Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 35
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú
Því þar getur hann vakið yfir okkur dag
og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín
Urður Rún.
Mikill harmur er í stúku okkar.
Ekki eru nema fjórir dagar á milli
þess að við kvöddum kæran bróður
Bjarna Ragnarsson þegar skyndilega
annar bróðir er burt kvaddur. Engin
orð fá lýst söknuði okkar bræðra er
við í dag kveðjum Þórhall Magnússon
góðan félaga og Oddfellowbróður.
Ég kynntist Þórhalli fyrst árið 1981
er hann starfaði hjá Velti og sá um að
undirbúa nýjar bifreiðar til afhend-
ingar til viðskiptavina. Oft var mikið
álag á Þórhalli og unnið „langt fram-
eftir“. Þau störf leysti hann af hendi
með mikilli samviskusemi eins og allt
sem honum var falið og allt stóðst eins
og um var talað.
Þórhallur fluttist síðan til Akureyr-
ar og hóf störf hjá Flugfélagi Norður-
lands síðar hjá Flugfélagi Íslands þar
sem hann starfaði sem flugstjóri allt
þar til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Á Akureyri gekk hann í Odd-
fellowregluna St.nr.15. Freyju. Þegar
flutt var aftur til Reykjavíkur vorum
við svo lánsamir að hann sótti um inn-
göngu í stúku vora. Það var mikill
fengur að fá Þórhall í okkar raðir.
Fljótlega var honum trúað fyrir mik-
ilvægum störfum í stúkunni, síðar var
hann í stjórn hennar og leysti það
starf einstaklega vel af hendi.
Þórhallur tók einnig mikinn þátt í
stofnun Ob.Nr.5. Freyr á síðasta ári
og var hann strax skipaður í ábyrgð-
arstöðu við stofnun. Hann sinnti öll-
um sínum störfum í þágu Oddfellow-
reglunnar af mikilli gleði og vann þau
með umhyggju öllum til heilla. Við fé-
lagarnir sem ókum saman á fundi í
Frey eigum eftir að sakna Þórhalls
mikið. Um margt var spjallað á leið-
inni. Þórhallur lagði þar sitt af mörk-
um.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar og
bræðra í Oddfellowstúkunni Gissuri
hvíta og Patr. í Ob.nr.5. Frey vil ég
þakka samfylgdina.
Elsku Hafdís og fjölskylda. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð á
sorgarstundu. Megi góður Guð gefa
hinum látna ró og þeim líkn sem lifa.
Far þú í friði, kæri bróðir, og friður
veri með sálu þinni.
Lát minninganna mildu blóm
mýkja’ og græða sárin
en ljúfa tóna enduróm
yljáog þerra tárin.
(Ágúst Böðvarsson.)
Haraldur Hjartarson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Ég kvaddi þig laus-
lega, kæri vinur, í sím-
tali fyrir um tveimur
vikum síðan. Hvorug-
um datt þá í hug þegar þú, glaður og
reifur að jafnaði, kvaddir mig, að
þetta yrði okkar síðasta símtal. Sam-
skipti okkar Ragnars hafa í mörg
undanfarin ár farið fram í gegnum
síma og rafrænan póst. Það var
ávallt svo að þegar ég heyrði í Ragn-
ari eða ef við skiptumst á orðsend-
ingum að hætti nútímans, þá var það
sami trausti vinurinn sem hugaði að
velferð minni og minnar fjölskyldu í
Bandaríkjunum.
Ég kynntist Ragnari fyrst um
miðjan áttunda áratuginn. Þá var
hann starfandi stýrimaður á skipum
Eimskipafélagsins. Síðar, snemma á
níunda áratugnum, starfaði Ragnar
með mér á skrifstofum Eimskipa-
félagsins við stjórnun í skiparekstri
við undirbúning á lestun og losun
stórflutningaskipa í innlendum og
erlendum höfnum. Hafði hann þá
ákveðið að fara í land, eins og það var
kallað, eftir að hann kynnist Vigdísi,
eftirlifandi eiginkonu sinni. Við
kynntumst þá nánar og fjölskyldur
okkar tengdust langtíma vináttu-
böndum. Ragnar var sterkur per-
sónuleiki. Hæfileikar hans nutu sín
við skipulagningu flókinna verkefna í
skipaflutningum, þar sem reynsla til
sjós og einstakt traust, skapfesta og
heiðarleiki var eitthvað sem allir sem
áttu við hann viðskipti kunnu að
meta. Hann hafði því vináttubönd
um allar strandhafnir landsins sem
og til hafna erlendis, bæði vestan
hafs og austan. Sjórinn kallaði á
hann og var hann því ávallt reiðubú-
inn að fara túr og túr sem skipstjóri
og þar í brúnni naut hann sín. Ragn-
ar var hreinskilinn og drengilegur í
hvívetna og hjálpfús með afbrigðum.
Ragnar var sístarfandi og hafði ný-
lega hafið byggingu á litlu sumarhúsi
við Flúðir og hafði það á orði að þetta
ætti að vera lítið, einfalt, traust og
byggt með gamla laginu með tjöru-
þaki. Hann vildi vinna við þetta sjálf-
ur og helst taka sér góðan tíma í
þessa byggingaframkvæmd og
vanda verkið. Þar ætlaði hann að búa
sér og sínum sælureit til framtíðar-
innar. Brotthvarf langt fyrir aldur
fram er fjölskyldu og hans vinum
mikill harmur. Ragnar var mikill og
traustur fjölskyldumaður og sannur
vinur vina sinna. Hans verður sárt
saknað.
Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Friður Guðs þig blessi um
alla tíma. Elsku Vigdís, börn og
barnabörn, Guð veri með ykkur og
gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
Garðar Þorsteinsson.
Mér brá mikið og trúði því varla
þegar hringt var í mig og mér sagt að
Ragnar væri látinn. Þessi hressi og
góði maður sem mér þótti svo vænt
um. Eftir kynni mín af honum var ég
ekki lengi að sjá hvaðan sonur hans,
Raggi, hefði húmorinn sinn og
stríðni. Oft spjölluðum við á léttum
nótum um pólitík og lífið og til-
✝ Ragnar Valdi-marsson fæddist í
Reykjavík 8. júlí
1945. Hann lést á
heimili sínu, Nýhöfn 5
í Garðabæ, 14. des-
ember 2010.
Útför Ragnars fór
fram frá Bústaða-
kirkju 21. desember
2010.
veruna. Ragnar var
frímúrari og það var
alveg sama hvað ég
reyndi að veiða upp úr
honum um regluna,
aldrei gaf hann sig og
fíflaðist bara í mér á
móti eins og honum
var lagið.
Við Raggi sonur
hans höfum verið góðir
vinir síðan í barna-
skóla og orðnir þeir
bestu á seinni árum.
Við komum heim til
hvor annars og ég fann
fljótt að heim til hans á Sævanginn
og seinna í Garðabæinn var ég alltaf
velkominn. Ég var ekki mjög ánægð-
ur þegar foreldrar mínir fluttu úr
Hafnarfirði, ég þá 16 ára og í Hafn-
arfirði voru mínir félagar og vinir. Í
félagsskap þeirra leitaði ég og oft
stóð hann lengi fram eftir nóttu um
helgar. Þá var gott að mega koma
heim með Ragga fá sér að borða og
sofa lengi frameftir í svefnsófanum
hans.
Við Raggi urðum smám saman
fullorðnari og allt í einu var ég með
fjölskyldu. Þá fann ég enn betur
hvað þau voru yndisleg bæði tvö og
gott fólk. Þau fengu mig til að mála
svolítið innan dyra og þótt ég vildi
helst greiða með því á einhvern hátt
allan þann mat og gistingar sem ég
hafði notið í þeirra húsi kom það ekki
til greina. „Helgi minn þú þarft pen-
ing eins og aðrir“ og ekki hlustað á
annað en að greiða vinnuna að fullu,
sem mér þótti bara skemmtileg og
naut ég félagsskapar Ragnars á
meðan sem bauð upp á heitar brauð-
bollur og með því.
Þau fögnuðu innilega strákunum
mínum tveimur og fylgdust með
hvernig fjölskyldunni vegnaði.
Um síðustu helgi ætluðum við Ás-
dís að kíkja í heimsókn til þeirra, en
laufabrauðsbakstur truflaði áformin
– enda mátti slík heimsókn aðeins
dragast. Raggi og Arna að koma
heim frá Bandaríkjunum í vikulokin
og þá var planið að sjálfsögðu að hitt-
ast. En atvikin höguðu þessu á annan
veg. Á þriðjudagsmorgun var hringt
í mig; Ragnar hafði orðið bráðkvadd-
ur um nóttina.
Mér var hugsað til Ragga míns í
fjarlægum heimshluta og allar góðar
stundir með Ragnari og Vigdísi
komu fram í hugann. Ég fann fyrir
sársauka og sorg. Mér fannst þetta
svo óréttlátt sérstaklega hvað það
var stutt þangað til að Raggi kæmi
heim frá L.A. til að vera yfir jólin
með fjölskyldu sinni
Að upplifa dauðann er mér sagt að
sé hluti af því að verða fullorðinn og
kynnast lífinu sem bæði er gleðilegt
en því fylgir einnig sorgin. Nú hugsa
ég með gleði til samverustundanna
og þakklæti fyrir að hafa átt þær
með fjölskyldu Ragga.
Elsku Raggi minn, Vigdís og fjöl-
skylda. Um leið og við Ásdís vottum
ykkur okkar innilegustu samúð, biðj-
um við Guð að blessa minningu
Ragnars Valdimarssonar.
Helgi Þór Lund.
Fyrsta tilfinningin sem ég fann
fyrir þegar ég fékk þá sorglegu frétt
að Ragnar vinur minn og samstarfs-
maður væri látinn var hversu lífið er
stutt og hversu mjög það kemur
manni alltaf í opna skjöldu þegar ná-
komnir ættingjar, vinir og sam-
starfsmenn látast skyndilega. Dag-
inn áður hafði Ragnar leikið á als
oddi í vinnunni og var léttur og kát-
ur. Í huga mér varð til einhver hug-
renning sem tengdi saman andlát
Ragnars Valdimarssonar og það að
sonur minn, 23 ára, hafði fyrir nokkr-
um dögum farið sína fyrstu ferð sem
háseti á flutningaskipi hjá Eimskip.
Lífið flaug hjá eins og í sviphendingu
og virkaði svo óskaplega stutt.
Við Ragnar höfum unnið náið sam-
an síðan 2004 í öryggismálum hjá
Eimskip. Þar áður vorum við alltaf
einhvers staðar í grennd hvor við
annan í starfi, báðir að sinna öryggis-
málum og fleiru, hvor á sínu sviði.
Þegar síðan var ákveðið að setja
öryggismálin í sérstaka deild naut ég
þess að fá Ragnar með mér í það og
þá gríðarlegu reynslu sem hann
hafði á þessu sviði, bæði í landi og
ekki síður á sjónum sem var ekki
mitt fagsvið.
Ragnar var ekki bara traustur
samstarfsmaður heldur líka góður
félagi. Þegar við hittumst á göngun-
um eða við kaffivélina eða annars
staðar gátum við alltaf slegið á létta
strengi. Við áttum líka annan vett-
vang saman sem var Sjálfstæðis-
flokkurinn og pólitíkin sem var okk-
ur óþrjótandi efniviður í gott spjall.
Ragnar vann alla tíð hjá Eimskip,
byrjaði sem unglingur og þekkti fé-
lagið því afar vel. Hann var á sjónum
fyrst sem háseti, stýrimaður og síðan
skipstjóri. Þegar Ragnar var um fer-
tugt söðlaði hann um og hóf störf á
skrifstofunni í landi þar sem hann
sinnti ýmsum ábyrgðarstörfum.
Hann lagði líka mikla vinnu í fé-
lagsmálin innan félagsins og sinnti
t.d. sumarhúsum starfsmannafélags-
ins ásamt fleirum af mikilli elju og
kostgæfni í gegnum tíðina.
Núna síðustu árin fannst Ragnari,
eins og mörgum öðrum, Eimskipa-
félagið hafa fjarlægst þann grunn og
þær hugsjónir og anda sem það
byggði á frá upphafi. Hann hafði því
dregið sig talsvert út úr ýmsu þar
sem hann áður hafði verið mjög virk-
ur.
Ég fann það samt og heyrði að
honum fannst félagið vera að koma
til baka til sjálfs sín núna síðustu
misserin. Skipareksturinn átti eðli
málsins samkvæmt stóran stað í
hjarta Ragnars og honum fannst
gott að félagið hefur aftur lagt mun
ríkari áherslu á þann þátt í rekstr-
inum núna undanfarið og sömuleiðis
á gömlu góðu gildin sem hann mat
svo mikils.
Ég vil fyrir hönd samstarfsmanna
Ragnars innan öryggisdeildar Eim-
skips senda eiginkonu hans og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan dreng
lifir áfram í hjörtum okkar.
Eyþór H. Ólafsson.
Ragnar
Valdimarsson
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR RAGNA JÓHANNESDÓTTIR,
Bragagötu 22a,
sem andaðist miðvikudaginn 15. desember á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum,
verður jarðsungin frá Grafarkirkju í Skaftártungu
þriðjudaginn 28. desember kl. 14.00.
Ólafur Jóhann Björnsson, Steinunn Guðjónsdóttir,
Gísli Halldór Magnússon, Ásta Sverrisdóttir,
Guðlaug Ólafsdóttir, Finnur Lúðvíksson,
Ólöf Ragna Ólafsdóttir, Jón Geir Ólafsson,
Stefnir Gíslason,
Arnar Páll Gíslason, Elva Dögg Valsdóttir,
Ármann Daði Gíslason,
Anna Steina Finnsdóttir,
Stefán Ingi Finnsson,
Ægir Óli Andrésson,
Jón Atli Jónsson,
Unnsteinn Jónsson,
Eldur Arnarsson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Sunnudaginn 12.
desember sl. barst
okkur í heilbrigðis-
ráðuneytinu sú sorg-
arfregn að vinkona okkar og sam-
starfsfélagi Sólveig
Guðmundsdóttir væri látin. Sólveig
hóf störf í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu árið 1990.
Hún hafði því starfað í ráðuneytinu
í rúm tuttugu ár og öðlast mikla
reynslu og þekkingu á málefnum
ráðuneytisins. Síðustu fimm árin
barðist Sólveig við illvígan sjúkdóm
og gekkst undir margar stórar að-
gerðir og erfiða meðferð. Við dáð-
umst öll að þeim kjarki og bjartsýni
sem einkenndi hana í þessari miklu
baráttu. Oft virtist útlitið svart, en
Sólveig var alltaf staðráðin í að
halda áfram að lifa lífinu þrátt fyrir
veikindin. Hún gafst því aldrei upp
fyrir sjúkdómnum, eins og margir
hefðu gert í hennar sporum, heldur
hélt áfram að vinna, oft sárlasin,
ferðaðist með fjölskyldunni og
reyndi að njóta lífsins eins og kost-
ur var til hinstu stundar. Þó að við
vissum hve veik hún var síðustu
vikurnar héldum við samt í þá von
að hún mundi rísa upp aftur eins og
áður. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt
hún áfram að gera að gamni sínu
og það var oft glatt á hjalla þegar
Sólveig var með í för, hvort sem
var í matartímum eða við vinnu.
Fyrir fáum mánuðum sat hún t.d. á
vinnufundi með fleiri starfsfélögum
og hlátrasköllin bárust yfir gang-
Sólveig
Guðmundsdóttir
✝ Sólveig Guð-mundsdóttir
fæddist á Akureyri
18. nóvember 1948.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 12.
desember 2010.
Útför Sólveigar fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 22.
desember 2010.
inn. Ég gat því ekki
stillt mig um að líta
inn og spyrja þær í
gamni hvort það ætti
að vera svona gaman
í vinnunni. Sólveig
var reyndasti lög-
fræðingur heilbrigðis-
ráðuneytisins og einn
af reyndustu lögfræð-
ingum stjórnarráðs-
ins. Við höfum ekki
aðeins misst góðan fé-
laga og samstarfs-
mann heldur hefur
ráðuneytið misst mik-
ilvæga þekkingu.
Það var alltaf gott að leita til Sól-
veigar um ráð á sviði lögfræði. Eitt
af því sem prýðir góðan lögfræðing
er að ígrunda mál áður en afstaða
er tekin og er þessi eiginleiki ekki
síst mikilvægur á sviði stjórnsýslu.
Þennan eiginleika hafði Sólveig til
að bera í ríkum mæli og það mátti
því alltaf treysta því að úrskurðir
og aðrar ákvarðanir sem Sólveig
kom að væru vandaðar og vel rök-
studdar. Við munum því sakna þess
að geta ekki lengur leitað til Sól-
veigar við þau mörgu og oft erfiðu
úrlausnarefni sem leysa þarf úr í
ráðuneyti. Við munum sakna þess
að vinna með Sólveigu, kærum vini
og félaga til margra ára, en síðast
en ekki síst munum við sakna þess
að fá ekki aftur að sjá hennar fal-
lega geislandi bros og fá ekki leng-
ur að hlæja með henni. Mestur er
þó söknuðurinn hjá eiginmanni Sól-
veigar, börnum, barnabörnum og
öðrum nánum ættingjum. Það er þó
nokkur huggun að Sólveig er nú
laus frá þrautum sínum og hún
fékk að kveðja á heimili sínu um-
kringd af fjölskyldunni sem var
henni svo mikils virði og hún var
svo stolt af.
Kærar kveðjur og þakkir frá
samstarfsfélögum,
Guðríður Þorsteinsdóttir.