Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkanir á sköttum og gjöldum til ríkis, sveitarfé- laga og opinberra fyrirtækja um áramót skerða ráðstöfunartekjur landsmanna. Áhrifin hafa ekki verið reiknuð út í heild en þau dreifast misjafnlega eftir þjóðfélagshópum og ráðast að hluta til af því hvar fólk býr. Gjaldskrár í Reykjavík hækka tölu- vert umfram almennt verðlag. Tekjuskattur til ríkisins breytist ekki. Hann er áfram í þremur þrepum, eins og tekið var upp í fyrra. Persónuafsláttur er óbreyttur, 44.205 krónur á mánuði. Skattleysismörkin lækka örlítið. Fólk getur haft 123.417 krónur á mánuði án þess að greiða skatt. Er þá búið að taka tillit til lögbundins iðgjalds launþega í lífeyrissjóð. Vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga nú um áramótin fengu sveitarfélögin heimild til að hækka útsvar um 1,20% enda er gert ráð fyrir tilsvarandi lækkun á tekjuskattshlutföll- um ríkisins á móti. Öll sveitarfélög landsins nýttu þessa heimild og sjö hækkuðu útsvarið umfram það. Í þeim hópi eru Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. 66 af 76 sveitarfélögum landsins nýta nú til fulls heimildir til álagningar útsvars. Hækkun útsvars í þessum sjö sveitarfélögum leiðir til þess að meðalútsvar hækkar og þar með staðgreiðsla en hún tekur mið af meðalútsvari og tekjuskatti. Staðgreiðsluhlutfall ársins 2011 verður 37,31 á tekjur í fyrsta tekjuskattsþrepi, í stað 37,22% í fyrra. Staðgreiðslan í öðru þrepi er 40,21% og 46,21% á tekjur í þriðja þrepi. Ríkið tekur 1% af laununum til viðbótar Með þessu er ekki öll sagan sögð. Í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem Alþingi hefur samþykkt eru breytingar á sköttum og gjöldum, allar til hækkunar. Í sumum tilvikum er um að ræða breytingar í takt við almennt verðlag en ríkið tekur meira til sín í öðrum liðum. Í fyrrnefnda flokknum eru hækkanir á útvarpsgjaldi og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra, samtals 1000 króna við- bót á mann. Hvorugt þessara gjalda er innheimt í staðgreiðslu og þau koma því í bakið á mörgum þegar álagningarseðlarnir berast í byrjun ágúst. Sem dæmi um beinar skattahækkanir má nefna hækkun á fjármagnstekjuskatti, tekjuskatti fyrir- tækja, auðlegðarskatti og erfðafjárskatti og breyt- ingar á barnabótum og vaxtabótum. Þá hefur verið samþykktur sérstakur skattur á fjármála- stofnanir. Neytendur munu strax finna fyrir hækkunum á eldsneyti, áfengi og tóbaki vegna sérstakrar hækkunar sem ákveð- in hefur verið á þessum vörum. Alþýðusamband Íslands telur að breytingar á tekjuöflun ríkisins leiði til allt að 1% rýrnunar á ráðstöfunar- tekjum heimilanna. Hækkanir á gjaldskrám og sköttum sveitarfélaga koma þar til viðbótar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, segir að samtökin hafi lagst gegn þessum hækkunum. „Við teljum að heimilin þoli ekki meira og raunar hafa mörg ekki þolað þær hækkanir sem orðið hafa.“ Hann vekur athygli á því að hækkanir á óbeinum sköttum fari beint út í verðlagið og því greiði fólk þær í annað sinn með hækkun verð- tryggðra lána. Gefa sundkort í jólagjöf Hækkanir eru víða á gjaldskrám hjá sveitar- félögum en þær eru jafn misjafnar og sveitarfélögin eru mörg. Ekki fékkst í gær yfirlit yfir gjaldskrárhækkanir hjá Reykjavíkurborg. Fram kom við gerð fjárhags- áætlunar að gjaldskrár hækka almennt talsvert umfram verðlagsbreytingar, auk hækkunar á út- svari. Það er rökstutt með því að þær hafi ekki hækkað síðustu árin. Breytingarnar eru þó ekki all- ar á einn veg, hægt er að finna þjónustu sem hætt verður að rukka fyrir. Sem dæmi um gjaldskrárhækkanir má nefna að gjald fyrir að fara í sund verður 450 kr. í stað 360. Ekki eru eins miklar hækkanir á kortum. Vegna boðaðra hækkana á þjónustu sundstaða hefur borið á því að íbúar hamstri sundkort, jafnvel til að gefa í jólagjöf. Leikskólagjöld hækka, einnig skólamáltíð- ir og ýmis önnur þjónusta við íbúa borgarinnar. Sömu sögu má segja af fyrirtækjum sveitarfé- laga. Ekki er langt síðan miklar hækkanir voru ákveðnar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá má nefna hækkun á gjaldi í strætó um áramót. Skriða hækkana skerð- ir lífskjör almennings  Meðalútsvar hækkar  Staðgreiðsla frá 37,31%  Hærri gjaldskrár í Reykjavík Öngþveiti Bíleigendur og allur almenningur mun finna sérstaklega fyrir sérstökum hækkunum á gjöldum sem lögð eru á bensín og olíur. Þeir sem nota áfengi og tóbak sleppa heldur ekki. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Barnaspítali Hringsins fékk í fyrra- dag afhenta peningagjöf úr hendi forráðamanna Kringlunnar, Hag- kaupa og Ljóma. Gjöfin er afrakst- ur af keppni í piparkökubakstri sem haldin var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspít- alanum. Keppt var í tveimur ald- ursflokkum, börn 10 ára og yngri og síðan börn 10-14 ára. Vinnings- hafar fengu gjafabréf frá Kringl- unni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóunum. Alls söfnuðust 525 þúsund krón- ur. Þau fyrirtæki sem lögðu söfn- uninni lið með peningagjöfum voru Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Vero Moda, Englabörn, Arion Banki og Sony Center. Gjöf Kringlan og Barnaspítali Hringsins. Söfnuðu fyrir Barnaspítala ABC Barnahjálp mun gefa fátæk- um börnum í Pakistan borð og stóla í kennslustofur þeirra, en um 1.400 af 3.000 börnum í ABC- skólunum vantar borð og stóla. Fyrir stuttu stóðu nemendur í Hamrahlíð fyrir fjáröflun fyrir börn í Pakistan og dugðu þær gjafir til að kaupa borð og bekki fyrir ABC-skólann í Peshawar, Rawalpindi og Hamrajpura eða samtals fyrir 442 börn. Einnig lagði fyrirtækið Þekkingarmiðlun til borð og bekki fyrir 262 börn í þremur ABC-skólum í Lahore og nágrenni auk smærri gjafa. Þá hafa ABC Barnahjálp borist tvær gjafir að upphæð 500 þúsund krónur hvor og verða þær notaðar til að kaupa skólabíl fyrir börnin í Rawalpindi. Jólagjöf til fátækra barna í Pakistan Að venju verða tugir sjálfboðaliða Rauða kross Íslands að störfum yf- ir jólin við að veita þeim þjónustu sem mest þurfa á henni að halda. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring, og á það einnig við um hátíðisdagana. Þar eru veittar upplýsingar um samfélags- leg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og af- greiðslutíma ýmissa athvarfa. Auk þess er hlutverk Hjálparsímans að veita fólki stuðning vegna vanlíð- unar eða einsemdar. Í fyrra bár- ust samtals um 250 hringingar frá Þorláksmessu fram á annan í jól- um. Hjálparsíminn opinn alla jólahátíðina Læknavaktin á Smáratorgi í Kópavogi sinnir að venju vakt- þjónustu yfir jól- in. Móttakan er opin á aðfanga- dag kl. 9:00- 18:00 og svo aft- ur kl. 20:30- 23:00. Á jóladag og á annan í jólum er opið kl. 9:00-23:30. Sólarhring- sþjónusta er vegna vitjana og fag- legrar símaráðgjafar alla hátíð- isdagana. Nánari upplýsingar er að finna á www.laeknavaktin.is. Læknavaktin verður opin um jólin Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 14. desember kom fram að fjöldi dagforeldra í Reykjavík væri ósátt- ur við breytingar sem leikskólasvið borgarinnar hyggst gera og snerta m.a. dvalarsamninga. Nýju regl- urnar voru sendar dagforeldrum í júlí og þeir beðnir um samþykki. Sigrún Edda Lövdal dagmóðir sagði engan hjá borginni hafa út- skýrt reglurnar og því hafi margir verið óviljugir til að senda inn yf- irlýsingu án fyrirvara. Dagfor- eldrum var sent bréf, sem dagsett var 30. nóvember, þess efnis að þeir sem skiluðu ekki yfirlýsingu án fyr- irvara fyrir 15. desember fengju ekki greitt framlag 1. janúar. Athugasemd, sem Reykjavík- urborg gerði við fréttina, birtist á fréttavef Morgunblaðsins 15. des- ember. Þar sagði að ranglega hafi verið fullyrt um að ekki hafi verið haft samráð við dagforeldra um breyttu reglurnar. Þá kom einnig fram að fundur hafi verið haldinn með dagforeldrum í september þar sem reglurnar voru útskýrðar. Sig- rún segir þessi svör ekki svara neinu. „Ég var að tala um verklag- ið, en ekki aðdragandann að regl- unum.“ Hún segir þann fund sem borgin minnist á ekki hafa skilað árangri. „Margir ef ekki allir dag- foreldrar komu út af fundinum engu nær. Það vissi enginn neitt um þessar reglur og það gat enginn svarað fyrir þetta. Með því að senda yfirlýsingu án fyrirvara værum við að samþykkja reglurnar og allar þær breytingar sem á þeim kunna að verða. Það samþykki ég ekki.“ Sjálf segist Sigrún hafa verið með fyrirspurn á fundinum til lög- fræðings borgarinnar og fékk hún þau svör að fyrirspurn hennar væri ekki svaraverð. „Þetta er skýrt dæmi um virðingaleysi. Ég vildi fá útskýringu og hún svaraði mér ekki.“ Sigrún segist vilja fá skýr svör frá borginni um nýju regl- urnar og hvernig standi á því að niðurgreiðsla, sem ætluð er for- eldrum, sé notuð sem verkfæri til að knýja dagforeldra til undir- skrifta. hugrun@mbl.is Dagforeldrar knúnir til undirskrifta Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Ósætti „Það vissi enginn neitt um þessar reglur og það gat enginn svarað fyrir þetta,“ segir Sigrún Edda Lövdal dagmóðir.  Vilja skýr svör frá Reykjavíkurborg um breyttar reglur  Fyrirspurn ekki svarað af lögfræðingi borgarinnar  „Þetta er skýrt dæmi um virðingaleysi“ Tæknileg breyting á útreikningi vísitölu neysluverðs sem gerð verður um áramót vegur ásamt væntanlegum útsölum á móti þeim miklu hækkunum á gjöldum sem koma til framkvæmda um áramót. Ekki kemur í ljós fyrr en eftir mánuð hvor hliðin vegur þyngra. Eðli þeirrar breytingar sem gerð var á fjármögnun Ríkisútvarpsins þegar nefskatt- urinn útvarpsgjald tók við af afnotagjöldum fyrir tveimur árum er nú loksins að skila sér inn í vísitöluna. Hagstofan taldi í upphafi að formi innheimtunnar hefði aðeins verið breytt enda runnu tekjurnar nær óskertar til RÚV. Það hefur breyst. Þannig er gjaldið hækkað nú en fjárveiting til RÚV hins vegar skert. Í ljósi þess lítur Hagstofan nú á út- varpsgjaldið sem beinan skatt sem ekki eigi heima í vísitölu neysluverðs en ekki gjald fyrir veitta þjónustu. Það leiðir til þess að gjaldið er núllað í grunni vísitölunnar, þótt út- varpsgjaldið hækki í raun. Vísitalan lækkar þótt gjaldið hækki BREYTT EÐLI ÚTVARPSGJALDS Morgunblaðið/Ernir STUTT Fjármálaráðherra kynnir fjárlaga- frumvarp 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.