Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Fáir tóku þátt í kosningu til hinssvokallaða stjórnlagaþings og
niðurstaða kosningarinnar var flest-
um óskiljanleg. Nú standa yfir
kærumál um þá niðurstöðu og eng-
inn veit hvern-
ig fer.
Síðan erkomið í ljós, samkvæmt könnun
sem Miðlun vann fyrir félagið And-
ríki, að ríflega tveir af hverjum
þremur sem afstöðu taka telja að
fjármunum sé illa varið í stjórnlaga-
þingið.
Þetta þarf ekki að koma á óvartþegar kostnaðurinn við þessa
ráðstefnu er talinn verða 600-700
milljónir króna. Það munar um
minna á niðurskurðartímum og
óhætt að fullyrða að víða var þörfin
brýnni.
Stjórnlagaþingið svokallaða er þvíhaldið í óþökk mikils meirihluta
þjóðarinnar. Allir hljóta að sjá að
þetta er ekki farsæl leið til að hefja
endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Stjórnlagaþingið er ekki einstaktdæmi um óheppilega eða jafn-
vel öfuga forgangsröðun. Því miður
rekur hvert dæmið annað í þessu
efni og raunar er vandfundið það
stóra mál á sviði stjórnmálanna sem
ekki er rekið áfram á röngum for-
sendum.
Framundan er sá tími ársins sembest er til þess fallinn að íhuga
mál vandlega, endurskoða og endur-
meta. Flest þeirra mála sem rekin
hafa verið áfram með öfugum for-
merkjum á síðustu misserum eru
þess eðlis að þau má taka upp, end-
urmeta og afturkalla.
Það eina sem þarf er hugrekki tilað viðurkenna mistökin og þrek
til að leiðrétta þau.
Enn er tækifæri
til endurmats
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.12., kl. 18.00
Reykjavík -3 snjókoma
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri -10 léttskýjað
Egilsstaðir -10 skýjað
Kirkjubæjarkl. -3 léttskýjað
Nuuk 2 snjókoma
Þórshöfn 0 heiðskírt
Ósló -13 snjókoma
Kaupmannahöfn -2 snjókoma
Stokkhólmur -12 heiðskírt
Helsinki -22 léttskýjað
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel -1 snjókoma
Dublin -3 léttskýjað
Glasgow -3 léttskýjað
London 2 skýjað
París 0 snjókoma
Amsterdam 0 skafrenningur
Hamborg -1 snjókoma
Berlín 0 þoka
Vín 5 skýjað
Moskva -6 alskýjað
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 5 skýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -8 snjókoma
Montreal -2 snjókoma
New York 0 skýjað
Chicago -2 skýjað
Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:24 15:32
ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:55
SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:36
DJÚPIVOGUR 11:02 14:52
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Jólatréð sem stendur í aðalsal gisti-
heimilisins Grundar á Flúðum hefur
vakið verðskuldaða athygli. Það er
einstaklega fagurskreytt, líkt og
flest önnur jólatré landsmanna, en
er sérstakt fyrir þær sakir að á því
hanga nánast einungis handgerðir
jólamunir.
Heklaði á vakt
„Ég hef í gegnum árin verið að
hekla bæði jólabjöllur og engla sem
ég stífi og hengi á tréð. Ég held að
jólabjöllurnar séu í kringum 30 tals-
ins og englarnir eitthvað svipað,“
segir Dagný Ólafsdóttir, eigandi
gistiheimilisins á Flúðum.
Á trénu góða er ekki einungis að
finna muni eftir Dagnýju því fleiri
hafa lagt henni gott til að skreyta
tréð. „Mamma bróderaði svolítið af
dóti sem hangir þarna og hún nafna
mín, Dagný Atladóttir, perlaði stóra
bjöllu sem er ofarlega á trénu þegar
hún var 10 ára gömul. Þetta er svona
samansafn,“ segir Dagný og hlær.
Dagný heklar mikið yfir vetr-
artímann þegar rólegt er, en hún
vann vaktavinnu í mörg ár í fangels-
inu í Kópavogi og þar urðu margir
munirnir til. „Þær voru miklar hann-
yrðakonur sem unnu með mér og við
sátum gjarnan og hekluðum eða
prjónuðum á nóttunni. Við nýttum
tímann því þetta var náttúrlega bara
yfirseta.“ Aðspurð hvort það sé ekki
kúnst að hekla að nóttu til segir
Dagný: „Nei nei þetta er enginn
vandi. Þegar maður er búinn að gera
svona eitt til tvö stykki þá gerirðu
þetta nánast hugsunarlaust.“
Tréð vekur lukku
Dagný segist passa vel upp á
skrautið og notar það ár eftir ár.
„Maður hendir því hvorki né týnir,
því þetta er eitthvað sem þú gerir
sjálfur en kaupir ekki í búð. Svo
finnst fólki þetta svo fallegt og það
hvetur mann náttúrlega til að geyma
það vel.“ Að lokum segir Dagný tréð
vekja mikla lukku og þá sérstaklega
þegar búið er að hengja upp jóla-
ljósin og jólatónlistin farin að
hljóma. „Þá kemur góður fílingur.“
Fólki finnst
þetta svo fallegt
Handgert jólaskraut vekur athygli
Munirnir koma úr ýmsum áttum
Fagurskreytt Dagný segist geyma skrautið vel og notar það ár eftir ár.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
(EFS) hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar
vegna fjármála Kópavogs, að því er fram kemur í
tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í ágústlok sendi
EFS Kópavogsbæ erindi og tíundaði áhyggjur
sínar af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Þau áhyggjuefni sem sérstaklega voru til
tekin voru mikil skuldastaða, framlegð (EBITDA)
undir viðmiðunarmörkum og veltufé frá rekstri,
sem ekki stæði undir afborgunum langtímalána.
EFS miðar við það að heildarskuldir og skuld-
bindingar séu undir 150% af heildartekjum sveit-
arfélags og að framlegð frá rekstri sé á bilinu 15-
20%. Framlegðarhlutfall A-hluta Kópavogsbæjar
á árinu 2009 var töluvert undir því viðmiði eða
6,7%. Séu A og B-hlutar teknir saman er hlutfallið
hærra, 12,2%, en samt sem áður undir viðmiðinu.
Í lok árs 2009 voru heildarskuldir og skuldbind-
ingar A og B-hluta sveitarfélagsins tæpir 43 millj-
arðar, en tekjur á árinu tæpir 18 milljarðar.
Milljarði varið í lækkun skulda 2011
Í tilkynningu Kópavogsbæjar kemur fram að
skuldsetningarhlutfallið verði 248% vegna ársins í
ár, en verði komið niður í 214% á næsta ári.
Reksturinn eigi að skila einum milljarði til
greiðslu skulda, „og svo áfram næstu árin.“ Til
langs tíma er markmiðið að skuldir sem hlutfall af
tekjum komist undir 200% árið 2014, þ.e. í lok
yfirstandandi kjörtímabils.
Í kjölfar erindis EFS átti Kópavogsbær í
samskiptum við nefndina og fundaði með henni
23. nóvember síðastliðinn um fjárhagsstöðuna. Sú
vinna hefur nú borið árangur.
Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs,
segir ljóst að ekkert megi út af bregða og halda
þurfi stíft í taumana. „Stjórnendur bæjarins hafa
sett sér skýr markmið og vandað til áætlana-
gerðar næstu þriggja ára. Það er afar brýnt að
okkur takist að vinda ofan af miklum skuldum
bæjarins sem mun létta reksturinn til lengri
tíma,“ segir Guðríður í tilkynningu.
Aðhefst ekki vegna stöðu Kópavogs