Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 44
RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Titill þessa nýút- komna geisla- disks hljóðar Little Things Mean a Lot eftir upphafslaginu, og minnir auðvitað á samnefnt glans- númer Guðrúnar Á. Símonar heit- innar. Sú fjölhæfa söngkona var með þeim síðustu hérlendu til að glissa á milli tóna af sannfæringu, þótt slíkt þyki nú gamaldags enda hvergi áberandi í meðferð Auðar Gunn- arsdóttur. Má samt ímynda sér að heitinu, ásamt dæmigerðu vinsælu efnisvali hljómdisksins (þar af fjór- um austurrískum óperettuaríum eft- ir Kálmán, Stolz og Lehár), sé öðr- um þræði ætlað að heiðra eftirminnileg efnistök Guðrúnar á „léttara rólinu“. Að fara í þann skó er hins vegar hægara sagt en gert, og hefði nálæg- ari söngupptaka og mýkri „ambí- ens“ en hér er að heilsa eflaust bætt úr skák. Satt að segja furðaði mig stundum hvað orðið hafði af dagfars- hlýrri sópranrödd Auðar, sérstak- lega í dægurlaga- og söngleikja- deildinni – jafnvel þótt hún, líkt og flestar íslenzkar óperuraddir, hafi sjaldnast til að bera þá þéttu brjóst- tónafyllingu sem hæfir léttari meiri- hluta lagavalsins. Fyrir vikið kemur óperettuefnið bezt út – og m.a.s. oft með glæsibrag. Í ensk-amerísku „musical“- lögunum tekst henni þó víða furðu- vel upp af óperumenntaðri söngkonu að vera, þó að frelsi í hendingamótun sé skiljanlega talsvert fra því sem við eigum að venjast frá vestrænum klassakraunurum á við Lindu Ron- stadt. Það hefur þó sízt aftrað al- þjóðlegum óperustjörnum eins og Renée Fleming o.fl. frá að feta sömu vandrötuðu hjáleið – með að vísu misjöfnum árangri. Útsetningar skiptast nokkuð jafnt milli Sigurðar I. Snorrasonar (oftast eldri lög og óperettur) og Þóris Baldurssonar (Broadway og önnur klassísk dægurlög) og eru yfirleitt vel útfærðar. Hljóðfæraleikurinn sömuleiðis, enda þótt klassísku sin- fóníuspilararnir verki að vonum hálfstirðir í sveiflumestu númerum. T.a.m. er augljóst að Sigrún Eð- valdsdóttir er öllu meiri sígaunafiðl- ari en djassari, og varla við öðru að búast. En hvað sem því og öðru líður er þessi „easy listening“-diskur al- mennt hinn áheyrilegasti og mörg- um líklegt eyrnayndi. Óperusópran á léttu róli Íslenzkur hljómdiskur Auður Gunnarsdóttir – Little Things Mean a Lot bbbnn 16 sígræn dægurlög og óperettuaríur í útsetningum Sigurðar I. Snorrasonar og Þóris Baldurssonar. Auður Gunn- arsdóttir sópran og kammerhópurinn Salon Islandus. Tekinn upp í Stúdíó Sýr- landi Vatnagörðum af Sveini Kjart- anssyni og Þóri Baldurssyni. Útgáfa: Adamus10, 2010. Lengd (óuppg.): 58:29. Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Óperuefnið kemur best út, oft með glæsibrag, að mati rýnis. 44 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Kammerkór Norður- lands hefur sent frá sér hljómdisk sem ber nafn kórsins. Á diskinum eru verk íslenskra tón- skálda, Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, Tryggva M. Baldvins- sonar, Jóns Nordals, Jóns Ásgeirssonar og Báru Grímsdóttur. Þá eru þjóðlög í útsetningu Jórunnar Viðar, Hjálmars H. Ragnarssonar, Árna Harðarsonar og Hafliða Hallgrímssonar. Kammerkór Norðurlands var stofnaður árið 1998 og er skipaður söngvurum víðsvegar að af Norðurlandi. Stjórnandi hans er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónlist Diskur Kammer- kórs Norðurlands Út er komin bókin Beðið eftir Sigurði. Er hún afurð vinnu rit- listarnema við Háskóla Íslands á árinu. Bókin er að vissu leyti sjálfstætt framhald smásagna- safnsins Hestar eru tvö ár að gleyma, en nemendur vildu leyfa öðrum (en skúffunni) að njóta þess sem þau höfðu lært. Í Beðið eftir Sigurði eru textar eftir 22 ritlistarnema, hver með sínu sniði og inntaki, og segir í tilkynningu að þeir eigi ekk- ert sameiginlegt nema bókarkápuna. Verkin eru af ýmsum toga, allt frá fríljóðum upp í lengri smá- sögur. Útgefandi er Ritvélin – Félag ritlistarnema við Háskóla Íslands. Bókin er 145 bls. Bækur Úrval verka ritlist- arnema við HÍ Út er komin ljóðabókin Djúpalónssandur dálitla stund í júní og nóvember eft- ir Þorvarð Hjálmarsson. Fjórtán ár eru liðin síðan hann sendi síðast frá sér ljóðabók. Ljóðin eru stemningar sem byggjast á tilfinningum og hugsunum sem vakna á ferðalagi um landið og endurminningum vestan af Snæfellsnesi, undir Jökli og þar um kring. End- urminningar spretta fram, bæði úr æsku höf- undar og nýliðinni tíð. Ljóðin fjalla um staði og síðast en ekki síst um fólk sem býr í minninu, eins og sólblóm og sendlinga á ströndinni. Bókin er 52 blaðsíður, Pendull 527 gefur út. Bækur Ljóðabók eftir Þor- varð Hjálmarsson Menningarritstjórnir erlendra fjöl- miðla hafa undanfarið fjallað um myndlistaruppboð en þau hafa ekki sýnt nein kreppumerki á árinu; mörg verðmet hafa verið sett. Að mati blaðamanna The Guardi- an eru þetta merkilegu viðskiptin:  Picasso: Nekt og græn lauf. 68 milljónir punda – 12,24 milljarðar kr.  Giacometti. Gangandi maður 1. 65 milljónir punda – 11,7 milljarðar.  Kínverskur vasi frá 18. öld. 51,6 milljónir punda – 9,3 milljarðar.  Andy Warhol. Mennirnir í lífi hennar. 39 milljónir punda – 7 millj- arðar króna.  JMW Turner. Modern Rome – Campo Vecchio. 29,7 milljónir punda – 5,3 milljarðar.  Sir Lawrence Alma-Tadema. Móses fundinn. 22 milljónir punda – 3,9 milljarðar króna.  John Robert Cozens. Albano- vatn og Gandolfo-kastali. 2,4 millj- ónir punda – 432 milljónir króna.  Frank Auerbach. Mornington Crescent – Summer Morning. 2,3 milljónir punda – 414 milljónir.  Rubens? Skeggjaður maður. 692.000 pund – 124 milljónir króna.  Ged Quinn. Jonestown Radio. 187.250 pund – 33,7 milljónir kr. Reuters Dýrt Verk Picassos er það dýrasta sem selt hefur verið á uppboði. Engin kreppa á uppboðum  Tíu merkustu sölufréttirnar Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lér konungur er af mörgum talið eitt magnþrungnasta leikverk breska skáldjöfursins Williams Shake- speares (1564-1616). Þjóðleikhúsið færir leikritið nú upp og er það jóla- sýningin í ár. Í verkinu beinir skáldið sjónum að valdinu, oflætinu og fall- valtleikanum, af ógnvænlegum krafti. Leikið er með nýrri þýðingu Þór- arins Eldjárns, sem kom út á bók í haust og var þýðingin á dögunum til- nefnd til Íslensku þýðingaverð- launanna. Þjóðleikhúsið fékk leikstjórann Benedict Andrews til að stýra upp- færslunni. Hann er eftirsóttur leik- stjóri og hefur fært fjölda sýninga á svið, bæði í heimalandi sínu Ástralíu og í Evrópu. Hann hefur meðal ann- ars leikstýrt mörgum sýningum hjá Schaubühne-leikhúsinu í Berlín. Fyrr á árinu hlaut hann helstu leiklist- arverðlaun Ástralíu fyrir sýningar byggðar á leikritum Shakespeares. „Þessi sýning, eins og hún birtist okkur, er að mínu mati listrænt af- rek,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri. „Hún er svo hrein og tær í allri framsetningu, leikur leikaranna svo markviss og skýr og texti Shakespeares, í frábærri þýð- ingu Þórarins, svo hnitmiðaðaur að hann talar til okkar sem aldrei fyrr. Sýningin er nánast skrautlaus í fram- setningu, en náttúruöflin látin um að magna seiðinn.“ Iðulega er sagt um verk Skake- speares að þau tali inn í hvern tíma. Tinna segir það svo sannarlega eiga við hér. „Í verkinu er Shakespeare að takast á við hin myrku öfl í manns- álinni, hrokan, græðgina og grimmd- ina. Lér konungur sjálfur er í raun erkitýpa valdhrokans sem tekur rangar ákvarðanir, hlustar ekki á við- vörunarorð og þarf að takast á við af- leiðingar gjörða sinna. Við þekkjum öll þessi myrku öfl í mannsálinni og hveru erfitt það getur reynst hverj- um og einum að standa frami fyrir sjálfum sér. Galdur Shakespeare felst í því að segja einstaka sögu, en varpa um leið ljósi á stærri sannindi. Það gerir hann svo sannarlega í Lé kon- ungi og leikstjóri sýningarinnar svið- setur sýninguna af slíkum krafti að upplifunin verður nánast eins og að ganga í gegnum hreinsunareld, eða karþasis,“ segir Tinna. Hún segir leikstjórann, Benedict Andrews, vera þekktan fyrir framúrskarandi vinnu með leikurum og það sýni sig. „Hann er maður nýrra tíma og kemur með nýja sýn inn í leikhúsið,“ segir hún. Valinkunnir leikarar taka þátt í uppfærslunni. Arnar Jónsson leikur Lé konung en meðal annarra leikara eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Álf- rún Helga Örnólfsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifs- son og Atli Rafn Sigurðarson. Ljósmynd/Eggert Þór Jónsson Dramatík Atli Rafn Sigurðarson og Eggert Þorleifsson í Lé konungi. „Tær í allri framsetningu“ Stórvirki Shakespeares » Lér konungur eftir William Shakespeare er jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnt annan í jólum. » Benedikt Andrews leikstýrir uppfærslunni. » Þórarinn Eldjárn hefur þýtt verkið að nýju.  Þjóðleikhúsið frumsýnir Lé konung  Eftirsóttur ástralskur leikstjóri Það getur mætt á svæðið, skellt í sig einu brennivínsstaupi og rúll- að upp einu lagi. 47 » Árbókin Vötn & veiði: Stangveiði á Íslandi ætti að vera flestum stangveiðimönn- um að góðu kunn. Rétt eins og fyrri bækur í ritröðinni er sú síðasta prýðileg sending í hendur allra veiðimanna og til þess fallin að vekja bakteríuna upp af vetrardvalanum. Bókin er þannig uppbyggð að í fyrsta hlutanum er stiklað á fréttum ársins sem er að líða. Eftir það taka við kaflaskiptar frásagnir um þá veiðistaði sem eru til umfjöllunar. Auk þess prýðir bókina fjöldi mynda og að öðru efni ólöstuðu þá fer ekki minni tími í að horfa á þær en að lesa textann. Þetta með myndirnar og orðin þúsund á sjaldnast betur við en þegar kemur að stangveiði. Eins og gefur að skilja er frétta- kaflinn í bókinni misáhugaverður en það sama verður ekki sagt um það sem eftir fylgir. Umfjöllunin um árnar og veiðistaðina er prýðileg og ætti að höfða til allra veiðimanna hvort sem þeir þekkja umrædda staði eða ekki. Að minnsta kosti fékk sá sem þetta skrifar brennandi áhuga á að veiða í ám á borð við Jöklu og Svartá í Skagafirði, svo ein- hver dæmi séu tekin, eftir lesturinn. Vissulega má finna eitt og annað að bókinni, eins og meðferð skamm- stafana og einstaka ambögur. En þetta breytir ekki heildarmyndinni: Veiði & vötn er skemmtilegur annáll þessa mikla veiðusumars og ágæt til uppflettingar um helstu aflatölur. Hins vegar er rétt að hvetja ritstjóra bókarinnar til þess að íhuga alvar- lega að birta aftast lista yfir þau nöfn sem koma fram í bókinni. Annáll aflasum- arsins 2010 bbnnn Vötn og veiði 2010 Ritstjóri Guðmundur Guðjónsson. Litróf, 2010. 210 bls. ÖRN ARNARSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.