Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 33
JÓLABRIDSÞRAUTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 52 92 8 12 /1 0 VIÐ ERUM Á JÓLAVAKTINNI Orkan er sjaldan mikilvægari en einmitt um jólin. Tugir starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur eru á vakt í stjórnstöð og í viðbragðsstöðu úti í hverfum á veitusvæðinu, reiðubúnir að bregðast við ef bilun verður. Við viljum tryggja ykkur birtu og yl um jólin. Við erum til taks um jólin Stundum er sagt að fyrsta útspil sé skot í myrkri. Það er ekki alls- kostar rétt. Sagnir lýsa upp sviðið og út frá þeim er oft hægt að finna rök sem mæla með einu útspili umfram annað. Það er góð regla að velja út- spilið fyrst út frá sögnum, horfa svo betur á eigin hönd og íhuga hvort ástæða sé til að skipta um skoðun. Furðu oft reynist engin ástæða til þess. Hér á eftir fara fjögur útspils- dæmi. Lesandinn er í öllum tilfellum í vestur og fær það vandasama verk- efni að finna hina einu réttu útkomu. Í lokin er heilabrjótur á opnu borði. (1) Austur gefur. Enginn á hættu. Vestur ♠ D752 ♥ ÁG872 ♦ 3 ♣ 874 Þú Norður Makker Suður – – 1 lauf 1 tígull dobl* 5 tíglar dobl pass pass pass Makker þinn í austur opnar á Stand- ard-laufi og þú sýnir hálitina með neikvæðu dobli á innákomunni. Ann- að er eðlilegt. Hvert er útspilið? (2) Austur gefur. Allir á hættu. Vestur ♠ 10532 ♥ DG652 ♦ – ♣ G1053 Þú Norður Makker Suður – – 1 tígull 4 spaðar pass pass dobl pass pass pass Makker opnar á Standard-tígli og doblar svo fjóra spaða. Doblið er beggja handa járn: sýnir höggspil í vörn, en líka vilja til að spila sókn á fimmta þrepi. Þú ákveður að verjast. Hvert er útspilið? (3) Norður gefur. AV á hættu. Vestur ♠ 10842 ♥ ÁK108 ♦ 1053 ♣ D8 Þú Norður Makker Suður – 1 tígull pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 2 lauf * pass 3 tíglar pass 3 grönd pass pass pass Kerfi mótherjanna er Precision. Norður hefur sýnt 6-4 í tígli og spaða, góð spil, en þó minna en 16 punkta. Suður á hjartalit og lauf- stopp, en tvö lauf var „fjórði lit- urinn“ og krafa í geim. Hvert er útspilið? (4) Suður gefur. Enginn á hættu. Vestur ♠ ÁK6 ♥ D872 ♦ G32 ♣ Á52 Þú Norður Makker Suður – – – 1 grand pass 4 hjörtu* pass 4 spaðar pass pass pass Grandopnun suðurs er á styrk- leikabilinu 14-16 og stökk norðurs í fjögur hjörtu er yfirfærsla í spaða. Hvert er útspilið? Norður ♠ KDG62 ♥ – ♦ K1064 ♣ 10964 Vestur Austur ♠ – ♠ 94 ♥ 432 ♥ ÁDG10965 ♦ ÁG9732 ♦ D85 ♣ KG83 ♣ 7 Suður ♠ Á108753 ♥ K87 ♦ – ♣ ÁD52 (5) Suður spilar sex spaða og fær út tígulás. Síðasta jólaþrautin er heilabrjótur á opnu borði. Spilið er þó enginn til- búningur. Það kom upp á HM í París 2001, í leik Norðmanna og Pólverja. Á báðum borðum vakti austur á fjór- um hjörtum og síðan endaði suður sem sagnhafi í sex spöðum dobluð- um. Í sætum sagnhafa voru tveir af bestu spilurum samtímans: Cezari Balicki og Tor Helness. Hvorugum tókst að vinna slemmuna, þrátt fyrir hagstætt útspil – tíg- ulás. Getur lesandinn gert betur? Það kem- ur í ljós síðar, en svörin verða birt í sérstökum þætti innan tíðar. Gleði- leg jól. Guðmundur Páll Arnarson. Í sporum vesturs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.