sýnd hefur verið vestanhafs að undanförnu að Ís- land sé eins og tilraunastofa í hag- fræði vegna smæðar sinnar. Jafn- framt að okkar bankahrun sé örmynd af því bandaríska og því áhugavert fyrir þá hvernig okkur gangi í endurreisninni. Obama- stjórnin dældi fjármagni út í sam- félagið á síðasta ári – u.m.þ. 3% af landsframleiðslu – margir hag- fræðingar hrósuðu framkvæmd- inni en töldu ekki nógu langt gengið, meira þyrfti til að koma atvinnulífinu og neyslunni í gang. Nokkrir mikilsvirtir hagfræðingar eins og J. Stieglitz og N. Rubini hafa haldið því fram að afskrifa þyrfti skuldir heimila og ganga rösklegar til verks. Ellegar væri hætta á að vítahringur samdráttar – minni neyslu, meira atvinnuleys- is – myndi dýpka. Hvað er til ráða Við þurfum að snúa spíralnum við – leysa upp vítahringinn. Í stað þess að stefna á samdrátt, niðurskurð og skattahækkanir – eins og ríkisstjórn VG og Sam- fylkingar stefnir á – ættum við að gera allt sem við getum til að auka atvinnu og þar með neysl- una. Við eigum að nýta auðlindir okkar, jafnt orku, lands- og sjáv- argæði en ekki síst mannauðinn, þekkinguna. Við eigum að stefna á að á Íslandi sé fjölbreytt atvinnu- líf sem byggist á sérstöðu lands- ins, menningu og krafti fólksins. Verkefni ríkisvaldsins er að skapa aðstæður til að örva atvinnulífið, efla nýsköpun og stuðla að er- lendri fjárfestingu. Við eigum að hafa kjark til að fara erfiðar en réttlátar og skyn- samar leiðir í skuldaleiðréttingu. Þar getur vilji bankamanna ekki ráðið stefnunni. Við höfum enn tíma – en hann fer minnkandi. Tökum af skarið nú þegar og sýnum að við getum lært af reynslu annarra. Tækifær- in eru til staðar. Að læra af reynslu annarra Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Í stað þess að stefna á samdrátt, nið- urskurð og skattahækk- anir – eins og ríkisstjórn VG og Samfylkingar stefnir á – ættum við að gera allt sem við getum til að auka atvinnu og þar með neysluna.Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokks. Fyrir rúmlega tveim árum síðan vorum við minnt á að dramb er falli næst. Þá höfðu all- margir landsmenn tal- að um það mjög dig- urbarkalega að þeir hefðu meira við- skiptavit en fyndist annars staðar á byggðu bóli. Sumir létu næst- um eins og þeir hefðu fundið upp bankann og að reynsla bankamanna frá fyrri tíð væri að engu hafandi. Það fór sem fór. Þótt áminningin væri nokkuð hörð og lexían kunn frá í fornöld virðist fólki ganga misvel að meðtaka hana. Nú heyrist að vísu lítið í gleiðgosum sem telja sig hafna yfir gamalreynd ráð í rekstri banka. Meira ber á þeim sem hreykja sér enn hærra og þykj- ast geta fundið upp ríkið eða að minnsta kosti nýja stjórnskipan fyrir það. Rúm fimm hundruð hafa gefið kost á sér til setu á stjórnlagaþingi og mér heyrist að sumir þeirra telji sig þess umkomna að galdra fram miklu betri stjórnarskrá en þá sem við fengum í arf frá Dönum og hefur síðan verið lagfærð nokkrum sinnum með frem- ur hóflegum breytingum. Við búum að norrænni stjórnlaga- hefð. Hún hefur reynst vel um langan aldur. Ef frá eru talin árin sem Dan- mörk og Noregur voru hersetin af Þjóðverjum held ég að fá eða engin ríki hafi haft betra stjórnarfar en Norðurlönd síðan þau tóku upp stjórnarskrár af því tagi sem enn eru í gildi og verða vonandi áfram. Mér þykir trúlegt að farsæld þeirra megi að nokkru þakka þessari stjórnlaga- hefð. Ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð ætti að láta sér annt um hana. Það er engin leið að sjá fyrir allar afleiðingar af stjórn- arskrárbreytingum. Sumar þeirra koma ef til vill ekki í ljós fyrr en að löngum tíma liðnum. Áhrif stjórnarskrár- breytinga á gildi og merkingu annarra laga kunna líka að vera flók- in og lítt fyrirsjáanleg. Þess vegna á að fara varlega í að breyta stjórnarskránni. Ef til vill á alls ekki að breyta henni. Líklega yrði til meira gagns að hvetja fólk til að virða hana, kynna sér hana og reyna að skilja til hvers hún er og hvað hún þýðir. Ég vona að af þeim mikla fjölda sem gefur kost á sér til stjórnlagaþings séu að minnsta kosti 25 sem lýsa yfir að þeir vilji litlar breytingar gera á stjórnskipaninni. Kjósendur geta þá valið að halda í hefðina. Sjálfur ætla ég að kjósa þann sem ég treysti best til að fara varlega og víkja lítt eða ekki frá því sem hingað til hefur reynst vel á Norðurlöndum. Nógu margt er þegar á hverfanda hveli. Að ætla sér að töfra fram nýja stjórnskipan, og það á fáeinum vik- um, minnir mig óþægilega mikið á stórbokkaskapinn í ólánsmönnunum öllum sem þóttust hér fyrir nokkrum árum hafa fundið upp bankann. Eftir Atla Harðarson Atli Harðarson » Að ætla sér að töfra fram nýja stjórn- skipan á fáum vikum minnir á stórbokka- skapinn í þeim sem þótt- ust hér fyrir nokkrum árum hafa fundið upp bankann. Höfundur er heimspekingur og kennari. Um bankamenn og frambjóðendur til stjórnlagaþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.