Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 46
46 MENNINGFréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Einn af höfuðsnillingum íslenskrar
unglingamenningar er án nokkurs
vafa Ormur Óðinsson sem settur var
á bók af Ólafi Hauki Símonarsyni.
Gauragangur varð strax metsölubók
þegar hún kom út árið 1988 enda
náði þessi íslenska and-hetja til
þjóðarinnar. Ormur er pirraður og
utangátta en ótrúlega fyndinn og
uppátækjasamur. Síðan þá hefur
bókin verið margendurútgefin og
það var gerður vinsæll söngleikur
eftir bókinni. Loksins verður frum-
sýnd bíómynd eftir bókinni á annan í
jólum. Leikstjóri er Gunnar Björn
Guðmundsson sem leikstýrði hinni
vinsælu bíómynd Astrópíu og hefur
nú leikstýrt Skaupinu tvö ár í röð.
Gunnar Björn ólst upp í Hafn-
arfirði, fór svo í Verzlunarskólann
og kom við í Fjölbrautarskólanum í
Garðabæ áður en kvikmyndagerð
heltók hann með þeim hætti að hann
hefur aldrei haft áhuga á neinu öðru
eftir það. Stuttmyndin hans Kara-
mellumyndin gerði það mikla lukku
að hann fékk fjölda tilboða. „Já, eftir
að ég gerði þessa stuttmynd þá
rigndi inn tilboðum en ég hafði ekk-
ert að selja. Ég fór á stúfana að leita
að handriti og fékk Astrópíu frá
Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar
Grímsson í hendurnar. Mér fannst
þetta bæði besta handritið og það
versta sem ég hafði séð á þeim tíma.
Þeir voru búnir að láta svo marga
rugla í sér við skriftirnar að það var
orðið ansi tætt. Ég held að þetta hafi
verið 19. útgáfan á handritinu sem
ég fékk í hendurnar. Við bökkuðum
til baka á byrjunarpunkt og fórum
að vinna handritið aftur út frá ann-
arri eða þriðju útgáfu þess. Þar með
byrjaði ég að funda með þeim og um
leið og þeir fengu að ráða þessu
byrjaði þetta að lifna aftur við. Þeir
dældu á mig nýjum og nýjum ver-
sjónum og þetta small allt saman.
Þeir þurftu bara einhvern til að
leyfa þeim að gera sitt og segja þeim
að þeir væru frábærir og þá gekk
þetta. Astrópía gekk síðan rosalega
vel í bíó en við Ottó vorum reyndar
byrjaðir að skrifa handritið að
Gauragangi á meðan við vorum
ennþá að klippa Astrópíu. En þótt
allir væru mjög hrifnir af Gaura-
gangs-handritinu þá tók við langt
ferli áður en hann komst á kopp.
Efnahagshrunið kom og þá tafðist
allt. Það hefur annars verið draum-
ur að gera þessa bók að kvikmynd
alveg síðan ég las þessa bók fyrst.
Sagan er svo mannleg, fyndin og
skemmtileg. Ormur er uppreisn-
armaður og litríkur karakter. Hún
hefur farið út fyrir landsteinana og
fólk frá öðrum löndum tengir mjög
vel við söguna. Hún gekk svo vel í
sölu hér á landi að við áttum erfitt
með að verða okkur úti um hana.
Hún var uppseld í öllum búðum og
við vorum að notast við verk við
skriftirnar sem við fengum af bóka-
safninu sem er eiginlega ekki hægt.
Maður vill geta tekið blaðsíðurnar
úr bókinni og hengt á vegginn og
þessháttar en maður gerir ekki svo-
leiðis með bókasafnsbækur. Í það
minnsta ekki ef maður ætlar að fá
einhverntímann aftur bók lánaða.
Við fengum loksins eintak á forn-
bókasölu sem við gátum notað,“ seg-
ir Gunnar.
Bók, söngleikur og bíó
En út frá verkinu var líka gerður
vinsæll söngleikur á sínum tíma, en
það kitlaði ekki Gunnar að gera
söngleik úr bókinni. „Nei, við lásum
það verk ekki fyrr en við vorum bún-
ir með okkar fyrstu útgáfu af hand-
ritinu. Söngleikurinn er aðlögun að
bókinni og það er kvikmyndaverkið
okkar líka, en við studdumst ekki við
leikverkið,“ segir Gunnar Björn.
„Við funduðum mjög mikið áður
en við fórum af stað. Við vorum sam-
mála um hvaða tökum við ættum að
taka þetta. Við fengum okkur hljóð-
bókina og hlustuðum á hana saman,
stoppuðum reglulega og punktuðum
niður og ræddum saman. Loksins
þegar við fórum að skrifa verkið tók
það stuttan tíma. Við erum mjög
trúir sögunni.
Maður á ekki söguna, þannig að
ég er mjög ánægður með hvað við
erum henni trúir,“ segir Gunnar.
Persónurnar í bókinni eru mjög
sérstakar og litríkar og því hlýtur að
hafa verið erfitt að finna leikendur í
hlutverkin og Gunnar samsinnir því.
„ Ég vissi að ef ég fyndi ekki Orm þá
myndum við ekki gera þessa mynd.
Í Astrópíu var ég með stóran
áheyrnarfund með leikurum. Ég
hafði gaman af því að hitta alla þessa
leikara og niðurstaðan var Ragn-
hildur Steinunn í aðalhlutverkið, ég
var mjög ánægður með það og fékk
mikla trú á svona stórri áheyrn-
arprufu. Ragnhildur var sú besta. Í
Gauragangi ákvað ég að gera eins.
Núna fórum við útum allt land og
leituðum allsstaðar. Við fengum
fimm hundruð manns í þessar pruf-
ur. Við prófuðum okkur alveg niður í
hvert smáhlutverk. Þegar við fund-
um Orm á Café Oliver, þá var þetta
komið. Það varð ekki ljóst strax og
hann mætti. Hann var góður og við
prufuðum hann áfram og hægt og
hægt þrengdist hringurinn. Svo
sáum við að þetta var maðurinn,
þetta var ormurinn sem við vorum
búnir að leita lengi að. Svo prófuðum
við alla leikarana í vinahópnum sam-
an og þetta small einsog flís við rass.
Þá gátum við farið að velja foreldra
þeirra, fyrst við vorum búnir að
finna börnin,“ segir Gunnar.
Klædd í dúnúlpur um hásumar
Tökurnar fóru að mestu fram í
sumar fyrir utan nokkurra daga
vetrartökur þarsem varð að sjást í
snjó. „Já þetta var oft fyndið í sumar
því við vorum að taka inni en það
átti að vera vetur fyrir utan í mynd-
inni þótt það væri í raun steikjandi
sumarhiti. Fólk var klætt í þykk
vetrarföt þannig að menn voru að
grillast. Svo vorum við lengi að bíða
eftir vetrinum núna í haust. Við bið-
um og biðum en hann ætlaði aldrei
að koma. En það kom að því að við
gátum ekki beðið lengur og
ákváðum að fara af stað þrátt fyrir
allt. En á fyrsta tökudegi núna í
byrjun nóvember þá bara snjóaði yf-
ir okkur og frysti, það var yndisleg
tilfinning og mikil lukka fyrir mynd-
ina. Við vorum fimm daga að taka
þessar vetrartökur en daginn eftir
að við lukum tökunum þá þiðnaði á
ný og snjórinn sást ekki meir þann
mánuðinn. Þannig að þetta gat ekki
verið betra,“ segir hann.
Samstarfið súper
Aðspurður hvort hið vinsæla
skáld, Ólafur Haukur Símonarson,
hafi ekki verið hrætt við að þessir
stráklingar væru með puttana í
þessu meistaraverki hans, segist
hann ekki telja að svo hafi verið.
„Við hittum hann ekki fyrr en
handritið var tilbúið. Við fengum þá
ábendingar frá honum og við fórum
eftir einhverjum þeirra. Honum lík-
aði bara mjög vel við handritið.
Sömuleiðis gekk samstarfið við Jón
Ólafsson mjög vel. Hann gerði tón-
listina. Hann gerði einnig tónlistina í
leikritinu en það er ekki einn tónn úr
því notaður. Hann notaði alveg nýja
tónlist í þetta verk. Hún er mjög ein-
læg og flott. Samstarfið við fram-
leiðendurna í Zik Zak gekk líka eins
og í sögu,“ segir Gunnar skælbros-
andi.
Aðspurður hvað sé framundan hjá
honum segir hann að þá hlakki hann
mest til frumsýningarinnar á bíó-
myndinni og náttúrlega Skaupsins
sem hann leikstýrði og verður frum-
sýnt á gamlárskvöld. „Eftir áramót
fer ég svo á Selfoss að leikstýra
verki en þegar því lýkur fer ég að
skrifa Afi Pétur sem er handrit að
grínmynd sem ég er að vinna að.
Hún fjallar um tvo gamla karla á
elliheimili,“ segir Gunnar Björn. Það
er þá væntanlega um Orm Óðinsson
og vin hans þegar þeir eru orðnir
eldgamlir að gera allt vitlaust á elli-
heimilinu.
Frá Astrópíu til Gauragangs
Morgunblaðið/Eggert
Gaman Gunnar leikstjóri hlakkar til tveggja frumsýninga á verkum sínum, á Gauragangi 26. desember og Áramótaskaupinu 2010 á gamlárskvöld.
Gauragangur, ný mynd Gunnars Björns Guðmundssonar, verður frumsýnd á annan í jólum Það
var stuttmynd sem opnaði honum leið inn í kvikmyndaheiminn Vinnur nú að handriti að grínmynd
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Vöruhönnunarneminn Brynjar Sigurðarson
var valinn af þekktum, frönskum vöruhönn-
uðum, bræðrunum Ronan og Erwan Bour-
oullec, til þess að hanna forsíðu janúarheftis
hönnunartímarits Wallpaper, sérstakrar út-
gáfu þess sem dreift er í takmörkuðu upp-
lagi til áskrifenda og helgað er efnilegum
nemendum ýmissa list- og hönnunargreina,
nánar tiltekið, næstu kynslóð eins og það er
kallað.
Brynjar útskrifaðist frá vöruhönn-
unardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009
og hélt þaðan í meistaranám í vöruhönnun
við lista- og hönnunarháskólann ECAL í
Lausanne í Sviss.
Þar komu fyrr-
nefndir hönnuðir
auga á hann og
leist vel á hönn-
un hans, en
nokkrum verka
hans eru gerð
skil í tímaritinu.
Viðurkenning
„Þema blaðsins núna er „The Next Ge-
neration“ og þeir [sem sjá um Wallpaper]
báðu fræga hönnuði og myndlistarmenn að
mæla með einum hönnuði, ungum hönnuði
sem gæti gert kóverið,“ segir Brynjar.
Hönnuðirnir frönsku hafa hannað fyrir stór
fyrirtæki á sviði vöruhönnunar, m.a. Vitra,
og séð um innanhússhönnun fyrir versl-
anakeðjur á borð við Camper. Bouroullec-
bræður báðu Brynjar að senda sér möppu
með myndum af verkum sínum og völdu
hann í kjölfarið. En hvað er á forsíðu tíma-
ritsins?
„Ég var beðinn að gera eitthvað sem átti
að tákna næstu kynslóðina og mér fannst
það hálfkjánalegt, þannig séð, þannig að ég
bara lék mér eitthvað. Ég var með skanna
og einhvern gervifeld og spýtu sem ég fann
úti í garði og raðaði þessu saman í einhvern
karakter,“ segir Brynjar. Hann lýkur meist-
aranáminu næsta vor og segist ekki vita
hvað tekur þá við.
– Það hlýtur að vera gott fyrir ferilskrána
að hafa fengið þetta verkefni hjá Wallpa-
per?
„Jú, þetta er náttúrlega svaka virðing og
líka að Bouroullec-bræður séu hrifnir af því
sem ég er að gera.“
Á forsíðu Wallpaper
Karakter Forsíðan sem Brynjar hannaði .
Íslenskur vöruhönnunarnemi var fenginn til að
hanna forsíðu hins þekkta tímarits Wallpaper
Hönnun Brynjar að störfum.
Vefsíða Brynjars: biano.is