Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 12
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég var svo einangruð þegar ég kom fyrst í Hlutverkasetur að ég gat varla talað. Hafði ekkert að ræða um og fyrstu mánuðina tal- aði ég varla við nokkurn mann. Allt í einu fór að opnast fyrir það,“ segir Ágústa Karla Ísleifsdóttir. Hún hefur komið fram og rætt um reynslu sína í tengslum við Evrópuár gegn fátækt. Ágústa hefur lengi átt við veikindi að stríða. Hún var fyrst lögð inn á geðdeild fyrir átján árum og hefur verið mikið lasin síðustu fjögur til fimm árin. Hún er með geðrof og geðklofa, heyrði raddir og var full af ranghugmyndum. „Þetta hefur tekið á heilsuna og fjölskylduna,“ segir Ágústa. Hún segir að foreldrar sínir hafi haft miklar áhyggjur af sér. Hún á fjögur börn á aldr- inum níu ára til tvítugs en hefur ekki getað haft þau hjá sér. „En þau koma reglulega til mín. Ef ég ætti þau ekki væri ég miklu veikari,“ segir hún. Erfitt að breyta um umhverfi Ágústa segir að þegar fólk verði félítið hefjist sjálfkrafa ákveðin einangrun. Það geti ekki skroppið á kaffihús eða gert þessa litlu hluti sem kosta lítið en fólk þurfi þó að eiga fyrir. „Þegar maður hefur verið lengi einn heima, eins og ég var, er erfitt að fara út á meðal fólks og breyta umhverfi sínu. Ég vildi alltaf vera heima en þegar ég var heima leiddist mér svo mikið,“ segir Ágústa. Hún bætir við: „Ef ég hefði ekki átt fjölskylduna hefði ég engan þekkt. Það er þó ekki nóg að eiga foreldra, þótt þeir reyn- ist manni vel. Ég átti ekki vinkonu eða neinn sem ég gat hringt í.“ Stendur til bóta Frænka Ágústu hafði áhyggjur af henni og fór með henni í Hlutverkasetur. Þangað kemur fólk sem misst hefur vinnuna eða annað mikilvægt hlutverk í lífinu, fær starfsendurhæfingu eða hjálp við að koma reglu á lífið og taka þátt í að byggja upp já- kvætt umhverfi. Þetta reyndist góð leið fyrir Ágústu. „Þetta stendur allt til bóta, ég á auðveldara með að nálgast fólk.“ Hún segir þó að frumskilyrðið sé að hætta allri neyslu, á áfengi og öðrum vímu- efnum. „Ef ég fer að vesenast í því fer ég strax niður aftur,“ segir hún. Ágústa byrjaði að sækja Hlutverka- setur fyrir ári. Hún segir að það hafi ekki verið auðvelt í byrjun, vegna þess hversu félagslega einangruð hún hafi verið orðin. „En mér leist vel á umhverfið og fólkið. Ég fæ að ráða mér sjálf og gera hlutina á mín- um hraða. Mér finnst gott að vera þarna,“ segir hún. Boðið er upp á ýmis námskeið og verk- efni í Hlutverkasetri. Ágústa mætir þangað daglega og segist taka þátt í ýmum verk- efnum. Fleiri sem eiga í vandræðum Erfitt er að fá fólk til að koma fram og deila jafnerfiðri lífsreynslu og Ágústa hefur gengið í gegnum á sinni ævi. En hún sam- þykkti að vera opinbert andlit Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun og sagði sögu sína á hreinskilinn hátt í mynd- skeiði sem gert var vegna verkefnisins. Það varð til þess að henni var boðið á lokaráð- stefnu Evrópuársins sem haldin var í Brussel í lok síðustu viku. Ágústa fór upp á svið með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hlutverkaseturs, sem kynnti stöðu mála hér á landi. Síðan var hún á ís- lenska kynningarbásnum. „Eina ástæðan fyrir því að ég var tilbú- in að vera andlit verkefnisins út á við er að mér leið svo illa ein heima og veit að það eru fleiri sem eiga í vandræðum. Ég segi því: Það er hægt að komast út úr þessum vítahring. Það tekur tíma en maður verður að vinna með tímanum,“ segir Ágústa og bætir við almennt um Evrópuárið og ráð- stefnuna: „Ef það bjargar einni manneskju, þá finnst mér það þess virði.“ Átti ekki vinkonu til að hringja í  Ágústa Karla Ísleifsdóttir var svo félagslega einangruð að hún gat varla talað þegar hún kom fyrst í Hlutverkasetur  Hún sagði sögu sína til kynningar á Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun Morgunblaðið/Ernir Birta Hlutirnir standa til bóta hjá Ágústu Körlu Ísleifsdóttur. Hún kemur daglega í Hlutverkasetur og fæst þar við ýmis verkefni á eigin for- sendum. Það hefur hjálpað henni í gegnum erfiðleikana. Ágústa var opinbert andlit Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á því sem er að líða. Árlegur styrkur MP banka til góðgerðarfélags, sem viðskiptavinir tóku þátt í að velja, fer til Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar. Starfsfólk MP banka Hátíðarkveðja frá MP banka Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.