Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 6
VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vivan Svavarsson er sannkallað jóla- barn, fædd á jóladag. Og það sem meira er, þá verður hún hundrað ára á morgun. „Ég er að reyna að upplifa það hvernig er að vera 100 ára, reyna að trúa því,“ segir hún á Þorláks- messu, um 80 árum eftir að hún flutti til Íslands frá Svíþjóð, þar sem hún hét Vivan Aurora Holm. „En að vera jólabarn er bara plat. Ég fékk aldrei afmælisgjafir eins og annað fólk, því það þótti nóg að ég fengi einhverja jólagjöf.“ Ástin dró hana til Íslands. Hún kynntist Benedikt Jakobssyni íþróttafrömuði í háskóla í Stokk- hólmi. „Það heitir ást,“ segir hún. Þau giftust 1932 og eignuðust fjögur börn en skildu 1949. „Hún entist ekki leng- ur en þetta,“ heldur hún áfram og segir að börnin – Ingunn, Elín, Gunn- ar og Hallgrímur – hafi komið eftir settum reglum. „Ég má til með að gorta svolítið. Þetta er stórmynd- arlegt fólk.“ Seinni maður hennar var Garðar Svavarsson, prestur í Laug- arneskirkju. Hin eina og sanna kreppa var mörgum erfið. „Það voru allir fátækir og maður mátti oft þakka fyrir að halda lífinu,“ rifjar Vivan upp. „Það var hvorki til matur fyrir daginn né næsta dag. En ég ætlaði að standa mig, og það gerði það að verkum að ég stóð lengur en ég ætlaði mér. Bróðir minn, sem var kannski ekki besta barn guðs, sagði að ég ætti eftir að gráta mikið og það var satt. Þetta var byrjunin en svo fór ég að starfa eins og manneskja og það bjargaði líf- inu.“ Hún segir samt að matarskort- urinn hafi ekki verið neitt miðað við skipbrot á sálinni. „Það er enginn vandi að vera matarlaus í þrjá daga en það getur verið vont að vera ást- arlaus í þrjá daga.“ Ekki Framsóknarmaður Heyrn og sjón eru farin að gefa sig en að öðru leyti er Vivan nokkuð hress og ánægð í íbúðinni sinni. „Ég sofna á kvöldin og vakna á morgnana, en kvöldið áður veit ég ekki hvort ég vakni að morgni. Veit það nokkur?“ Hún segist ekki eiga nein leyndarmál en sér blöskri vaðallinn og lygin. „Það ættu fleiri að þegja. Það er of mikið kjaftað og of mikið logið. Þegar mað- ur segir eitthvað á maður að standa við það.“ Segir samt að ástandið hafi skánað ef eitthvað er, „en fólk lifir á lyginni,“ segir hún ákveðin. „Þegar ég kom til Íslands átti Jónas Jónsson frá Hriflu Ísland. Hann ákvað hver átti að vera hvað. Benedikt átti erfitt með að fá vinnu hjá Jónasi. Vinur hans þekkti Jónas vel og sagði við hann: Þú vilt ekki láta Benedikt fá neina vinnu. Þá svaraði Jónas: Það er svo sem allt í lagi með hann en pabbi hans er ómögulegur maður. Og þá dugði það til þess að hann fékk ekki vinnu hjá Jónasi enda var hann ekki Framsóknarmaður.“ Eðlilega hefur margt á dagana drifið en eitt stendur upp úr: „Að vinna úr því sem ég veit. Að geta not- fært mér þekkingu mína því hún er nokkuð góð.“ Fjölskylda Vivans ætlar að halda henni veislu í sal Söngskólans við Snorrabraut frá klukkan 15.00 þriðjudaginn 28. desember. „Eitt- hvert hugboð hef ég um að það standi til,“ segir hún. Ástin dró hana hingað  Vivan Svavarsson fæddist í Svíþjóð á jóladag fyrir eitt hundrað árum  Blöskrar vaðallinn og lygin og vill að fólk standi við það sem það segir Morgunblaðið/Ernir Jólabarn Vivian Svavarsson fæddist í Svíþjóð 25. desember 1910. Hún flutti til Íslands 1932 og hefur búið og starfað hér síðan. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um árabil hafa nokkur skip verið á veiðum um jólin með siglingu á erlenda markaði í ársbyrjun í huga, en svo virðist sem ekkert íslenskt fisk- veiðiskip verði á veiðum um jólin að þessu sinni. „Ég held að það verði enginn á veiðum um jólin og ég held að ég sleppi þessu og verði heima þessi jól, en annars yrðu þetta 21. jólin sem ég væri úti á sjó,“ segir Magni Jóhannsson, skip- stjóri og útgerðarmaður Brettings KE. „En svo er aldrei að vita. Mér gæti dottið í hug að fara út annan í jólum.“ Frí samkvæmt samningum Í kjarasamningum sjómanna er almennt ákvæði þess efnis að skipverjum skuli tryggt hafnarfrí frá klukkan 12 á hádegi á Þorláks- messu til miðnættis 2. í jólum. Jafnframt frá kl. 16.00 á gamlársdag til kl. 24.00 á nýársdag. Skip- verjum í uppsjávarfiskveiðiflotanum skal tryggt frí í heimahöfn frá og með 20. desember til 2. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni voru tvö íslensk skip á sjó í gær. Pósei- don var við rannsóknarstörf við Grænland og Þórunn Sveinsdóttir VE á heimleið frá Dan- mörku en skipið er væntanlegt til Vest- mannaeyja í dag. Ekkert fiskveiðiskip á sjó þessi jólin  „Mér gæti dottið í hug að fara út annan í jólum,“ segir Magni Jóhannsson skipstjóri  Samkvæmt kjarasamningum skal tryggja sjómönnum frí um jól og áramót Morgunblaðið/Ernir Fiskur Allir bátar verða í höfn um jólin og því verður ekki ferskan fisk að sjá við Reykjavíkurhöfn. Góð stemning » Fyrir þremur árum var Magni Jóhannsson skipstjóri á Sunnu KE í góðu yfirlæti úti á sjó um jólin. „Það var hamborgarhryggur og svína- hnakki, þetta voru hefð- bundin jól eins og þau eru úti á sjó, góður matur og góð stemning,“ sagði hann þá við Morgunblaðið, en jólin 2007 var Sunna eini íslenski togarinn á veiðum yfir hátíð- arnar. » Árið 2001 voru þrjú ís- lensk skip að veiðum um jól og áramót. Alls bárust Jólaaðstoðinni 4.043 umsóknir um aðstoð fyrir jólin, þar af 170 frá Akureyri. Um 95% þeirra sem sendu inn umsóknir sóttu jólaaðstoð sína. Heldur færri nutu aðstoðarinnar í ár en í fyrra. Fjöldi þeirra sem sóttu um í fyrsta skipti var 927, en þar af sóttu 134 ekki aðstoðina. Í fyrra mættu 3.946, en í dag eru samtals 3.845 búnir að koma til að sækja aðstoðina, sem gerir 101 færri í ár en í fyrra. Þetta er 2,56% fækkun. Að Jólaaðstoðinni standa Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur, Hjálpræðisherinn, Hjálp- arstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að þó að þörf fyrir aðstoð við fátækt fólk sé enn mikil telji hún að ástandið sé heldur betra en í fyrra. Þá hafi atvinnuleysið verið meira en það er í dag. 3.845 fengu aðstoð frá Jólaaðstoðinni Vivan var fyrsti sjúkraþjálf- arinn hérlendis og kom Íslandi inn í Heimssamband sjúkra- þjálfara. Hún starfaði lengst af hjá Kristjáni Hannessyni en kenndi líka við Landakotsskóla og Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var mikil íþróttamann- eskja og þótti góð í fimleikum, en hún kenndi m.a. Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, leikfimi. Vivan lék á píanó og gítar og les nótur. „Ég hef aldrei lært neitt heldur bara spilað eftir eyranu,“ segir hún og bætir við að skemmtilegast sé að hlusta á tónlistina í eigin höfði. „Ég hef aldrei spilað á Austurvelli,“ segir hún kímin. Í íþróttum og tónlistinni HÆFILEIKAKONA Samið hefur verið um stuðning Bláa Lónsins hf. við Stofnun Vigdísar Finnbogardóttur í erlendum tungu- málum. Studd verða verkefni sem hafa það að markmiði að efla menn- ingarlæsi. Ætlunin er að stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar og styðja áform hennar um að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð. Bláa Lónið vekur athygli á því í fréttatilkynningu að árlega heim- sækja rúmlega fjögur hundruð þús- und gestir heilsulindina. Þar starfar einnig fólk af ólíku þjóðerni. „Menn- ingarlæsi er einn af þeim lyk- ilþáttum sem við teljum afar mik- ilvægt að efla hér á landi,“ segir í tilkynningu. Forstöðumaður Stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur segir að í ferða- þjónustu skipti kunnátta í tungu- málum og menningarlæsi öllu máli. Því þyki stofnuninni mikill veigur í því að tengjast fyrirtækjum sem sýna mikinn metnað á því sviði. Bláa Lónið styður verkefni á sviði menningarlæsi Stuðningur Grímur Sæmundsen og Auður Hauksdóttir ganga frá samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.